Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 42
42 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
NAV
Vertu í skýjunummeð okkur
í mánaðarlegri áskrift að bókhaldskerfinu
Microsoft Dynamics NAV
+
kynntu þér málið á www.navaskrift.is
Aðgangur að Office 365 fylgir með!*
Lágmarkaðu kostnaðinn og
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is »www.wise.is
9.900Kr. pr. mán.án VSK
* gildir til 30. júní 2018 þegar keypt er fyrir 30. september 2016
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Seðlabanki Íslands áformar að láta
vinna skýrslu um aðdraganda og
eftirmál þess að bankinn veitti
Kaupþingi þrautavaralán að fjárhæð
500 milljónir evra 6. október árið
2008. Mun skýrslan einnig taka til
söluferlis á hinum danska FIH-
banka sem Seðlabankinn tók alls-
herjarveð í á grundvelli lánveiting-
arinnar. Samkvæmt upplýsingum
frá bankanum verður skýrslan gerð
opinber.
Mun Seðlabankinn hafa tekið
ákvörðun um gerð skýrslunnar
snemma á síðasta ári. „Gerð skýrsl-
unnar hefur dregist vegna mikilla
anna þeirra sem til málsins þekkja,“
segir Stefán Jóhann Stefánsson, rit-
stjóri á skrifstofu seðlabankastjóra.
Þá segir hann að sá þáttur sem sér-
staklega lýtur að sölu FIH-bankans
sé enn ekki að fullu til lykta leiddur.
Segir Stefán Jóhann að horft verði
til þess hvort niðurstaða söluferlis
bankans geti skýrst frekar frá því
sem nú er. „Seðlabankinn leggur
áherslu á að skýrslan verði vönduð
og þar verði birtar þær upplýsingar
sem máli skipta í eins ríkum mæli og
unnt er, þar með talið vegna trún-
aðarreglna,“ bætir hann enn fremur
við. Morgunblaðið hefur á undan-
förnum árum fjallað ítarlega um
söluferlið á FIH-bankanum sem
leiddi til þess að endurheimtur
Seðlabankans urðu mun minni en
talið var að yrði þegar þrautavara-
lánið til Kaupþings var veitt. Í um-
fjöllun blaðsins hefur meðal annars
verið stuðst við ítarlega rannsókn
danska viðskiptablaðamannsins Jak-
ob Martini hjá viðskiptablaðinu Fin-
anas, á málefnum bankans. Þar hef-
ur verið sýnt fram á að dönsk
stjórnvöld settu mikinn þrýsting á
Seðlabanka Íslands að selja FIH-
bankann undir árslok 2010.
Í samningi milli Seðlabankans og
þeirra sem keyptu bankann var
kveðið á um að niðurfærslur á eigna-
safni bankans yrðu dregnar frá
kaupverðinu sem sátt náðist um. Um
samningsákvæðin segir Jakob
Martini: „Hið sniðuga var að Íslend-
ingarnir fengu ekki hlutdeild í vöxt-
unum sem FIH endurheimti af hin-
um niðurfærðu lánum.“ Þannig
tókst nýjum eigendum bankans að
afskrifa lánasöfn hans en hafa af
þeim tekjur um leið. Þannig drógu
þeir ekki úr tekjum bankans en náðu
að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að
greiða 62% af upprunalegu kaup-
verði bankans.
Þeir aðilar sem keyptu bankann
árið 2010 munu að öllum líkindum
hagnast um áttatíu milljarða ís-
lenskra króna á sölu hans fyrir lok
þessa árs.
Boða skýrslu um FIH
Seðlabankinn vinnur skýrslu um þrautavaralánið til Kaupþings í október 2008
Í sömu skýrslu verður grein gerð fyrir söluferlinu á FIH-bankanum í Danmörku
Ljósmynd/Adam Mørk/3XN
Sala Ekki hafa fengist skýringar á því af hverju Seðlabankinn gekk að skil-
málum árið 2010 sem leiddu til þess að stórtjón hlaust af sölu FIH-bankans.
● Enginn nefndarmanna peninga-
stefnunefndar Seðlabankans taldi
ástæðu til að breyta stýrivöxtum við
síðustu vaxaákvörðun 5. október. Þetta
kemur fram í fundargerð nefndarinnar
sem birt er á vefsíðu bankans.
Einhugur um stýrivexti
STUTT
21. október 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 113.87 114.41 114.14
Sterlingspund 139.65 140.33 139.99
Kanadadalur 86.52 87.02 86.77
Dönsk króna 16.784 16.882 16.833
Norsk króna 13.918 14.0 13.959
Sænsk króna 12.87 12.946 12.908
Svissn. franki 115.13 115.77 115.45
Japanskt jen 1.0976 1.104 1.1008
SDR 156.82 157.76 157.29
Evra 124.9 125.6 125.25
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.0889
Hrávöruverð
Gull 1269.75 ($/únsa)
Ál 1663.5 ($/tonn) LME
Hráolía 52.13 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Hagdeild Alþýðusambands Íslands
telur útlit gott í efnahagslífinu til
næstu ára og gerir ráð fyrir ágætum
hagvexti, góðu atvinnuástandi og
hóflegri verðbólgu. Núverandi að-
stæður gefi einstakar forsendur til
þess að styrkja undirstöður þjóðar-
búsins. Þetta kemur fram í nýrri
hagspá ASÍ fyrir árin 2016 til 2018.
Hagdeild ASÍ bendir meðal ann-
ars á að rekstrar- og skuldastaða
ríkissjóðs sé góð um þessar mundir.
Hins vegar myndi slaki í ríkisfjár-
málum og skattalækkanir á tekju-
hærri hluta þjóðarinnar, samhliða
vanfjármögnuðu velferðarkerfi og
veikingu barna- og húsnæðisbóta-
kerfa, ýta undir ofþenslu og óstöð-
ugleika og auka ójöfnuð.
Fjárhagsstaða heimila styrkist
ASÍ bendir á að laun hafa hækkað
umtalsvert á liðnu ári og töluvert
meira en á árunum fyrir hrun, þegar
veruleg spenna ríkti á vinnumarkaði.
Launavísitala hafi á fyrstu átta mán-
uðum þessa árs hækkað að jafnaði
um 12,1%. Auk þess hafi hagfelld
verðlagsþróun leitt til kröftugs vaxt-
ar kaupmáttar launa og ráðstöfunar-
tekna heimilanna. Á fyrstu átta mán-
uðum ársins hafi kaupmáttur launa
aukist um 10,4% en vísitala kaup-
máttar launa hefur aldrei mælst
hærri. Auknar ráðstöfunartekjur
séu því ekki til komnar vegna auk-
inna eignatekna líkt og á árunum
fyrir hrun, segir í spánni.
Hagdeild ASÍ telur því forsendur
fyrir umtalsverðum vexti einka-
neyslu á spátímanum og er vænst
7,6% vaxtar í einkaneyslu á þessu
ári. Haldi neyslan áfram að þróast í
takt við kaupmátt, líkt og reyndin
hefur verið undanfarin ár, telur ASÍ
að vöxturinn nái hámarki á þessu ári
en verði að jafnaði 4,6% á árunum
2017 og 2018.
Horfur á hækkun íbúðaverðs
Samkvæmt spá hagdeildar ASÍ
eykst fjárfesting um 22,2% á þessu
ári, gert er ráð fyrir 10,3% vexti á
næsta ári og að hún standi í stað á
árinu 2018. Gert er ráð fyrir að fjár-
festingar verði drifnar áfram af
atvinnulífinu en ASÍ telur áhyggju-
efni hversu litlu hið opinbera hyggst
verja til fjárfestinga.
Þá sé útlit fyrir 15,9% vöxt íbúða-
fjárfestinga í ár og að meðaltali
15,8% á árunum 2017 og 2018. Þótt
sú þróun sé í rétta átt er mikil upp-
söfnuð eftirspurn til staðar á hús-
næðismarkaði að mati ASÍ og útlit
fyrir umtalsverða hækkun húsnæð-
isverðs á næstu árum.
Í samræmi við framangreint gerir
hagdeild ASÍ ráð fyrir umtalsverð-
um hagvexti á þeim þremur árum
sem spáin nær til. Í ár er í hagspánni
áætlað að hagvöxtur verði 4,7% og
hann fari upp í 5,4% á næsta ári. Á
árinu 2018 er svo spáð 2,5% hag-
vexti. Þá er því spáð að verðbólga
haldist kringum verðbólgumarkmið
Seðlabankans mestallt spátímabilið.
Vara við vaxandi ójöfnuði
Hagdeild ASÍ bendir á að ójöfn-
uður teljist lítill hér á landi í alþjóð-
legum samanburði og að hann hafi
dregist saman á árunum eftir hrun,
m.a. vegna samdráttar eignatekna,
skattbreytinga og tekjutilfærslna.
Hins vegar bendi nýlegar tölur um
tekju- og eignaskiptingu til þess að
ójöfnuður fari vaxandi á ný. Hag-
deild ASÍ telur þetta óheillaþróun
sem hægt sé að snúa við með réttlátu
skattkerfi sem dreifir byrðunum
með sanngjörnum hætti.
Einstakar forsendur til
að styrkja undirstöður
Morgunblaðið/Þórður
Framkvæmdir Hagdeild ASÍ spáir því að fjárfestingar verði drifnar áfram
af atvinnulífinu en telur litlar fjárfestingar hins opinbera vera áhyggjuefni.
ASÍ varar við slaka í ríkisfjármálum og skattalækkunum
Hagspá ASÍ 2016-2018
» Spáð er 5,4% hagvexti á
næsta ári og 2,5% árið 2018.
» Merki séu um ofhitnun á
vinnumarkaði og vaxandi skort
á starfsfólki.
» Fjölgun starfa kunni að vera
vanmetin sökum tímabundinna
erlendra starfsmanna.
» Aukin spenna geti ýtt undir
launaskrið.