Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Vísbendingar eru komnar fram um að tengsl séu
á milli hryðjuverka, sem framin voru í Frakk-
landi og talið var að væru ótengd. Í júní voru
lögregluforingi og unnusta hans myrt í París, í
júlí var prestur skorinn á háls í kirkju í Saint-
Étienne-du-Rouvray og í september fann lög-
regla bíl með sprengju í grennd við kirkjuna
Notre Dame í París. Nú er komið í ljós að skipu-
leggjendur tilræðanna höfðu verið í sambandi
við mann í Sýrlandi. Frá þessu var greint í frétt
í dagblaðinu The Wall Street Journal í gær.
Einkum beint til táninga
Frönsk yfirvöld segja að maðurinn heiti Rach-
id Kassim. Hann er 29 ára gamall franskur rík-
isborgari og félagi í hryðjuverkasamtökunum
Ríki íslams. Að sögn yfirvalda sendir hann skila-
boð með aðstoð dulkóðaðra spjallforrita og ann-
arra verkfæra samfélagsvefjanna frá svæðum á
valdi Ríkis íslams í Írak eða Sýrlandi til ein-
staklinga heima fyrir. Þeim mun einkum vera
beint til franskra táninga, sem talið er að hafi
áður verið í litlu eða engu sambandi við hryðju-
verkasamtökin eða hver annan. Gefur hann þeim
leiðbeiningar um hvernig eigi að gera árásir.
Í fréttinni segir að yfirvöld í Evrópu hafi
áhyggjur af uppgangi vígamanna á borð við
Kassim, sem grunaður er um að hafa þróað að-
ferð til að fjarstýra hryðjuverkum. Hingað til
hefur verið gerður greinarmunur á hryðjuverka-
mönnum, sem hafa hlotið þjálfun þar sem Ríki
íslams er við völd, og svokallaðra einfara, sem
talið var að létu til skarar skríða án leiðsagnar
eða stuðnings hryðjuverkasamtaka.
Virðast einir en stýrt úr fjarska
„Við höfum áhyggjur af nýrri gerð árásar-
manna sem aðeins virðast vera einir að verki,“
sagði Hans-Georg Maaßen, yfirmaður þýsku
leyniþjónustunnar. „Slíkum árásarmönnum er í
raun stýrt frá útlöndum með skyndiboðum.“
Eftir að í ljós kom að sennilega hafi Kassim lagt
á ráðin í þeim þremur tilvikum, sem nefnd eru
hér að ofan, hefur lögregla verið í óða önn að
rekja slóð hans á netinu og reynt að ráða í dul-
kóðuð skilaboð á haldlögðum símum árásar-
mannanna.
Í The Wall Street Journal er rakið að um
miðjan ágúst hafi stuðningsmenn Kassims feng-
ið skilaboð á einkarás hans á spjallforritinu
Telegram um hvernig eigi að kaupa gaskúta fyr-
ir prímusa til að búa til bílsprengju. Til að vekja
ekki grunsemdir ráðlagði hann þeim að segja:
„Sæll, herra, ég er að skipuleggja útilegu […]
Hvað þarf ég að kaupa marga [gaskúta] til að fá
gott verð?“
Þremur vikum síðar kom hópur kvenna, sem
lögregla segir að hafi verið í sambandi við Kass-
im, gaskútum fyrir í bíl og lagði honum við dóm-
kirkjuna Notre Dame í miðborg Parísar.
Sprengjan sprakk ekki og lögregla fann bílinn
skömmu síðar.
Merki um fjarstýrð hryðjuverk
AFP
Vígamaður Rachid Kassim mundar hníf í áróðursmyndbandi frá Ríki íslams, samtökum íslamista.
Hann er grunaður um að hafa fjarstýrt hryðjuverkum sem framin voru í Frakklandi.
Talið að sami liðsmaður Ríkis íslams hafi lagt á ráðin um þrjú tilræði í Frakk-
landi Sendi áhangendum dulkóðaðar leiðbeiningar frá Sýrlandi eða Írak
Stjórnlagadóm-
stóll Spánar hef-
ur ógilt bann sem
sett var við
nautaati í sjálf-
stjórnarhéraðinu
Katalóníu og
sagði að það
samræmdist ekki
stjórnarskrá
landsins. Þing Katalóníu samþykkti
bannið árið 2010 á þeirri forsendu
að það samræmdist ekki katalónsk-
um hefðum en dómstóllinn sagði að
aðeins þing Spánar gæti sett slíkt
bann.
SPÁNN
Banni við nautaati í
Katalóníu hnekkt
Bandaríski selló-
leikarinn David
Teie er með
harla óvenjulega
áheyrendur í
huga á nýjasta
diski sínum. Þeir
eru ferfættir,
loðnir og láta
ánægju sína í ljós
með því að mala.
Teie sendi á dögunum frá sér fyrsta
diskinn með tónlist sem er samin
fyrir ketti.
Tónlistin á diskinum „Music for
Cats“ byggist í grunninn á mali og
sambærilegum hljóðum og er inn-
blásturinn sóttur í hljóð sem kett-
lingar heyra líkt og fuglasöng og
mal móður sinnar. „Ég er með ein
26 hljóðfæri sem gefa frá sér mis-
munandi malhljóð,“ segir Teie.
BANDARÍKIN
Gefur út disk með
tónlist fyrir ketti
David Teie
Hverfisgötu 105, Sími 551 6688, www.storarstelpur.is • Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Gott úrval af fallegum haustvörum