Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 35

Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 BRÚ LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna sveitarfélaga býður sjóðfélögum sínum upp á tvo kosti: Óverðtryggð lán, nú með 6,44% breytilegum vöxtum Verðtryggð lán með 3,7% vöxtum — Fasteignaveðlán, allt að 50 milljónirmeð 75% hámarksveðhlutfalli* — Aðeins 0,5% lántökugjald — Ekkert lántökugjald við endurfjármögnun á lánum frá sjóðnum ** — Ekkert uppgreiðslugjald Hvernig lán hentar þér best? Skoðaðu lánareiknivélina á www.lifbru.is Sjóðfélagar eru þeir sem hafa greitt iðgjöld í Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. *Skilyrði fyrir lánveitingu umfram 65% veðhlutfall er 1. veðréttur og takmarkast við 35 ára lánstíma. **Skilyrði að lán séu eldri en 12 mánaða. Hagstæðir LÁNAKOSTIR í boði Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lanamal@lifbru.is „Síðari hluti nætur er besti tími sól- arhringsins. Ég fer yfirleitt út upp úr klukkan sex og þá eru fáir á ferli. Þetta eru gæðastundir sem maður á svolítið fyrir sjálfa sig og getur látið hugann reika. Kisurnar mínar tvær fylgjast oft þegar ég fer út með blöð- in og stundum sjáum við fleiri ketti úr hverfinu á þessu morgunrölti, sem eru þá úti á stjákli í óvissuferð- um,“ segir Heiðrún Hlín Guðlaugs- dóttir sem ber út Morgunblaðið við Hlíðarveginn og í Bröttutungu í Kópavogi. Oft eru þau Hermann Kári sonur hennar, sem einnig er blaðberi, saman á ferð og þá bætast við göturnar hans; það er Digranes- heiði, Gnípuheiði, Gnitaheiði og Hólahjalli. „Þetta er dágóður skammtur af blöðum og röltið tekur mig um eina klukkustund. Eldri strákurinn okk- ar var fyrst að bera út Moggann og byrjaði fyrir 15 árum. Svo má segja að hann hafi vaxið upp úr starfi sem þá erfðist í öfuga átt; það er að mamman tók við og það voru ágæt skipti. Mér finnst gott að byrja dag- inn á því að vera ein á gangi, undir næturstjörnunum,“ segir Heiðrún Hlín sem í frístundum föndrar og safnar og skiptist á póstkortum. Frísk eftir útiveruna Útiveran og ágætur aukapeningur eru kostir blaðberastarfsins, segir viðmælandi okkar. „Þetta er líkamsræktin sem hent- ar mér og peningurinn nýtist í ferða- sjóð. Við hjónin erum nýlega komin heim frá Ungverjalandi og stefnum svo á Tenerife á næsta ári. Nei ég læt veturinn og kuldann ekki trufla mig neitt í blaðburðinum. Snjó- þyngsli geta verið erfið en verri er þó hálkan, þessir köldu morgnar þegar glæran liggur yfir öllu og ekki þarf mikið til að missa fótanna. Þá er líka ómissandi að hafa undir skónum broddana sem Mogginn lætur okkur hafa. Og svo er líka fínt að koma fersk eftir útveruna til daglegrar vinnu, ég er frískari fyrir vikið,“ seg- ir Heiðrún Hlín sem að aðalstarfi er gjaldkeri hjá Rekstrarvörum á Rétt- arhálsi í Reykjavík. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mogginn Heiðrún Hlín með blað dagsins sem hún ber út til lesenda. Líkamsrækt og laun í ferðasjóð  Heiðrún er blaðberi á Digranesinu Landkönnuðir og listamenn mæt- ast á Húsavík á hátíð sem stend- ur frá deginum í dag til sunnu- dags, það er 20. til 23. október. Þar verða geimferðir, myndlist, fjallaferðir, matur, heimskauta- menning og ljóðlist í deiglu. Heiðursgestur hátíðarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem í lok hátíðarinnar veitir Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar. Þetta er annað árið sem verðlaunin eru veitt. Aðalfyrirlesari hátíðarinnar í ár er geimfarinn Scott Para- zynski, sem á að baki 5 geimferð- ir og hefur 7 sinnum farið í geim- göngu, auk þess að vera fyrsti og eini geimfarinn sem hefur náð tindi Everest-fjalls. Það er The Exploration Mu- seum á Húsavík sem stendur að hátíðinni í samstarfi við Norð- ursiglingu. Safnstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson hefur sinnt uppbyggingu safnsins sem var opnað árið 2011. Ýmsir góðir gestir hafa heimsótt safnið á síð- ustu árum, svo sem tunglfarinn Schmitt sem var á mánanum í desember 1972, síðastur allra manna. Geimferðir, heimskautalist og ljóð mætast á Húsavík Örlygur Hnefill Örlygsson Guðni Th. Jóhannesson Næsta ríkisstjórn þarf að forgangs- raða í þágu lista og menningar með því að skipaður verði sérstakur ráð- herra þeirra mála. Þetta kemur fram í ályktun Bandalags íslenskra listamanna, en að undanförnu hafa fulltrúar þess fundað með tals- mönnum stjórnmálaflokka um menningarmál, segir í tilkynningu. Á grunni sóknaráætlunar sem listamenn kynntu á síðasta ári hef- ur nú verið tekinn saman listi yfir þau mál sem stjórn BÍL telur mik- ilvægt að frambjóðendur til Alþing- is taki afstöðu til fyrir kosningar og í stjórnarmyndunarviðræðum. Efst á blaði þar er að opinber stuðn- ingur við skapandi greinar verði kortlagður í fjárlagafrumvarpi. BÍL vill að í samvinnu við Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök skapandi greina verði komið á samstarfi um hlutdeild þeirra í eflingu greinanna. Það snú- ist um aukna fjárfestingu í fyr- irtækjum á sviði lista og sköpunar og um markaðssókn innanlands. Opna þurfi skapandi greinum að- komu að átaksverkefninu Ísland allt árið sem Íslandsstofa hýsir. Vilja fá ráðuneyti menningarmála

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.