Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Við skiljum eftir drauma í Póstboxi fyrir þá sem ætla sér stóra hluti
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Flugvöllurinn í
Reykjavík hefur verið
mikið til umræðu upp
á síðkastið. Fyrir ein-
hverja óskiljanlega
ástæðu hefur fámennu
skrifstofubákni næst-
um tekist það ætl-
unarverk sitt að bola
vellinum burtu þrátt
fyrir að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar sé margbúinn að
lýsa því yfir að hann vilji hafa völl-
inn þar sem hann er. Borgarstjóri
hamrar á ógildri kosningu frá árinu
2001, en í öllum síðari könnunum
hafa 70-90% sagst vilja hafa völlinn
þar sem hann er.
Nú er hin svonefnda neyðarbraut
líklega tröllum gefin, en ákall vegna
sjúkraflutninga og möguleikans á
mannskaða fær engan hljómgrunn.
Líklega hugsa flestir það sama.
„Ég þarf ekkert á sjúkraflugi að
halda, bara fólkið utan af landi“,
enda 2/3 hluti þjóðarinnar í ökufæri
við Landspítalann. Þýðir það að
okkur standi á sama um þriðjung
þjóðarinnar?
En hvernig má það vera að þjóð
sem á allt sitt undir flugi ætli að
láta það ofbeldi yfir sig ganga að
taka af okkur eina varaflugvöllinn
sem við eigum, ef svo vildi til að ein-
hvers konar hamfarir ættu sér nú
stað og tækju Keflavíkurflugvöll
tímabundið úr leik?
Hvað með Akureyri
og Egilsstaði?
Flughlöð þessara valla rúma að-
eins fjórar vélar hvort og gætu því
engan veginn tekið við öllum þeim
vélum sem fljúga daglega til lands-
ins. Til að geta lent til vara á Akur-
eyri þarf meðalfarþegavél að bera
aukalega 1,7 tonn af eldsneyti. Ef
hún þarf að fara til Skotlands,
næsta varaflugvallar í tveggja tíma
fjarlægð, þarf hún að bera 6,2 tonn
aukalega af eldsneyti.
Hér eru nokkrar staðreyndir: Á
Íslandi búa 330 þúsund íbúar, þar
af um 220 þúsund á suðvesturhorn-
inu, eða nálægt tveir af hverjum
þremur.
Sem stendur erum við á góðri
leið með að flytja árlega inn tvær
milljónir erlendra ferðamanna. Það
er ríflega sex sinnum íbúafjöldinn.
Enn sér ekki fyrir endann á þeirri
fjölgun. Þetta fólk kemur nánast
allt með flugi. Það er stutt síðan
flugfélögin sem hingað flugu voru
teljandi á fingrum annarrar
handar.
Í dag skipta þau tugum. Fæstar
þjóðir hafa þá sérstöðu sem Ísland
hefur þegar kemur að flugi. Allar
þær borgir sem við fljúgum til og
frá eru með varaflugvöll/velli í hálf-
tíma fjarlægð eða svo, þar með tal-
ið á Írlandi sem er e.t.v. eina land-
ið/eyjan sem við gætum mögulega
borið okkur saman við.
Allir íbúar þessara landa geta
notað margs konar ferðamáta ann-
an en flug.
Við komumst nær eingöngu með
flugi. Viku sigling er frá tímum
Einars Ben.
Engin þjóð er með obbann af
þjóðinni samanþjappaðan á eins
þröngu svæði og við.
Á Íslandi gýs að meðaltali
á fimm ára fresti
Við kynntumst því í Heimaeyjar-
gosinu og Eyjafjallajökulsgosinu að
gos eru ekki alltaf túristagos. Virtir
jarð- og jarðeðlisfræðingar hafa
bent á að Reykjanesskaginn frá
Hengli og suður að Reykjanestá er
virkt gossvæði sem vaknar sögu-
lega til lífsins á um 600 ára fresti,
og um þessar mundir eru einmitt
um 600 ár síðan þar gaus síðast. Og
sagan segir að þá geti gosið í lang-
an tíma. Hraun myndi væntanlega
renna til sjávar og slíta lífæðina til
Keflavíkur.
Guði sé lof að við höfum ekki
þurft að líða hörmungar fyrri ára
svo sem Móðuharðindin, sem þó
dundu á þjóðinni fyrir aðeins rúm-
um 200 árum og felldu um 20%
þjóðarinnar. Og fólksflutningar til
Vesturheims vegna eldvirkni Öskju
og Dyngjufjalla áttu sér stað fyrir
rúmum eitt hundrað árum. Það er
rétt rúmur mannsaldur, ekki meira.
Ef við byggjum á flugvallarsvæðinu
og fórnum vellinum erum við að
svipta okkur mögulegri lífæð eða
undankomuleið í staðinn fyrir
nokkrar byggingar sem við getum
svo hæglega komið fyrir annars
staðar.
Hvernig geta menn lokað aug-
unum fyrir þeim möguleika að hér
á Stór-Reykjavíkursvæðinu geti
átt sér stað ófyrirséðar hamfarir
sem kalli á að ekki megi hrófla við
flugvellinum í þeirri mynd sem
hann er?
Hvað með hryðjuverk?
Við getum auðvitað lokað aug-
unum fyrir möguleikanum á
hryðjuverkum en það er þá í lík-
ingu við annað í þessu ferli. Hvar
stæðum við án Keflavíkurflug-
vallar, t.d. vegna flugslyss eða
hamfara eða hryðjuverka? Með 15-
20 vélar að lenda á svipuðum tíma,
jafnvel fleiri?
Látum vera að við lokum aug-
unum fyrir sjúkrafluginu. Þeir sem
deyja vegna þess að þeir komust
ekki nógu snemma undir læknis-
hendur verða hvort sem er ekki
fréttamatur nema flugvél farist í
leiðinni. Það virðist orðið ljóst að
gegn gróðahyggju Valsmanna duga
þessi rök ekki.
En að borgaryfirvöld beiti hreinu
ofbeldi gegn þjóðinni fyrir skamm-
tíma gróðahyggju sams konar afla
sem greinilega er skipulögð til að
fórna flugvellinum er algerlega
óskiljanlegt.
Staðreyndin er sú að það er eng-
inn annar valkostur, eins og reynd-
ar allir vita sem vilja vita. Reykja-
víkurflugvöllur er fráleitt einkamál
Reykjavíkur.
Það má aldrei verða að notuð
verði aðferðafræðin sem notuð var
við Grensásveginn (framkvæmd
sem nánast allir fordæmdu), þar
sem framkvæmdinni var flýtt til
þess að meirihlutinn gæti ekki
komið í veg fyrir þá fáránlegu
framkvæmd. Reykjavíkurvöllur er
þjóðareign.
Grensásleiðin væri stríðsyfirlýs-
ing við þjóðina.
Það er því í raun lífsspursmál að
ekki verðið framið það hryðjuverk í
Vatnsmýrinni sem borgarstjórn
ætlar sér þvert á margyfirlýstan
vilja þjóðarinnar.
Hryðjuverk í Vatnsmýrinni
Eftir Heimi
Sindrason og
Baldur Sveinsson
»Hvernig geta menn
lokað augunum fyrir
því að hér geti átt sér
stað ófyrirséðar ham-
farir sem kalli á að ekki
megi hrófla við Reykja-
víkurflugvelli?
Heimir Sindrason
Heimir er tannlæknir, Baldur er
kennari og ljósmyndari.
Baldur Sveinsson
– með morgunkaffinu