Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 76

Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Ég ætla að halda rosa kvennapartí um helgina í tilefni dagsins,“segir Elín Jónína Bergljótardóttir sem á 40 ára afmæli í dag.„Það verða tveir karlar í skvísupartíinu, en þeir verða bara í því að þjóna.“ Elín hefur ásamt manni sínum starfrækt hljómsveitina Bellstop í tíu ár og eru þau að senda frá sér sína þriðju hljómplötu. „Við vorum að klára að mixa og mastera hana og hún kemur út á næstu misserum. Fyrsta lagið af plötunni kemur út á næstu vikum. Lagið Trouble af síð- ustu plötu okkar „Karma“ gekk mjög vel sem og platan í heild sinni. Netið er náttúrlega aðalmarkaður tónlistarmanna í dag og þar fer flest- öll markaðssetning fram. Við erum einnig að vinna í að gefa út nýtt myndband við lag af nýju plötunni. Við bjuggum í Kína frá 2005 til 2011, fórum út til að upplifa eitthvað nýtt og bjuggum til hljómsveitina og spiluðum út um allt. Við gáfum út fyrstu plötuna þar 2009 og önnur plata okkar kom út 2013. Við höfum hingað til ekki verið mikið á íslenskum markaði en mikið af hlustuninni okkar kemur frá Kanada og Bandaríkjunum. Tónlistin okkar virðist falla vel í kramið þar og við spiluðum á stórri tónlistarhátíð í Kanada í fyrra sem heitir Folk & Blues festival. Við erum ýmist tvö ein eða með hljómsveit, og á þessari nýjustu plötu okkar erum við með hljómsveit og ætlum að spila með henni út um allt í kjölfar plötunnar.“ Eiginmaður Elínar er Rúnar Sigurbjörnsson, tónlistarmaður og múr- ari, og synir þeirra eru Rúnar Breki 19 ára og Sindri Hrafn 12 ára. Afmælisbarnið Tónlistarkonan verður glæsilegri með hverju árinu. Stofnuðu hljóm- sveitina í Kína Elín Jónína Bergljótardóttir er fertug í dag Ó lafur Þór Thorlacius fæddist í Reykjavík 21.10. 1936 og ólst þar upp við Ránargötuna. Ólafur var í Miðbæj- arskólanum, í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut í JL-húsinu og loks í Gaggó Vest í gamla Stýrimanna- skólanum. Ólafur æfði handbolta með FH, lék 107 meistaraflokksleiki með fé- laginu og varð sjö sinnum Íslands- meistari með þeim. Hann keppti einnig í körfubolta, fyrst með félag- inu Gosa sem síðan hét KFR en það lið gekk síðan inn í körfuboltadeild Vals. Þar lék Ólafur fjölda meist- araflokksleikja og var síðan þjálfari deildarinnar. Þá lék hann með fyrsta landsliði Íslands í körfubolta og fór í fjölda keppnisferða, fyrst til Danmerkur, árið 1959. Hann var þjálfari körfuboltalandsliðsins um skeið og leysti mág sinn, Jóhannes Sæmundsson, af við leikfimikennslu í MR. Ólafur var nokkur sumur í sveit á Smiðjuhóli á Mýrum: „Þetta var hjá frændfólki okkar í móðurætt sem var auðvitað besta fólk en sveitalífið átti samt ekki við mig. Ég fór því nánast beint úr sveitinni og á sjóinn enda kominn af skipstjórn- armönnum og öðrum sjómönnum í báðar ættir. Ég var 15 ára er ég fór fyrst til sjós og ævistarfið varð svo viðloðandi sjómennsku nánast alla tíð.“ Ólafur Þór Thorlacius kortagerðarmaður – 80 ára Í góðum félagsskap Ólafur og Jóhanna með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem er systursonur Ólafs. Kortlögð strönd og mið Eiginkona og dætur Ólafur og Jóhanna með þremur af fjórum dætranna. Í dag er Hlöðver Guðmundsson bólstrari 90 ára. Af því tilefni býður hann vinum og vandamönnum til samsætis og veitinga á morgun, 22. október, í salnum Glæsigerði á Hótel Örk í Hveragerði á milli kl. 15 og 18. Allir velkomnir. Árnað heilla 90 ára Reykjavík Arney Emilía Elithsdóttir fæddist 6. jan- úar 2016 kl. 15.08. Hún vó 3.805 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Heiður Eydísardóttir og Eliths Freyr Heimisson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.