Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
✝ KatrínPálsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. júlí 1949. Hún
lést 9. október 2016.
Foreldrar hennar
voru Ragnhildur
Árnadóttir, f. 5.
nóvember 1923 á
Atlastöðum í Svarf-
aðardal, d. 3. maí
2014, og Páll Hall-
dórsson bifreiðar-
stjóri, f. 9. ágúst 1923 í Haga í
Holtum, Rangárvallasýslu, d. 1.
júlí 2013. Systkini Katrínar eru
1) Árni hæstaréttarlögmaður, f.
7. mars 1952, maki Emilía Krist-
ín Gunnþórsdóttir, f. 29. febrúar
1959. Börn þeirra eru Páll og
Ragnhildur. 2) Rannveig læknir,
f. 12. júní 1961, maki Guðbrand-
ur Sigurðsson, f. 2. maí 1961.
Börn þeirra eru Anna Katrín,
Ragna Kristín og Ingi Hrafn.
Maki Katrínar er Ágúst Að-
alsteinn Ragnarsson leiðsögu-
maður, f. 11. desember 1948.
Sonur þeirra er Ragnar Árni,
læknanemi og tónlistarmaður, f.
14. mars 1989.
Katrín ólst upp í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1970,
í 14 ár, blaðamaður á Dag-
blaðinu, svo á Vísi til 1980 þegar
hún varð ritstjóri tískublaðsins
Líf. Þar var hún til ársins 1982
þegar hún varð fréttamaður hjá
fréttastofu Ríkisútvarpsins og
starfaði hjá stofnuninni til 2008.
Þar var hún meðal annars dag-
skrár- og deildarstjóri, sinnti
stefnumótun fyrir Rás 2, átti
sæti í dagskrárráði og gæða-
nefnd RÚV, var fréttamaður á
fréttastofu Sjónvarps og starfaði
þá fyrir The New York Times á
leiðtogafundinum í Reykjavík
árið 1986. Katrín var fréttaritari
WCBS-Radio um árabil og starf-
aði um hríð sem fréttamaður á
Fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar. Hún var meðal stofnenda
Félags fréttamanna og sat í
stjórn þess. Hún var í stjórn
Félags fjölmiðlakvenna og
Íþróttafélagsins Gróttu á
Seltjarnarnesi. 2007 til 2016
kenndi hún við Viðskiptafræði-
deild HÍ, Viðskiptadeild HR og
Háskólann á Bifröst. Frá 2011
var hún upplýsingafulltrúi hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna og
sá um útgáfu fréttablaðs um ís-
lenskt grænmeti. Hún var vara-
maður í bæjarstjórn Seltjarn-
arnesbæjar og formaður
menningarnefndar frá 2011.
Útför Katrínar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 21.
október 2016, klukkan 13.
íþróttakennara-
prófi frá Kennara-
skóla Íslands 1971,
BA-prófi í félags-
og stjórnmálafræði
frá Háskóla Íslands
1976 og námi í
rekstrar- og
viðskiptafræði frá
Endurmenntun HÍ
2002. Hún lauk
meistaraprófi í
mannauðsstjórnun
frá Viðskiptafræðideild HÍ 2006
og hóf þar doktorsnám 2009.
Sama ár lauk hún einkaþjálf-
aranámskeiði frá World Class.
Hún sótti námskeið í Bandaríkj-
unum hjá The New York Times,
WQXR Radio, WCBS Radio og
WNCB TV. Þá sótti hún meðal
annars sex vikna námskeið í boði
Bandaríkjastjórnar um stjórn-
kerfið og forsetakosningar,
námskeið á vegum NATO í
Bandaríkjunum og námskeið á
vegum Evrópusambandsins í
Brussel.
Katrín var flugfreyja hjá
Flugleiðum með háskólanámi og
um hríð íþróttakennari. Hún var
markaðsstjóri og umboðsmaður
fyrir bandarísku fyrirsætuskrif-
stofuna Ford Models í New York
Veðrið hefur leikið við okkur
undanfarna mánuði. Íslenska
sumarið er einstakt með lit-
brigðum sínum og birtu. Þetta
sumar mun falla okkur seint úr
minni því að það fór um okkur
einstaklega mildum og þíðum
höndum. Gróðurinn skartaði
sínu fegursta og á hverjum degi
sá maður ný og ný blóm springa
út og teygja sig í sólskinið og
birtuna. Árstíðirnar eru óhvik-
ular og rétt eins og endranær
leið þetta fallega sumar og
haustið tók við. Mágkona mín
Kata var mikil blómakona og
sinnti garðinum sínum að Vík-
urströnd af alúð. Hún þekkti vel
gang árstíðanna. Eftir snarpa
baráttu á þessa fallega sumri
haustaði að hjá Kötu og lífsblóm
hennar laut í lægra haldi fyrir
þeirri meinsemd sem skaut sér
niður hjá henni í byrjun sumars.
Kata var heimskona sem fylgd-
ist vel með á öllum sviðum þjóð-
félagsins. Ritstjórinn, blaðamað-
urinn og þjóðfélagsrýnirinn var
jafnan skammt undan þegar
Kata var annars vegar. Hún
hafði næmt auga fyrir stílbragði
og setti mál sitt fram á einfald-
an, skýran og auðskilinn hátt. Í
fjölskyldu okkar eru þau jafnan
nefnd í sömu andrá Kata og
Ágúst. Mér fannst þau sveipuð
ævintýrablæ þegar ég kynntist
þeim fyrir ríflega 30 árum. Á
þeim tíma ritstýrði Kata tísku-
blaði og kom víða við í leik og
starfi. Síðar hóf hún störf hjá út-
varpinu og færði sig þaðan í
sjónvarpið þar sem hún sinnti
erlendum fréttum. Kata var
óhrædd að feta nýjar slóðir og
þegar RÚV var breytt í opinbert
hlutafélag notaði hún tækifærið
og leitaði á ný mið. Hún settist
að nýju á skólabekk og kláraði
meistaragráðu í mannauðs-
stjórnun og fór í framhaldinu að
sinna kennslu og rannsóknar-
störfum. Kötu var hugleikið
hvernig fyrirtæki og stofnanir
töluðu við viðskiptavini sína og
samfélagið almennt. Þar var hún
mikill viskubrunnur og kenndi
háskólanemum hvernig væri
best að undirbúa sig fyrir slík
samskipti í framtíðinni. Það var
mikil gæfa þegar Kata eignaðist
Ragnar Árna, sem fæddist árið
1989 og var augasteinn hennar.
Ragnar, sem leggur stund á
læknisfræði í Ungverjalandi,
hefur verið heima frá því í sum-
ar og staðið sem klettur við hlið
móður sinnar í veikindum henn-
ar. Hann hefur sýnt ótrúlegt
æðruleysi og staðfestu á erfiðum
tímum. Ég votta Ragnari Árna
og Ágústi innilega samúð og
vona að minningin um góða
móður og eiginkonu megi veita
þeim líkn í sorg þeirra.
Guðbrandur Sigurðsson.
Kveðja frá sóknarnefnd
Seltjarnarnes minnir á marg-
an hátt á landsbyggðarþorp,
þótt fjarlægð til miðbæjar höf-
uðborgarinnar sé aðeins um
fimm mínútur í akstri. Íbúarnir
þekkja hver annan í meiri mæli
en gerist víðast í höfuðborginni
og helstu stofnanir eru nálægar.
Óspillt náttúra er í fimm mín-
útna göngufjarlægð víðast hvar.
Mjög náið og gott samstarf er
milli kirkju og bæjaryfirvalda á
Seltjarnarnesi. Katrín Pálsdóttir
var einn þeirra forystumanna
bæjarins sem áttu þar drjúgan
hlut að máli. Hún var um árabil
formaður Menningarnefndar
bæjarins og áttum við í sókn-
arnefnd hið besta samstarf við
þá nefnd, ekki síst formann
hennar, við skipulagningu fjöl-
margra listviðburða í kirkjunni.
Ég veit að sóknarnefndarmenn
hugsa til hennar með þakklæti
og söknuði.
Innan samfélagsins sem er
Seltjarnarnesbær eru minni
samfélög, m.a. íbúar við einstak-
ar götur. Katrín Pálsdóttir átti
heima við Víkurströnd, ásamt
fjölskyldu sinni, en við sem bú-
um við þá götu söknum nú vinar
í raun.
Við Dóra vottum Ágústi og
Ragnari innilega samúð okkar.
Megi Guðs blessun fylgja ykkur.
Guðmundur Einarsson,
formaður sóknarnefndar.
Það er stundum sagt að raði
maður saman einstaklingum
með fjölbreyttan bakgrunn og
reynslu í eitt rými geti orðið til
magnaður kraftur og gleði.
Þannig var með vinnurými fyrir
meistara- og doktorsnema við
Háskóla Íslands þar sem við
Katrín sátum saman. Alltum-
lykjandi var fólk með brennandi
áhuga á ólíkum viðfangsefnum
og með ólíkan bakgrunn; rithöf-
undar, fólk úr viðskiptalífinu,
uppfræðendur, listamenn og
svona mætti lengi telja. Katrín
naut sín vel í þessum hópi og
var hrókur alls fagnaðar. Bak-
grunnur hennar úr fjölmiðlum
og reynsla var góð viðbót við
þennan hóp. En fyrst og fremst
er mér minnisstæð sú gleði sem
hún bjó yfir. Hún var einhvern
veginn alltaf að vinna að
skemmtilegum verkefnum;
stundum tengdum fjölmiðlum,
stundum lífrænni garðyrkju og
eiginlega allt þar á milli. Við
vissum þó alltaf hvar hjarta
hennar sló en það var fjölskyld-
an, feðgarnir Ágúst og Árni
Ragnar. Innileg samskipti milli
þeirra fóru ekki framhjá okkur
vinum hennar. Ég vil þakka vin-
konu minni fyrir góða tíma og
gefandi samstarf og bið góðan
Guð að styðja þá feðga og fjöl-
skylduna alla á þessum erfiðu
tímum.
Þór Sigfússon.
Síðumúli í Reykjavík á átt-
unda áratugnum. Oft kallaður
Blaðsíðumúli af því að þar eru
nokkur dagblöð til húsa. Vísir í
nýtískulegum húsakynnum og
skiptast á skin og skúrir í glugg-
um. Glamur í ritvélum, óðamála
raddir, kapphlaup við tímann og
einn daginn er Kata þar. Ljós-
hærð og brosneisti í augum sem
eiga það til að horfa ögn rann-
sakandi á fólk eins og hún sjái
lengra. Rólyndislegar, yfirveg-
aðar hreyfingar; ekkert sem
heitir óðagot eða flaustur í fari
hennar.
Dagarnir vefja okkur ósýni-
legum böndum. Það mun slakna
á þeim og herðast á víxl í ólgu-
sjó lífs og fjölmiðlunar en þau
munu aldrei slitna. Nú lifna þeir
á ný þessir liðnu dagar. Eins og
óvenju veglegri helgarútgáfu
gamla síðdegisblaðsins væri flett
síðu eftir síðu, gegnum vor og
sumar, vetur og haust. Fölleitir
framan af. Svo skerpast þeir og
taka á sig lit. Fullir af öryggi og
vissu, efasemdum, væntingum
og gleði, af spurningum og svör-
um og eitt samtal í veggfasta
síma þess tíma getur leyst
vandamál. Allt sem er skemmti-
legt getur verið erfitt, segir
Kata. Skrafið í himinhárri
blokkaríbúð þeirra Ágústs í Sól-
heimum og drepfyndnar sögur
hans krydd í tilveruna. Reykja-
vík, útlönd, allt er undir, menn-
ingin, listin, böll, partí, Moscow,
Moscow; alls staðar eru tæki-
færin; hvarvetna vinna. Við er-
um blaðamenn, ritstjórar, frétta-
menn og dagskrárgerðarmenn
og örir dagarnir færa okkur skin
og skúrir og stundum hellidemb-
ur – en alltaf skal sólin koma
upp á ný. Fæddur er lítill snáði,
tilveran hefur færst á hærra og
betra plan. Kata hefur eignast
sinn eigin sólargeisla, hann heit-
ir Ragnar Árni. Nú þarf hún
naumast lengur á sólinni á him-
inhvolfinu að halda.
Tíminn líður ógnarhratt. En
hver leiðir hugann að því? Seigl-
an í Kötu sem bætir stöðugt við
sig gráðum og titlum í námi og
starfi. Tískublöðin á borðinu í
sólskálanum í nýja húsinu úti á
Nesi; Neskaffi í bolla, garðurinn
fyrir utan, endalaust skrafið um
allt og ekkert, September Issue
í bíó, Ann Wintour – þetta þarf
allt að hafa á hreinu. Borgarleik-
húsið, Þjóðleikhúsið. Kata hugs-
ar vel um sitt og sig. Æ betur
með hverju ári. Hún ætlar að
verða níutíu og sex. Fylgja sín-
um eftir. Hún er ákveðin og hlý,
klettur og kjölfesta. Dómgreind
hennar skörp og beitt. Það má
treysta ráðum hennar, hún talar
svo umbúðalaust – hún Kata.
Ashkenazy stjórnar sinfóní-
unni á Listahátíð. Þetta er í lok
maí. Ég sæki Kötu út á Nes –
hún er svartklædd og stílhrein, í
svartri flauelskápu. Glöð og ró-
leg, hittir marga, örugg, upplýst
og vel heima í öllu. Við erum
staðráðnar í að gera meira af
öllu og stefnum næst á dagsferð
með Herjólfi til Eyja. En erindi
okkar verða þá önnur og fá.
Veikindi hennar skyndileg og
baráttan snörp. Hvern gat grun-
að að tíminn væri á þrotum?
Sumarið líður svo ógnarhratt.
Laufin eru gullmolar á trjánum
um stund – og komið haust.
Takk fyrir samfylgdina, kæra
vinkona.
Edda Andrésdóttir.
Hún Katrín er dáin. Þessi
frétt kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Getur það verið að
þetta sé Katrín okkar sem við
ætluðum að hitta í kaffi innan
tíðar? Það er erfitt að átta sig á
því að jarðvist góðrar vinkonu sé
lokið.
Eftir margra ára samveru í
vinnurými Viðskiptafræðideildar
Háskóla Íslands rifjast upp
margar góðar minningar við
andlát Katrínar Pálsdóttur. Hún
setti sterkan svip á vinnusam-
félag okkar enda litríkur og
skemmtilegur persónuleiki. Við
nutum góðs af einstakri frásagn-
argleði og var umræðan oft um
fjölmiðlaheiminn, upplýsinga-
miðlun, stjórnun og heilbrigðan
lífsstíl. Katrín lagði mikið upp úr
því að lifa heilbrigðu lífi, hreyfa
sig og borða hollan mat. Hún
átti það til að vera afar hrein-
skilin við samstarfsfólkið og lá
ekkert á skoðunum sínum ef
henni fannst það ekki huga að
heilsunni. En aðalumræðuefnið
var oftar en ekki úr nærum-
hverfinu. Það duldist engum
sem þekkti Katrínu að hún lifði
fyrir velferð sonar síns. Ragnar
Árni var heppinn að eiga hana
að sem móður. Börn systkina
hennar voru henni einnig afar
kær. Það var kátt á hjalla yfir
óteljandi kaffibollum í gegnum
tíðina og mikið hlegið og skipst
á skoðunum. Katrín var sann-
arlega fylgin sér, hvetjandi,
brosandi og ávallt tilbúin að að-
stoða ef svo bar undir. Við minn-
umst Kötu Páls með virðingu og
þökk og vottum aðstandendum
hennar okkar dýpstu samúð.
Ásdís Emilsdóttir Petersen,
Erla Sólveig Kristjánsdóttir.
Á haustdögum ársins 1970
safnaðist saman ólíkur hópur á
Laugarvatni: 12 ungir karlmenn,
12 ungar konur, til þess að verða
íþróttakennarar.
Kata var í þeim hópi. Hún
vakti strax athygli okkar. Var
einhvern veginn öðruvísi en við
hin. Svo rólynd og yfirveguð.
Svo falleg og brosmild. Mann-
eskja sem spurði spurninga.
Manneskja sem átti síðar eftir
að spyrja svo margra spurninga
í Sjónvarpi allra landsmanna.
Kata var einfaldlega yndisleg-
ur félagi. Fjölmenntuð, hugsandi
kona, traustur vinur. Við sem
nutum samvista við hana vet-
urinn 1970-1971 á Laugarvatni
og síðar þökkum þessari ynd-
islegu skólasystur samfylgdina
og sendum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd bekkjarsystkin-
anna,
Björn Birgisson.
Sumt fólk er þeirrar gerðar,
að ylur fer um hjartarætur við
að heyra nafn þess. Sumt fólk er
þannig, að maður getur varla
hugsað sér að eiga ljúfari og
betri vin og deila með honum
góðum minningum. Þannig per-
sóna var Katrín Pálsdóttir.
Blessuð sé minning hennar.
Ómar Ragnarsson.
Í dag kveðjum við góða sam-
starfskonu okkar, Katrínu Páls-
dóttur.
Um haustið 2011 varð Sölu-
félag garðyrkjumanna þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá Katrínu
til liðs við sig. Hún var fengin til
að sjá um almannatengsl fyr-
irtækisins og önnur tengd mál.
Katrín miðlaði sinni yfir-
gripsmiklu reynslu og þekkingu
til fyrirtækisins og starfsmanna
þess. Það fór ekki fram hjá nein-
um að þarna var kona á ferð
sem var hokin af reynslu. Við
fundum strax að hún hafði mikla
ástríðu fyrir starfi sínu og hafði
mikinn metnað í að sinna því vel.
Eitt af þeim verkefnum sem var
í hennar höndum var að ritstýra
blaði sem Sölufélagið gaf út
tvisvar á ári, frá árinu 2012, um
íslenskt grænmeti, garðyrkju-
bændur og störf þeirra. Katrín
var síðan kosin í stjórn Sölu-
félags garðyrkjumanna í mars á
þessu ári.
Það var okkur mikið áfall
þegar við fréttum að Katrín hafi
greinst með krabbamein í lok
maí sl.
Hún gerði ekki mikið úr veik-
indum sínum og hugðist koma
aftur til starfa fljótlega, það var
því enn meira áfall þegar við
fréttum af andláti hennar.
Kæru Ragnar og Ágúst við
sendum ykkur og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur,
megi góður Guð veita ykkur
styrk á þessari sorgarstundu.
Elsku Katrín, við viljum
þakka þér fyrir þennan dýr-
mæta tíma sem þú starfaðir með
okkur. Þín verður ávallt minnst
og við búum vel að því sem þú
kenndir okkur. Minning þín er
ljós í lífi okkar.
Fyrir hönd stjórnar og starfs-
fólks Sölufélags garðyrkju-
manna,
Knútur Rafn Ármann.
Hún Katrín, félagi okkar og
vinur, hefur nú kvatt þennan
heim og farið á vit nýrra heim-
kynna, en hún féll frá eftir erfið
en stutt veikindi þann 21. októ-
ber síðastliðinn. Katrín var ein
af þeim sem settu svip sinn á
samfélagið á Seltjarnarnesi. Ég
kynnist Katrínu þegar hún tók
þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna
haustið 2009. Eiginmaður henn-
ar, Ágúst Ragnarsson, starfaði
til margra ára fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og þau hjónin tóku
virkan þátt í starfi flokksins á
Nesinu.
Þau hjón, Katrín og Ágúst,
bjuggu sér glæsilegt heimili á
Víkurströnd, þar sem dekrað
var við einkasoninn Ragnar
Árna. Katrín lét málefni unga
fólksins sig mikið varða, hún var
ötull stuðningsmaður Tónlistar-
skólans, þar sem sonur hennar
lærði hljóðfæraleik til margra
ára. Katrín var gegnheill Sel-
tirningur og lagði sitt af mörk-
um til að gera góðan bæ enn
betri. Katrín reyndist okkur
mjög góður vinur og ráðgjafi –
persónueinkenni hennar voru
góðmennska og ekki síst um-
hyggja.
Hún var formaður menning-
arnefndar og varabæjarfulltrúi
Seltjarnarness frá september
2010. Katrín hafði mikinn áhuga
á skapandi greinum og opnaði
augu okkar fyrir mikilvægi
þeirra og nefndi oft við okkur
félaga sína í bæjarstjórn að góð
menntun og skapandi greinar
væru það sem myndi knýja
þetta þjóðfélag áfram inn í
framtíðina.
Ég verð Katrínu ævinlega
þakklát fyrir hlýju hennar og
vináttu, menningarmál hafa
blómstrað hér á Nesinu og á
hún mikinn þátt í því.
Fyrir hönd bæjarstjórnar, um
leið og ég kveð vinkonu okkar
og samstarfsfélaga með þakk-
læti fyrir allt og allt, votta ég
Ágústi og Ragnari Árna og öll-
um ættingjum Katrínar innilega
samúð mína.
Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri.
Fréttin um fráfall Katrínar
Pálsdóttur kom sem reiðarslag.
Á vormánuðum greindi Katrín
mér frá því að hún gengi ekki
heil til skógar, en miðað við þær
forsendur sem fyrir lágu bar
okkur saman um að veikindin
myndi hún yfirstíga og koma svo
aftur sterk til leiks. Sú varð ekki
raunin, meinið tók yfirhöndina
með fyrrgreindum afleiðingum.
Frá því ég hóf störf sem
sviðsstjóri menningarmála á Sel-
tjarnarnesi var Katrín formaður
menningarnefndar bæjarins og
tókst með okkur góður vinskap-
ur. Ég áttaði mig fljótt á víðsýni
hennar, reynslu og þekkingu.
Hún hvatti mig til dáða, veitti
mér innblástur og lauk iðulega
lofsorði á verk mín, hversu smá-
leg sem þau kunnu að vera.
Katrín brann fyrir menning-
armálin og var stolt af því að
veita málaflokknum forgöngu.
Við opinberar athafnir sætti hún
iðulega færis og benti á hin
miklu hagrænu áhrif sem menn-
ingin hefur á þjóðarbúið. Við
áttum ófáar stundir þar sem við
lögðum drögin að metnaðarfull-
um markmiðum í menningar-
málum fyrir bæjarfélagið og
þeirra stunda mun ég sakna.
Hún lagði metnað sinn í að veita
ungum listamönnum tækifæri til
að þroskast og koma fram. Sá
áhugi var ekki síst sprottinn af
tengslum hennar við stóran hóp
ungra tónlistarmanna sem námu
og störfuðu með einkasyni
þeirra hjóna, Ragnari Árna
Ágústssyni.
Ragnar Árni var augasteinn
móður sinnar og ljóst að þeirra
á milli var sterkur strengur.
Hún var stolt af velgengni hans
en ekki síður yfir mannkostum
hans. Missir þeirra feðga er
mikill og eftirsjá eftir góðri vin-
konu í blóma lífsins er þungbær.
Megi ljósið lýsa ykkur veginn.
Hvíl í friði, kæra Katrín.
Soffía Karlsdóttir.
Katrín Pálsdóttir