Morgunblaðið - 21.10.2016, Qupperneq 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
✝ Auður Þórðar-dóttir fæddist í
Flatey á Breiða-
firði 19. júní 1925.
Hún lést í Kópa-
vogi 11. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þorbjörg Sigurð-
ardóttir, f. á
Brjánslæk í
V-Barðastrandar-
sýslu 26.10. 1899, d. 27.3. 1987,
og Þórður Valgeir Benjamíns-
son, f. í Flatey á Breiðafirði
2.8. 1896, d. 10.10. 1985. Þórð-
ur og Þorbjörg bjuggu lengst
af í Hergilsey og ólst Auður
þar upp. Árið 1946 fluttu þau í
Flatey en síðast bjuggu þau í
Stykkishólmi.
Auður var fimmta barn í
hópi sextán systkina en hin
voru: Valborg Elísabet, f. 1918,
d. 2008; Sigurður, f. 1920, d.
1975; Dagbjört Guðríður, f.
1921, d. 2013; Björg Jóhanna, f.
1923; Benjamín f. 1927, d.
2013; Guðmundur Sigurður, f.
1928, d. 2004; Ari Guðmundur,
f. 1929; Sigríður Hrefna f.
1931, d. 1945; Jóhannes, f.
1932, d. 2010; Guðbrandur, f.
1933; Ásta Sigrún, f. 1937; Ing-
unn, f. 1939; Gunnar, f. 1940, d.
sama ár; Gunnar Þórbergur, f.
1942, d. 1969, og Sigurbjörg, f.
1945.
Á átjánda ári fór Auður fyrst
til Reykjavíkur og var þar í vist
Guðjónsson og eiga þau tvö
börn, en af fyrra hjónabandi á
Sigurbjörn tvö börn með Þóru
Guðbjartsdóttur. 6) Björk
Svanfríður, f. 29.9. 1966. Björk
á tvö börn með fyrrverandi
eiginmanni sínum, Marteini
Sverrissyni, en með fyrri
maka, Lárusi Sigmundssyni,
átti hún dóttur.
Auður og Guðjón bjuggu á
Flateyri eftir að Guðjón lauk
námi en fluttu árið 1951 til
Hafnarfjarðar og hóf Guðjón
verslunarrekstur í Reykjavík.
Vegna starfa Guðjóns fluttu
þau árið 1953 í Búðardal þar
sem hann tók við stöðu kaup-
félagsstjóra. 1959 fluttu Auður
og Guðjón í Kópavog og bjuggu
þar í eitt ár en árið 1960 flutti
fjölskyldan austur á Vopna-
fjörð þar sem Guðjón varð
kaupfélagsstjóri. Guðjón tók
síðan við stöðu kaupfélags-
stjóra á Akranesi árið 1964 en
árið 1966 fluttu þau til Reykja-
víkur og bjuggu þar eftir það.
Auður sinnti ætíð heimili og
húsmóðurstörfum en eftir að
yngstu börnin voru komin á
legg fór hún einnig að vinna
utan heimilis, fyrst í þvottahúsi
Ríkisspítalanna en síðan hjá
Sjálfsbjörgu í Reykjavík. Guð-
jón lést tæplega 51 árs að aldri,
þá voru fjögur yngstu börnin
enn í foreldrahúsum. Auður
bjó áfram í Reykjavík og sinnti
heimili og vinnu en flutti síðar í
Kópavog.
Síðustu æviárin bjó Auður á
Boðaþingi 5-7, Hrafnistu, í
Kópavogi.
Útför Auðar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 21. októ-
ber 2016, og hefst athöfnin
klukkan 15.
á veturna en fór
vestur í eyjar á
sumrin til að að-
stoða foreldrana.
Síðar lærði hún og
starfaði m.a. á
klæðskerastofu
föðurbróður síns,
Guðmundar Benja-
mínssonar í
Reykjavík.
Auður giftist
17.4. 1949 Guðjóni
Ólafssyni, f. 1. nóvember 1925,
d. 3. júlí 1976. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur G. Sigurðs-
son, f. 30.8. 1879, d. 7.5. 1948,
kennari að Hjarðarholti í Döl-
um, lengst af hreppstjóri og
fulltrúi sýslumanns á Flateyri
við Önundarfjörð, og Valgerð-
ur Guðmundsdóttir, f. 26.9.
1893, d. 1.11. 1968.
Auður og Guðjón eignuðust
sex börn: 1) Ólafur Guðmund-
ur, f. 15.10. 1948, maki Ragn-
heiður Baldvinsdóttir, þau eiga
þrjú börn og tvö barnabörn. 2)
Þórir, f. 8.12. 1950, maki Sig-
ríður Ólafsdóttir og eiga þau
tvær dætur og þrjú barnabörn,
með fyrri maka, Ernu
Reinhardtsdóttur, átti Þórir
son og á hann eina dóttur. 3)
Lúðvík, f. 19.8.1954, maki Jó-
hanna Bjarnadóttir og eiga þau
fimm börn og fjögur barna-
börn. 4) Valgerður Þorbjörg
Elín, f. 18.4. 1958, maki Kristín
Sævarsdóttir. 5) Sigurbjörn, f.
31.10. 1959, maki Benedikte
Elskulega móðir mín, alþýðu-
stúlkan frá Hergilsey, er horfin
úr þessu lífi. Fimmta í röð sex-
tán systkina sem foreldrar henn-
ar eignuðust á um 27 árum. Það
var líklega ekki mjög flókið lífið í
Hergilsey en lífsbaráttan var
hörð og öll þurftu þau að taka
þátt í störfum fyrir heimilið, úti
eða inni. Þegar hún fór að heim-
an þá hófst það eins og hjá
mörgum hennar systkina með
vetrarvinnu í Reykjavík en hún
gat ekki bundið sig yfir sumarið,
því þá þurfti hún vestur til að að-
stoða við störfin.
Hugur og hönd störfuðu vel
saman við hvaðeina sem mamma
tók sér fyrir hendur. Svo sérdeil-
is vandvirk var hún við allt.
Henni fannst ekki taka því að
byrja á einhverju ef ekki átti að
skila vel unnu verki. Þannig
kenndi hún líka okkur systkinum
að vinna. Traust í orði og verki.
Minningarnar eru margar lýs-
andi. Lundaveiðitími í Flatey,
krökkum hafði verið sagt að þau
fengju bátstúr er veiðifólkið
kæmi til baka. Þegar til kom ætl-
aði ekkert að verða af því að
börnin fengju sína bátsferð. Auð-
ur tók sig þá til og fór með hóp-
inn á trébátnum vel út fyrir höfn
og við dorguðum og skemmtum
okkur. Ég hef ekki skilið í því
hvernig hún, sem ekki var vön
slíkum átökum að róa í straumi,
gat gert svo fínan túr fyrir okkur
öll sem vorum með. Hún hafði
hugrekki og dirfsku.
Mamma var mikil dama í sér
og naut þess að klæða sig upp á
og með sitt dökka hörund og
dimmbrúnu augu, fór það henni
sérlega vel að skarta gylltu. Ég
leyfði mér stundum að gantast
með það við hana að hún væri
glysgjörn svipað og hrafninn.
Samt var hún svo hógvær og
gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig,
þó að hún kynni sannarlega að
njóta gæðanna þegar þannig bar
undir.
Í uppvextinum ferðaðist fjöl-
skyldan töluvert um landið á
sumrin og skyldi ég síst í öllum
þeim fróðleik sem þulinn var upp
fyrir okkur í aftursæti bílsins.
Bæði voru foreldrar mínir vel að
sér og þeim þótti líklega ljúft og
skylt að fræða börnin og víkka
sjóndeildarhring þeirra. Heimil-
ið var rólegt og yndislegt sem
foreldrar mínir áttu og þó hugs-
anlega megi segja að það hafi
verið mulið undir okkur systkin,
þá gerðu þau kröfur um að við
stæðum okkur jafnt í leik og
starfi. Það þurfti engan hávaða
til að skilaboðin næðu fram.
Pabbi lést það ungur að ég hafði
ekki hugsað til þess þá en hef
séð það síðar, að samlyndi þeirra
mömmu hefur verið gott því
aldrei heyrði ég þau þræta. Hafi
einhvern tíma verið um ágrein-
ing að ræða héldu þau öllu slíku
eingöngu sín á milli.
Mamma hefur verið einhver
sú besta fyrirmynd sem hægt er
að hugsa sér, ávallt kurteis og
hógvær, hallaði aldrei orði á
nokkra manneskju svo ég viti til.
Traust, dagfarsprúð og hugljúf,
vildi öllum vel og sú fordóma-
lausasta manneskja sem ég hef
fyrir hitt.
Síðustu árin naut hún þess að
við gerðum hversdagslega hluti
saman og ef hún gat haft eitt-
hvað fyrir stafni og gert gagn í
leiðinni. Eða jafnvel bara að fá
félagsskap í formi heimsókna þá
þótti henni ljúft að við gátum les-
ið saman góðar bækur, hvort
sem það voru ævisögur eða frá-
sagnir úr Breiðafjarðareyjum.
Síðasta skip suður var í sérstöku
uppáhaldi.
Móðir hefur líklega einn mik-
ilvægasta sess í lífi hverrar
manneskju, sá sess verður enda-
laust tómur eftir fráfall hennar
og engin fyllir það skarð. Minn-
ingin lifir áfram og veitir birtu
og yl, þótt sorgin knýi nú dyra.
Elsku mamma, takk fyrir allt
sem þú gafst mér og allt sem þú
varst mér.
Valgerður Þorbjörg Elín.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína Auði Þórðardóttir sem lést
á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi
þann 11. október síðastliðinn á
92. aldursári. Hún var örugglega
frelsinu fegin og södd lífdaga.
Hún nefndi það oft við mig að
það væri agalegt að verða svona
gamall. Hún bar sig þó alltaf vel.
Það kemur margt upp í huga
mér eftir tæplega 50 ára sam-
fylgd með Auði.
Ég bjó á heimili Auðar og
Guðjóns á fyrstu hjúskaparárum
okkar Óla og vorum við þá komin
með okkar fyrsta barn. Það var
bara sjálfsagt í þá tíð ef ég vildi
gera mér það að góðu á meðan
Óli var að klára sitt nám. Fyrir
var átta manna fjölskylda.
Ég átti ágæta sambúð með
þeim hjónum og þótti ekki til-
tökumál þótt bættust tveir í hóp-
inn enda oft gestkvæmt hjá þeim
og þau höfðingjar heim að sækja.
Á þessum tíma bjuggu þau á
Otrateigi 2. Vegna atvinnu Guð-
jóns höfðu þau búið á ýmsum
stöðum á landinu. Auði fannst
komið nóg af búferlaflutningum.
Þó svo að heimilið væri stórt
gáfu þau sér tíma til að fara í
leikhús og eins þótti þeim gott að
fara til sólarlanda. Það var Auði
erfiður tími þegar Guðjón lést
eftir erfið veikindi aðeins 51 árs
að aldri. Þá reyndi mikið á og við
Óli vorum henni innan handar.
Auður sá vel um heimilið sitt.
Allt sem Auður gerði var af
myndarskap, vandvirkni og ná-
kvæmni. Hún var hæglát og
fróðleiksfús, flýtti sér aldrei að
hlutunum og horfði oft vel á fólk
áður en hún sagði eitthvað. Hún
hafði léttan húmor og þótti mér
gaman þegar hún laumaði ein-
hverju út úr sér.
Minnisstætt er mér broslegt
atvik þegar ég var að hjálpa Auði
við kleinubakstur og sagði við
hana: „Mikið eru þær litlar og
fínar, kleinurnar þínar.“ Hún leit
á mig, litla og frekar þybbna, og
sagði: „Já, hann Ólafur vill hafa
þær litlar og þybbnar“ og brosti.
Oft var líka gaman að sitja
með systrunum Dæju, Auði og
Valborgu og hlusta á tal þeirra
um gamla daga. Við fórum oft
saman í Flatey og eitt sinn voru
Dæja og Björg að þurrka dún.
Þær fóru nú hraðar en Auður og
kappið var mikið. Auður sagði
þeim að þær yrðu bara geðvond-
ar á að fara svona snemma á fæt-
ur. Þeim hugnuðust ekki þau orð
Auðar en hún hló bara við.
Það var dásamlegt að sjá hve
vel fór um ungbörn í faðmi Auð-
ur. Það var mjög sérstakt. Þá
eiga vel við ljóðlínur úr kvæði
Davíðs Stefánssonar:
Við móðurbrjóstið börnin fá
Þá bestu gjöf sem lífið á.
Það eru margar og góðar
minningar og margs er að minn-
ast með henni Auði. Hún vildi
alltaf vel og var friðsöm mann-
eskja.
Ég þakka þér af alúð fyrir
samfylgdina og bið þér blessun-
ar.
Ragnheiður (Heiða).
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast tengdamóður minn-
ar, Auðar Þórðardóttur, sem nú
hefur kvatt okkur. Ég kynntist
Auði fyrir rúmum tuttugu árum
þegar ég kom inn í fjölskyldu
hennar. Hún fór sér að engu óðs-
lega í að kynnast mér og sagði
ekki margt en þannig var hún,
hún var ekki kona margra orða.
Hún sýndi hins vegar væntum-
þykju og hlýju í gjörðum sínum
með því að rölta við hjá okkur,
dóttur sinni og mér, eða með því
að bjóða okkur í mat eða kaffi
þegar við bjuggum í göngufjar-
lægð frá hvor annarri, fyrst í
Vogunum í Reykjavík og síðar í
Suðurhlíðum Kópavogs. Með ár-
unum styrktist samband okkar
og vináttan varð dýpri og það er
óhætt að segja að við höfum
brallað margt saman á undan-
förnum árum og átt margar
stundir þar sem við höfum rætt
um mikilvæga þætti í lífi okkar
beggja og um fólkið hennar.
Hún sagði mér margt frá lið-
inni tíð þegar ég rakti úr henni
garnirnar en almennt var hún
ekki mikið að velta sér upp úr
fortíðinni. Hún lifði í núinu. Svo
áttum við það auðvitað sameig-
inlegt að vera jafnaðarkonur og
fórum stundum saman í kosn-
ingakaffi og aðventukaffi og þá
var oft gaman að gæða sér á
bakkelsinu og spjalla um pólitík-
ina. Við fórum saman til útlanda
fyrir nokkrum árum og þá þótti
henni þægilegt að geta verið í
hjólastól á flugvöllunum þar sem
eru langir gangar sem þreyta
lúna fætur. Ég brosi enn þegar
ég minnist þess þegar Auður, í
stað þess að biðja mig að stoppa
hjólastólinn, greip í eina hilluna
um leið og ég ýtti stólnum áfram
því þar var eitthvað sem hún
vildi krækja sér í. Hún var nota-
legur ferðafélagi og hafði sér-
staka ánægju af því að fara til
sólríkari landanna til að baða sig
í sólinni og njóta lífsins, innan
um liti og skraut sem hún kunni
að meta.
Eftir að sjónin var orðin of lítil
til lestrar hafði Auður gaman af
því að hlusta á hljóðbækur og
horfa á tónleika og henni fannst
sérstaklega notalegt þegar við
nenntum að lesa upphátt fyrir
hana upp úr bókum. Á meðan
Dæja systir hennar lifði lásum
við fyrir þær systur og það voru
dýrmætar stundir fyrir okkur
allar.
Auður var einstök, hún hallaði
aldrei orði á nokkra manneskju
og tók fólki eins og það var. Það
versta sem ég heyrði hana segja
um annað fólk var: „Ég hef aldr-
ei kunnað vel við hana.“ og það
var aðeins einu sinni. Auður var
helst til of lítillát, gerði ekki
miklar kröfur á samferðafólk eða
á lífið almennt en var ávallt
reiðubúin að hlusta eða hjálpa ef
eitthvað bjátaði á hjá fólkinu
hennar.
Auður hefur dvalið hjá okkur
Valgerði á jólunum í a.m.k 12 ár
og saman höfum við Auður stað-
ið vörð um ákveðnar hefðir sem
tengdust jólamatnum því við átt-
um það sameiginlegt að vera
miklir sælkerar og tókum enga
áhættu þegar jólamáltíðin átti í
hlut.
Það verður sérstakt og tóm-
legt að halda jól án hennar ljúfu
samveru og víst er að hennar
verður sárt saknað.
Ég kveð ekki aðeins tengda-
móður, heldur líka kæra vinkonu
og þakka fyrir dýrmætar sam-
verustundir, góðvild og vináttu.
Minningin mun lifa.
Kristín Sævarsdóttir.
Ein af bestu minningum mín-
um frá barnæsku var í Flatey á
Breiðafirði, þar sem amma mín
Auður ólst upp, í Vesturbúðum.
Því fleiri sem voru í húsinu á
sama tíma, þeim mun skemmti-
legra var þar að vera. Við fórum
á nær hverju sumri í leitir, þar
sem við söfnuðum saman æðar-
dún úr eyjunum í kring og þegar
í Flatey var aftur komið höfðu
amma og Dæja frænka eldað
fyrir okkur dýrindis máltíð eða
bakað fyrir okkur ritueggja-
pönnukökur. Við amma röltum
stundum niður í Vog eða út á
bryggju, þó ekki endilega til að
taka á móti neinum, heldur bara
til að stytta okkur stundir. Frá-
sögn hennar af æskunni og dvöl
hennar í Flatey á árum áður
þykir mér enn í dag svo merkileg
Amma bjó í Laugarnesinu
þegar ég var lítil og man ég eftir
húsinu hennar í smáatriðum.
Þarna hélt amma jólaboð hvern
jóladag fyrir stórfjölskylduna og
þegar flest var vorum við um 20
talsins. Jólin voru og eru enn
uppáhaldstími minn og held ég
að hann hafi einnig verið uppá-
haldstíminn hennar ömmu. Hún
byrjaði að baka snemma í des-
ember upp undir sjö sortir af
smákökum. Betri smákökur hef
ég ekki bragðað. Vanilluhringir,
spesíur, súkkulaðibitakökur, pip-
arkökur, gyðingakökur og svo
lengi mætti telja. Amma bakaði
einnig mikið af kleinum, soðkök-
um og laufabrauð með kúmeni
sem eiga enga sinn líka.
Ég gerði mér oft ferð til
ömmu í desember þegar hún
flutti í Ljósheimana og hjálpaði
henni að baka. Oftar en ekki
sendi hún mig heim með box af
öllum sortum.
Allt sem hún amma gerði,
gerði hún vel. Hvort sem það var
að baka, elda eða sauma út. Ég á
nokkra hannyrðagripi frá henni
sem mér þykir afskaplega vænt
um. Hver hlutur er unninn af svo
mikilli natni og þolinmæði að ég
skynja þá ró sem hún bjó yfir við
það eitt að horfa á þá.
Snyrtimennska var í hávegum
höfð hjá henni ömmu og minnist
ég einna helst allra pelsanna sem
hún átti og bar svo vel, fallegu
silkiklútana í stíl við fagurbleiku
lökkuðu neglurnar sem hún
hugsaði svo vel um. Ég man allt-
af þegar hún og Dæja frænka
komu í brúðkaupið mitt árið
2008, hún í fallegasta minka-
pelsnum sínum og Dæja með
stóran hvítan hatt í hvítri dragt.
Þær voru svo yndislegar báð-
ar tvær. Ég er svo þakklát fyrir
það að maðurinn minn og börnin
mín hafi fengið að kynnast þeim
báðum. Ég vill trúa því að nú fáið
þið systur ykkur spesíur og
kaffibolla saman ásamt systkin-
um ykkar, mökum og foreldrum
sem þegar hafa fallið frá.
Ég trúi því að nú líði ömmu
vel og vænti þess að hún fylgist
með okkur hinum fara að hennar
fordæmi þegar kemur að um-
hyggju og þolinmæði.
Þar til við hittumst næst mun
ég alltaf sakna þín.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Hrafnhildur Þórisdóttir.
Amma Auður, eða amma á
Otró eins og við kölluðum hana í
gamla daga er fallin frá eftir
langa ævi.
Við systkinin vorum þeirrar
gæfu aðnjótandi að búa í Laug-
arnesinu eins og amma, það var
alltaf stutt að hlaupa til hennar á
Otrateiginn. Það var líka mjög
gott að koma við á Otrateig eftir
sundferð í Laugardagslaugina og
fá smákökur og mjólk. Amma
átti iðulega smákökur, jólasmá-
kökur, sama á hvaða árstíma
maður kom til hennar.
Amma naut þess að vera í sól-
inni og mikið öfundaði ég hana
alltaf af hvað sólin náði að gera
hana brúna, hvort sem hún sat á
svölunum, í sundlaugunum eða
fór til Spánar. Spánarferðir
ömmu eða öllu heldur heimkom-
urnar eftir Spánardvöl voru til-
hlökkun og eru minnisstæðar.
Spennan við að sjá hvað kæmi
upp úr töskunum var mikil.
Amma lét oftast gamminn geysa
í postulínsbúðunum á Spáni og
kom heim með hverja styttuna af
fætur annarri og alls konar
glingur og dinglumdangl. Það
var líka þá sem spennan var mik-
il eftir að fá nammi, þá sérstak-
lega Mackintosh-konfektið.
Amma var mikið fyrir góðan
mat og sætabrauð. Hún hélt sig
við gamlar hefðir en hafði einnig
gaman af að prófa nýjungar. Á
gamlárskvöld eitt sinn í Sigtúni
bauð ég henni upp á lasagne sem
hún kunni afskaplega vel við.
Held það hafi verið sama kvöldið
og ég blandaði fyrir okkur nöfn-
urnar romm og kók. Amma var
nokkur gamlárskvöld hjá okkur
fjölskyldu minni í Grafarvogin-
um. Gaui bróðir bauð upp á sushi
í forrétt með öllu tilheyrandi,
amma hafði gaman af að borða
það og hlæjum við enn að því
þegar hún smurði svo wasabi á
kalkúninn líka án þess að blikna.
Amma var ansi flink í hönd-
unum. Hún saumaði fermingar-
fötin mín, prjónaði ungbarna-
teppi og sokka á börnin mín,
málaði á dúka sem ég á enn og
gaf okkur hjónunum handmálað-
an postulínsvasa í brúðkaupsgjöf
sem sómir sér vel hjá okkur. Í
Boðaþingi lærði hún að tálga og
gerði það listavel en varð svo að
hætta því þegar sjónin gaf sig.
Síðustu æviárin bjó amma á
hjúkrunarheimilinu Boðaþingi.
Þangað heimsótti ég hana reglu-
lega og oftar síðustu ár og ekki
bar á öðru en að henni liði vel
þar og alltaf var tekið vel á móti
nöfnunni þar.
Ég veit að amma er hvíldinni
fegin. Hún hefur sinnt sínu.
Minningin lifir um góða, hæg-
láta ömmu.
Hvíldu í friði, elsku amma
Auður,
Auður Bára Ólafsdóttir.
Auður
Þórðardóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÖRN GEIRSSON,
Gullsmára 9, Kópavogi,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 24. október klukkan 13.
.
Kristjana Arnardóttir, Guðmundur Hagalín,
Kristín Arnardóttir, Smári Björgvinsson,
Örn Arnarson, Margrét Stefánsdóttir,
Björk Arnardóttir, Hlíðar Kristjánsson,
Sigfríð Eik Arnardóttir, Ómar Svavarsson.