Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 79
DÆGRADVÖL 79 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stundum verða alls kyns tafir á hlutunum og þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir orsökum þeirra. Eðlishvötin hefur ekki brugðist þér hingað til, svo þú getur treyst henni. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu tímann til þess að annast sameiginlegar eignir og annað sem þú deilir með öðrum. Seinna í dag leggjast allar þessar góðu fyrirætlanir á eitt og verða að einhverju raunverulegu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki ýmsa smámuni vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki sinnt því sem máli skiptir. En það ástríkasta sem maður getur gert er ekki endilega alltaf það auð- veldasta. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft virkilega á einveru að halda svo að þú getir fullkomnað ætlunarverk þitt. Það kemur á óvart en er ekki augljóst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til þess að liggja á skoðunum sínum, þótt alltaf sé nauðsyn- legt að orða þær þannig að engan særi. Fyr- ir alla muni ekki byrgja þær inni, það endar með ósköpum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er oft gaman að kynnast nýju fólki, sérstaklega þegar það getur kynnt manni nýjar hugmyndir og framandi lönd. Himintunglin segja að tími sé kominn fyrir ást. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt allir megi eitthvað til málanna leggja er lokaákvörðunin þín og einskis ann- ars. Farðu öfugt að núna miðað við venju- lega, það gæti vel skilað skemmtilegum niðurstöðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú samþykkir að skila tilteknu verkefni innan ákveðins tímaramma. Annars nærðu engu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sýndu aðgát og sparsemi við gerð ferðaáætlana í dag. Ef þú legðir veðmál fyrir sig myndir þú leggja fé undir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauður að settu marki. Hringdu í ættingja þína eða keyptu gjöf handa einhverjum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki hlutina fara í taug- arnar á þér og líttu framhjá uppátækjum vinnufélaga þinna. Traust skiptir öllu máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft á hreyfingu að halda til að losa um spennuna sem hefur safnast upp í þér. Gefðu þér tíma til þess. Páll Imsland heilsaði Leirliði uppúr miðnættinu með þeim orð- um, að stundum sé hægt um í sveit- unum og ekki margt að segja af bændum: Vígþór svo mikill á velli sat vildarjörð austur að Felli. Þar eitt þúsund ær hann átti í gær og hýsti þær allar í helli. Ekki fór hjá því að það rifjaðist upp fyrir mér gömul limra eftir Kristján Karlsson: Mælti Vilhjálmur bóndi á Velli: „Ég veld ekki stærri belli og geng ekki með ‘ann nema geti ég séð ‘ann mér til gamans í hárri elli.“ Enn er Páll á ferðinni: Bráðsmit braust út á Hlemmi og bráðlega dauður var Klemmi. Það fór hrollur um menn og þeir hrisast víst enn. Þessi drepsótt var Delerí tremmi. Á mánudaginn sá Sigurlín Her- mannsdóttir „krúttlegt fjöl- skyldusport í Fréttablaðinu“: Krúttlegt fyrir krakkaskinn, kennslu slíka hyllum, með byssu að skjóta bra-bra sinn og bolta kasta í millum. Í sólarlöndum verður Ólafi Stef- ánssyni hugsað hingað heim og til kjördags Örlagasverðið er yfir þjóðinni í dag ekki má skeika hársbreidd hvar blaðið lendir snöggsoðnir flokkar snoðlíkan kyrja brag snúinn sá fingur sem þjóðinni leiðina bendir En valið er okkar er innfyrir kjörklefans tjald erum við komin með blýant grannan að vopni og skyldi okkur feila að nota að viti það vald er við því að búast að Pandora boxið sitt opni. Skagfirðingurinn Kristján Björn Snorrason yrkir á Facebook: Ef þið finnið andans vin ykkar hugsun letrið. Látum ekki leiðindin leita á sálartetrið. Hreinn Þorkelsson er í háleitari hugleiðingum á Boðnarmiði: Hissa á heimsins gamni hefur upp augabrýn Venus á vesturhimni við okkur fálát skín Páll Eyþór Jóhannsson talar um „klókt útspil hjá Pírötum“: Píratanna plottið rokkar í pólitík er brautin hál ætlast til að aðrir flokka útvegi þeim stefnumál. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Pandoraboxið og góðbændur á Velli Í klípu „HITT ER Í LAGI HJÁ ÞÉR. ÞAÐ ER ÞETTA SEM ÉG HEF ÁHYGGJUR AF.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG GEFUR MAÐUR TIL KYNNA MEÐ HÖNDUNUM AÐ MAÐUR SÉ AÐ BAKKA INN Á HRAÐBRAUT?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að búa til snjókarl sem lítur út eins og hann. SKOKK SKOKK SKOKK SKOKK SKOKK ÞAÐ ER GOTT AÐ TAKA PÁSU ENDRUM OG EINS. HVERNIG GET ÉG SIGRAST Á BARDAGA- STREITU? ÉG HEF HEYRT AÐ HREYF- ING DRAGI ÚR STREITU... ÞAÐ ER SATT! MÉR LÍÐUR BETUR VIÐ ÞAÐ AÐ HLAUPA! KOMDU AFTUR ! ÖKUSKÓLI Fyrir margt löngu útskrifaðist hóp-ur manna í viðskiptafræði og fé- lagarnir fóru hver í sína áttina. Á einhverjum tímapunkti nokkrum ár- um síðar var haldin veisla og sá verðlaunaður sem þótti hafa staðið sig best í vinnunni. x x x Margir voru kallaðir en aðeinseinn útvalinn. Það var einróma álit fræðinganna að enginn hefði staðið sig betur en sá sem hafði hafið innflutning á vatnsvélum og selt í bílförmum til fyrirtækja og stofn- ana, sem stilltu þeim gjarnan upp við vask í kaffikrókum og buðu starfsmönnum og öðrum upp á vatn úr vél, sama vatnið og hægt var að fá úr krananum við hliðina. x x x Víkverji minntist þessa þegarfréttamaður í sjónvarpi hélt ekki vatni í vikunni yfir þeirri ósvífni verslunareigenda að bjóða viðskipta- vinum upp á innflutta ísmola á margfalt lægra verði en innlenda ís- mola. Sérfræðingur var fenginn til þess að botna óánægjuna, sem sneri einnig að því að innlendu ísmolarnir voru ekki eins aðgengilegir í versl- uninni og þeir innfluttu. Verslunin leyfði sér það að ota innfluttu vör- unni að kúnnunum og það á miklu lægra verði. x x x Í stað þess að andskotast út í versl-unina væri nær að verðlauna þá sem hafa hugmyndaflug til þess að flytja inn ísmola. Víkverja kæmi ekki á óvart ef einhver annar hefði fyrst flutt vatnið út en það er önnur saga. x x x Í verslun skiptir miklu máli að veraá tánum og lesa markaðinn rétt. Þegar Víkverji var yngri voru grýlu- kerti stundum sogin og nöguð en ís- molar þekktust ekki og reyndar var ekki til ísskápur heima hjá Víkverja fyrstu tíu árin sem hann lifði. Þá hefði ekki þýtt að bjóða ísmola til sölu en nú er öldin önnur og ísmolar, einkum erlendir á gjafverði, að því að sagt er, renna út í plastpokum, hvað sem sérfræðingar í sjónvarpi segja. víkverji@mbl.is Víkverji En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og sjálfsagi. (Gal. 5:22) MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.