Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 60

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 60
 Ólíkt kvennalínunni verður karlahönnunin ekki miðuð við ákveðinn árstíma því kenningin er sú að verslunarvenjur karlmanna séu ólíkar kvenna, að karlar kaupi strax það sem þeim líkar og hugsi síður í tísku- sveiflum. Fatahönnuðurinn Stella McCart- ney hefur staðfest þrálátan orð- róm þess efnis að hún hyggist hasla sér völl í karlatískunni. Þessi orðrómur hefur farið víða síðan í febrúar síðastliðnum og loks hefur Stella sjálf gengist við því að Stelluklæddur karl verði við hlið Stelluklæddu konunnar á sýningarpöllum í haust, nánar til tekið 10. nóvember í London. Stella var lærlingur hjá jakka- fataskraddaranum Edward Sexton eftir að hún lauk námi í fatahönn- un og þess má sjá glögg merki í hönnun hennar. Og nú segir hún röðina komna að körlum að fá það sem þeir eiga skilið, þægileg og nútímaleg föt. Hún hefur ekki látið uppi hvernig fötin koma til með að líta út en ýmsar vísbend- ingar má þó finna í fortíð henn- ar og fyrri yfirlýsingum. Það má ganga út frá því sem vísu að ekk- ert leður eða aðrar dýraafurðir verði notaðar og einnig að línan verði heildstæð með bæði sam- stæðum og stökum fatnaði, yfir- höfnum og fylgihlutum og jafnvel gleraugum. Ólíkt kvennalínunni verður karlahönnunin ekki miðuð við ákveðinn árstíma því kenning- in er sú að verslunarvenjur karl- manna séu ólíkar kvenna, að karl- ar kaupi strax það sem þeim líkar og hugsi síður í tískusveiflum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McCartney hannar fyrir karla. Hún hefur gert jakkaföt á bæði eiginmann sinn og föður. Þá hann- aði hún eftir pöntun fyrir Guy Ritchie og David Bowie og hefur einnig á sinni könnu allan fatnað keppenda og aðstoðarfólks Breta á Ólympíuleikunum í samstarfi við Adidas. Eini vandinn gæti verið sá að McCartney hefur byggt hönnun- arhugmyndafræði sína á því að hún sé kona sem hannar fyrir konur og það má velta fyrir sér hvernig sú hugmyndafræði fær- ist yfir í karlatísku. Þá hefur hún einnig lagt áherslu á að hægt sé að nota fötin jafnt til að borða vöffl- ur, fara á mikilvæga viðskipta- fundi og svo út á lífið á kvöldin. Fátt bendir til þess að þessir eig- inleikar fari í kyngreinarálit svo karlmenn geta hlakkað til að eign- ast fatnað með víðtækt notagildi strax í desember þegar áætlað er að fatalínan komi í verslanir. leggur karlmönnum línurnar Aðalsmerki hönnunar Stellu McCartney eru þægileg föt við flest tilefni og nú fá karlmenn líka að njóta. Eiginmaður Stellu McCartney, Alasdhair Wills, í næturbláum smóking eftir konu sína. Það er ljóst að McCartney er enginn nýgræðingur þegar kemur að hönnun karlmannaafatnaðar. Hér er pabbi hennar Stellu í fallegum skoskmynstruðum eða „tartan“ jakka sem hún hannaði á hann. Það er til einfalt ráð til að fá fallega liði í hárið. Hvaða aðferð sem þú notar til að setja krullur í hárið, krullujárn, rúllur eða eitthvað annað, eru allar líkur á að í eitthvert þeirra skipta hafi hárið á þér litið út eins og rolla hafi sest á hausinn á þér. Að öllum líkindum leka krullurnar svo aðeins niður og hárið lítur þá loksins út eins og það átti að gera í upphafi. Það er til einfalt ráð til að losna við þetta ofurkrull og fá liði í hárið sem líta náttúrulega út. Og það þarf hvorki einhver súper- sprey eða dýr raftæki, aðeins það sem þú notar vanalega við liða- gerðina auk hárbursta. Skiptu hárinu í um þriggja senti- metra þykka lokka með burstanum. Ef þú notar krullujárn vefur þú hárinu utan um það eins og venju- lega – en skilur eftir um það bil fimm sentimetra af hárinu þannig að endarnir haldist sléttir. Gerið þetta við alla lokkana og passið að endarnir séu sléttir. Þannig virð- ast lokkarnir mýkri og náttúrulegri þegar búið er að krulla hárið og óþarfi að greiða krullurnar úr því. Náttúrulegir liðir á auðveldaN hátt 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R16 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -7 2 2 C 1 9 D E -7 0 F 0 1 9 D E -6 F B 4 1 9 D E -6 E 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.