Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég er mjög spenntur fyrir Mars-
hall-húsinu og þeirri aðstöðu sem ég
get komið mér þar upp en ég er ekki
síður ánægður með það hvað Ný-
listasafnið og Kling og Bang fá þar
falleg og verðskulduð sýningarrými.
Hvorutveggja er afar mikilvæg
listamannarekin starfsemi og ég
samgleðst þeim,“ segir Ólafur Elías-
son.
Eins og fram hefur komið verður
Ólafur með vinnustofu á efstu hæð
Marshall-hússins á Granda, en þessi
fyrrverandi fiskiðja verður senn
opnuð að nýju með nýrri og gjör-
breyttri starfsemi, sýningarsölum
fyrir myndlist og veitingastað. Ólaf-
ur segist hafa í nokkur ár litast um
eftir húsnæði hér á landi, „bæði til
að vinna í og til að sýna verk eftir
mig. Ég hef skoðað ýmislegt en
núna gefst þetta tækifæri og ég er í
því ferli að ákveða nákvæmlega
hvernig ég ætla að nýta mitt rými í
húsinu. Hluta þess mun ég nota sem
vinnustofu og hluta sem sýning-
arrými. Mjög margir hafa spurt
hvers vegna ekki sé hægt að ganga
að fleiri verkum eftir mig hér á
landi. Núna vona ég að það muni
breytast. Og ég vinn að verkum sem
ég mun hafa þarna til sýnis og finnst
það mjög spennandi,“ segir hann.
Ólafur var hér á dögunum að taka
við hinum virtu Lennon Ono-
friðarverðlaunum úr hendi Yoko
Ono í Hörpu, tónlistarhöllinni fjöl-
sóttu sem er klædd stærsta var-
anlega listaverki hans, glerhjúpnum
með síbreytilegri LED-lýsingunni.
Ono kaus að þessu sinni að verð-
launa fjóra listamenn, auk Ólafs
hina víðkunnu Ai Weiwei frá Kína,
hinn bresk-indverska Anish Kapoor
og fjöllistakonuna ungversku Katal-
in Ladik. Verðlaunahafarnir gáfu
verðlaunaféð áfram til viðurkenndra
góðgerðarstofnana.
Fjölbreytileg verk Ólafs eru um
þessar mundir, rétt eins og mörg
undanfarin ár, áberandi á hinni al-
þjóðlegu myndlistarsenu. Sumar-
sýningin í görðum og sölum Versala
var að þessu sinni hans; tröllvaxinn
foss féll meðal annars af himni ofan
og þokuverk hjúpaði hluta garðs
Loðvíks sólkonungs – sumarið áður
sá annar verðlaunahafa Ono, Anish
Kapoor, um að setja upp verk í garð-
inum. Ólafur hannaði nýverið at-
hyglisverða brú yfir eitt síkið í
Kaupmannahöfn og meðan á Par-
ísarráðstefnunni um loftslagsmál
stóð í fyrravetur bráðnaði Ísklukka
hans á torgi í borginni og vakti
mikla athygli; verk hans hafa verið á
fjölda safnasýninga og þá hefur
hann unnið að samstarfsverkum
með listamönnum og hugsuðum,
meðal annars Ai Weiwei. Sól-
arrafhlöðuknúið ljós þeirra verk-
fræðingsins Frederik Ottesen,
Little Sun, hefur líka vakið mikla at-
hygli, en því er ætlað að bæta líf
fólks í þriðja heiminum. Í gegnum
árin hefur Ólafur unnið fjölda verka
beint um og út frá íslenskri náttúru;
nægir að nefna ólíkar ljósmyndarað-
irnar frá hálendinu og verk þar sem
hann vinnur með hraun, jökla og
jarðveg, auk þess sem ýmis nátt-
úruleg fyrirbæri landsins birtast í
innsetningum hans af ýmsu tagi.
Ólaf má með réttu kalla einn af mik-
ilvægustu og þekktustu sendiherr-
um Íslands og íslenskrar náttúru.
„Ég hef mikinn áhuga á að velta
því fyrir mér hvernig fólk getur
sameinast um að bæta lífsgæði í
samfélögum,“ segir Ólafur og setur
það í samhengi við friðarverðlaunin
sem Yoko Ono veitir hér annað
hvert ár. „Sá styrkur sem sprettur
af öflugu menningarlífi eins og við
þekkjum á Norðurlöndum er til að
mynda öflugur friðarboði.
Hér á Norðurlöndum sprettur slík
borgaraleg samstaða mikið frá
menningargeiranum og þá á ég við
hann í sinni víðustu mynd; listirnar
jafnt og skólakerfið og íþrótta-
félögin. Fólk með fjölbreytilegan
menningarlegan bakgrunn mætist
og sameinast umburðarlynt um
sammannleg gildi; við getum horft
saman á málverk og verið ósammála
um það hvað við sjáum, ég hendi þér
ekki út þótt við séum ósammála um
liti í verki eftir Kjarval. Það gerir
okkur ekki að óvinum.
Algjörar andstæður þessa má sjá í
tilhneigingu til popúlisma sem víða
skýtur upp kollinum, en í kjarna
slíkra hugmynda er að einangra fólk
og skapa ótta.“
Sjálfsagt að beita menningunni
Ólafur segir að fólk sem starfi inn-
an menningargeirans velti því iðu-
lega fyrir sér hvort það eigi að beita
menningunni meðvitað, eins og í
baráttu fyrir friði og í stjórnmálum.
Sjálfum finnst honum það sjálfsagt
mál, því menningargeirinn sé svo
sterkur að honum megi auðveldlega
beita án þess að hann líði fyrir það.
En finnst Ólafi að listamenn eigi
að stíga fram og tjá sig opinberlega
eða eiga verk þeirra ein að tala? Oft
heyrist krafa um að listamenn eigi
að vera virkari í opinberri umræðu.
„Við skulum fara varlega í að
setja reglur um slíkt, að eitt sé rétt
en annað rangt. Það að skapa list er
í grunninn aðferð til að tala og tjá
sig. En það væru mistök að halda að
verkið eitt, hvar sem það er sett upp
eða kynnt, geti bara talað fyrir sig.
Stundum eru frábær listaverk í
óvirkri liststofnun og stundum getur
listamaðurinn sjálfur brúað bilið
milli möguleikanna sem felast í lista-
verki og mögulegra áhorfenda, með
því að bæta fleiri lögum við það. Það
getur skipt sköpum og sumir lista-
menn eru betri í slíku en aðrir. Því
er rétt að setja engar reglur um
hvað listamenn eigi eða geti gert. Þó
er ein regla til staðar: ef verkið er
slæmt frá byrjun er afar fágætt að
hægt sé að tala það upp í að verða
gott! Ef verk er á hinn bóginn gott
og enginn talar fyrir það mun það
samt alltaf vera gott listaverk.“
Náttúran er mér afar mikilvæg
Mörg verka Ólafs hafa sterka
náttúruvísun eða fjalla beinlínis um
náttúruna, oft íslenska. Lítur hann á
sig sem talsmann náttúrunnar?
„Ég er mjög meðvitaður um að
náttúran er mér afar mikilvæg,“
svarar hann.“ Og ég er sannfærður
um að í framtíðinni verði náttúran
samfélögum meira virði en við get-
um mögulega áttað okkur á í dag.
Við sjáum allrahanda vísbendingar
um það út um löndin, í ólíkum sam-
félögum, að náttúran verði þeim sí-
fellt mikilvægari.
Svo er alltaf spurning hvort mað-
ur kjósi að taka þátt í einhvers kon-
ar baráttu eða umræðu um málefni
náttúrunnar, og þá hvaða stefnu eigi
að fylgja. Ég met Björk mikils og tel
hana hafa bætt mjög mikilvægum
þáttum í umræðuna um íslenska
náttúru. Ég tel Andra Snæ Magna-
son líka hafa algjörlega rétt fyrir sér
þegar hann fjallar um þessi mál, en
ég get líka séð hvernig slík afstaða,
sem ég samsama mig með, skiptir
fólki í fylkingar, með og á móti.
Ég velti því fyrir mér hvernig við
getum rætt um málefni íslenskrar
náttúru þannig að öllum finnist þeim
geta tekið þátt, jafnt Andri Snær og
þeir sem eru ósammála einhverju
sem hann hefur fram að færa; sann-
leikurinn er sá að þetta er náttúra
okkar allra og framtíð allra byggir
saman á henni. Ég hef því mikinn
áhuga á að finna út hvernig eigi að
sýna fram á að náttúran sé í raun
lykillinn að framtíðarsveigjanleika
íslensks samfélags. Það væri af-
skaplega sorglegt ef náttúran væri
ástæða þess að fólk skipaði sér í
andstæðar fylkingar.“
Ólafur tekur fram að hann sé ekki
langdvölum á Íslandi þótt hann komi
hingað reglulega; hann starfrækir
fjölmenna vinnustofu og kennir í
Berlín en er hins vegar búsettur
með fjölskyldu sinni í Danmörku.
Hann veltir fyrir sér hvaða leið hann
færi í náttúruverndarbaráttu ef
hann byggi hér, hvort baráttan
snerist um að löggjöfin yrði bætt og
náttúruskattar styrktir. Það yrði að
snúast um hvað kæmi í fyrsta lagi
náttúrunni best og í öðru lagi hvað
gæfi samfélaginu sem mestan
sveigjanleika.
„Hvað þessi mál varðar þurfa allir
að stefna að sameiginlegum mark-
miðum og geta séð mikilvægi nátt-
úrunnar til langs tíma litið,“ segir
hann. „Og ég tel að menn hljóti að
sjá nú, ef litið er á ástand jarðar,
hvað íslensk náttúra hlýtur að vera
gríðarlega mikilvæg fyrir fram-
tíðina.“
Sýnir síaukinn og að margra mati
nánast óviðráðanlegur straumur
ferðamanna hingað til lands það
ekki glögglega?
„Mér heyrist allir vera að velta
fyrir sér hvernig eigi að takast á við
þessa að sumu leyti óvæntu ferða-
mannasprengingu. Vissulega er
áhugavert að velta ástæðum hennar
fyrir sér en mikilvægari eru þó svör-
in við spurningunni hvernig megi
koma í veg fyrir, eins og margir hafa
bent á, að ferðamenn taki landið
hreinlega yfir og landið verði fyrir
skaða. Slíkt hefur gerst í mörgum
löndum. Vitaskuld er stundargróð-
inn sem hafa má af ferðamönnum
spennandi í byrjun en ég held að all-
ir hljóti líka að sjá hættuna sem felst
í því ef ferðamannastraumurinn fær
að aukast án nokkurs regluverks og
aðhalds. Sem stendur sýnist mér Ís-
lendingar láta ferðamenn komast
„Íslensk náttúra gríðarlega
mikilvæg fyrir framtíðina“
Ólafur Elíasson hlakkar til að starfa og sýna í Marshall-húsinu Segir öflugt menningarlíf góðan
friðarboða Finnst vanta bætt regluverk fyrir ferðamannaflóðið og finnst landið selt of ódýrt
Morgunblaðið/Kristinn
Listamaðurinn Ólafur Elíasson í Hörpu og í baksýn víðkunnur glerhjúpurinn sem hann skapaði. „Vitaskuld er
stundargróðinn sem hafa má af ferðamönnum spennandi í byrjun en […] sem stendur sýnist mér Íslendingar láta
ferðamenn komast upp með að taka meira en þeir skilja eftir,“ segir hann um ferðamannastrauminn um náttúruna.