Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 49

Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Akureyri Það hefur blásið byrlega víða á landinu undanfarið og rokið feykt ýmsu til. Við kirkjugarðinn á Akureyri þurfti þó vélknúinn blásara til að þyrla laufum haustsins í hrúgu. Golli Afrek og árangur í efnahagsmálunum eru sjaldnast sett á oddinn í stjórnmálaumræðunni, ekki heldur á heimilum og vinnustöðunum fyrir kosningar. En nú erum við að ganga til kosn- inga sem ættu bara að snúast um eitt: hvernig tekst til að bæta lífs- kjörin áfram næstu árin og hvaða ávinning hefur efnahagslífið fært þjóðinni. Eða ætlum við að taka kollsteypu vegna þess að stjórn- málamennirnir eru sundraðir og lenda í átökum og við tekur marg- flokka ríkisstjórn og klofningur? Við þekkjum söguna og sundurlyndið svo ekki sé talað um verðbólguna og átökin þegar ríkisstjórn er skipuð mörgum flokkum og sitt sýnist hverj- um. Það blandast engum hugur um að sú ríkisstjórn Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins sem verið hefur við stýrið síðustu þrjú árin er langt komin með að leiða þjóðina inn á græna velli tækifær- anna. Og að sögn fær- ustu efnahagssérfræð- inga, bæði innlendra og erlenda, eru ár hag- sældar fram undan næstu 5-7 árin verði engar æfingar og koll- steypur ástundaðar af stjórnmálamönnunum. Píratarnir bjóða okkur í óvissuferð Nú bjóða Píratar okkur og öllum stjórnarandstöðuflokkunum í óvissu- ferð, að hér taki við á viðkvæmum tímum fimm flokka ríkisstjórn, en það væri nú nýtt að svo margir flokk- ar mynduðu ríkisstjórnina. Og svo virðist að báðir gamalgrónu flokk- arnir á vinstri vængnum, þ.e. Sam- fylking og Vinstri græn, taki þessu frumkvæði Píratanna fagnandi. Mik- ið lifandis skelfingar ósköp er ég far- inn að sakna Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins. Við kjósendur verðum að spyrja: viljum við að þessi tilraun verði gerð? Við ráðum því með atkvæði okkar hvort Rauða rútan fær fararleyfi. Eitt er víst, að stærstu stefnumál þessara flokka allra snúast ekki um efnahagslegan stöðugleika heldur draumkenndar byltingar, bæði í atvinnulífinu og hvað t.d. land- búnað og sjávarútveg varðar. Hvað segja bændur og fólkið í sjávarþorp- unum um þá óvissu sem því er boðið upp á í umræðunni? Viðreisn blessuð varð til utan um áframhaldandi deilur um aðild að ESB og að reyna að koma krónunni fyrir kattarnef, þarna róa líka Samfylking og Píratarnir sem eiga sér sérstakan áhuga að auki að berjast gegn og breyta stjórnar- skránni. Í bakvarðarsveit athafna- mannsins Benedikts Jóhannessonar og Viðreisnar fer „elíta“ lífeyris- sjóðanna með Helga Magnússon og fleiri sem eiga sér draum um evru og inngöngu í ESB, sem fæstir telja nú raunhæft og margir fáránlega um- ræðu miðað við þróun evrunnar og stöðuna í Evrópusambandinu. Árangurinn á kjörtímabilinu er öllum augljós Rifjum nú upp stöðuna og styrk- leikann í efnahagsstjórninni á kjör- tímabilinu: í fyrsta lagi er hagvöxtur hér meiri en í nokkru öðru vestrænu ríki, verðbólga er í sögulegu lág- marki, kaupmáttur hefur aukist veru- lega og með þeim hætti að á þessu ári hefur aukinn kaupmáttur bætt einum mánuði til viðbótar í launaumslagið. Atvinnuleysið heyrir nánast sögunni til á ný og Íslendingar sem flúðu til útlanda í kreppunni eru komnir heim eða eru á leiðinni heim. Staða heim- ilanna er með þeim hætti eftir skulda- leiðréttinguna að þau eru betur stödd skuldalega en fyrir aldamót. Losun fjármagnshafta var gerð með þeim hætti að ríkissjóður hefur ekki verið svo vel staddur í áratugi, hundruð milljarða komu í hlut ríkisins. Svo vel tókst t.d. til í kjaramálum læknanna að sú umræða heyrist ekki lengur að þeir vilji ekki vinna hér og markvisst hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt og nemur það nú 40 milljörðum á ári og vilji er og þörf að gera betur. Brýnasta málið nú er að keyra raun- vextina niður, þeir eru óraunhæfir, alltof háir og endurspegla ekki það sem gerst hefur í efnahagsmálunum. Gróði bankakerfisins segir okkur þá sögu að nú sé brýnt að lækka raun- vextina verulega eins og Framsókn- arflokkurinn boðaði í peningastefn- unni nú á fundi þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Lilju Daggar Alfreðsdóttur utanrík- isráðherra þar sem þau kynntu stærstu atriði og áherslur flokksins í kosningunum. Við skulum öll setjast niður og hugsa hvaða flokkar eru nú líklegastir til að verja hag launþega og heimilanna verði þeir í ríkisstjórn næsta kjörtímabil. Kosningar snúast um lífskjör og staðfestu, þú velur og þú berð ábyrgð á framtíðinni með at- kvæði þínu. Eftir Guðna Ágústsson »Ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem verið hefur við stýrið síðustu þrjú árin er langt komin með að leiða þjóðina inn á græna velli tækifæranna. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Kosningaúrslitin geta stórskaðað lífskjörin Í kosningaumræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af nýtingu auðlinda. Umræðunni ber að fagna, enda er hún grundvöllur þess að kjósendur þekki hvernig gjaldtöku er háttað í dag og hvernig henni muni verða hátt- að til framtíðar. Það er mikilvægt að horft verði til þess að grunnstoðir at- vinnulífs á Íslandi eru blessunarlega fleiri en bara sjávarútvegur. Sú krafa er eðlileg að stjórnvöld móti heildstæða stefnu varðandi greiðslu fyrir aðgang að öllum auðlindum landsins, m.a. orku, náttúru og fiski- stofnum. Skortur á fyrirsjáanleika er slæmur Sjávarútvegur hefur greitt veiði- gjald frá árinu 2004. Á tímabilinu 2009-2015 voru greiddir 45 millj- arðar króna, á föstu verðlagi ársins 2015, í veiðigjald til ríkisins. Sam- dráttur í hagnaði vegna reksturs ár- ið 2014 leiddi til þess að gjaldstofn til veiðigjalds vegna fisk- veiðiársins 2016/2017 lækkaði. Á sama tíma hefur afkoma margra sjávarútvegsfyrirtækja verið góð og hafa því vaknað spurningar um hvers vegna veiðigjald sé ekki hærra. Skýr- inguna er hins vegar ekki að finna í stefnu einstakra stjórn- málaflokka, heldur í þeirri staðreynd að veiðigjald er reiknað eftir á og þær tölur sem liggja til grundvallar veiðigjaldi fiskveiðiársins 2016/2017 eru frá árinu 2014. Árið 2013 var afkoma af fiskveiðum góð, en hún lækkaði hins vegar um 13 milljarða króna árið 2014. Veiðigjald lækkaði þess vegna nokkuð á milli fiskveiðiáranna 2015/ 2016 og 2016/2017. SFS hefur ítrekað bent á að í reiknigrunn veiðigjaldsins eru not- aðar ríflega tveggja ára gamlar upp- lýsingar. Þær ná því ekki að end- urspegla miklar breytingar sem geta orðið á skömmum tíma í sjávar- útvegi. Þetta gerir allar áætlanir í rekstri sjávarútegsfyrirtækja erf- iðari. Lægra veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 er birtingarmynd þess að afkoma og álagt veiðigjald helst ekki vel í hendur. Innheimt veiðigjald mun hækka. Ljóst er að árið 2015 var almennt betra í rekstri sjávarútvegsfyr- irtækja en árið 2014. Betri afkoma fer þar með inn í reiknigrunn veiði- gjalds fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, líkt og greina má af töflu, og mun veiðigjald því verða töluvert hærra en árið áður. SFS áætlar að veiði- gjald fiskveiðiárið 2017/2018 muni nema um 8-9 milljörðum króna. Á þeim tíma kunna horfur í greininni hins vegar að vera aðrar en þær voru á því ári sem reiknigrunnur veiðigjaldsins tekur mið af. Styrking krónunnar og fall breska pundsins hafa nú þegar veruleg áhrif á af- komu íslensks sjávarútvegs. Þannig stefnir í að íslenska krónan verði um 10% sterkari árið 2016 en hún var árið 2015. Í dæmaskyni má nefna að ef meðalgengi krónunnar árið 2015 hefði verið sambærilegt meðalgengi hennar það sem af er árinu 2016 hefði útflutningur sjávarafurða verið um 26 milljörðum króna lægri en raunin var árið 2015. Sýnir þetta glögglega hversu mikilvægt er að til grundvallar veiðigjaldi liggi afkoma fyrirtækja á þeim tíma sem gjaldið kemur til greiðslu. Meðalhóf og alþjóðleg samkeppni Mikilvægt er að ígrunda vel for- sendur gjaldtöku af auðlindum. Hvað sjávarútveg varðar verður að líta til samkeppnishæfni hans á al- þjóðlegum mörkuðum og gæta þarf meðalhófs. Í þessu samhengi má m.a. nefna að í Noregi eru hvorki innheimt veiðigjöld né hafnargjöld, auk þess sem launatengd gjöld þar í landi eru lægri. Í Færeyjum og á Grænlandi greiða sjómenn hluta veiðigjalds á móti útgerðum. Rétt er að huga sérstaklega að þáttum sem þessum þegar rætt er um sérstaka gjaldtöku í íslenskum sjávarútvegi. Verði veiðigjöld úr hófi mun það draga úr þrótti íslenskra fyrirtækja í samkeppni á erlendum mörkuðum. Af því leiðir að tekjur þeirra munu lækka og minni fjármunir munu að endingu skila sér til samfélagsins. Nú þegar líður að kosningum er mikilvægt að þeir sem bjóða fram krafta sína til starfa á Alþingi þekki grundvallarforsendur veiðigjalds. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur »Mikilvægt er að þeir sem bjóða fram krafta sína til starfa á Alþingi þekki grund- vallarforsendur að baki veiðigjaldi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Gjaldtaka af nýtingu auðlinda Fiskveiðiár Álagt veiðigjald Gögn í reiknigrunn Áætlað 2017/2018 8,0-9,0 ma.kr. 2015 Áætlað 2016/2017 5,0 ma.kr. 2014 Áætlað 2015/2016 7,8 ma.kr. 2013 2014/2015 7,7 ma.kr. 2012 2013/2014 9,2 ma.kr. 2011 2012/2013 12,8 ma.kr. 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.