Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
Frábært til að bæta hormónajafnvægi
fyrir konur á öllum aldri
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa
mikið lignans i blóðinu eru að
meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa
en þær konur sem skortir eða hafa
lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Mulin hörfræ - rík af Lignans
Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
CC FLAX
• Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd
• Omega 3- ALA
• Fjölbreyttar trefjar
NÝJAR
UMBÚÐIR
SLEGIÐ Í
GEGN
Í VINSÆLDUM
- FRÁBÆR -ÁRANGUR
PREN
TU
N
.IS
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Við erum að gera skemmtilega hluti
og leita að tækifærum sem felast í
þessum miklu breytingum. Við höfum
fengið inn nýtt og kraftmikið fólk í
stað öflugra reynslubolta sem við
misstum frá okkur. Á vissan hátt er-
um við með nýja stofnun og það felast
tækifæri í því að vera nánast á byrj-
unarreit,“ segir Eyþór Björnsson
fiskistofustjóri.
Starfsemi í nýjum höfuðstöðvum
Fiskistofu á háskólasvæðinu á Borg-
um á Akureyri er smátt og smátt að
komast í fastar skorður, en formlega
var opnað þar fyrir hálfum mánuði.
Mikið öldurót fylgdi þeirri ákvörðun
stjórnvalda að flytja höfuðstöðvarnar
norður og létu um 20 starfsmenn af
störfum í kjölfarið. Eftir sem áður er
meirihluti starfsmanna Fiskistofu í
Hafnarfirði.
Krísustjórnun frá degi til dags
Aðeins fiskistofustjóri flutti með
stofnuninni norður og annar starfs-
maður hefur nýtt sér tækifæri til að
hafa aðstöðu á báðum stöðum. Eyþór
dregur ekki dul á að síðustu ár hafi
verið erfið í rekstri Fiskistofu.
„Það varð mikil óánægja og rót
meðal starfsmanna þegar áformin
voru kynnt í lok júní 2014,“ segir Ey-
þór. „Þetta var strembið og í raun
krísustjórnun frá degi til dags í rúm-
lega eitt ár, því formleg ákvörðun um
flutning kom ekki fyrr en 13 mán-
uðum síðar.
Þann tíma vorum við í limbói um
hvað yrði og þessi langi óvissutími
var okkur öllum mjög erfiður. Hann
skýrist meðal annars af því að fyrst
var tilkynnt um áformin, en svo kom í
ljós að lagaheimild skorti fyrir flutn-
ingnum. Það tók því þennan tíma að
eyða allri óvissu og afla lagaheim-
ildar.
Lengi vel gerði fólk ráð fyrir að á
18 mánuðum þyrfti það að hætta
störfum hjá Fiskistofu eða flytja til
Akureyrar. Þegar í ljós kom að flutn-
ingur starfsfólks yrði gerður með
starfsmannaveltu fór rykið að setjast.
Þá höfðu nokkrir þegar látið af störf-
um, aðrir fóru að líta í kringum sig í
rótinu eftir að áformin voru kynnt og
hugsa hlutina upp á nýtt. Fleiri
ástæður voru að baki uppsögnum og
starfslokum, en við misstum mikla
þekkingu og erum enn að byggja
starfsemina upp að nýju.“
Starfsmenn Fiskistofu eru um 75
og hefur starfsmannafjöldi ekki
breyst síðustu ár fyrir utan tíma-
bundna fækkun 2014-2015 vegna
óvissuástands.
Fjöldi starfsmanna
í Hafnarfirði ekki undir 20
Núna eru 17 starfsmenn fyrir norð-
an og tveir bætast væntanlega við fyr-
ir áramót. Með í fjöldanum á Akur-
eyri eru taldir þrír starfsmenn Verð-
lagsstofu skiptaverðs. Þegar áform
um flutning voru kynnt voru fimm
starfsmenn Fiskistofu þegar stað-
settir á Akureyri, fjórir veiðieftir-
litsmenn og einn á skrifstofu. Því hafa
í raun níu manns bæst við á Akureyri
síðan. Á skrifstofu Fiskistofu í Hafn-
arfirði starfa 28 manns og þar eru ell-
efu veiðieftirlitsmenn. Eyþór á ekki
von á að fjöldi starfsmanna í Hafnar-
firði fari undir 20. Þess má geta að
Fiskistofa hefur aldrei farið fram úr
fjárheimildum sínum, samkvæmt
upplýsingum Eyþórs.
Í Hafnarfirði er m.a. rekin upplýs-
ingatæknideild með Hafrannsókna-
stofnun, sem þarf þjónustu og
ákveðna nálægð. Einnig er þar öflug
deild sem sinnir veiðieftirliti, m.a. í
vinnsluskipum, og þar er allt landa-
mæraeftirlit eða þriðja ríkis eftirlit
vegna slíkra umsvifa á suðvestur-
horninu. Þá er Fiskistofa með útibú á
Ísafirði, Stykkishólmi, Vestmanna-
eyjum og Hornafirði þannig að alls er
stofnunin með starfsemi á sex stöðum
á landinu.
Leigja 7-800 femetra
sem ekki er lengur þörf á
Á eftir launakostnaði starfsmanna
er kostnaður vegna leigu á húsnæði
næststærsti kostnaðarliður Fiski-
stofu. Samið var til 10 ára við Reiti
ehf., sem á húsnæðið á Borgum. Ekki
er hins vegar útséð um hvað verður
með húsnæðið í Hafnarfirði.
„Í Hafnarfirði erum við með samn-
ing um leigu á alltof stóru húsnæði til
ársloka 2025,“ segir Eyþór. „Þarna
erum við með 7-800 fermetra sem við
höfum ekki þörf á lengur og erum því
að borga tvöfalda húsaleigu eða sem
nemur um 1,8 milljónum á mánuði
fyrir leigu á umframhúsnæði í Hafn-
arfirði. Ég hef átt nokkra fundi með
mínu ráðuneyti, fjármálaráðuneytinu
og Framkvæmdasýslu ríkisins um að
leita leiða til að koma þessu húsnæði í
vinnu eins og það heitir. Niðurstaða
er ekki komin í það mál.“
Starfsfólk viti sína stöðu
Þegar Eyþór er spurður hvað læra
megi af þessu máli spyr hann hlæj-
andi á móti hvar hann eigi að byrja,
en segir síðan:
„Fyrst og fremst þarf að vanda sig
gríðarlega í undirbúningi ef menn
ætla að fara út í svona flutninga.
Leikreglur slíks verkefnis þurfa að
vera skýrar og skrifaðar niður. Þegar
uppi eru vangaveltur eða áform þarf
starfsfólk að vita frá fyrstu stundu
hvar það stendur og hvað bíði þess.
Einnig þarf að liggja fyrir á hvaða
grundvelli á að framkvæma svona
mikla breytingu.“
Eyþór segist þurfa lengri tíma til
að meta hvað hafi áunnist, en í öllum
breytingum séu fólgin tækifæri.
Verkefnið hafi verið kynnt undir for-
merkjum byggðasjónarmiða og vissu-
lega hafi störfum fjölgað á Akureyri.
„Á vissan hátt með nýja stofnun“
Mikið öldurót fylgdi ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar Langan tíma tók að
eyða óvissu og afla lagaheimildar Starfið að komast í fastar skorður í nýjum höfuðstöðvum á Borgum
Flutningur
» Sigurður Ingi Jóhannsson,
þá sjávarútvegsráðherra,
kynnti í ríkisstjórn 27. júní
2014 áform um að efla starf-
semi Fiskistofu á Akureyri og
flytja höfuðstöðvar þangað.
Stefnt var að því að flutningum
yrði lokið í lok árs 2015.
» Vitnað var í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar um að
mikilvægt væri að stuðla að
fjölbreyttum atvinnutækifær-
um um allt land, m.a. með
dreifingu opinberra starfa.
» 29. júlí 2015 var tilkynnt að
höfuðstöðvar Fiskistofu
myndu flytjast til Akureyrar
um áramótin 2016/17. Þá hafði
Alþingi samþykkt breytingar á
lögum þar sem lögfest var
heimild fyrir ráðherra til að
taka ákvörðun sem þessa.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fiskistofa Eftir mikið rót er starfsemin að komast í fastar skorður. Eyþór Björnsson, lengst til hægri, ásamt hluta starfsfólks stofnunarinnar á Akureyri.
Borgir Höfuðstöðvar Fiskistofu eru
á háskólasvæðinu á Akureyri.
Eyþór og samstarfsfólk hans á Fiskistofu hefur síðustu misseri verið
dyggir viðskiptavinir Flugfélags Íslands. „Það var svolítið táknrænt að í
síðustu viku pakkaði ég niður dótinu á skrifstofu minni í Hafnarfirði og er
að tæma hana. Þegar ég verð á ferðinni í framtíðinni verð ég með skrif-
borð úti í horni á skrifstofunni í Hafnarfirði.
Fyrst eftir að ég flutti norður fyrir ári fór ég suður nánast í hverri viku.
Ferðunum hefur fækkað mjög upp á síðkastið og nú orðið fer ég suður 1-2
sinnum í mánuði. Það var mikilvægt að koma samskiptunum þannig fyrir
að ekki þyrfti að eyða peningum skattborgaranna í endalausar flug-
ferðir,“ segir Eyþór.
Flugferðunum fækkar
MEÐ SKRIFBORÐ ÚTI Í HORNI Í HAFNARFIRÐI