Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 félags- og tryggingamálaráðuneyti. Þar voru þeir sem fengu matarað- stoð hjá þremur hjálparsamtökum á einum tilteknum degi taldir. „Niður- staðan var að þennan dag sóttu 730- 790 manns mataraðstoð til þessara þriggja samtaka,“ segir Siv. Spurð hvort ekki þyrfti að taka saman heildartölu þeirra sem fá mataraðstoð hér á landi segir hún svo vera. „Það væri mjög áhuga- vert. En það kallar hugsanlega á meira samstarf á milli hjálp- arsamtakanna allra og að þau skrái upplýsingar á sama hátt.“ Ásta Dís Guðmundsdóttir, for- maður Sjálfs- bjargar á höfuð- borgarsvæðinu, er samhæfingar- stjóri Pepp. Hún hefur þegið mataraðstoð og segir viðhorf samfélagsins hafa verið nei- kvætt gagnvart þessum hópi í gegnum tíðina og einkennst af hroka og skilningsleysi. Það hafi þó breyst í kjölfar hrunsins. „Þá áttuðu margir sig á því að venjulegt fólk gæti vel lent í þeirri stöðu að eiga erfitt. En það er enn algengt við- horf á Íslandi að fátækt sé ekkert annað en aumingjaskapur. Að hægt sé að komast út úr henni með því að vinna meira, skaffa meira. En það er bara ekki alltaf hægt,“ segir Ásta Dís. Hún segir að fundurinn í dag marki ákveðin tímamót. Hingað til hafi raddir þeirra sem noti þjónustu á borð við matargjafir ekki verið há- værar. „Það hefur verið svo mikil skömm á Íslandi að vera fátækur. En það skiptir virkilega miklu máli að þeir sem fái aðstoðina komi að borðinu.“ Hjálparstarf kirkjunnar er meðal þeirra samtaka sem veita matar- aðstoð. Á síðasta starfsári, frá júlí 2015 til júní 2016, fengu rúmlega 2.000 einstaklingar slíka aðstoð. „Á bak við þessa einstaklinga eru fjöl- skyldur, þannig að við gætum sagt að 5.500 manns hafi notið matar- aðstoðar hjá okkur á þessu tíma- bili,“ segir Sædís Arnardóttir, fé- lagsráðgjafi hjá hjálparstarfinu. Margvísleg aðstoð Sædís segist finna að staðan hafi batnað hjá mörgum. Til dæmis sé auðveldara að fá vinnu nú en oft áður. Hún segist þó verða vör við að húsnæðiskostnaður sé að sliga marga. „46% af þeim sem koma til okkar eru á almennum leigumark- aði og þeir ráða einfaldlega ekki við leiguna. Ég hef heyrt dæmi um 200.000 á mánuði fyrir litla þriggja herbergja íbúð. Fólk með lágar tekjur ræður alls ekki við það.“ Hjálparstarfið veitir margs konar aðra aðstoð. Á síðasta starfsári voru til dæmis 38 börn styrkt til tóm- stundastarfs, 439 manns fengu að- stoð við lyfjakaup og foreldrar 210 skólabarna fengu inneignarkort til að kaupa skóladót. Að sögn Sædísar er nokkuð um að fólk fái mataraðstoð og aðra að- stoð frá hjálparsamtökum svo árum skipti. „Það eru allnokkur dæmi um fólk sem hefur fengið mataraðstoð í meira en tíu ár, sumir hafa fengið hana síðan við byrjuðum að skrá niður árið 1995.“ Sædís segir að fólk á aldrinum 30-49 ára sé um helmingur þeirra sem fái aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og að konur séu í meiri- hluta. „Annars er þetta fjölbreyttur hópur, en fólk sem hefur verið í þessari stöðu lengi á það gjarnan sameiginlegt að vera bæði brotið og viðkvæmt. Þunglyndi og kvíði eru algengir fylgifiskar fjárhags- erfiðleika.“ Mörg þúsund fá mataraðstoð  Algengt viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur  Þeir sem fái aðstoðina séu með í ráðum  Staðan betri hjá mörgum að mati Hjálparstarfs kirkjunnar  Hafa fengið mataraðstoð í meira en 20 ár Morgunblaðið/Ernir Matarúthlutun Myndin er tekin hjá Mæðrastyrksnefnd, þar sem búið var að útbúa matarpoka fyrir ein jólin. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra Íslendinga sem fá matargjafir en talið er að þeir séu nokkur þúsund. Sædís Arnardóttir Ásta Dís Guðmundsdóttir Siv Friðleifsdóttir Velferðarvaktin spurði öll hjálpar- samtök sem veita mataraðstoð hver þróun umfangs aðstoðarinnar hefði verið á síðustu fimm árum. Sum hjálparsamtökin svöruðu því til að umsækjendum hefði fækkað og töldu það vera vegna betra atvinnuástands, önnur sögð- ust merkja aukningu. Í svari Sam- hjálpar kom fram að undanfarin fimm ár hefði heimsóknum á kaffi- stofu Samtakanna, þar sem fólki er boðinn matur, fjölgað um 1.500-2.000 á ári. Einnig var spurt um samsetningu hópsins sem nýtur aðstoðarinnar. Í svörunum kemur fram að örorka er algeng ástæða þess að fá mataraðstoð, margir eru einstæðir foreldrar og meirihluti fólksins er á leigumarkaði. Nánast öll samtökin sögðu að erlendum ríkisborgurum og hælisleit- endum hefði fjölgað mikið. VELFERÐARVAKTIN KANNAÐI ÞRÓUNINA UNDANFARIN FIMM ÁR Biðröð Beðið eftir mataraðstoð. Heildarlausnir fyrir mötuneyti og stóreldhús Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Gufusteikingarofnar í ýmsum stærðum Gæðatæki á góðu verði Yfir 30 ára reynsla á Íslandi BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þeir sem þiggja mataraðstoð á Ís- landi verða oft fyrir fordómum. Úr slíkum viðhorfum dró þó í kjölfar hrunsins. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar fá mataraðstoð en talið er að þeir skipti þúsundum. Mataraðstoð, umfang hennar og reynsla þeirra sem hennar njóta er til umræðu á fundi sem samtökin Pepp Ísland standa fyrir nú í morgunsárið. Pepp er skammstöfun á ensku fyrir „People experiencing poverty“ og er tengslanet fólks sem hefur það að markmiði að vinna bug á fátækt. Á fundinum verða einnig fulltrúar ýmissa hjálparsamtaka, auk fulltrúa Velferðarvaktar félags- málaráðuneytisins. Siv Friðleifsdóttir, formaður Vel- ferðarvaktarinnar, segir að ekki séu til heildartölur um fjölda þeirra sem þiggi mataraðstoð frá frjálsum fé- lagasamtökum. Aðstoðin sé afar mismunandi; stundum sé verið að afhenda matvörur, í öðrum tilvikum fái fólk inneignarkort í tilteknar matvöruverslanir og þá sé nokkuð um að fólk fái „mat á disk“. „Við höfum gert lauslega könnun meðal hjálparsamtaka en við getum ekki byggt á þeim tölum því skráningin er mismunandi,“ segir Siv. Vinna meira, skaffa meira Til þess að fá einhverja hugmynd um umfangið segir Siv að styðjast megi við skilgreiningu Eurostat, evrópsku hagstofunnar, á sárafá- tækt en samkvæmt henni falla 1,3% Íslendinga, tæplega 4.300 manns, undir þá skilgreiningu. „Við vitum ekki hvort allir í þeim hópi fá mataraðstoð en þetta gefur okkur einhverja hugmynd um stöðu mála,“ segir Siv. Í þessu sambandi nefnir hún könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem gerð var 2010 fyrir þáverandi Örorka er algeng ástæða „Jú, við erum svo sannarlega ánægðir, sérstaklega með að vera ofar á listanum en grannar okkar frá Noregi og Finnlandi,“ segir Virgar Hvidbro, adalskrivari fær- eyska knattspyrnusambandsins, um árangur karlalandsliðsins sem er í 74. sæti á FIFA-listanum yfir bestu landslið í heimi, Noregur er í 81. sæti og Finnland í 101. sæti. Adalskrivari er nokkurs konar framkvæmdastjórastaða hjá sam- bandinu, sambærilegt stöðu Klöru Bjartmarz hjá KSÍ. Uppbyggingarstarfið lykillinn Hver er grunnurinn að þessum góða árangri? „Já, það eru ekki nema tíu ár síð- an við byrjuðum að taka þátt í keppni landsliða yngri en 21 árs og af 22 leikmönnum liðsins er 21 sem hefur spilað með því. Svo erum við með marga leik- menn í erlendum deildum, til dæmis leika þrír leikmenn á Íslandi, allir í FH en einn lék í sumar fyrir Fylki á lánssamningi. Frægastur þeirra er líklegast Gunnar Nielsen sem er að- almarkvörður Íslandsmeistara FH. Hann lék áður með Stjörnunni og þar áður í skosku deildinni með Motherwell. Við erum með þrjá færeyska leik- menn í efstu deildinni í Danmörku og nokkra í neðri deildum þar. Svo er einn í Noregi sem leikur með Brann í Bergen. Þessir leikmenn elska að leika fyrir land sitt. Þjálfarinn okkar er góður, Dan- inn Lars Olsen sem var fyrirliði hins fræga danska liðs sem vann Evrópukeppnina árið 1992.“ Var ekki skálað í kampavíni þeg- ar FIFA gaf út listann? „Jú, það gerðum við svo sann- arlega.“ borkur@mbl.is Færeyjar fyrir of- an Noreg á FIFA Morgunblaðið/Kristinn Landsliðsmaður Nielsen leikur með FH en lék áður með Stjörnunni.  Á nýútkomnum lista FIFA eru Færeyjar í 74. sæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.