Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skjaldþingsstaðir í Vopnafirði hafa verið áberandi í veðurfréttunum á þessu hausti. Þar er veðurstöð og dag eftir dag hefur hún státað af hæsta hitastigi á landinu. Í gær komst hitinn í tæpar 18 gráður og 16 gráður í fyrradag. Og þótt fyrsti vetrardagur sé á morgun, laugar- dag, er engan vetur að sjá í kort- unum. Skjaldþingsstaðir eru í botni Vopnafjarðar og í sunnanáttum blæs þurr vindur niður af fjöllunum, hnjúkaþeyr myndast og hitinn magnast. „Man ekki eftir öðru eins“ Refsstaður er nágrannabær Skjaldþingsstaða og þar ræður ríkj- um hin þjóðþekkta Ágústa Þorkels- dóttir. „Haustið hefur verið með ein- dæmum gott. Ég hef búið hérna í 46 ár og man ekki eftir öðru eins. Það hefur nánast verið sumarveður upp á hvern dag,“ segir Ágústa í samtali við Morgunblaðið. „Það er sólskin núna og þætti ljómandi fallegt veður að sumarlagi en það er dálítið hvasst. Sunnanáttin getur verið alveg svakaleg þegar hún kemur héðan af Skörðunum, fjöllunum milli Héraðs og Vopna- fjarðar. Þetta er oft engu líkt en þeir sem eru fæddir hérna eru vanir þessu og tala um hlaupandi logn,“ segir Ágústa. „Í augnablikinu sit ég hér við eld- húsgluggann og túnin eru fagur- græn á öllum bæjum hér í sveitinni,“ segir hún. Verið var að vinna með heyvinnslutæki í túninu á Refsstað í gær. Unnið var að því að þurrka hálminn eftir kornskurðinn. Kornið var skorið frekar seint því það var seint hægt að sá í vor. En korn- uppskeran var góð og nú er verið að þurrka hálminn. Honum verður svo rúllað í rúllubagga og hann notaður undir skepnur. Meðalviktin með fádæmum „Það hefur verið topp fram- leiðslugeta á öllu í sumar, gras- spretta góð og sömuleiðis mikil upp- skera garðávaxta,“ segir Ágústa. Hún segir að núna sé fólkið henn- ar að vinna í sláturhúsinu og hún fylgist vel með því. Búið sé að lóga 26 þúsund lömbum og er með- alviktin 17,13 kíló, sem er með fá- dæmum. Oft hefur meðalviktin verið um og yfir 15 kíló. „Sumarið og haustið hafa verið með eindæmum, það er eins og að búa í Paradís að búa í Vopnafirði,“ segir Ágústa að lokum. Á Skjaldþingsstöðum er svokölluð mönnuð skeytastöð. Mælingar hafa farið fram á bænum síðan 1994. Jón Ingólfsson bóndi annast veður- athuganir. www.mats.is Skjaldþingsstaðir Þótt komið sé langt fram í október eru tún bæjanna í Vopnafirði enn fagurgræn. „Nánast sumarveður upp á hvern dag“  Eindæma veðurblíða í Vopnafirði í sumar og haust Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sumarveður Ágústa Þorkelsdóttir á Refsstað fær sér kaffisopa. Heildarlaun fullvinnandi launafólks á Íslandi voru á síðasta ári að meðaltali 612 þúsund krónur á mánuði en helmingur launamanna hafði 535 þúsund krónur eða meira. Munurinn skýrist, að mati Hagstofunnar, af dreifingu launa þar sem hæstu laun hækka meðaltalið og kjarasamning- ar tryggja lágmarkskjör en kveða ekki á um hámark. Lægri laun hjá sveitarfélögum Samkvæmt tölum Hagstofunnar var fjórðungur launamanna í fyrra með 433 þúsund krónur eða minna í heildarlaun. Um tíundi hver launa- maður var með lægri laun en 348 þúsund krónur fyrir fullt starf. Í hina áttina horft voru rúmlega 7% full- vinnandi launamanna með yfir eina milljón á mánuði í heildarlaun. Af launamönnum sem starfa hjá ríkinu voru 23% með heildarlaun yfir 800 þúsund krónur á mánuði, 19% launamanna á almennum vinnu- markaði og 5% starfsfólks sveitarfé- laga. Hinsvegar voru rúmlega 60% launamanna á almennum vinnu- markaði með heildarlaun undir 600 þúsund krónum, 45% ríkisstarfs- manna og 85% starfsmanna sveitar- félaga. Heildarlaun fullvinnandi starfs- manna á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 637 þúsund krónur á mánuði árið 2015 en heildarlaun op- inberra starfsmanna 583 þúsund krónur. Stjórnendur á almennum vinnu- markaði voru að meðaltali með heild- arlaun upp á 1.156 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf, stjórnendur hjá ríki með 968 þúsund krónur en 722 þúsund krónur hjá sveitarfélög- um. Verkafólk var með 477 þúsund króna heildarlaun á almennum vinnumarkaði, 495 þúsund krónur hjá ríki og 424 þúsund krónur hjá sveitarfélögum. Starfsmenn sveitar- félaga voru með lægst laun óháð starfsstétt. Lægst í fræðslustarfsemi Heildarlaun voru hæst í fjármála- og vátryggingastarfsemi eða 815 þús- und krónur að meðaltali á mánuði og næst komu veitufyrirtækin. Lægstu heildarlaunin voru í fræðslustarf- semi, svo sem hjá kennurum, eða 505 þúsund krónur á mánuði. sbs@mbl.is Veitur og vátrygg- ingar borga best  7% launamanna með yfir eina milljón á mánuði, samkvæmt tölum Hagstofu Hæstiréttur dæmdi í gær Björn Valdimarsson í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Héraðsdóm- ur Vesturlands hafði áður dæmt hann í tveggja ára fangelsi. Hinn dæmdi skal og greiða fórnarlambi sínu um 1,2 milljónir króna í miska- bætur og annað eins í málskostnað til réttargæslumanns brotaþola og verjanda síns. Björn var sakfelldur fyrir að hafa notfært sér ölvun og svefndrunga brotaþola til að hafa við hana sam- ræði. Fór hann á heimili konunnar ásamt kærasta systur hennar. Kon- an bjó í foreldrahúsum þar sem kær- asti systurinnar var einnig til húsa. Fóru þeir í herbergi konunnar og lagðist Björn upp í hjá henni og hinn tók myndir af. Kærastinn yfirgaf svo herbergið. Eftir það hafði maðurinn samræði við konuna og hélt því fram að það hefði verið með fullum vilja. Konan segist hafa vaknað við það að mað- urinn hafi legið nakinn ofan á henni. Hann hafi kysst hana og hún í fyrstu brugðist vel við því en svo áttað sig á því hvað væri í gangi. Hún hafi þá vakið systur sína og greint frá því sem gerst hafði. Hringt var á lögreglu sem hand- tók Björn sem var ölvaður. Hann hélt því fram að konan hefði verið vakandi þegar kærasti systur henn- ar hafi tekið myndir af þeim saman, sá neitaði því. Hæstiréttur tók þó ekki mark á því. Morgunblaðið/Þórður Hæstiréttur Afdráttarlaus dómur. Hæstiréttur þyngdi nauðgunardóm  Ölvaður maður hafði mök við sof- andi konuna Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrsti vetrardagur er á morgun, laugardag. Haustið hefur verið afar milt og enn hefur frost aðeins mælst á fáum stöðum í byggð. Trausti Jónsson veðurfræðingur bloggaði um haustið og tíndi til nokkrar staðreyndir. Fram kemur hjá Trausta að fyrsta frost hausts- ins hafi mælst á Akureyri 16. októ- ber. Lágmarksmælingar hafa verið gerðar þar síðan 1938 og var frost- lausa skeiðið nú með allra lengsta móti, 158 dagar, og vantaði aðeins einn dag upp á að jafna metið, sem er frá 1972. Árið 1939 var tímabilið 157 dagar. Enn hefur ekki mælst frost í haust í Reykjavík og hefur ekki mælst síðan 30. apríl, segir Trausti. Frost- laust hefur því verið í 173 daga samfellt. Langt er þó í metið frá 1939, en þá var frostlaust í Reykjavík í samfellt 201 dag, frysti ekki fyrr en 10. nóv- ember. „Það lengdarmet verður varla slegið nú – því frostlaust yrði að vera allt til 17. nóvember, sem er nánast útilokað,“ bloggar Trausti. Samfelldar lágmarksmælingar í Reykjavík ná aftur til 1920 – fyrir þann tíma eru þær gloppóttar. Þó var hámark og lágmark mælt árið 1830 og var frostlaust í 188 daga samfellt. Lægsta lágmark haustsins til þessa í Reykjavík er +1,2 stig (mælt 30. september) og þarf að fara allt aftur til 1959 til að finna hærri lág- markstölu en nú – +1,5 stig – sem þá mældist reyndar 6. september. Ekki er annað að sjá í veður- kortunum en að hlýtt verði á land- inu fram í næstu viku. Frostlausir októbermánuðir eru ekki algengir hér á landi – óþekktir reyndar á flestum veðurstöðvum, segir Trausti Jónsson. Frost hefur mælst á fáum stöðum í byggð núna í haust  Frostlaust hefur verið í 173 daga samfellt í Reykjavík Trausti Jónsson Loftkæling Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 og varmadælur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.