Fréttablaðið - 30.06.2016, Síða 50

Fréttablaðið - 30.06.2016, Síða 50
„Markmiðið með leiknum er að fá fólk til að fara út í umhverfi Hafnar fjarðar og upplifa alla þá fjölbreytni og fegurð sem er að finna bæði í bænum og í kringum hann,“ segir Guðni sem hannar leik- inn fyrir Hafnarfjarðarbæ undir merkjum Hönnunarhússins ehf. Leikurinn fer þannig fram: Fólk getur sótt vandað útivistarkort frítt á fjölmarga staði í Hafnarfirði. Á kortið eru merktir 27 staðir vítt og breitt um bæjarlandið auk fróðleiks um hvern og einn stað. Þegar komið er á þessa staði er þar að finna lausnarorð sem hægt er að skrá á kortið. Þeir sem vilja geta skilað inn kortunum fyrir 25. september með lausnarorðunum en á sérstakri uppskeruhátíð um haustið verður dregið úr innsendum kortum. „Fólk þarf ekki að fara á alla 27 staðina til að geta skilað inn kort- inu,“ upplýsir Guðni en hægt er að vera með í þremur mismunandi flokkum. Léttfetar skila inn níu stöðum, göngugarpar 18 og þrauta- kóngar öllum 27. Þetta er í níunda sinn sem Guðni semur ratleikinn. „Það er mjög gaman að þessu. Ég fæ góðan stuðning fróðra manna og hefur Ómar Smári Ármannsson, yfirlög- regluþjónn, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, verið mér innan handar en hann gjörþekkir Reykja- nesið,“ segir Guðni. Þegar staðirnir hafa verið ákveðnir fer Guðni á þá til að finna gps-punkta sem síðan eru merktir inn á kortið. Síðustu ár hefur verið sérstakt þema í hverjum leik. „Í ár ákváð- um við að vera með landamerki og eyktamörk,“ upplýsir Guðni en eyktamark var fastur punktur í landslagi sem var notaður sem við- mið við sólargang til að vita hvað tímanum leið. Guðni segir þátttöku í leiknum hafa verið mjög góða og þeim fjölgi sífellt sem taki þátt. „Það eru alls ekki allir sem skila kortunum en það er samt ótrúlega stór hluti sem klárar alla staðina,“ segir hann og bendir á að leikurinn sé sérlega vinsæll meðal fjölskyldufólks. Guðni segir margar fjölskyldur hafa fundið skemmtilegar leiðir í gegnum ratleikinn sem þær fari á aftur og aftur.“ „Hér í Hafnarfirði er að finna ofboðslega fjölbreytta náttúru, allt frá grófu og grónu hrauni til auðn- ar eða skógi vaxinna svæða. Hér eru líka fjölbreyttar minjar mann- vistar sem gaman er að skoða. Það er svo ótrúlega margt fallegt sem við eigum hér í kringum okkur sem við erum oft að sækja allt of langt.“ solveig@365.is Nítjándi ratleikurinn um Hafnarfjörð Ratleikur Hafnarfjarðar fer fram í nítjánda sinn í sumar. Líkt og átta síðastliðin sumur hefur Guðni Gíslason veg og vanda af leiknum sem stendur til 25. sept. Þemað í ár er landamerki og eyktamörk. Leikendur fá gefins kort og geta leitað uppi allt að 27 staði í og við bæinn. Guðni við einn af 27 áfangastöðum ratleiksins í ár. MyNd/HaNNa Nálgast má kortin á eftirtöldum stöðum l Ráðhúsi Hafnarfjarðar l Bókasafni Hafnarfjarðar l Fjarðarkaupum l Suðurbæjarlaug l Ásvallalaug l Ásvöllum l Músik og sport l Fjallakofanum l Altis l Hress l Burgerinn og jafnvel víðar! Við bjóðum upp á námskeið í skyndihjálp ætluð almenningi en einnig sérhönnuð námskeið fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Meðal viðskiptavina okkar eru: • Einkareknar skurðstofur • Læknastofur • Tannlæknastofur • Heilbrigðisstofnanir auk fyrirtækja og einstaklinga ERTU VIÐBÚIN/N AÐ TAKAST Á VIÐ BRÁÐAAÐSTÆÐUR? Bráðaskólinn býður upp á fjölda námskeiða sniðin að þínum þörfum Bæjarhraun 12 220 Hafnafirði www.bradaskolinn.is Sími: 841–2725/898–2609 Skráning fer fram á bradaskolinn@bradaskolinn.is Garðabær oG HafNarfjörður Kynningarblað 30. júní 20168 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -6 8 4 C 1 9 D E -6 7 1 0 1 9 D E -6 5 D 4 1 9 D E -6 4 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.