Morgunblaðið - 21.10.2016, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
BÆKUR
Átthagar Husula eru í dalskornum og
skógi vöxnum Karpatafjöllum aust-
anverðum, þar sem kallast Trans-
Karpatía. Þéttasta byggð þeirra er í og
við Corna hora (Svarta fjall), á milli
ánna Prut og
Ceremos. Fram
yfir heimsstyrjöld-
ina fyrri taldist
heimabyggð
þeirra vera partur
af Austur-Galisíu
og heyrði þá undir
Austurrísk-
ungverska keis-
aradæmið. Nú
telst land Husula til Úkraínu. Um ná-
kvæman fjölda þeirra er ekki vitað en
á öndverðri 20. öld voru Husular taldir
um það bil 100 þúsund ...
Ferðamenn fyrri alda sem heim-
sóttu Husula voru gjarnir á að draga
upp ævintýralegar myndir af þeim og
lífsháttum þeirra. Í slíkum sögum
speglast stundum ótti sögumanns við
hið óþekkta en jafnframt viðleitni hans
til þess að mála þekkilega mynd af eig-
in hetjuskap. Auðvitað geta sögur af
þessum toga verið sannar að einhverju
leyti, en það er einnig hugsanlegt að
einangrun og framandleiki þjóða hafi
komið af stað kynjasögum. Það sem
við ekki þekkjum fær gjarna á sig ýkta
mynd. Ýkjur ferðasagna voru regla
fremur en undantekning og settu
mark sitt á skrif evrópskra ferða-
manna sem komu til Íslands eins og
kunnugt er. Arngrímur Jónsson lærði
brást við sögum af þessum toga með
riti sínu Crymogæa sem var svar hans
við spunasögum af lifnaðarháttum Ís-
lendinga í upphafi nýaldar. Bók Arn-
gríms er góð heimild um samfélag Ís-
lendinga á 16. og 17. öld. Hún er þó
enn betri heimild um það samfélag fá-
mennrar eyþjóðar í miðju Norður-
Atlantshafi, sem Arngrímur vildi
kynna fyrir ókunnugum.
Það var einkennandi fyrir karla af
þjóð Husula að þeir höfðu axlasítt hár,
oft smurt með smjöri, og báru barða-
stóra flókahatta með litríku bandi
fléttuðu úr látúnsvír sem studdi við pá-
fuglseða arnarfjaðrir. Fatnaður var af-
ar litríkur og bar vott um mikla færni
og natni við vefnað og saumaskap.
Karlar voru klæddir í skærrauðar bux-
ur, prjónasokka í sama lit og leðurskó,
og einkennandi fyrir klæði þeirra voru
línskyrtur sem höfðu legið í blöndu af
bræddu smjöri og brennisteini. Þessi
einkennilega blanda var reyndar
óbrigðult ráð til að halda mýflugum og
öðrum óvelkomnum kvikindum frá.
Karlarnir hafa sennilega þótt vörpu-
legir þar sem þeir fóru um með sítt,
smjörsleikt hár í frökkum gerðum úr
flókaull eða sauðarfeldi með vel
brýnda öxi í hendi og kuta hangandi í
breiðu belti.
Samfélagsgerð Husula var sögð
strangt feðraveldi og konan „eign“
maka síns við giftingu. Norræn menn-
ing var að þessu leyti lítt frábrugðin
eins og orðin „brúðkaup“ og „gifting“
eru til marks um. Meðal Husula var
hefð að brúðgumi flengdi væntanlega
brúði sína í þrígang fyrir vígslu sem
tákn um undirgefni hennar. Viðhorf
karla í samfélagi Husula til ofbeldis
gegn konum fær á sig skýra mynd í
máltæki eins og þessu: „Eiginkona
sem ekki er flengd er eins og óbrýndur
ljár.“ Gift kona sveipaði hár sitt slæðu,
oft rauðri, sem var bundin undir hök-
una og aftur um háls sem Gustaf Bol-
inder, sem ferðaðist um lönd Husula á
fyrri hluta 20. aldar, taldi vera enn eitt
tákn þess að hún væri ekki frjáls. Ógift
stúlka átti að ganga berhöfðuð hvort
sem var vetur eða sumar. Að sögn Bol-
inder var eiginkonan, líkt og börnin,
fyrst og fremst álitin ódýrt vinnuafl.
Slíkar lýsingar eru vafalaust ekki
gripnar úr lausu lofti en þó virðist hér
vera þversögn. Husulakonur voru
nefnilega sagðar óvenju sjálfstæðar og
umtalaðar fyrir fegurð, pípureykingar
og frjálslegt ástarlíf. Meðan Austur-
ríkismenn fóru með völd yfir byggðum
Husula voru þær stundum nefndar
„Parísardömur Karpatafjalla“. Við há-
tíðleg tækifæri skörtuðu þær enn-
isbandi prýddu silfurpeningum eða lit-
uðum glerperlum, kórónu eða ofnum
linda settum eðalsteinum og pá-
fuglafjöðrum, kórallahálsfesti, bróder-
aðri blússu og rauðum, mjúkum sauð-
skinnsstígvélum. Söngkonan Ruslana,
sem söng fyrir Úkraínu í Söngva-
keppni evrópska sjónvarpsstöðva
(Eurovision) 2004, rekur ættir sínar til
Husula. Klæðnaður hennar vakti at-
hygli og þótti ekki beinlínis par-
ísartíska. Þeir voru sennilega fáir sem
vissu að með klæðnaði sínum, söng og
takti vísaði hún til aldagamalla hefða
þjóðar sinnar. Langlúðrarnir í upphafi
eru eins og fjallalúðrar husulskra hirð-
ingja. Þeir eru hluti gróinnar tón-
listarhefðar þeirra og nefnast „trem-
bita“. Trembita er allt að þriggja
metra langur lúður, gerður úr grenitré
og vafinn bjarkarberki. Trembita Hus-
ula er ekki óskyld svissnesku alpa-
horni, en heldur minni. Líkt og í Sviss
er upphaflegur tilgangur hornsins að
auðvelda fjárhirðum samskipti um
langa vegu á milli fjalla og dala.
Fegurð og sjálfstæði kvenna hafði
líka sína skuggahlið sem lítt tamdir
drykkjusiðir gerðu ekki bærilegri. Sýf-
ilis var faraldur meðal þeirra um alda-
mótin 1900. Í bók sinni segir Gustaf
Bolinder, ekki laus við velþóknun, að
Husulakonur hafi virst álíta það synd
að hafna nánu samneyti við karla og að
það virtist konum eðlilegt að gesturinn
úr norðri veitti þeim unað í nokkra
daga. Kona ætti að eignast barn hvort
sem hún var gift eða ekki. Að öðrum
kosti yrði henni refsað handan þessa
heims með því að hún yrði neydd til að
éta þau börn sem henni hefði verið ætl-
að að eignast í jarðlífi sínu.
[...] Um aldir reis frægð Hus-
ulakarla hæst vegna stigamennsku,
starfs sem margir þeirra sinntu af
kunnáttu. Um þennan þátt lífs þeirra
hafa skapast ótal þjóðsögur, frásagnir
og söngvar. Í alþýðlegum munn-
mælum var þeim lýst sem eins konar
karpatískri útgáfu af Hróa hetti en
ástæður þess að slíkir ræningjahópar
urðu til virðast öllu flóknari.
Á 15. og 16. öld leysti Tyrkjaveldi
Býsansríkið af hólmi sem stjórnvald á
Balkanskaga. Bæði þessi herraríki
voru fjölþjóðleg og skiptu sér lítt af
innri málefnum þjóðanna, svo fremi
sem skattar og gjöld væru greidd
snurðulaust. Lengst af ríkti því sæmi-
legur friður afskiptaleysis á milli herra
og hjúa, sérstaklega þeirra sem nutu
skjóls af fjöllum, skógum, vötnum og
djúpum dölum sem erfitt var að fara
um. Um miðja 18. öld ríkti upplausnar-
ástand í Póllandi, Ungverjalandi og
Rúmeníu. Tyrkjaveldi fór halloka og
með því hvarf sá stöðugleiki í stjórn-
sýslu sem hafði um langt skeið ein-
kennt samskipti Balkanþjóða og
stjórnvalda.
Með nýjum herrum komu nýir siðir
og framrás Austurrísk-ungverska
keisaraveldisins einkenndist ekki bein-
línis af kristnu umburðarlyndi sem
kom í stað íslamskrar harðstjórnar,
öllu heldur þvert á móti. Þar við bætt-
ist að á 18. öld gengu yfir plágur sem
léku mörg samfélög á Balkanskaga
grátt. Fátækt alþýðufólk varð enn fá-
tækara og því erfiðara sem ástandið
var, því fleiri flæmdust af kotum sín-
um. Jafnvel þeir sem lengi höfðu notið
skjóls af einangrun fjalla og dala
hröktust frá átthögum sínum. Margir
urðu daglaunamenn, farandverka-
menn eða handverkssveinar en aðrir
leyndust í óaðgengilegum skógum
fjallanna og drógu fram lífið með því
að ráðast á póstvagna, kaupmenn og
bændur. Þegar þeir þóttust nægj-
anlega sterkir áttu þeir það líka til að
fara með ránum um þorp og bæi.
Á sjöunda áratug 19. aldar reyndu
Austurríkismenn að koma á herskyldu
meðal Husula sem varð til þess að enn
fleiri ungir menn flúðu til fjalla og fet-
uðu í fótspor þeirra sem þegar höfðu
lagst í ránskap. Sá síðasti frægi af
þessari gerð ræningja var Nicola Sju-
haj. Hann mætti örlögum sínum 1921
þegar hann var myrtur, ásamt bróður
sínum, af eigin liðsmönnum sem höfðu
gengið á mála hjá tékknesku her-
lögreglunni. Þekktastur allra hus-
ulskra ræningja var þó vafalaust
Oleksa Doubouz sem fór fyrir ræn-
ingjaflokki upp úr miðri 18. öld. Hann
var álitinn ósigrandi en var þó drepinn
þegar foringja annars ræningjaflokks
tókst að skjóta hann úr launsátri. Við
þetta verk notaði hann kúlu sem var
sérstaklega steypt til verksins og
blessuð af ekki færri en 12 prestum.
Þótt fjárbúskapur með hirðingja-
sniði hafi þótt einkenna atvinnuhætti
Husula voru þeir þekktir fyrir hand-
verk sitt, tréskurð, leðuriðju, keramik
og vefnað. Auk þess þóttu þeir dug-
miklir skógarhöggs- og fleytingamenn.
Eftir fyrri heimsstyrjöld og fall Aust-
urrísk-ungverska keisaradæmisins má
segja að staða Husula hafi breyst frá
því að vera lítill minnihlutahópur í
austurhorni stórveldis til þess að verða
minnihlutahópur í vesturjaðri enn víð-
áttumeira stórveldis. Á valdaskeiði
Sovétríkjanna neyddust þeir til að
hverfa frá sínum hefðbundnu atvinnu-
háttum og gangast undir nauðung
samyrkjubúskapar jafnt í akuryrkju
sem skógarhöggi. Hefðbundin hand-
iðn, vefnaður, útsaumur, málmsmíði
og tréskurður auk keramiks með sitt
sérstaka skreyti, allt þetta var
verksmiðjuvætt og þjóðnýtt. Sama má
segja um hina aldagömlu dans-, söng-
og klæðahefð. Listamenn á vegum rík-
isins fengu það hlutverk að líkja eftir
Husulum í söng, dansi og klæðaburði
og skemmta ferðamönnum.
Sovétveldið dó en hefðbundin húsa-
gerð og sjálfsvitund Husula lifir.
Trúarleg staða þeirra innan grísk-
rómversku kirkjunnar hefur um lang-
an aldur verið burðarvirkið í sjálfsvit-
und þessarar þjóðar. Eftir heimsókn
Mikhails Gorbatsjov til páfans 1991
var grísk-kaþólskri kirkju leyft að
starfa frjálst innan Sovétríkjanna. Við
þessi tímamót varð vakning um end-
urgerð og varðveislu gamalla húsa í
byggðum Husula. Kirkjum þeirra,
sem minna á norskar stafkirkjur, hef-
ur að nýju verið breytt í guðshús eftir
að hafa um áratugaskeið staðið eins og
óhrjálegir skúrar eða þegar best lét
lúnar geymslur og söfn.
Smjörgreiddir
gæslumenn
feðraveldisins
Morgunblaðið/Golli
Rithöfundur Þorleifur Friðriksson kynnti sér sögu hulduþjóða Evrópu.
Í bókinni Hulduþjóðir
Evrópu eftir Þorleif
Friðriksson er lesendum
boðið í ferðalag um
Evrópu þar sem hátt
í fjörutíu hulduþjóðir
eru heimsóttar og
fjallað um sögu þeirra.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklumeira en bara ódýrt!
Aux snúra 3M
595
frá 295
Mikið úrval af
vasaljósum
Ferðaveski
Innanklæðaveski
Lesgleraugu
mikið úrval
985
Selfie stöng
Naglaklippur
Travel flösku-
sett 4 stk.
Upptakarar
395
Heyrnatóla-
splitter
Tímarofi
USB hleðslu-
kubbar
USB snúrur
Ferðavekjara-
klukkaÁl-Kortaveski
- RFID vörn
Ferðaklær USA/
UK/Euro
Töskulásar/
Hengilásar
frá 195
Síma-
hleðslu-
snúrur
frá 495
Töskustrappar
frá 485
Töskuvogir
margar gerðir