Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 70
O. Lilja
Birgisdóttir
formaður Vinnís
Fallega hannað umhverfi hefur áhrif á okkur flest. Tökum Hörpuna sem dæmi, maður
gengur inn í listina og upplifir nýja
stemningu í hverju horni. Eða Perl-
una sem trónir efst á Öskjuhlíðinni
í dásamlega fallegu umhverfi. Á
Íslandi má finna margar fagrar
byggingar, vinnustaði, heimili, hús-
gögn, tæki og tól. Hönnun skiptir
máli.
Fyrsta upplifun er oftast góð en
því miður er það stundum svo að
gleymst hefur að huga að ýmsum
þáttum í hönnuninni sem geta
haft neikvæð áhrif á heilsu til
lengri tíma. Margar rannsóknir
eru til varðandi áhrif umhverfis á
heilsu eins og t.d. sjónræn áhrif í
formi birtu og litavals, hljóðvistar
og hönnunar húsbúnaðar. Vinnu-
ferlar og viðmót tæknibúnaðar
getur einnig haft áhrif. Vinnuvist-
fræðin fjallar um samspil manns og
umhverfis, áhrif á líðan og heilsu.
Með sólgleraugu í vinnunni
Hvers vegna þarf starfsfólkið í
afgreiðslu Hörpunnar helst að vera
með sólgleraugu í vinnunni? Hvern-
ig skyldi kokkunum í Perlunni líða,
þurfa þeir kannski að hlaupa upp
og niður stiga eða vinna við erf-
iðar og þröngar aðstæður? Hvað
með fallegu háu glerbyggingarnar
sem hafa skotist upp hér og þar
um höfuðborgina, eru þær hann-
aðar bæði með hönnun og heilsu í
huga? Fær starfsfólkið höfuðverk og
vöðvabólgu vegna birtu og glampa-
myndunar? Þarf að vera með auka-
peysu vegna kuldans sem streymir
frá glerinu á köldum dögum?
Dæmi má einnig taka varðandi
hönnun húsgagna, fagurlega hann-
aður stóll sem fáum þykir gott að
sitja í. Umbúðir sem eru fallega
hannaðar en þegar þarf að opna
þær þá þarf verkfæri og kraft til
verksins. Heimilistæki sem eru
með svo flóknar stýringar að það
þarf verkfræðing til að skilja þær.
Tölvukerfi sem eru svo margþætt
að nauðsynlegt er að hafa púða á
veggnum til að banka höfðinu í
reglulega. Heilsan skiptir máli.
Hönnuðirnir gleyma sér
Því miður er það svo að hönnuð-
irnir sem eiga verkin gleyma sér
oft í sköpuninni og fegurðinni sem
síðar kemur mögulega niður á líðan
þeirra sem nota eiga hönnunina eða
vinna í umhverfinu í lengri tíma.
Vinnuvistfræðingur myndi ekki
endilega hanna sérlega fagurt
umhverfi, tæki eða tól, en vel not-
endahæft væri það. Þess vegna er
það svo mikilvægt að við vinnum
saman að hönnun, notum þá þekk-
ingu sem til er á öllum sviðum.
Nýtum okkur þau fræði sem við
eigum, þá kunnáttu sem fagfólkið
hefur og hönnum með heilsuna í
huga. Hönnun og heilsa skipta máli.
Hönnun og heilsa
Hvers vegna þarf starfsfólkið
í afgreiðslu Hörpunnar helst
að vera með sólgleraugu í
vinnunni? Hvernig skyldi
kokkunum í Perlunni líða,
þurfa þeir kannski að hlaupa
upp og niður stiga eða vinna
við erfiðar og þröngar að-
stæður?
Vilhelm
Jónsson
fjárfestir
Tæplega myndi nokkurs staðar í siðmenntuðum réttarríkjum, þar sem bankamenn hefðu tæmt banka innan frá, öllum
hafa verið stefnt saman í opið fang-
elsi og þeir afplánað síðan 20% af
refsingu í anda sýndarmennsku.
Með ólíkindum og vafasamt er að
fangelsismálastjóri/stjórn geti að
eigin geðþótta ákveðið með hvaða
hætti refsingar séu teknar út, þvert
á fallna dóma, ásamt því hvenær og
hverjir ljúki afplánun á skemmri tíma
og með öðrum forréttindum.
Ný fangelsisbygging á Hólms-
heiði hefur að geyma 56 klefa þar
sem látið hefur vera stjórnast af
flott ræfilshætti þvert á efnahagslega
getu. Það er umhugsunarefni að yfir-
völd skuli réttlæta framkvæmd upp
á þrjá miljarða sem leysir síðan tak-
markaðan vanda. Lauslega má áætla
að hver klefi ásamt annarri aðstöðu
leggi sig á ríflega fimmtíu miljónir.
Forgangsröðun er röng og fangelsið
er alltof dýrt ásamt rekstrar- og fjár-
magnskostnaði. Höfuðvandinn er
enn til staðar þar sem lokað er öðrum
afplánunarrýmum sem nemur helm-
ingi þessarar byggingar.
Stjórnvöld ásamt ríkisstofnunum
eru í engum tengslum við efnahags-
lega getu og þurfa að fara að gera
sér grein fyrir að sjúkir og þeir sem
minna mega sín gjalda of oft með lífi
sínu vegna rangrar forgangsröðunar.
Undangengin ár hafa biðlistar eftir
fangelsisvist verið ca. 500 manns og
sá biðlisti lengist lítið þar sem dómar
fyrnast með einum og öðrum hætti.
Aðeins lítill hluti þeirra sem hafa
fengið dóm hefur framið ofbeldis-
eða kynferðisbrot. Stærsti hópurinn
er með dóm vegna umferðarlaga-
brota eða nytjatöku sem ekki er hægt
að kalla til afplánunar vegna pláss-
leysis sem láta þar af leiðandi ógert
að greiða sínar samfélagslegu skuldir.
Meirihluti biðlistans uppfyllir lík-
lega skilyrði til að afplána dóm sinn
með vægari hætti eða samfélagsþjón-
ustu. Flestir af þessum einstaklingum
sem bíða eftir að sitja af sér viðkom-
andi dóm myndu síður vilja afplána
refsingu í rammgirtu fangelsi, jafnvel
þótt það sé í anda fimm stjörnu hót-
els.
Ítrekað er búið að benda á ýmsar
ódýrar leiðir til að uppræta biðlista
þeirra sem bíða afplánunar á ein-
faldan og ódýran hátt. Hefði t.d. verið
hægt að leysa sárasta vandann með
gámabúðum sem hefði t.d. mátt setja
innan girðingar á Litla-Hrauni, sem
fangelsismálayfirvöldum þótti ekki
boðlegt. Þessar sömu vinnubúðir
eru nýttar í dag sem hótel ásamt því
að hýsa skrifstofur lækna við Land-
spítalann.
Ógæfumenn
Meginþorri þeirra sem afplána ítrek-
aða refsivist eru fátækir, heimilislaus-
ir ógæfumenn sem dómstólar hafa
ómældan kjark til að vísa umsvifa-
laust og án málalenginga í rammgirt
fangelsi, enda ekki hvítflibbar. Vart
getur talist eðlilegt eða ásættanlegt að
smákrimmi sem hnuplar einhverju
lítilræði þurfi að kosta samfélagið
fleiri milljónir.
Síbrotamaður hefur sjaldnast eftir
refsivist að einhverju að hverfa og á
litla sem enga möguleika á að fóta sig
á ný í lífinu. Eðlilegra væri að vistun
og eftirmeðferð ætti sér stað með hag-
kvæmari og uppbyggilegri hætti, jafn-
vel þó svo um harðan fíkil sé að ræða.
Þó svo frelsissvipting verði að eiga sér
stað, þá eru flestir hverjir meðvitaðir
um að þurfa að taka út sína refsingu
þótt ekki sé það innan rammgirtra
fangelsisveggja, og myndu láta ógert
að útskrifa sig sjálfir. Mun eðlilegra
hefði verið og væri að opna fangelsi
með kostnaðarminni hætti, t.d. í anda
Kvía bryggju, sem myndi kosta innan
við 30% af núverandi nýbyggingu
ásamt minni rekstrarkostnaði.
Jafnvel þótt fangi útskrifi sig sjálfur
verða yfirvöld að taka meiri hags-
muni fram yfir minni og gera sér grein
fyrir að oft er um óhörðnuð og illa
áttuð ungmenni að ræða. Vart getur
talist uppbyggilegt að vista brotna og
illa áttaða einstaklinga í rammgirtu
fangelsi eins og harðsvíraða glæpa-
menn.
Yfirvöld gætu náð milljörðum
í ríkis sjóð af ógreiddum sektar-
greiðslum við innköllun hundraða
manna, sem hafa fengið dóm til
afplánunar, á einfaldan hátt, væri
látið af þröngsýni og röngu verk-
lagi. Tæplega getur talist eðlilegt
að afbrotamaður sé með refsingu
hangandi yfir sér árum saman vegna
úrræðaleysis fangelsismálayfirvalda.
Til lítils er að dæma afbrotamenn
sem er síðan ekki fylgt eftir þar sem
það er ekki hægt að fullnusta dóma
vegna pláss- og fyrirhyggjuleysis og
síðan fyrnast dómar í skjóli dráttar.
Þessi háttur er aðeins til að fleiri sjá
sér leik á borði að fara á skjön við lög
og reglur ásamt því að hunsa sektar-
greiðslur sem þeir myndu frekar
borga en þurfa að hefja afplánun.
Ef fangelsismálayfirvöldum er
svona annt um skjólstæðinga sína
sem sumir hverjir eru ógæfu- og
síbrotamenn þá hefði verið eðli-
legra að veita fé til eftirmeðferðar til
að viðkomandi einstaklingar næðu
festu til að fóta sig áfram í lífinu, í
stað þess að sækja í fyrri iðju. Svo
vitnað sé í orð fangelsismálastjóra er
engin uppbyggileg vinnuaðstaða fyrir
fanga fyrir hendi á Hólmsheiði ásamt
lítilli geðheilbrigðisaðstoð vegna fjár-
skorts.
Slík meðferð verður ekki fengin
með stífbónuðum og rammgerðum
flísalögðum steypuklumpi, gadda-
vírsgirðingum ásamt flatskjáum og
róandi geðlyfjum. Nokkuð ljóst er
að hvítflibbar ásamt fleirum munu
með sinni hógværð gera sér að góðu
íburðarminni húsakynni en Hólms-
heiði hefur að geyma.
Fangelsismálayfirvöld stýrast af dómgreindarleysi
Ef fangelsismálayfirvöldum
er svona annt um skjólstæð-
inga sína sem sumir hverjir
eru ógæfu- og síbrotamenn
þá hefði verið eðlilegra að
veita fé til eftirmeðferðar til
að viðkomandi einstaklingar
næðu festu til að fóta sig í
lífinu, í stað þess að sækja í
fyrri iðju.
RýmingaRsala
Í DýRaRÍkinu HoltagöRðum
allt á að
seljast
•
veRslunin
HættiR
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R38 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
E
-4
0
C
C
1
9
D
E
-3
F
9
0
1
9
D
E
-3
E
5
4
1
9
D
E
-3
D
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K