Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 8

Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. nóvember 2016. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Einn af fjölmörgum „Íslands-vinum“ og góðkunningjum úr umræðu hér á landi var nefndur til sögunnar í eftirtekt- arverðri frétt Ríkis- útvarpsins:    Breska þingiðsamþykkti sam- hljóða í dag að svipta Philip Green, fyrrverandi við- skiptafélaga Baugs, aðalstign sem hann hlaut fyrir tíu árum.    Lokaákvörðunum hvort svipta eigi Green aðals- tigninni verður þó tekin af sérstakri nefnd um heið- urssviptingar. Green var aðaleigandi versl- unarkeðjunnar BHS og seldi hana í fyrra, eftir söluna fór BHS á hausinn og ellefu þúsund starfsmenn misstu vinnuna og lífeyri sinn.    Þingheimur ræddi í þrjá klukku-tíma um það hvort ætti að svipta Green aðalstigninni og komu fáir honum til varnar.    Í umræðunum var Green líkt viðNapóleon og Rupert Murdoch, hvorugt honum til hróss.    David Winnick, þingmaðurVerkamannaflokksins, sagði að Green væri billjónamæringur en smáglæpon, sem aldrei hefði átt að fá aðalstign.    Lífsstíll hans og ríkidæmi værimóðgun við starfsmennina sem sætu eftir slyppir og snauðir.    Green hefur lýst því yfir að hannvilji leita lausna á lífeyrismál- unum en lítið hefur verið um efnd- ir.“ Philip Green Grátbroslegt grín STAKSTEINAR Jón Ásgeir Jóhannesson Veður víða um heim 20.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 skúrir Bolungarvík 6 súld Akureyri 10 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 5 rigning Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 alskýjað Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 9 rigning Brussel 11 rigning Dublin 11 léttskýjað Glasgow 10 léttskýjað London 12 rigning París 13 rigning Amsterdam 11 rigning Hamborg 8 alskýjað Berlín 9 léttskýjað Vín 7 rigning Moskva 0 skýjað Algarve 23 skýjað Madríd 15 rigning Barcelona 16 rigning Mallorca 18 rigning Róm 15 rigning Aþena 19 heiðskírt Winnipeg 0 heiðskírt Montreal 13 alskýjað New York 21 léttskýjað Chicago 14 alskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:39 17:47 ÍSAFJÖRÐUR 8:52 17:43 SIGLUFJÖRÐUR 8:35 17:26 DJÚPIVOGUR 8:10 17:14 Reiknað er með að velta í framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni hér á landi muni tvö- faldast á þessu ári, ef mið er tekið af veltu á fyrstu sex mánuðum ársins. Áætluð velta þessa árs er 24,4 millj- arðar króna í samanburði við 11 milljarða króna veltu á síðasta ári. Það stefnir því allt í metár í íslensk- um kvikmyndaiðnaði. Þegar horft er á tímabilið janúar til júní á þessu ári eru umsvifin þeg- ar orðin tvöföld á við það sem var á sama tíma í fyrra. Frá árinu 2008 hafa umsvifin á þessum markaði fimmfaldast en árið 2008 var veltan rúmir 4,4 milljarðar króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK. Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth og formaður SÍK, segir mikla grósku í íslenskri kvik- myndagerð en staðreyndin sé að veltuaukninguna megi nær eingöngu rekja til þess að undanfarin ár hafi verið gríðarlegur áhugi erlendra framleiðenda á að koma til Íslands. Þar sé árið í ár engin undantekn- ing því hingað komi hver stórmyndin af annarri. Áhrif þessara verkefna séu mjög jákvæð og nægi að nefna aukningu ferðamanna auk beinna tekjutengdra áhrifa um allt land. Stefnir í metár í kvikmyndaiðnaði  Velta þessa árs áætluð 24,4 milljarðar króna í kvikmyndaiðnaði hér á landi Stórmyndin Justice League er tekin að hluta upp hér á landi. Biskup Íslands hefur skipað dr. Grétar Halldór Gunnarsson í embætti prests í Grafarvogs- prestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Kjör- nefnd presta- kallsins komst að þessari niðurstöðu, en kosið var á milli fimm umsækjenda. Áður hafði matsnefnd metið þessa umsækj- endur hæfasta til þess að gegna embættinu. Umsækjendurnir auk Grétars voru Anna Þóra Paulsdóttir guð- fræðingur, Arnór Bjarki Blóm- sterberg guðfræðingur, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, María Gunn- arsdóttir guðfræðingur, séra Páll Ágúst Ólafsson, séra Sigfús Krist- jánsson, séra Stefán Már Gunn- laugsson og Sylvía Magnúsdóttir guðfræðingur. Frestur til að sækja um embættið rann út 8. ágúst sl. Kjörnefnd prestakallsins er skipuð 29 ein- staklingum auk prófasts sem leiðir störf nefndarinnar. sisi@mbl.is Grétar Halldór Gunnarsson Nýr prest- ur í Graf- arvoginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.