Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 71

Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 ✝ SigríðurBjörnsdóttir (Sidda) fæddist í Reykjavík 30. apríl 1938. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 6. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Pétursdóttir hús- móðir, f. í Reykja- vík 2. ágúst 1916, d. 8. nóvember 2007, og Björn Björnsson skrifstofustjóri, f. á Ísafirði 12. maí 1912, d. 10. mars 1989. Systkini Sigríðar eru: 1) Dagný Björnsdóttir, f. 1939, gift Ragnari Þ. Guðmundssyni, f. 1937, og eiga þau börnin Guð- rúnu Helgu, Ragnhildi og Ragn- ar Björn. 2) Pétur Hafsteinn Björnsson, f. 1943, kvæntur Sigurdísi Sigurbergsdóttur, f. 1945, og eiga þau tvö börn, Hönnu Kristínu og Pétur Stein. Fyrir átti Sigurdís dótturina Heiðar árið 2000. Leiðir þeirra skildi. Sigríður ólst upp á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Melaskóla og lauk síðan gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún starfaði við skrifstofustörf hjá ýmsum fyrir- tækjum í Reykjavík, sótti ensku- námskeið í Englandi og stundaði nám í húsmæðraskóla í Vording- borg í Danmörku. Hún starfaði um átta ára skeið sem flugfreyja hjá Loftleiðum og síðar sem starfsmaður Loftleiða í flugstöð- inni í Keflavík. Hún tók mikinn þátt í félagsstarfsemi flugfreyja, starfaði m.a. með Svölunum að ýmsum góðgerðarmálum. Eftir að Tómas fæddist keypti Sigríður íbúð að Hjaltabakka í Breiðholti þar sem hann ólst upp við nám og íþróttaiðkun og lauk síðan prófi í rekstrarhagfræði við Tækniskólann í Reykjavík. Eftir að Tómas fór að heiman flutti Sigríður í Asparfell 12 og þaðan í Kleifarsel 14 þar sem varð heimili hennar þar til hún flutti í Skógarbæ. Útför Sigríðar verður gerð frá Seljakirkju í dag, 21. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Maríu Björk sem Pétur gekk í föð- urstað. 3) Helga Björnsdóttir, f. 1947, og 4) Björn Logi Ísfoss (áður Björnsson), f. 1956, kvæntur Katarínu Ísfoss, f. 1970, og eiga þau tvö börn, Örnu Elísabetu og Gunnar Loga. Fyrir átti Björn tvö börn úr fyrri hjónaböndum, Brynhildi með Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur og Björn Flóka með Petrínu Sæunni Nathanaels- dóttur. Björn og fjölskylda búa í Noregi. Sigríður eignaðist soninn Tómas Björnsson, f. 4. ágúst 1969, d. 29. júlí 2007. Faðir Tóm- asar er Ronald D. Dowell, bú- settur í Bandaríkjunum. Eig- inkona Tómasar var Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, f. 1972, og eignuðust þau soninn Daníel Sidda var nánasta systkin mitt, þótt aldursmunurinn hafi verið heil nítján ár. Hún mun að sumu leyti hafa verið mér sem önnur móðir fyrstu árin þegar mamma hafði takmarkaða heilsu en með fimm börn. „Fyrirgefðu að ég er ekki eins og ég var,“ sagði Sidda við mig fyrir nokkrum árum. Fal- lega sagt og ber vott um tillits- semi og umhyggju, kostir sem voru hennar aðalsmerki. Hún vissi hvað hún var að segja, því á árum áður var hún glöð og glæsileg og tók mikið frum- kvæði, en um þetta leyti ein- kenndist líf hennar af hrakandi heilsu og sorg. Allan tímann höfðum við Sidda sama bilaða skopskynið. Ég man eftir hlátr- inum þegar við göntuðumst hvort við annað á þann hátt sem ekki allir skilja. Við sögðum alltaf hug okkar hvort við ann- að. Sterkustu minningar mínar um Siddu eru síðan ég var á að giska 6-10 ára. Flugfreyjuárin voru í mínum augum óskapleg gæfa sem hafði lent á fjölskyld- unni. Í ferðatöskunni var ým- islegt spennandi að finna, ef maður fékk leyfi til að leita: Mars-súkkulaði! Amerískt tyggigúmmí! Smarties! Það er ekki hægt að gleyma svona. Sidda var gjafmild, sankaði ekki að sér munum en gaf gjarnan. Uppstoppaðan allígator fékk ég frá henni þegar hún kom frá Pú- ertó Ríkó. Það var status. Öðru sinni kom upp úr ferðatöskunni nokkuð sem mun endast mér líf- ið út: plötur með Dizzy On The French Riviera (1962), frábær Stan Getz og Bossa Nova, þá allt splunkunýtt. Í dag hef ég þessa tónlist með mér á ferða- lögum, minnir mig á „jazzy“ systurnar Siddu og Dagnýju. Það verður aldrei ofsagt hversu mikið Dagný og Ragnar hafa hlúð að Siddu síðustu árin. Sidda var einstök að því leyti að hún mundi ekki aðeins eftir afmælisdögum heldur sendi hún minnstu börnunum mínum í út- landinu afmælisgjafir og páska- egg-brotin-í-pósti alveg þangað til hún gat ekki lengur skrifað á umslag. Hún baðst afsökunar á skriftinni síðustu árin og bréfin urðu styttri. Þau voru að sjálf- sögðu handskrifuð. Hún sagðist ekki hafa tölvu en hún hefði „hins vegar bakarofn“. Þegar ég var í sérnámi erlendis komu pakkar með samanhnýttum bunkum af Morgunblaðinu. Síð- ar komu blaðaúrklippur, fréttir sem tengdust því sem ég var að aðhafast og af öðru því sem henni fannst að ég ætti að vita (síðast 2012 um ríkisfjármál). Vísindarannsóknirnar mínar ætlaðist hún til að ég gæti út- skýrt þannig að hún skildi. Hví- lík Guðs gjöf að hafa grúskara í fjölskyldunni. Það minnti á mömmu heitna sem las og til- einkaði sér margt nýtt. Þegar ég stofnaði til nýrrar fjölskyldu á Norðurlöndum heimsótti Sidda okkur á mikil- vægum tímamótum, þrátt fyrir þau kröppu kjör sem hún bjó við. Einnig var hún gestrisin þegar hún rak mötuneyti á hót- eli úti á landi – hún kenndi til dæmis sænskri konu minni að baka íslenskt rúgbrauð við góð- ar undirtektir. Litlu börnin mín hér úti, Arna og Gunnar, elsk- uðu Siddu, þau segja að hún hafi verið góð manneskja og eru sorgmædd yfir brotthvarfi hennar. Sidda gaf mér gott veganesti í lífinu. Ég verð alltaf litli bróðir hennar. Megi hún nú vera sæl með Tomma sínum. Björn Logi Isfoss (áður Björnsson), Noregi. Góð vinkona okkar, Sigríður Björnsdóttir (Sidda), er látin og er þar brostinn hlekkur í saumaklúbbskeðjunni okkar, sem við stofnuðum 1956, svo að vinskapurinn nær yfir sextíu ár. Sidda er önnur vinkona okkar úr klúbbnum sem fellur frá. Hin var Rósa Þorsteinsdóttir sem lést fyrir allmörgum árum. Sidda var dugnaðarforkur og kom víða við, vann t.d. sem einkaritari, flugfreyja, matráðs- kona auk ýmissa annarra starfa sem hún gegndi. Hún hafði mjög skemmtilegt skopskyn sem við nutum oft vel. Síðustu árin voru Siddu okk- ar erfið og átti hún við vanheilsu að stríða. Við minnumst hennar með virðingu og þökk og vottum Daníel, sonarsyni hennar, og fjölskyldunni allri samúð okkar. Við þökkum samfylgd á lífs- ins leið Þar lýsandi stjörnur skína og birtan himnesk björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Hvíl í friði kæra vinkona Ásdís, Guðný, Herdís, Hulda, Inga, Sigrún og Valgerður (Valgí). Sigríður Björnsdóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili.) Daníel Heiðar Tómasson. ✝ Guðrún Hólm-fríður Björg- ólfsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júní 1955. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 16. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björgólfur Sig- urðsson, f. 31. ágúst 1915, d. 22. mars 1972, og Kristín Helga Sigmarsdóttir, f. 7. apríl 1923, d. 26. febrúar 2010. Saman áttu Björgólfur og Kristín einn- janúar 1931, d. 9. desember 1968, og Hlíf Petra Valdimars- dóttir, f. 3. júlí 1932, d. 29. mars 2015. Allan sinn búskap bjuggu þau Valdimar í Reykjavík. Guð- rún og Valdimar eignuðust tvö börn. Þau eru 1) Gunnar Ingi, f. 1. janúar 1987. Unnusta hans er Katrín Harpa Ásgeirsdóttir og saman eiga þau Kristin Pál, en Gunnar á Hrafnhildi Sif frá fyrra sambandi. 2) Kristín Helga, f. 10. mars 1992. Guðrún kláraði gagnfræði- próf frá Ármúlaskóla árið 1971. Guðrún starfaði m.a. hjá Tryggingastofnun ríkisins, Samvinnutryggingum og Land- spítalanum – háskólasjúkra- húsi. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. októ- ber 2016, klukkan 15. ig Inga Þór, f. 1946, Guðbjörn, f. 1952, og Björgólf, f. 1961. Þar að auki átti Björg- ólfur Þórunni, f. 1938, en hún lést árið 1999. Seinni maður Kristínar var Herluf Clau- sen, f. 1926, d. 2011. Árið 1983 kynntist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Valdimar Gunnarssyni, f. 15. janúar 1951. Foreldrar hans voru Gunnar B. Jónsson, f. 3. Elsku Gunna, nú eru liðin rúm 50 ár frá því að leiðir okk- ar lágu fyrst saman er þú flutt- ir með fjölskyldu þinni að Laugarnesvegi 100 en ég bjó á Laugarnesvegi 102 í sömu blokk. Þú varst þá 10 ára en ég 13 ára. Þú og Þorbjörg systir mín voruð á svipuðum aldri og urðuð fljótlega góðar vinkonur. Þið vinkonurnar brölluðuð margt saman og þegar fram liðu stundir þá fannst ykkur al- veg upplagt að reyna að koma mér og Bjössa bróður þínum saman en við vorum á sama aldri. Ykkur varð svo sannar- lega að ósk ykkar því að við Bjössi kynntumst og fórum að vera saman rúmum tveimur ár- um síðar og erum gift í dag. Það má því segja að þú hafir verið nokkurs konar örlaga- valdur í lífi mínu. Þú ólst upp með þremur bræðrum þínum og varst eina systirin og það var örugglega ekki alltaf auðvelt en þú varst jafnframt augasteinn pabba þíns og misstir því mikið þegar hann dó fyrir aldur fram árið 1972. Þú varst alltaf mikið fyrir fjölskylduna og þegar við Bjössi eignuðumst okkar fyrsta barn, Valgerði Kristínu, eða Völlu Stínu eins og hún var alltaf kölluð, árið 1974 þá varst þú ekki komin með nein börn og Valla Stína naut svo sann- arlega þess að eiga Gunnu frænku því þú dekraðir við hana og gafst henni gjafir þeg- ar þú komst í heimsókn og ekki var það leiðinlegt að fara í bæ- inn eða niður að tjörn með Gunnu frænku. Svo þremur ár- um seinna þegar Sonja Björg okkar fæddist þá naut hún einnig gjafmildi Gunnu frænku. Síðan liðu árin og þú kynnt- ist Valdimari og eignaðist þína eigin fjölskyldu og Gunnar Ingi og Kristín Helga nutu þess að eiga mömmu sem var vakin og sofin yfir velferð þeirra. Einnig nutu litlu barnabörnin, þau Hrafnhildur Sif og Kristinn Páll, þess að eiga góða ömmu sem vildi gera allt fyrir litlu augasteinana sína. Elsku Gunna, þú varst ekki mikið fyrir að berast á og settir sjaldan sjálfa þig í forgrunninn þó svo að þú værir ákveðin og vildir hafa stjórn á hlutunum þá hugsaðir þú fyrst og fremst um fjölskylduna og það kom mjög skýrt í ljós í veikindum þínum. Þú varst alltaf svo sterk og æðrulaus og það var alveg aðdáunarvert að sjá hversu já- kvæð þú varst og gast alltaf séð það jákvæða í öllu, jafnvel þannig að maður gleymdi því hversu veik þú varst. Hvíl þú í friði, elsku Gunna mín, og ég bið þess að algóður Guð vaki yfir fjölskyldu þinni og veiti þeim styrk. Þín mágkona, Selma. Guðrún Hólmfríð- ur Björgólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma okk- ar. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, minning þín lifir í hjörtum okkar. Sæt er heit og saklaus ást, sárt er hana að dylja. Eins og það er sælt að sjást, sárt er líka að skilja. (Páll Ólafsson) Þín barnabörn, Hrafnhildur Sif og Kristinn Páll. EGGERT JÓNSSON, fv. borgarhagfræðingur, sem lést 11. október, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Mæðrastyrksnefnd. . Tómas Guðni Eggertsson, Eiríkur Áki Eggertsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ALDA RÓS ÓLAFSDÓTTIR, kennari og bókhaldari, lést 17. október 2016 á Landspítalanum við Hringbraut eftir langvarandi veikindi. Alda verður jarðsungin frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 27. október klukkan 15. . Elías Guðmundsson, Elín Rut Elíasdóttir, Birnir Sveinsson, Ragnhildur D. Elíasd., Ásgeir Halldórsson, Halldór Ingi Elíasson, Karítas Alda Ásgeirsd., Karítas Haraldsdóttir, Ólafur I. Rósmundsson, Ólafur Már Ólafsson, Sigríður S. Óskarsdóttir, María Erla Ólafsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐVEIG BJARNADÓTTIR frá Skaftafelli í Öræfum, lést á dvalarheimilinu Grund að morgni miðvikudags 19. október. Jarðarför auglýst síðar. . Sigurður, Þorsteinn, Bjarni, Heiðar, Guðlaug og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Roðasölum 1, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Einar Stefánsson, Tryggvi Stefánsson, Margret G. Flóvenz, Erna Stefánsdóttir, Hrafn Hilmarsson, Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir, Oddur Árnason og fjölskyldur. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, ÞORBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR frá Ási, (Tobba), sem lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju mánudaginn 3. október verður jarðsungin laugardaginn 22. október klukkan 11. Athöfnin fer fram frá Egilsstaðakirkju en jarðsett verður á Ási. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð HHF vegna Dyngju eða Hollvina- samtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði (HSSS). . Þorbjörn Bergsteinsson, Jón Bergsteinsson, Birna Stefánsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANNESSON, Skúlagötu 20, áður Litlagerði 11, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19. október. Útför auglýst síðar. . Erla Jóna Sigurðardóttir, Kristrún Sigurðardóttir, Hannes Gunnar Sigurðsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.