Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
CURCUMIN
Gullkryddið
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og
starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún
hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í
yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin
með liðagigt.
„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum
og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín
sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika
sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan
mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að
Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
Nánar á balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
Um síðustu mánaðarmót lagði Sri
Chinmoy-heimseiningarfriðarhlaupið
leið sína til Grænlands í fyrsta skipti.
Greinarhöfundar skipulögðu frið-
arhlaupið í samstarfi við heimamenn,
en við höfum undanfarin ár tekið þátt
í skipulagningu friðarhlaupa á Ís-
landi, auk tveggja í Færeyjum. Nú
þótti okkur tímabært að Grænlend-
ingar yrðu þátttakendur í þessum
skemmtilega viðburði sem um 150
lönd hafa tekið þátt í frá fyrsta frið-
arhlaupinu árið 1987. Mikill áhugi var
frá fólki um allan heim að leggja hönd
á plóg og að lokum fór níu manna lið
frá átta löndum víðs vegar að úr
heiminum með logandi friðarkyndil-
inn til nágranna okkar í vestri.
Óhætt er að segja að viðtökur
Grænlendinga hafi farið fram úr
björtustu vonum, svo úr varð við-
burðarík vika í höfuðstaðnum Nuuk.
Allir grunnskólarnir í Nuuk voru
heimsóttir og um 1.300 nemendur
tóku þátt. Nuuk var útnefnd Sri
Chinmoy-friðarhöfuðborg við hátíð-
lega athöfn í Ráðhúsinu og skipaði
sér þar með á bekk með Reykjavík,
Ósló, Stokkhólmi, Ottawa og fleiri
höfuðborgum sem einnig hafa verið
tileinkaðar friði með þessum hætti.
Auk þess fór fram hlaup og göngur
um götur, fjöll og firnindi á svæðinu
og fólk á öllum aldri tók þátt í al-
menningshlaupi með logandi friðar-
kyndilinn um gamla bæinn í Nuuk.
Indverski friðarfrömuðurinn Sri
Chinmoy stofnaði friðarhlaupið til að
koma þeim boðskap á framfæri að
hver og einn gæti lagt mikið af mörk-
um í þágu heimsfriðar með því að
rækta frið, vináttu og umburðarlyndi
í sínu eigin lífi. Allir geta þannig haft
jákvæð áhrif á umhverfi sitt og verið
öðrum fyrirmynd; jafnt þjóðþekktir
einstaklingar sem og skólakrakkar.
Sjálfur var Sri Chinmoy óþreytandi
að koma jákvæðum boðskap á fram-
færi í gegnum list, skrif og aflraunir,
svo nokkuð sé nefnt. Margir muna
enn eftir því þegar hann setti íslenska
friðarhlaupið árið 1989 og lyfti Stein-
grími Hermannssyni, þáverandi for-
sætisráðherra, sem stóð á þar til
gerðum palli og hélt á logandi frið-
arkyndlinum.
Líf Sri Chinmoy og einstaklinga á
borð við Nelson Mandela og Móður
Teresu, sem studdu rækilega við frið-
arhlaupið, varð hlaupinu hvatning til
að skapa verðlaun sem nefnast
„kyndilberi friðar“. Verðlaunin eru
veitt einstaklingum sem vinna að
bættu samfélagi og eru öðrum fyr-
irmynd. Meðal þeirra sem hlotið hafa
verðlaunin má nefna Desmond Tutu,
Carl Lewis, Billie Jean King og Vig-
dísi Finnbogadóttur. Við urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að veita
þessi verðlaun þremur merkilegum
einstaklingum á Grænlandi: Asii
Chemnitz Narup, borgarstjóra Nuuk,
sem hefur lagt mikla alúð í að skapa
samfélag þar sem allir geta notið sín,
óháð bakgrunni, og eins unnið mark-
visst að jafnrétti allra hópa; Kim
Godtfredsen, sem heldur úti verkefn-
inu Timi Asimi, sem gengur út á að
nota útivist og íþróttir til að hjálpa
ungu fólki að fóta sig í lífinu; og Av-
iaja Egede Lynge, talsmanni barna á
Grænlandi, sem hefur haft sterk áhrif
á grænlenskt samfélag með þrot-
lausri vinnu sinni fyrir því að öll börn
njóti réttar síns.
Grænlendingar voru einstaklega
opnir fyrir friðarhlaupinu og hlýir, og
oftar en ekki komu börn sem við
höfðum hitt í skólaheimsóknum
hlaupandi til að faðma okkur þegar
þau sáu okkur á gangi í bænum. Okk-
ur var einnig boðið á heimili Aviaja
Lynge, sem hélt veislu fyrir ættingja,
vini og friðarhlaupið eftir að hún
hafði tekið við verðlaunum sínum sem
kyndilberi friðar. Í veislunni fluttu
Aviaja og fjölskylda hennar fyrir okk-
ur grænlenska söngva og trommu-
tónlist og bauð okkur að máta þjóð-
búninga fjölskyldu sinnar. Gátum við
ekki annað en verið djúpt snortin af
gestrisni þeirra.
Einnig áttum við góðan fund með
grænlenska þinginu, en 15 þingmenn
af 33 hlupu með okkur og var Lars-
Emil Johansen, forseti þingsins,
fremstur í flokki. Lars-Emil gant-
aðist með það að ástæðan fyrir því að
það hefði tekið friðarhlaupið svona
langan tíma að koma til Grænlands
væri að friður væri nú þegar allsráð-
andi á Grænlandi. Grænlendingar
eru að sönnu þjóð sem aldrei hefur
farið með ófriði að annarri þjóð og
ekki er líklegt að það muni nokkurn
tímann breytast. Friður er lífsgæði
sem er mikilvægt að minna sig á og
læra að meta, sagði Asii borgarstjóri í
ræðu sinni. Þess vegna er heimsókn
Sri Chinmoy-heimseiningarfrið-
arhlaupsins og tileinkun Nuuk sem
Sri Chinmoy-friðarhöfuðborgar jafnt
viðurkenning sem og hvatning til
Grænlendinga. Það er óhætt að segja
að þessi Grænlandsferð hafi löngu
verið tímabær og vonandi getur
friðarhlaupið lagt í aðra slíka ferð áð-
ur en langt um líður.
Ítarlegri fréttir má lesa og fleiri
myndir má sjá á heimasíðu hlaupsins:
www.peacerun.org/gl
Friðarhlaupið á Grænlandi
Eftir Andrés Ramón,
Laufeyju Haraldsdóttur
og Torfa Leósson
» Grænlendingar eru
að sönnu þjóð sem
aldrei hefur farið með
ófriði að annarri þjóð og
ekki er líklegt að það
muni nokkurn tímann
breytast.
Andrés Ramón
Höfundar eru meðal skipuleggjenda
Sri Chinmoy-heimseiningarfrið-
arhlaupsins á Grænlandi.
Mynd/Apaguha Veselý
Hlaupið Grænlenskir þingmenn í friðarhlaupinu. Lars-Emil Johansen, forseti
þingsins, heldur á kyndlinum. Við hlið hans er Torfi Leósson. Aðrir þingmenn
í 2. röð frá vinstri: Per Rosing-Petersen, Justus Hansen og Michael Rosing. Í 3.
röð sést í Mimi Karlsen og aftast sést glitta í Iddimanngiiu Bianco.
Laufey Haraldsdóttir Torfi Leósson
Allir með Laufey Haraldsdóttir, einn af skipuleggjendum friðarhlaupsins,
leiðir hóp nemenda úr Samuel Kleinschmidt-skóla í hlaupinu.
Galvaskar Nemendur úr Nuussuup-skóla láta friðarkyndilinn ganga á milli sínGleði Nemendur úr Ukaliusaq-skóla halda kyndlinum á lofti í friðarhlaupinu.