Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vefur með ljósmyndum Bærings heitins Cecilssonar í Grundarfirði hefur verið opnaður á netinu. Ber vefurinn sama nafn og ljósmynda- og minjasafn sem opnað var í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði fyrir nokkrum árum. Var safnið opnað í kjölfar þess þegar fjöl- skylda Bærings gaf Grundarfjarðarbæ myndasafn hans til varðveislu. Fór sú athöfn fram 24. mars árið 2003, þegar Bæring hefði orðið 80 ára en hann lést í maí 2002. Eftir Bæring liggja nokkrir tug- ir þúsunda ljósmynda, sem spanna vel sögu byggðar og samfélags í Grundarfirði allt frá árinu 1938 fram undir árið 2000. Bæring tók fjölda ljósmynda fyrir dagblöðin, einkum Morgunblaðið til margra ára, auk þess sem hann sendi Sjónvarpinu fréttaupptökur af svæðinu um árabil. „Bæring var Grundfirðingum vel kunnugur á síðustu öld enda lét hann sig sjaldan vanta með myndavélarnar sínar þegar eitt- hvað var um að vera í bænum. Myndir hans eru ómetanlegar heimildir sem mikilvægt er að halda vel utan um, skrásetja og varðveita með sem bestum hætti,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðar, en Bæring var gerður að heiðursborgara Grund- arfjarðar árið 1997, sama ár og 100 ára afmæli byggðarlagsins sem verslunarstaðar var fagnað. Fjórir einstaklingar heiðraðir Bæringsstofa er sem fyrr segir safn muna og mynda úr eigu Bær- ings auk þess að vera bíó- og fyrir- lestrarsalur. Það þótti því vel við hæfi á dögunum að formleg opnun ljósmyndavefjarins færi þar fram. Við það tækifæri voru fjórir ein- staklingar heiðraðir, sem hafa lagt á sig töluverða vinnu við að und- irbúa myndasafnið og halda því gangandi. Þetta voru þau Sveinn Arn- órsson, Ingi Hans Jónsson, Guðjón Elísson og Sunna Njálsdóttir. Sig- ríður Hjálmarsdóttir og Elsa Björnsdóttir, formaður menning- arnefndar, afhentu þeim blóm- vendi. Sigríður segir þessa dugnaðar- forka eiga heiður og þakklæti skil- ið fyrir störf sín og hugsjónir í þágu bæjarins, sögunnar og sam- félagsins. Sveinn og Guðjón skönnuðu inn myndirnar í sjálfboðavinnu og Ingi Hans hélt utan um hvað var skannað, setti upp kerfi og raðaði í albúm en hann kom verkefninu af stað í upphafi. Við opnun ljós- myndavefjarins rakti Ingi Hans sögu safnsins í stuttu máli. Sunna er bókasafnsfræðingur Grund- arfjarðar og heldur utan um myndasafnið í dag. Enn sem komið er inniheldur vefurinn um 1.500 ljósmyndir og er því mikið verk fram undan að fjölga myndum í safninu og setja inn upplýsingar við hverja þeirra. Jóhann Ísberg, ljósmyndari og vefhönnuður, var fenginn til að setja vefinn upp en hann hannaði vefkerfi fyrir myndasöfn árið 1999 og hefur kerfið verið í stöðugri þróun síðan. Áframhaldandi sam- starf verður við Jóhann um þróun og uppbyggingu á vefnum. Bæringsstofa komin á netið  Grundfirðingar hafa komið ljósmyndum Bærings Cecilssonar á netið undir nafni Bæringsstofu  Tók tugþúsundir mynda fyrir dagblöðin og Sjónvarpið Ljósmynd/Bæring Cecilsson Á vettvangi Ein fjölmargra fréttaljósmynda sem Bæring Cecilsson sendi Morgunblaðinu. Veghefill varð fyrir snjóskriðu í Ólafsvíkurenni árið 1980 og veghefilsstjórinn Ríkharður Hjörleifsson slapp með smá skrámur. Ljósmynd/Grundarfjarðarbær Opnun Við opnun Bæringsstofu á netinu voru fjórir bæjarbúar heiðraðir sem áttu veg og vanda af því að koma myndum Bærings á vefinn. Bæring Cecilsson fæddist 24. mars árið 1923 á Búð- um undir Kirkjufelli í Eyrarsveit. Hann lést á St. Frans- iskusspítala í Stykkishólmi 17. maí árið 2002. Hann var næstelstur fjög- urra systkina en meðal þeirra var Soffanías Cecilsson, útgerð- armaður í Grundarfirði. Bæring var ókvæntur og barnlaus. Hann reri á eigin trillubáti frá 14 ára aldri, ásamt Soffaníasi. Síðar sótti hann vélstjóra- námskeið hjá Vélskóla Íslands og starfaði sem vélstjóri bæði á sjó og í landi. Eftir miðjan aldur vann Bæring á eigin vélaverk- stæði í Grundarfirði en ljós- myndun og myndataka átti þó hug hans allan. Vélstjóri til sjós og lands BÆRING CECILSSON Bæring Cecilsson Golfsettið ferðast frítt! + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 66 19 3 10 /1 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.