Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 30

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma VIÐTAL Líney Sigurðardóttir lineyster@gmail.com Haustið er tími búverka í sveitinni og ekki er slegið slöku við í sláturtíð- inni. Á myndarlegu sveitabýli þarf að sulta og súrsa, salta og reykja og allt þar á milli; íslenska sauðkindin gefur af sér hinar ótrúlegustu afurðir ef fólk á annað borð vill nýta sér þær. Á bænum Felli við Finnafjörð búa hjónin Dagrún Þórisdóttir og Reim- ar Sigurjónsson með dætrum sínum. Þau reka þar myndarlegt fjárbú auk geita og hrossa og þótt þau teljist til yngri bænda halda þau fast í matar- hefðir forfeðranna. „Við reykjum sjálf okkar hangi- kjöt og svíðum hausa, hrútspunga og kindalappir á haustin,“ sagði Dagrún húsfreyja, sem stóð við sviðagrindina snemma á sunnudagsmorgni ásamt mágkonu sinni sem þar var í heim- sókn. „Lappirnar eru herramannsmatur en mér finnst þær nú heldur betri nýjar en súrsaðar. Við sultum þær líka með hausunum.“ Þindar með lambseistum Það er því myndarlegt matbúrið á Felli þegar bústangi lýkur á haustin. Flestir kannast við sviðasultuna, súra punga og svið en líklega eru þeir færri sem hafa gætt sér á þind- um, fylltum með lambseistum. „Það er mín sérgrein,“ sagði Reimar bóndi og því til sönnunar kom hann með snyrtilega saumaðan kepp, sem reyndist vera ærþind, saumuð utan um lambseistu. „Ég saumaði þetta sjálfur, reynd- ar hvorki með kontórsting eða kross- saumi en þetta er algert hnossgæti, svo sýð ég það í tæpa tvo tíma en set síðan í mysu til súrsunar,“ sagði Reimar, sem ólst upp við þessa mat- arhefð og hefur tileinkað sér hana dável. Dagrún og dæturnar eru ekki alveg eins hrifnar en hver hefur sinn smekk. Geiturnar á Felli gefa líka af sér afurðir, en Dagrún gerir ljómandi góðan fetaost úr geitamjólkinni. Geitakjöt er einnig á boðstólum, en í haust fóru tveir veturgamlir sauðir af geitakyni í sláturhúsið. Geitakjötið er ekki ólíkt kjöti af sauðfé, segir Reimar, en svo til fitulaust eins og sjá mátti á skrokkunum sem biðu sölu og afhendingar í skemmunni. Með harðfisk og siginn fisk Ærinn starfi bíður ungu hjónanna daglega, en Reimar og Dagrún eru einnig með ferðaþjónustu á jörðinni í tveimur smáhýsum sem fengu nöfnin Smyrill og Fálki. Nöfnin vísa til Smyrlafells, sem er rétt ofan við bæ- inn Fell. Frá bænum og smáhýs- unum er mikið útsýni yfir Finna- fjörðinn og tignarlegt Gunnólfs- víkurfjallið, sem rís 719 m upp úr hafinu. Nóg var að gera í ferðaþjónust- unni í júlí og ágúst, sögðu hjónin, og hver veit nema í framtíðinni munu þau bjóða gestum upp á þjóðlegan mat sem allur er upprunninn og útbúinn á býlinu sjálfu. Eflaust þætti einhverjum mikið nýnæmi að fá að kynnast þessari aldagömlu matar- hefð og bragða á ýmsum afurðum sauðkinda og geita sem Dagrún og Reimar hafa útbúið með mikilli natni á þjóðlegan hátt heima á bænum. Ekki er þó eintómt kjötmeti á borðum fjölskyldunnar á Felli að sögn Dagrúnar. „Við veiðum okkur fisk í matinn hér í Finnafirðinum og eigum lítinn bát í fjörunni skammt frá bænum. Við gerum okkar eigin harðfisk og siginn fisk en svo veiðum við líka í Krókavatninu sem er hér uppi á heiðinni.“ Þar er yndislegt að vera við veiðar á björtum sumarkvöldum en líka sport að veiða þar gegnum ís að vetrarlagi. Í fjörunni er svo nægan eldivið að fá, en kamína hitar upp stóran hluta íbúðarhúss fjölskyld- unnar. Það má því segja að sjálfsþurftar- búskapur sé stundaður á Felli í Finnafirði. Dagrún og Reimar eru sátt við lífið og friðsældina sem enn sem komið er ríkir á jörðinni þeirra við Finnafjörðinn og ósk þeirra er sú að svo megi verða um ókomna fram- tíð. Sulta, reykja, súrsa og salta  Annríki í haustverkunum á Felli við Finnafjörð  Búa með sauðfé, geitur og hross  Halda fast í matarhefðir forfeðranna  Tvær geitur sendar til slátrunar  Nóg að gera í ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Finnafjörður Reimar Sigurjónsson með löpp og hrútspung sem búið er að svíða. Þetta þykir herramannsmatur. Haustverkin Dagrún Þórisdóttir, til hægri, ásamt mágkonu sinni, Helgu, við að svíða lappir og hrútspunga í gríð og erg. Haldið er fast í matarhefðir. Slátrun Tveir fitulitlir geitaskrokk- ar komnir úr sláturhúsinu. Geitur Ábúendur á Felli við Finnafjörð eru með nokkrar geitur, auk þess að vera með sauðfé og hross, ásamt ferðaþjónustu. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.