Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 60

Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 60
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Hótelin eru alls sex utan Reykja- víkursvæðisins, staðsett frá Borg- arfirði og eftir hringveginum til Flúða, eins og Hildur Harðardóttir hjá Icelandair Hotels segir frá, þeg- ar við förum yfir sviðið, réttsælis frá Reykjavík. „Hvarvetna er lögð áhersla á að vera með veitingastað í hæsta gæðaflokki ásamt því að hót- elin prýða lifandi trélistaverk sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir – Alla Sigga – á heiðurinn af. Um leið leggjum við áherslu á að töfrar hvers landshluta endurspeglist í hót- elunum, hverju fyrir sig.“ 18 holur og ævintýranáttúra „Icelandair Hótel Hamar er á fal- legum stað í sveitum Borgarfjarðar og eitt helsta aðdráttaraflið þar, all- tént á sumrin, er 18 holu golfvöllur sem liggur að hótelinu,“ segir Hild- ur. Blaðamaður virðir fyrir sér veð- urspána á netinu og telur víst – með hliðsjón af allt að 17 gráðu hita á landinu síðla októbermánaðar – að kylfingar geti slegið boltann eitthvað fram í nóvember, ef því er að skipta. „Frá hótelinu labbar maður bara út í garðinn og þá ertu kominn á teig. Staðsetningin er þess utan frábær fyrir þá sem vilja njóta útivistar í Borgarfirðinum. Hér eru Hraun- fossar, sem eru einstakt náttúrufyr- irbæri, og einnig Víðgelmir sem er stærsti hellir landsins sem er í Hall- mundarhrauni. Fyrir þá sem eru að leita sér að ólgleymanlegu ævintýri er stutt að fara yfir í Húsafell þaðan sem fara má í skoðunarferðirnar „Into The Glacier“ þar sem farið er í ísgöngin í Langjökli.“ Alpastemning á Akureyri Fyrir þá sem sækja í skíðaiðkun þegar kemur að því að skipta um umhverfi til hressingar og heilsubót- ar bendir Hildur á að Icelandair- hótelið á Akureyri sé framúrskar- andi valkostur. „Þegar vetrarsport er annars vegar hentar hótelið frá- bærlega enda örstutt að keyra upp í fjallið og upphituð geymsla fyrir skíði og bretti á hótelinu fyrir gest- ina,“ bendir hún á. „Að loknum hressandi degi í fjallinu er svo kjörið að fara út í hótelbakgarðinn, sem er upplýstur og með logandi arin, og tylla sér þar með loðfeld og heitan drykk.“ Það er ekki laust við þó nokkra Alpastemningu í lýsingu Hildar og hún tekur brosandi undir það. „Til að toppa notalegheitin þá er hin glæsilega sundlaug Akureyrar hin- um megin við götuna svo slökun og vellíðan að loknum degi í fjallinu – eða á labbinu um bæinn – er auðsótt mál.“ Áhersla á hráefni úr Héraði Á Austfjörðum er að finna Ice- landair Hótel Hérað og þar sem ann- ars staðar leggja matreiðslumeist- arar veitingastaðarins höfuðáherslu á hráefni úr Héraði. Hreindýrið er þar vitaskuld ekki undanskilið. „Einnig er gaman að geta þess að starfsfólk hótelsins tínir sjálft ber bæði og sveppi í nágrenninu til að nota við matargerð í meistaraeld- húsinu og allar mjólkurafurðir eru fengnar beint frá býli.“ Möguleikar til útivistar eru enn- fremur ýmiss konar. „Fyrir utan hvað svæðið við Egilsstaði er fallegt þá er stutt að fara til Seyðisfjarðar, sem er jú alger perla, og svo er Hall- ormsstaðaskógur skammt undan en hann finnst mér vera magnaður staður enda er stór hluti hans sí- grænn og svæðið því einstakt allt ár- ið um kring. Upplifunin minnir svo- lítið á skógi vaxin svæði í Skandinavíu.“ Kynngimagnað á Klaustri Kirkjubæjarklaustur, staðsett mitt á milli Mýrdalsjökuls og Vatna- jökuls, er einkar vel staðsett með til- liti til mikilfenglegrar náttúru. Þjóð- garðurinn í Skaftafelli er skammt undan sem og Jökulsárlón og hin dulmagnaða Dyrhólaey, og nátt- úruunnendur fá því mikið fyrir snúð sinn að Klaustri. Þá er vert að nefna að hæsta tré á Íslandi er sitka- grenitré sem er að finna í skógarreit á Kirkjubæjarklaustri. „Einnig eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í nágrenni við Icelandair Hótel Klaustur og Norður- ljósadýrðin getur orðið alveg ótrú- lega mögnuð á þessum slóðum. Það er svo væntanlega óþarfi að taka það fram að klausturbleikja er jafnan áberandi á matseðlinum á veit- ingastaðnum.“ Vinsælt hótel á Vík Hildur segir að ferðamanna- tímabilið hér á landi sé sífellt að lengjast og þessa sjáist meðal ann- ars merki á Icelandair Hótel Vík, sem sé vinsælt allan ársins hring. „Umhverfið og staðsetningin eru svo mögnuð að þetta hótel selur sig bara sjálft,“ segir hún og kímir við. „Ekki nóg með að bæjarstæði Víkur í Mýr- dal sér einstaklega vel heppnað, með svarta fjöruna og tilkomumikla drangana í sjónmáli, heldur er hót- elið sjálft sérlega fallegt. Setustofan og veitingastaðurinn Berg gera fólki kleift að njóta stórkostlegs útsýnis yfir bæinn og út á hafið, og svo er auðvitað stutt að skjótast að Skóg- arfossi og Seljalandsfossi. Þá er vin- sælasta náttúrulaug landsins, Selja- vallalaug, rétt innan seilingar. Ég mæli með að fólk geri ráðstafanir í tæka tíð því hótelið er vinsælt og eft- ir því umsetið.“ Rómantík og grænmeti á Flúðum Það er stundum sagt að Flúðir séu „Mekka grænmetisræktunar á Ís- landi“ og það má til sanns vegar færa. Eldhús veitingastaðarins á Icelandair Hóteli Flúðum fer ekki varhluta af því heldur gerir sér þessa gúrmetisauðlind að góðu fyrir gestina. „Glóandi gróðurhúsin blasa við gestum hótelsins og mörgum þykir þessi jarðvarmarækt mjög for- vitnileg að skoða. Það er gnægð spennandi gönguleiða í næsta ná- grenni og annar hótelstjóranna, hún Margrét Runólfsdóttir, fer sem leið- sögumaður með hópum ef heppnin er með.“ Af náttúruperlum í nágrenninu liggur beinast við að nefna Gullfoss og Geysi en Hildur bendir á eftirlæti hótelstjóranna, Laxárgljúfur og Stuðlabergsnámurnar á Flúðum. „Gamla laugin á staðnum, sem kallast Secret Lagoon á ensku, er mjög vinsæl og þar er búið að byggja upp fínustu skiptaaðstöðu ásamt því að hægt er að kaupa veitingar þar. Í lauginni er líka boðið upp á búnað til leigu til að prófa flot sem er dásam- legt undir berum himni.“ Að endingu minnir Hildur hina fjölmörgu aðdáendur Kim Kardashi- an á það að í næsta nágrenni eru Friðheimar þar sem bragða má á tómatsósusúpu, tómataís og fleira góðgæti sem téð raunveruleikasjón- varpsstjarna bragðaði á er hún heimsótti staðinn í sumar og lét feikivel af. Upplifun og útivist um land allt  Icelandair Hotels eru starfrækt hringinn í kring- um landið  Ákveðnir þættir eru hótelunum sameiginlegir en öll draga þau þó dám af sinni heimasveit. Listfengi Alla Sigga á heiðurinn af hinum sérstæðu og „lifandi“ tré- listaverkum sem eru sem rauður þráður í hótelum Icelandair Hotels landið um kring. Þetta hreindýr er að finna á Héraði – nema hvað! Veitingasalur Icelandair Hótel Vík er vinsælt allt árið um kring og falleg hönnun innanstokks á ekki minnstan þátt í aðdráttaraflinu. Notalegt Hótelbakgarðurinn við Icelandair Hótel Akureyri er tilvalinn til að hvíla lú- in læri eftir dag í Hlíðarfjalli, við arineld með loðfeld og rjúkandi drykk á krús. Hildur Harðardóttir hjá Icelandair Hotels. Ljósadýrð Náttúran í umhverfi Icelandair Hótel Klausturs á fáa sína líka og þegar brestur á með norðurljósasýningu er hreinlega himneskt að horfa á. 60 HÓTEL HRINGINN ÍKRINGUMLANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.