Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 40

Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS RUGGED 170x240 cm kr. 52.650 MARVEL 170x240 cm RU G G ED MOT TU R SEM SETJA SVIP Á HEIMILIÐ kr. 61.200 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það var þríheilagt hjá Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Tekið var í notkun nýtt upp- sjávarfrystihús, árshátíð starfs- manna var haldin og tekið forskot á 70 ára afmæli fyrirtækisins, sem er milli jóla og nýárs. Margt hefur breyst frá því að 105 útgerðarmenn í Vestmannaeyjum stofnuðu vinnslu- fyrirtæki, sem síðar haslaði sér sjálft völl í útgerð. Nú rekur fyrirtækið ásamt dóttur- fyrirtækjum fjölþætta fiskvinnslu og aðra starfsemi í Vestmannaeyjum, sölu- og markaðsstarfsemi víða um heim, er meðal umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og gerir út sjö skip til fiskveiða. Stöðu- gildi fastráðinna starfsmanna hjá Vinnslustöðinni eru nú um 350. Heimkoma nýs ísfisktogara frá Kína, Breka VE, hefði getað verið liður í gleðinni en svo varð ekki því veru- legar tafir hafa orðið á afhendingu skipsins. Á 60 ára afmæli Vinnslustöðvar- innar árið 2006 skrifaði Hermann K. Jónsson, starfsmaður Vinnslu- stöðvarinnar til fjölda ára og jafn- framt ötull fréttaritari Morgun- blaðsins í Vestmannaeyjum, fróðlega grein um fyrirtækið, sem stuðst er við hér á eftir. Þar kemur fram að á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var það ríkjandi ástand í Vest- mannaeyjum að mestur hluti fiskafl- ans sem barst á land var fluttur ís- aður til Bretlands. Fjöldi báta og skipa var í stöðugum ferðum milli landanna og voru þetta hinar mestu hættuferðir og ekki allar áfalla- lausar. Fjöldi sjálfstæðra útgerðarmanna Stofnað var sérstakt samlagsfélag útgerðarmanna, Ísfisksamlagið, sem annaðist þennan umfangsmikla út- flutning. Var athafnasvæði þess á Básaskersbryggjunni og var þar oft á tíðum líflegt ástand þegar fjöldi báta var að landa, aflinn ísaður í tré- kassa og fluttur um borð í þau skip sem síðan sigldu með hann utan. Það var og sérstakt við þessa flutninga að heim komu skipin jafnan hlaðin kol- um. Fiskur út, kol heim. Fjöldi sjálfstæðra útgerðarmanna var starfandi í Vestmannaeyjum og bátaflotinn stór. Útvegsbændur höfðu með sér ýmis samtök og má þar nefna Lifrarsamlag Vestmanna- eyja, Olíusamlag Vestmannaeyja, Ís- fisksamlagið og Útvegsbændafélag Vestmannaeyja. Ísfélag Vestmanna- eyja var starfandi í Eyjum, svo og Hraðfrystistöðin auk nokkurra ann- arra smærri fiskvinnslufyrirtækja. Í lok styrjaldarinnar hófu Bretar strax umfangsmiklar fiskveiðar að nýju hér við land og eftirspurn eftir ferskum fiski frá Íslandi minnkaði og verð féll. Þannig var ástandið þegar útvegs- bændur í Eyjum komu saman til aðalfundar Lifrarsamlagsins í októ- bermánuði 1945. Á fundinum kom fram tillaga þess efnis að verksviðið yrði fært út á þann hátt að hægt yrði að gervinna fiskafurðir félagsmanna. Hugmyndin þróaðist áfram og reyndust margir útgerðarmanna mótfallnir því að tengja þessi samtök Lifrarsamlaginu, heldur ætti að stofna um þau sjálfstætt fyrirtæki. Mánudaginn 30. desember 1946 kom síðan að því að útgerðarmenn í Eyjum fjölmenntu í Samkomuhúsið og þar var samþykkt með öllum at- kvæðum fundarmanna að stofna Vinnslu- og sölumiðstöð fiskfram- leiðenda í Vestmannaeyjum. 105 út- gerðarmenn skráðu sig stofnendur á fundinum. Markmið félagsins var m.a. að vinna að aukinni vinnslu fisks svo og sölu fisks og fiskafurða á svo fjölbreyttum og víðum grundvelli sem möguleikar gæfu tilefni til á hverjum tíma. Létu hendur standa fram úr ermum Menn létu hendur standa fram úr ermum og á fyrsta fundi stjórnar hins nýja félags, 3. janúar 1947, var ákveðið að sækja um lóð undir fyrir- hugað fiskiðjuver og þegar hún fékkst hófst þegar undirbúningur að byggingu. Byggingarframkvæmdir hófust síðan í október 1947 og fyrsti áfang- inn reis nyrst á lóð félagsins, niður við Friðarhafnarbryggju. Var hugur í mönnum og framkvæmdum hraðað sem mest þeir máttu svo hægt yrði að hefja fiskmóttöku á næstu vertíð. Félagsmenn voru látnir sitja fyrir um vinnu við byggingarframkvæmd- irnar og voru þeir margir sem þar tóku rösklega til hendinni allt fram til þess að vertíð fór í gang. Mátti þarna sjá marga harðsækna aflaklóna bogr- andi ofan í skurði með haka og skóflu, við mótauppslátt og timburhreinsun svo eitthvað sé til tekið. Á vetrarvertíðinni 1948 byrjaði fé- lagið að taka á móti fiski til vinnslu og þann vetur var eingöngu unninn salt- fiskur. Ekki reyndist þó mögulegt að taka allan fisk félagsmanna til vinnslu enda hópurinn stór, bátarnir margir og ágætlega aflaðist. Sá fisk- ur sem ekki voru tök á að vinna í stöðinni var ýmist fluttur út ferskur með skipi sem félagið tók á leigu eða hann var seldur Ísfélaginu eða Hrað- frystistöðinni. Nafnið langt og óþjált Þetta er meðal þess sem fram kemur í skrifum Hermanns og hann greinir einnig frá því að nafn fyrir- tækisins hafi þótt langt og óþjált til framsögu og ritunar. Því hafi mjög snemma verið farið að nota orðið Vinnslustöðin sem heiti í fundar- gerðabókum og bréfaskriftum og á aðalfundi 1952 hafi formlega verið samþykkt að breyta nafni félagsins í Vinnslustöðin. Skálað Ingi Árni Júlíusson t.v. og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri í hófi í Eldheimum. Ingi á að baki meira en hálfrar aldar samfelldan feril sem verkstjóri í fyrirtækinu. Ljósmyndir/Atli Rúnar Halldórsson Spjallað Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, Hermann Kr. Jónsson og Þór Vil- hjálmsson ræða málin í nýja frystihúsinu. Hermann og Þór hafa lengi starfað hjá VSV. Aflaklær bogruðu í grunninum  Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda stofnuð af 105 útgerðarmönnum fyrir tæpum 70 árum  Nýtt frystihús í Vestmannaeyjum í notkun  Þríheilagt var hjá Vinnslustöðinni um síðustu helgi Upphafið Margt hefur breyst frá því að þessi mynd var tekin yfir Friðarhöfn um 1950, en þá var Vinnslustöðin að hefja vegferð sína. Myndin er fengin frá Héraðsskjalasafni Vestmannaeyja og er ljósmyndari ekki skráður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.