Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 62
BÆKUR
Hér segir frá Páli Guðjónssyni
(1904-1959) rútubílstjóra og barátt-
unni um ferðamennina. Tilvísunum
og neðanmálsgreinum er sleppt:
„Hún Valgerður sendi þér þetta“
Kært var og jafnan mikill sam-
gangur milli bræðranna Sigurgests
og Páls. Sá fyrrnefndi lýsti bróður
sínum þannig síðar:
Hann var ákaflega skemmtilegur
maður og vinsæll. Hann var yfirleitt
alltaf í góðu skapi, glaðvær og af-
skaplega lipur og þægilegur við fólk,
vildi allt fyrir alla
gera og allra götu
greiða. Hann var
líka ágætur söng-
maður og hafði
mjög gaman af að
skemmta sér í
vinahópi.
Sem lítið en
lýsandi dæmi um
mannkosti Palla
sagði mér um hann sögu kona nokk-
ur sem var farþegi hjá honum til
Reykjavíkur, þá 14 ára gömul
stúlka. Þá var Kolviðarhóll meðal
áningarstaða á leiðinni og farþeg-
arnir fóru þangað inn til þess að fá
sér hressingu hjá Valgerði húsfreyju
sem seldi þar mat. Stúlkan var hins
vegar ekki með neina peninga og fór
því ekki inn, beið úti í rútu. En þegar
Palli og farþegar hans komu aftur út
í bíl rétti hann stúlkunni stóra
brauðsamloku og sagði: „Hún Val-
gerður sendi þér þetta.“
Þá hafði hann beðið Valgerði um
eitthvað í svanginn handa stúlkunni
og sýndi henni þessa umhyggju, án
þess þó að eigna sér hana sjálfur.
Gvendur í Hól
[...] Skal nú nefndur til sögunnar
Guðmundur Helgason, þekktur
Stokkseyringur sem kenndur var við
býli sitt og kallaður Gvendur í Hól.
Hann var góður kunningi Guðjóns
og Jóhönnu á Hólmi og var þar jafn-
an aufúsugestur í mat og kaffi.
Guðmundur var einkum þekktur
fyrir að vera afburða sögumaður,
orðsins listamaður af munni fram
svo unun var á að hlýða.
Eitt sinn var Guðmundur á leið
frá Stokkseyri upp í Sandvíkur-
bæina sem standa við Eyrar-
bakkaveg, um það bil fimm kíló-
metra sunnan við Selfoss. Þangað
höfðu heimabændur ráðið hann til
þess að skera heytorf sem svo var
nefnt. Það var þannig skorið að
breiða mátti það ofan á heystakk til
að verja hann fyrir veðri og vindum
yfir vetrartímann. Til þessa verks
var notað sérstakt skurðaráhald,
torfljár, og vegna þess hve Guð-
mundur þótti laginn við slíka iðju
réðu bændur hann einatt til sín í því
skyni.
Torfskurðurinn var erfið og
óþrifaleg vinna enda gjarnan skorið
úr mýri. Því hafði Guðmundur með
sér skinnhald, þ.e. skinnbuxur, og
var einnig að öðru leyti klæddur til
slíkrar vinnu. Þetta var á sunnudegi
og blíðviðri á suðvesturhorni lands-
ins.
Guðmundur fékk far með Páli
Guðjónssyni upp að Sandvíkurbæj-
unum. Ekki leið á löngu þar til hann
var farinn að segja samferðarfólki
sínu sögu. Og svo var komið á
áfangastað Guðmundar, eftir
stundarfjórðungs akstur eða svo, að
sögunni var ekki nærri lokið. En far-
þegarnir voru komnir á bragðið og
vildu ekki sleppa sagnamanninum
fyrr en sagan væri öll. Heyrðist þá
einhver kalla:
„Komdu bara með okkur til
Reykjavíkur, við sláum saman í far-
gjaldið.“ Þessi hugmynd hlaut góðar
undirtektir og svo fór að Guð-
mundur hélt áfram með bílnum, lauk
sögunni og sagði fleiri. Páll skemmti
sér jafn vel og aðrir, og bauð honum
ókeypis far tilbaka.[ ...]
Krókur á móti bragði
Áður en sett voru sérleyfislög um
áætlunarferðir börðust eigendur
áætlunarbíla af hörku um farþegana
og neyttu ýmissa bragða. Það átti
meðal annars við um Bifreiðastöð
Steindórs og Pál Guðjónsson í ferð-
unum milli Stokkseyrar, Eyrar-
bakka og Reykjavíkur. Sem vænta
má skapaðist spenna milli keppi-
nautanna og þeir fylgdust grannt
hvor með öðrum.
Eftirfarandi frásögn Hilmars
Pálssonar segir sína sögu í þeim efn-
um:
Það var eitt sinn að aflokinni
þjóðhátíð að Sigurjón var að koma
með Gísla J. Johnsen fullan af far-
þegum frá Vestmannaeyjum, senni-
lega aðfararnótt mánudagsins. Það
var farið að dimma en pabbi verður
var við heilmikla bílaumferð þarna
um nóttina. Þegar að var gáð hafði
Steindór sent eina fjóra rútubíla til
þess að flytja farþegana úr bátnum
til Reykjavíkur eða þangað sem þeir
vildu komast. Bílarnir komu tveimur
tímum áður en von var á bátnum,
bökkuðu niður bryggjuna og fylltu
hana þannig að þessir tveir bílar
pabba komust þar ekki fyrir.
Pabbi varð var við þetta og gerði
sínar ráðstafanir. Hann fékk lán-
aðan árabát, jullu sem svo var nefnd,
sem var þarna í höfninni, reri út á
sundið fyrir utan og beið þar eftir
bátnum. Sigurjón áttaði sig á því
hvað um var að vera, grillti í bílana
frá Steindóri og sá Pál mág sinn á
árabátnum. Því stöðvaði hann bátinn
þegar hann kom inná á sundið og tók
pabba um borð.
Og næst gerist það að pabbi situr
á miðri lestarlúgunni á Gísla J.
Johnsen með töskuna sína og selur
farþegunum miða til Reykjavíkur
eða hvert sem þeir vilja halda. Á
meðan bíður Sigurjón með bátinn á
sundinu og leggur ekki að bryggju
fyrr en pabbi er búinn að selja miða
til þess að fylla báða bílana!
Steindór reiddist þessu bragði
Páls og hafði eftir það stundum á
orði þegar bílstjórar hans komu frá
Stokkseyri: „Heyriði strákar, var
Palli kominn að á jullunni?“ [...]
Bóndi, sjómaður og einstæð móðir
Farþegaskip Gísli J. Johnsen í farþegaflutningum milli lands og Eyja.
Rútur Páls Guðjónssonar og Bifreiðastöðvar Steindórs á Selfossi 1948.
Hólmfríðar saga sjókonu segir ættarsögu rangæskrar valkyrju sem var bóndi, sjómaður og einstæð móðir um miðbik 19. aldar. Frá
einkasyni hennar Guðjóni brúarverði er kominn mikill afkomendahópur og er hann afi höfundanna, Sigrúnar og Ásgeirs Sigurgestsbarna.
Hér er ættarsaga sem hefst undir Heklurótum og endar í Reykjavík og varpar ljósi á sögu alþýðufólks á Íslandi á 19. og 20. öld.