Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 47
FRÉTTIR 47Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Myndskeið um brjóstaskoðun frá
sænska krabbameinsfélaginu var
fjarlægt af samskiptavefnum Face-
book vegna þess að það þótti
óviðurkvæmilegt.
Í myndskeiðinu eru teiknaðar
myndir notaðar til að kenna konum
að leita að hnútum í brjóstum
sínum.
Krabbameinsfélagið sagðist hafa
reynt að hafa samband við Face-
book til að fá skýringar á málinu en
það hefði ekki tekist. Fréttastofan
AFP náði ekki heldur sambandi við
fyrirtækið.
„Það er óskiljanlegt að ein-
hverjum þyki læknisfræðilegar
upplýsingar vera dónalegar,“ sagði
Lena Biornstad, upplýsingafulltrúi
krabbameinsfélagsins, við AFP.
„Þessar upplýsingar geta bjargað
mannslífum.“
Facebook sætti nýlega miklu
ámæli þegar póstur frá Ernu Sol-
berg, forsætisráðherra Noregs, var
fjarlægður vegna þess að sögufræg
mynd af nöktu barni á flótta undan
napalmsprengju í Víetnam, sem
fylgdi póstinum, þótti óviður-
kvæmileg. Facebook breytti þeirri
afstöðu síðar.
Kennslu-
myndband
fjarlægt af
Facebook
Brjóstaskoðun Mynd úr mynd-
skeiðinu sem Facebook fjarlægði.
Allt bendir til þess að evrópska
lendingarfarið Schiaparelli hafi
brotlent á reikistjörnunni Mars í
gær. Merki frá farinu hættu að ber-
ast til Evrópsku geimferðastofn-
unarinnar (ESA) rétt áður en það
átti að lenda. Starfsmenn stofn-
unarinnar segja að svo virðist sem
fallhlíf sem nota átti við lendinguna
hafi losnað of snemma frá farinu.
Þá er ekki talið að kveikt hafi verið
nógu lengi á eldflaugum sem farið
átti að nota til að stöðvast rétt yfir
yfirborði Mars. Sérfræðingar munu
reyna áfram að hafa samband við
Schiaparelli í þeirri veiku von að
það hafi lent í heilu lagi á yfirborði
plánetunnar.
Sjö ára ferðalag
Hafi farið brotlent er það í annað
skipti sem ESA mistekst að láta
ómannað far lenda á Mars. Árið
2003 hvarf farið Beagle 2 eftir að
það fór frá móðurskipinu Mars Ex-
press inn til lendingar. Leifar af
farinu sáust síðan á mynd sem barst
til jarðar í fyrra.
Rannsóknarfarið Trace Gas
Orbiter (TGO) flutti Schiaparelli til
Mars og tók ferðalagið sjö ár. Um
er að ræða sameiginlegt verkefni
ESA og Rússa. Tilgangurinn er að
leita að vísbendingum um hugsan-
legt líf á reikistjörnunni.
Schiaparelli átti aðeins að endast
í nokkra daga á yfirborði Mars. Það
er tilraunafar, ætlað til að prófa
tækni sem þarf til að lenda stærri
geimförum á reikistjörnunni. Til
stendur að senda stærri geimvagn
til Mars árið 2020.
Líkleg brotlending á Mars
AFP
Við Mars Teikning sem sýnir þegar lendingarfarið losnar frá móðurfarinu
og leggur af stað áleiðis til Mars. Óttast er að farið hafi brotlent.
Ekki vitað um afdrif evrópsks lendingarfars
Neðri deild
breska þingsins
samþykkti sam-
hljóða í gær til-
lögu um að mæla
með því að kaup-
sýslumaðurinn
Philip Green yrði
sviptur ridd-
aratign. Green
hefur sætt miklu
ámæli eftir að verslanakeðjan BHS,
sem hann átti um tíma, varð gjald-
þrota fyrr á þessu ári. Er Green
sakaður um að hafa blóðmjólkað
fyrirtækið áður en hann seldi það.
Green átti á sínum tíma í við-
skiptum við Baug í Bretlandi. Eftir
bankahrunið á Íslandi lýsti hann
yfir áhuga á að kaupa skuldir
Baugs við Kaupþing með 95% af-
slætti.
Mæla með að
Green verði
sviptur nafnbót
Philip Green
Áréttri leið
■ Kaupmáttur launa aldrei veriðmeiri
■ Innkaupakarfan ódýrari
■ Kjör aldraðra stórbatnað
■ Skuldir heimilanna lækkað
■ Endurreisn heilbrigðiskerfisins hafin
■ Bygging nýs Landspítala hafin
■ Tollar og vörugjöld felld niður
■ Skattar lækkaðir
■ Rannsóknir og nýsköpun efld
■ Dregið úr ríkisafskiptumogmiðstýringu
■ Atvinnuleysi og verðbólga í lágmarki
■ Endurbætur á vegakerfinu hafnar
Sjálfstæðisflokkurinn einn tryggir
að við höldum áfram á réttri leið.