Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
SÍÐUMÚLI 14 108 REYKJAVÍK
SÍMI 510 5510
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 8 -18
Þorsteinn Ásgrímsson Mélen
thorsteinn@mbl.is
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna ákærðu í Aur-
um Holding-málinu, gagnrýndi í framsögu sinni
við skýrslutöku í gær meðferð ákæruvaldsins og
lögregluyfirvalda í sínum málum undanfarin 15 ár,
en þá byrjaði rannsókn á Baugsmálinu svokallaða.
Sagði hann sömu lögreglumenn hafa rannsakað
mál gegn sér núna og gerðu það í Baugsmálinu.
Ásakaði Jón Ásgeir tvo lögreglumenn um að
hafa óhikað leynt gögnum sem sýndu að ásakanir
gegn ákærðu í þessu máli stæðst ekki. Nefndi
hann í því samhengi undirritaða pappíra frá félag-
inu Damas, sem var í viðræðum við Baug um kaup
á hlut í Aurum. Þá hefði líka verið gert verðmat af
hálfu Damas sem sýndi hærra verðmat en sak-
sóknari legði upp með í málinu.
Átti að hafa vitað af tengslum meðdómara
Saksóknari telur verðmat Aurum í viðskiptun-
um hafa verið of hátt og því hafi lánveiting Glitnis í
því tilfelli verið allt of há. Er það eitt grundvallar-
atriði í málinu. Sagði Jón Ásgeir að verðmatið sem
Damas hefði látið gera væri upp á 107 milljónir, en
það er hærra en það 100 milljóna mat sem Glitnir
horfði til við lánveitinguna.
Þá sagði Jón Ásgeir það ólíklegt að saksóknari
hefði ekki vitað af tengslum meðdómara þegar
málið var rekið í fyrra skipti fyrir héraðsdómi við
Ólaf Ólafsson fjárfesti. Spurði hann hvort sak-
sóknari hefði ekki aðgang að Google. Hæstiréttur
ógilti eftir fyrra málið sýknudóm vegna ummæla
dómarans í garð saksóknara.
Sagði Jón Ásgeir að ef dómsmál saksóknara
gengi ekki upp „fær sérstakur bara aðra tilraun“
sem hann sagði byggja á upplognum ástæðum.
„Ég get trúað ykkur fyrir því að ég er orðinn bug-
aður,“ sagði Jón Ásgeir um þessi mál gegn sér.
Ítrekaði hann að gerð hefðu verið verðmöt á
virði Aurum og að við lánveitingu hefðu starfs-
menn Glitnis farið eftir réttum ferlum. Saksóknari
telur í málinu að Jón Ásgeir hafi verið eins konar
skuggastjórnandi sem hafi gefið fyrirmæli til
stjórnanda Glitnis um hvernig ætti að haga mál-
um. Jón Ásgeir sagði gögn málsins aftur á móti
sýna að svo hefði ekki verið. Annars hefðu starfs-
mennirnir væntanlega framkvæmt hugmyndir
hans, en það hefði ekki verið niðurstaðan. „Frekja
og eftirfylgni er ekki glæpur,“ sagði Jón Ásgeir
um samskipti sín við starfsmenn bankans.
Jón Ásgeir segist bugaður
Réttarhöld héldu áfram í Aurum-málinu í héraðsdómi Jón Ásgeir Jóhannesson í skýrslutöku
Sakaði lögreglumenn um að leyna gögnum Spurði hvort saksóknari hefði ekki aðgang að Google
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómsalur Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt lögmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Saksóknari spurði um tengingar
á milli Aurum-málsins og Stím-
málsins í skýrslutöku yfir Jóni
Ásgeiri og vitnaleiðslum yfir
nokkrum fyrrverandi starfs-
mönnum eignarhaldsfélagsins
Fons. Spurði hann Jón Ásgeir
m.a. hvort tapið af Stím-
viðskiptunum hefði í raun ekki
að lokum verið greitt með Aur-
um-viðskiptunum.
Vísaði saksóknari meðal ann-
ars til pósts frá Jóni Ásgeiri til
Gunnars Sigurðssonar, fyrrver-
andi forstjóra Baugs, þar sem
hann sagði að Pálma Haralds-
syni, fyrrverandi eiganda og for-
stjóra Fons, hafi verið lofað
skaðleysi. Neitaði Jón Ásgeir
samskiptum við Pálma vegna
Stíms. Þá var einnig sýndur
póstur þar sem Jón Ásgeir segir
við viðskiptastjóra sinn hjá
Glitni að Pálmi telji Lárus Weld-
ing, fyrrverandi bankastjóra og
einn ákærða í málinu, hafa svik-
ið sig.
Spurði um
tengingar
SAKSÓKNARI
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jógúrtísfyrirtækið Yogiboost, sem
er í eigu Lúðvíks Georgssonar og
fjölskyldu hans í Malmö í Svíþjóð,
vann í vikunni
dómsmál sem
mjólkurrisinn
Arla höfðaði
gegn því vegna
nafns fyrirtæk-
isins.
„Þetta er sann-
kallaður sigur
Davíðs á Golíat
og mikill léttir,
enda verður mál-
inu ekki aftur
áfrýjað,“ segir Lúðvík, sem opnaði
fyrstu Yogiboost-ísbúðina fyrir
rúmlega þremur árum og rekur nú
sex ísbúðir í Svíþjóð. Ein hefur ver-
ið opnuð í Kína, en þar stendur til
að opna 102 Yogiboost-ísbúðir á
næstu fimm árum.
Yogiboost-ísbúðirnar eru sjálfs-
afgreiðsluverslanir. 10 mismunandi
ístegundir eru í boði og 70 sósur,
kurl, ber og fleira. Neytandinn set-
ur sjálfur í box það sem hann vill og
greiðir síðan samkvæmt vigt.
Löng deila
Fyrsta verslunin var opnuð í
Malmö 14. maí 2013. Lúðvík segir
að Arla, sem er stærsta mjólkur-
framleiðslufyrirtæki í Evrópu, hafi
þá kvartað skriflega yfir vörumerk-
inu Yogiboost og sagt að það
skyggði á vörumerkið Yoggi, sem
það ætti og notaði á jógúrtvörur
fyrirtækisins. Það hafi hótað öllu
illu og málið hafi endað í málaferl-
um fyrir dómi. „Ég vissi að ég var í
fullum rétti og við ákváðum að
standa á honum,“ segir Lúðvík.
Málaferlin kostuðu Lúðvík um 1,2
milljónir sænskra króna, um 15,5
milljónir króna, en kostnaðurinn
lendir á Arla. „Það fór mikill tími
og peningur í þetta en ég vissi allan
tímann að við höfðum rétt fyrir
okkur. Þetta hefur tekið mikið á
okkur en nú höldum við bjartsýn
áfram uppbyggingunni.“
Yogiboost-ísbúð 10 ístegundir eru í boði og 70 sósur, kurl, ber og fleira.
Hafði betur gegn
mjólkurrisanum
Yogiboost vann dómsmál gegn Arla
Lúðvík
Georgsson