Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 rýmum á Kvíabryggju hafi verið fjölgað úr 11 í 22 og Sognsfangelsið tekur jafnmarga. „Þessi fjölgun op- inna plássa er bylting. Áður voru menn hér í lokaðri aðstæðum en þótti nauðsyn og opnu úrræðin ganga betur en við væntum,“ segir Halldór Valur þegar hann kynnti blaðamanni Morgunblaðsins starf- semi og húsakost. Gengið var um langa ganga og í gegnum járnluktar dyr og vissulega er staðurinn ekki aðlaðandi. Stærstu klefarnir eru um níu fermetrar með hreinlætis- aðstöðu; rúm, stóll, borð og fleira slíkt. Allt íburðarlítið og kannski á þetta að vera svo. Elsti hluti Eyrarbakkafangels- isins er frá um 1920 og við hann hefur verið byggt mikið í áranna rás. Flestir klefarnir eru í byggingu frá 1995. Á hverjum gangi er sam- eiginlegt rými og eldunaraðstaða, en fangar sjá sjálfir um matargerð sem er hluti af endurhæfingu þeirra. Lykilatriði í betrun í fangavist- inni eru þó starf og nám og í þeim efnum hafa góðir hlutir verið að gerast á undanförnum árum. Um árabil hefur verið starfandi náms- ráðgjafi, sem hefur það hlutverk að finna leiðir sem henta hverjum. „Við upplifum það að við mætum skilningi í menntakerfinu og skóla- fólk hefur skilning á því að fangar sem eru til dæmis í fjarnámi við há- skólana geti ekki mætt skilyrð- islaust í staðlotur eða námshelgar. Fundnar eru lausnir á því eftir at- vikum. Þá hafa reglur um netaðgengi fanga verið rýmkaðar og nú er til dæmis heimilað netaðgengi undir eftirliti og við viljum raunar ganga lengra í því efni. Margir nemar hér hafa plummað sig vel í akademísku námi,“ segir Halldór Valur. Hann bætir því við að þó sé mikilvægt að fjölga námskostum, svo sem í verk- námi og tilgreinir þar sérstaklega tré- og járnsmíði. Pappaöskjur, trésmíði og bílabón Halldór Valur segir að af um 70 langtímaföngum í dag séu um 50 þeirra í námi eða vinnu. Þeir sinni ýmsu svo sem trésmíði, samsetn- ingu á pappaöskjum, nokkrir séu að skrúfa niður gömul raftæki, aðr- ir að bóna bíla og svo framvegis. Þá skapar framleiðsla á bílnúmerum störf. Sú iðja hefur raunar vaxið að undanförnu, því í góðæri eykst inn- flutningur bíla. „Viðfangsefnin eru endalaus; svo sem að koma mönnum í virkni, vinnu, nám og kenna þeim að lifa samkvæmt einhverri reglu. Með opnum fangelsum, áfangaheimili, rafrænu eftirliti og slíkum nýjum úrræðum erum við að skapa að- stæður sem geta stuðlað að bættri virkni og þá er til nokkurs unnið,“ segir Halldór Valur að síðustu. Fangelsismál eru í framþróun  Breytingar á Litla-Hrauni framundan  Gæsluvarðhald flyst á Hólmsheiði  Rýmri reglur um af- plánun gefa góða raun  Mannúðleg vistun og nýja leiðir  Virkni, vinna, nám og líf samkvæmt reglu Stórhýsi Elsti hluti fangelsins, burstahús, var byggður fyrir um 100 árum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fangelsisstjórinn Halldór Valur á varðstofunni þar sem fylgst er með öllu sem gerist á stórum skjám. Að fangelsi eins og Litla- Hraun geti orðið 100% fíkni- efnafrítt er óraunhæft, segir Halldór Valur Pálsson. Í krafti sterkrar fíknar muni þeim sem ætla alltaf takast að út- vega sér dóp. Þó hafi náðst ákveðinn árangur í viðspyrnu á síðustu árum, bæði með bættu eftirliti og auknum meðferðarmöguleikum. Sam- spilið þar á milli sé mikilvægt. „Þegar við náum fíkniefnum sem ætlunin er að dreifa til fanga þá róast ástandið innan veggja hér í kjölfarið. Áður sáum við ekki endilega tengslin þar á milli,“ segir Halldór Valur. Að undanförnu nefnir hann að borið hafi á spice, kannabisskyldu slæv- andi efni sem er í duftformi og blandað saman við tóbak, krydd og slíkt. Þetta telst þó ekki fíkniefni samkvæmt lög- gjöfinni, en er slævandi. Í nokkrum mæli berst svo læknadóp, til dæmis Ritalin og glærir verkjastillandi plástrar. Efnum náð og ástandið róast FANGELSI VERÐUR ALDREI FÍKNIEFNAFRÍTT Morgunblaðið/Kristinn Kannabis Töluverður árangur hefur náðst í viðspyrnu gegn fíknefnum. BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Rýmri heimildir sem gefa fyr- irmyndarföngum möguleika á að komast út í frelsið fyrr en boðist hefur til þessa hafa skapað betri brag í fangelsunum. Sumir stoppa hér aðeins í örfáa mánuði og komast þá í opnari úrræði,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður fang- elsisins að Litla-Hrauni á Eyrar- bakka. Þar eru í dag allt að 85 fang- ar í vistun um lengri og skemmri tíma. Starfsemi eystra mun svo breytast nokkuð á næstunni þegar nýja fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í notkun á næstu dögum. Húsakynni séu endurskipulögð Morgunblaðið heimsótti Litla- Hraun í síðustu viku og ræddi við Halldór Val sem tók við forstöðu þar snemma á þessu ári. Hann er þess- um málaflokki vel kunnugur eftir langt starf. Byrjaði árið 2000, þá tví- tugur að aldri, sem fangavörður og var í nokkur ár. Vann svo um árabil hjá Fangelsismálastofnum og hafði meðal annars umsjón með málum viðvíkjandi Hólmsheiðarfangelsinu og hönnun þess. „Fangelsismál eru í mikilli framþróun. Mannúðlegri vistun og nýjar leiðir sem styðja eiga við fanga eru leiðarljósið í dag, svo jafn- vel aðrar þjóðir horfa í þessum efn- um til Norðulandanna, þar með talið Íslands.“ Á Litla-Hrauni segir Halldór Val- ur að sé nú orðin mikil þörf á end- urskipulagningu húsa, svo álmur og gangar séu betur aðskilin. Sé það nauðsynlegt vegna öryggis og að- búnaðar. Þá sé mikilvægt að bæta heimsóknaraðstöðu og finna sem best not fyrir þau húsakynni þar sem nú eru notuð fyrir gæslu- varðhald, en sá starfsþáttur flyst á Hólmsheiði á næstunni. Púsluspil í miklu návígi Alls níu deildir eru í fangelsinu að Litla-Hrauni. Þær almennu eru sjö og á hverri 10 til 12 eins manns klef- ar. Svo eru níu rými í tvískiptri gæsluvarðhaldsálmunni og í fullskip- uðu húsi eru 85 fangar. „Þetta er púsluspil. Á hvern gang setjum við menn sem raðast vel í hóp svo þeir geti verið saman í ná- vígi,“ segir Halldór Valur. „Í hverri viku eru tilfærslur milli klefa og deilda, til dæmis þarf að taka tillit til aldurs, þjóðernis, hegðunar og fleira þegar raðað er niður á deildir.“ Alþingi samþykkti ný og breytt lög um fullnustu refsinga snemma á líðandi ári. Í stuttu máli sagt er breytingin sú að fanga með til dæmis fjögurra ára dóm gefst nú kostur á að fara, ef allt gengur vel, úr öryggisvistun á Litla-Hrauni í opið fangelsi eftir skemmri dvöl þar en áður fyrr, þá á Kvíabryggju eða Sogn í Ölfusi. Í opinni vist eru menn hugsanlega í eitt ár en geta eftir það komist á áfangaheimili, í rafrænt eftirlit eða slíkt. Fara svo út í frelsið á reynslulausn þegar kannski þrjú af fjórum árum eru liðin. Langir gangar og járnluktar dyr „Að létta svona þrepaskipt á refs- ingum er hægt nú af því að rýmum í opnu fangelsunum var fjölgað,“ segir Halldór. Hann nefnir þar að „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.