Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
TWIN LIGHT gardínum
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
40 ára
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
Hildur Loftsdóttir
hildurl@mbl.is
RaTaTam-leikhópurinn var stofn-
aður í janúar 2015 og þá hófst strax
undirbúningur að sýningunni Suss!
sem er loksins að verða að veruleika
eftir eins og hálfs árs vinnu.
„Ég hélt alltaf að hugmyndin hefði
fæðst heima í stofunni í litlu kvenna-
boði yfir rauðvínsglasi. En á sama
tíma kviknaði sama hugmynd hjá
Hildi, sem var stödd í leiklistarnámi í
London, auk þess sem aðrir í hópn-
um voru einnig að hugsa svipaða
hluti. Þannig varð hópurinn til; við
vildum afhjúpa leyndarmálin og von-
andi vekja samfélagið til vitundar um
útbreiðslu ofbeldis í skjóli þögg-
unar,“ útskýrir Halldóra Rut Bald-
ursdóttir, sem er einn af höfundum
verksins og leikendum í sýningunni
ásamt Hildi Magnúsdóttur, Laufeyju
Elíasdóttur, Guðmundi Inga Þor-
valdssyni, Guðrúnu Bjarnadóttur,
tónlistarstjóranum Helga Svavari
Helgasyni, búninga- og sviðs-
myndahönnuðinum Þórunni Maríu
Jónsdóttur og Charlotte Bøving leik-
stjóra.
„Í boðinu hjá mér fór ein og ein
kona að standa upp og segja okkur
hinum reynslu sína af heimilisofbeldi.
Sumar þessara kvenna voru að deila
reynslusögum sínum í fyrsta skipti.
Ég man hvað ég var hissa, mig óraði
ekki fyrir því ofbeldi sem þær höfðu
orðið fyrir. Af hverju voru þær ekki
fyrr búnar að segja frá? Af hverju er
umræðan ekki meiri í samfélaginu?
Þolendur eiga að geta sagt sögu sína
án þess að hika eða skammast sín.“
Ósköp venjulegt fólk
„Ég held persónulega að oft og tíð-
um sé skömmin svo mikil því við
höldum alltaf að heimilisofbeldi eigi
sér bara stað hjá öðru fólki en okkur
eða okkar fólki, kannski leynast ein-
hverjir fordómar þar og kannski
hugsum við að ofbeldi eigi sér bara
stað hjá ógæfufólki … öll viljum við
við líta vel út á við. En það er alls
ekki raunin. Allt það fólk sem við töl-
uðum við var fólk eins og ég og þú,“
segir Halldóra Rut.
„Við sendum út auglýsingu í febr-
úar 2015 þar sem við óskuðum eftir
reynslusögum af heimilisofbeldi. Það
var svo margt fólk sem sendi inn sög-
ur að við höfðum varla undan því að
taka á móti. Þetta eru í kringum 70
sögur sem við tókum saman, skrif-
uðum út handrit að hverri og einni
sögu. Við sáum að það er sami takt-
urinn í flestum þessum sögum, og
þar sem við náum alls ekki að skila
öllu þessu efni frá okkur tókum við
kjarnann úr sögunum og mynd-
birtum á sviðinu, hvort sem það er
gert í gjörningum eða með orðum.
Þetta er alls ekki stofudrama.“
Eitthvað til að spegla sig í
„Þetta eru fyrst og fremst sögur
fólks sem við erum að varpa ljósi á, og
þær tilfinningar sem fylgja þessari
reynslu,“ segir Charlotte leikstjóri.
„Þetta er svo óhugnanlegur efniviður
að stundum leyfum við fólki að hlæja
aðeins af því að annars myndi það
bara kafna, enda hafa flestir viðmæl-
endur okkar hláturinn og húmorinn
að leiðarljósi þegar þeir takast á við
sögur sínar. Við tökum leikhúsið á
þetta. Áhorfendur fá að upplifa allan
tilfinningaskalann og eitthvað til að
spegla sig í, því heimilisofbeldi hefur
mörg andlit, það er ekki bara lík-
amlegt ofbeldi heldur líka andlegt of-
beldi sem flestir viðmælendur voru
sammála um að væri versta form of-
beldisins. En það sem einkennir of-
beldið er að það gerist á bak við lukt-
ar dyr, inni á heimilum fólks, þar sem
enginn annar sér hvað gerist,“ segir
Charlotte og útskýrir að leikmyndin
sé öll gerð úr hurðum. „Við vitum
ekki hvað er að gerast á bak við þær
en ætlum að reyna að kíkja inn í
þennan heim.“
Charlotte segir að það hafi verið
mjög frelsandi að vinna úr þessu efni
á listrænan hátt og að mikil sköpun
hafi verið innan leikhópsins. „Við er-
um með 200 klukkutíma efni sem við
stefnum á að koma einnig til skila í
útvarpinu. Þarna má finna mikið af
frábærum sögum og frábærum pæl-
ingum, t.d. frá fólki sem hefur lent í
ofbeldi og komið sér út úr því. 70%
barna sem verða fyrir ofbeldi annað-
hvort beita eða verða fyrir ofbeldi
sem fullorðnir einstaklingar. Ofbeldi
er smitandi og keðjuverkandi,“ segir
Charlotte.
Út með skömmina!
„Það hefur verið rosalega áhuga-
vert að vinna við þetta en við erum
bara rétt að byrja að opna dyrnar að
þessum heimilum, til að halda þeim
opnum og skila skömminni,“ vonar
Charlotte.
„Við segjum oft: Það sem drepur
okkur ekki gerir okkur sterkari, en
þá spyr ég: er það satt? Þar má
nefna að þegar börn eru beitt harka-
legu ofbeldi er það oftast sálarmorð.“
Að lokum má þess geta að hópur-
inn hlaut um daginn fjögurra millj-
óna króna styrk frá Nordisk Kultur-
fond til að koma sýningunni á
laggirnar ásamt öðrum styrktar-
aðilum á Íslandi. Vorið 2017 heldur
svo RaTaTam í ferð til Norður-
landanna þar sem Suss! verður sýnt í
Theater Far 302 í Danmörku,
Theaterfestivalen í Fjaler í Noregi
og í Norræna húsinu í Færeyjum og
í Svíþjóð.
Bak við luktar dyr
Leikhópurinn RaTaTam frumsýnir í kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbíói nýtt heimildarleikverk eftir hóp-
inn, Suss! Verkið er byggt á reynslusögum þolenda, geranda og aðstandenda heimilisofbeldis
Ljósmyndir/RaTaTam
Suss! Aðstandendur sýningarinnar spyrja af hverju umræðan er ekki meiri í samfélaginu. Þolendur eigi að geta sagt sögu sína án þess að hika.
Leikferð Til stendur að fara með sýninguna til Norðurlandanna.
Charlotte
Bøving
Halldóra Rut
Baldursdóttir