Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 26

Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 FRÉTTASKÝRING Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Talið er að 1,7 milljónir ferða- manna sæki Ísland heim á þessu ári; jafngildir það því að Íslend- ingar væru um 30 þúsund fleiri að jafnaði en þeir raunverulega eru. Allur þessi mannfjöldi þarf að borða og er talið að neysla er- lendra ferðamanna á innlendri matvöru nemi 22 tonnum á dag. Er þá verið að tala um kjötvörur, fisk, mjólkurvörur og grænmeti. Spáð er að ferðamönnum muni fjölga enn frekar í nánustu framtíð og alla þarf að fæða og klæða. Þessi aukni ferða- mannastraumur veitir landbún- aðinum og dreifðari byggðum auk- in tækifæri til að stækka og dafna. Á sama tíma og ferðamenn flykkjast til landsins ferðast Ís- lendingar meira erlendis og neyslumynstrið hér heima er að breytast; yngri kynslóðir borða ekki jafn mikið af hefðbundnum búvörum og þær eldri. Því hefur neyslan ekki aukist jafn mikið á ársgrundvelli og hefði mátt sjá fyrir sér miðað við fjölgun ferða- manna. Heildarkjötsala í landinu, bæði á innlendu og innfluttu kjöti, jókst um 4,4% á milli áranna 2014 og 2015 en ferðamönnum fjölgaði um 300 þúsund á milli þessara ára. Mest jókst sala á svínakjöti og alifuglakjöti. Býst við aukningu í ár Að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra Sláturfélags Suðurlands (SS) er þetta engin óskapar aukn- ing hjá þjóð sem er að fjölga. „Þetta er jafnvel ívið minni aukn- ing en maður hefði búist við. En margir útlendingar sem hingað koma borða til dæmis aldrei lambakjöt og það er heilmikið átak að fá þá til þess,“ segir Stein- þór. Hann býst þó við að aukn- ingin milli áranna 2015 og 2016 verði meiri, enda fleiri ferðamenn í ár en í fyrra auk þess sem kaup- máttur Íslendinga vex, sem gerir það að verkum að þeir fara meira út að borða og versla meira í mat- inn. Þegar staðan á innlendri kjöt- sölu frá september í fyrra til loka ágúst í ár er skoðuð sést að sala á nautgripakjöti eykst um 27,9%, á alifuglakjöti um 10,3% og 6,2% á svínakjöti en sala á lambakjöti stendur nánast í stað. „Í fyrra var verkfall dýralækna og þá var minna framboð í um sex vikur, aðallega af alifuglakjöti og naut- gripakjöti, og hefur það áhrif á sölutölurnar fyrir 2015. Það hefur áhrif á söluaukninguna núna en líka fjölgun ferðamanna. Við sjáum að salan vex í þeim kjötteg- undum sem ferðamenn eru mest að borða; kjúklingi, nauti og svíni. Svo eru að eiga sér stað hægfara neyslubreytingar; yngri kynslóðin borðar meira af kjúklingi en ekki eins mikið af lambakjöti og eldri kynslóðin,“ segir Steinþór. Hjá SS hefur sala á vínar- pylsum aukist í takt við fjölgun ferðamanna að sögn Steinþórs. Hróður íslenskrar pylsu með öllu hefur borist víða og fara margir ferðamenn t.d, á Bæjarins bestu, þar sem seldar eru SS-pylsur. „Við erum að njóta ferða- mannastraumsins í sölu á slíkum vörum. Við höfum líka breytt um- búðunum og erum komin með pylsuumslag sem er með íslensku öðru megin og ensku hinu megin,“ segir Steinþór. Spurður hvort SS sé að mark- aðssetja vörur sérstaklega að ferðamönnum segir hann það ekki vera í stórum stíl, helst séu það pylsurnar. „Það eru gríðarlega miklar kröfur um upplýsingar á umbúðum og það er ekki eins auð- velt og maður gæti haldið að setja aukamiða ef sömu upplýsingar eiga að vera á ensku líka. En það er verið að skoða aðrar lausnir,“ segir Steinþór. Sala Skyr.is eykst um 30% Ari Edwald, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar (MS), segir að aukning vegna ferðamanna komi greinilega fram í ákveðnum vöru- flokkum hjá fyrirtækinu. „Bara á þessu ári hefur sala á Skyr.is auk- ist um 30% á innanlandsmarkaði, sem eru yfir 300 tonn. Neysla á Fleiri ferða- mannamunn- ar til að metta  Erlendir ferðamenn neyta um 22 tonna af innlendri matvöru á dag Ferðamenn  Ferðamannastraumurinn í ár jafngildir því að Íslendingar væru 8-9% fleiri en þeir eru.  Íslendingar voru 332.529 hinn 1. janúar 2016.  Gjaldeyristekjur af þeim 1,7 milljónum ferðamanna sem sækja Ísland heim í ár eru áætlaðar 1,5 milljarðar á dag.  Frá september 2015 fram til ágúst 2016 hefur sala á inn- lendu nautakjöti aukist um 27,9%, á alifuglakjöti um 10,3% og 6,2% á svínakjöti en sala á lambakjöti stendur nán- ast í stað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sauðfé Réttir í Landrétt í Áfangagili í september. Sala á lambakjöti hefur staðið í stað frá 2015 til 2016. Innlent og innflutt grænmeti 2013 til 2015 Heimild: Samband garðyrkjubænda Innlend framleiðsla Innflutt Magn er í kg 2013 2014 2015 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 1.400.000 1.050.000 700.000 350.000 0 1.000.000 750.000 500.000 250.000 0 10.000.000 7.500.000 5.000.000 2.500.000 0 TÓMATAR GÚRKUR PAPRIKUR GULRÆTUR KARTÖFLUR Tækifæri í landbúnaði „Það er búin að vera ótrúlega mikil nýting, meiri en síðustu ár. Það er alveg sama þótt herbergi bætist við hér á svæðinu, það er alltaf fullt. Ætli það séu ekki um 2.000 rúm í kringum mig, frá Skaftafelli að Höfn,“ segir Sig- urlaug Gissurar- dóttir, formaður Félags ferðaþjón- ustubænda, en hún rekur ferðaþjónustubýli á Brunnhóli á Mýrum. Ferðaþjónustubændum hefur ekki fjölgað mikið undanfarið að sögn Sigurlaugar en hins vegar hafa rúm bæst við. „Bæirnir hafa stækkað og í einhverjum tilfellum er farið að bjóða upp á meiri viðbót- arþjónustu. En við viljum gjarnan stimpla okkur inn sem fjölbreytta þjónustu við ferðamenn á lands- byggðinni með gæði að leiðarljósi.“ Viðbótarþjónustan er af ýmsum toga en Sigurlaug nefnir helst mat- inn í því samhengi, sem jafnvel er litið á sem afþreyingu. „Við höfum framleitt rjómaís hér á Brunnhóli í tíu ár og hingað kemur fólk til að borða ís, ekki vegna þess að það er svangt heldur til að brjóta upp dag- inn og búa til upplifun. Þannig er þetta á fleiri stöðum, það er boðið upp á heimagerða osta og þá er handverk og hönnunarvörur til sölu, nokkrir eru með smá hús- dýragarð og þá er t.d. boðið upp á hestaferðir, jeppaferðir, fjór- hjólaferðir og gönguferðir.“ Aukinn ferðamannafjöldi gefur sveitunum ótal tækifæri að mati Sigurlaugar. „Ég sé fyrir mér að á fleiri bæjum verði boðið upp á gist- ingu til hliðar við búskapinn. Það gefur tækifæri til aukinna tekna, sem gerir ungu fólki, sem sá kannski ekki tækifæri til að koma heim aftur, kleift að setjast að út í sveit og það tel ég vera stærsta tækifærið. Ég sé líka fyrir mér vaxtarmöguleika í smærri gistingu á sveitabæjum. Gisting þar sem er í bland landbúnaður og þjónusta við ferðamenn er skemmtileg og það gefur bóndanum líka fleiri tæki- færi til að nýta eigin afurðir,“ segir Sigurlaug. Ferðaþjónusta bænda skipti ný- verið um vörumerki og er nú Hey Iceland, kemur það í stað Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis. Mark- miðið er að Hey Iceland verði þekkt fyrir þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem fyrirtækið býð- ur upp á.  Farnir að bjóða upp á meiri þjónustu Sigurlaug Gissurardóttir Ferðaþjónusta bænda  172 félagsmenn eru í Ferða- þjónustu bænda. Þeir bjóða samtals upp á um 6.000 uppá- búin rúm.  40% þeirra stunda búskap með ferðaþjónustunni og um 25 aðilar eru líka undir merkj- um Beint frá býli.  Þeir sem stunda búskap og ferðaþjónustu selja yfirleitt kjöt úr eigin framleiðslu á veit- ingastað gistiheimilisins.  Ferðaþjónusta bænda var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980. Ferðamennirnir gefa sveitunum ótal tækifæri Ferðaþjónusta Á Brunnhóli á Mýrum er rekin myndarleg ferðaþjónusta í bland við búskap.  SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.