Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 86
86 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
AF HÚSMÁLMI
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Ég væri til í að hlusta á dauða-málmsplötu byggða á Hús-inu á sléttunni,“ sagði ær-
inginn Zach Galifianakis við annan
æringja, James Corden, í spjallþætti
þess síðarnefnda vestur í Ameríku
fyrir skemmstu. Corden fór hér um
bil á hrygginn vegna hláturs. Að
vonum. Og margir gestir í sjón-
varpssal með honum.
Svar Galifianakis virkaði óundir-
búið en tilefni spurningar Cordens
var það að annar gestur í þættinum,
rokkgyðjan Stevie Nicks, hlóð víst
nýverið í breiðskífu sem er innblásin
af Twilight-kvikmyndunum. Þá
spurði Corden Galifianakis sumsé
hvort hann væri spenntur fyrir því
að gerð yrði plata byggð á einhverri
sérstakri kvikmynd eða sjónvarps-
efni. Þá kom þetta makalausa svar.
Margt gullkornið fellur í hálfkær-
ingi og/eða hita augnabliksins og ég
verð að viðurkenna að ég hef átt erf-
itt með að slíta mig frá þessari stór-
brotnu hugmynd. Sé Láru litlu Ing-
alls stöðugt fyrir mér, í draumi sem
vöku, hvítmálaða, húðflúraða og
skröltandi í keðjum á drungalegu
sviðinu. Að rymja einhvern óskiljan-
legan brag. Og Karl gamla, föður
hennar, dýrvitlausan á slagverkinu.
Feykjandi flösu. Kappanum ætti
ekki að verða skotaskuld úr því verki
– enda var hann vel hárprúður í
þáttunum.
Blinda systirin, María, gæti veriðá hljómborðinu, eins konar
póstmódernísk kvenkyns útgáfa af
Stevie Wonder.
Hundurinn, Jack, myndi spangóla
með. Af kappi. (Ég varð í senn undr-
andi og glaður þegar ég áttaði mig á
því að ég mundi nafnið á honum).
Veit ekki hvort við ættum að hafa
Nellie Oleson með; hún var alltaf svo
andstyggileg við Ingalls-systurnar.
Frekar myndum við stóla á föður
hennar, Nels. Hann var falleg sál
sem bjó við harðræði konu sinnar og
dóttur.
Við Íslendingar erum málmelsk
þjóð og eigum að sjálfsögðu að ræna
þessari hugmynd, rétt eins og húh-
klappinu, hið snarasta og finna verk-
efninu farveg hér heima, á lúpínu-
breiðum dauðamálmsins.
Ég sé Eddu í Angist strax fyrir
mér rymja rullu Láru. Með flétt-
urnar og allan pakkann.
Engum myndi ég treysta betur til
að halda utan um konseptið en
Bibba í Skálmöld. Auk þess að vera
með málm í æðum hefur Bibbi unnið
í leikhúsi og með börnum og er alveg
eins líklegur til að koma goðunum að
í sögunni. Með einum eða öðrum
hætti. Þess utan er Bibbi, aldurs
síns vegna, líklegur til að hafa náð í
skottið á Húsinu á sléttunni í sjón-
varpinu og ætti því að hafa djúpa til-
finningu fyrir því hvaða þýðingu
þættirnir höfðu fyrir sálarlíf þess-
arar þjóðar. Klukkan fjögur á
sunnudögum var ekki hræða á ferli á
götum landsins.
Plötuna, Dauða húsið á sléttunni,
mætti svo kynna á Eistnaflugi næsta
sumar. Er sú fróma samkoma hvort
eð er ekki orðin helsta fjölskyldu-
hátíð þessarar þjóðar? Þar er líka
harðbannað að vera fáviti.
Þannig tengja þau einmitt, húsið ásléttunni og dauðamálmurinn, í
kærleika og flauelsmjúku viðhorfi til
náungans. Dauðamálmhausar mega
ekkert aumt sjá; ekki frekar en Karl
og Lára Ingalls.
Og ef til vill þarf ekki einu sinni að
stela hugmyndinni; hver segir að
Zach Galifianakis sé ekki tilbúinn að
stefna skónum hingað upp í fásinnið
og leggjast á árarnar með okkur?
Nú þekki ég manninn ekki neitt en
hann virkar alltént nógu galinn til
þess.
Er Galifianakis jafnvel upplagður
Karl Ingalls? Kannski vildi hann
frekar túlka hundinn. Hvort hann
kann að rymja veit ég ekki. Enda
aukaatriði í hinu stóra samhengi
hugmyndarinnar.
Því oftar sem ég pæli í þessari
hugmynd þeim mun meira brenn ég
í skinninu. Húsið á sléttunni með
dauðamálmsívafi. Það yrði réttnefnt
hús án eirðar!
Dauða húsið á sléttunni
Ljósmynd/NBC
Samrýnd Ingalls-fjölskyldan á góðviðrisdegi við litla húsið sitt á sléttunni. Hvernig væri að málma hana upp?
Bibbi í SkálmöldZach Galifianakis Edda í Angist
Glæpasögurnar koma ört útum þessar mundir, margargóðar, og nýliðna mánuðihefur engin verið eins
spennandi og Fórnarlamb án andlits
eftir Svíann Stefan Ahnhem.
Sagan gerist að mestu í Svíþjóð
fyrstu tíu dagana í júlí 2010. Rann-
sóknarlögreglumaðurinn Fabian
Risk flytur með fjölskyldu sinni frá
Stokkhólmi suður til æskuslóðanna í
Helsingjaborg til þess að hefja nýtt
líf, sem á að byrja með sex vikna fríi.
Þau eru varla kominn inn úr dyr-
unum á nýja húsinu þegar tilvonandi
yfirmaður hans hringir, tilkynnir
honum um morð og kallar hann til
starfa. Ofan á líkinu er bekkjarmynd.
Krossað er yfir andlit hins látna, sem
er fyrir aftan Risk á myndinni.
Sem fyrr segir er þetta ótrúlega
mikil spennusaga frá byrjun til enda.
Hún er líka ógeðsleg og lesandanum
finnst hann hvergi vera öruggur.
Ekki frekar en þeir sem við sögu
koma. Hver er
næstur?
Við lesturinn
kom Hannibal
Lecter fyrst upp í
hugann en það er
kannski ekki
heppilegur
samanburður
vegna þess að
glæpamennirnir eiga fátt annað sam-
eiginlegt en að vera viðbjóðslegir
glæpamenn. Margir sem við sögu
koma eiga við einhver vandamál að
stríða og flest eiga þau það sameigin-
legt að tengjast sögunni á einn eða
annan hátt.
Helstu persónur eru líka þess eðlis
að ekki virðist vera hægt að treysta
neinum. Fabian Risk er einn þessara
rannsóknarlögreglumanna sem vilja
helst gera allt sjálfir en er ekki alltaf
með sjálfum sér; hann virkar óákveð-
inn á stundum og það bitnar á öllu í
kringum hann. Þegar tíminn er
naumur er það ekki gott og getur
smitað út frá sér.
Danski vinkillinn er ekki síður
áhugaverður og varpar ljósi á sam-
skipti Dana og Svía. Ekki er allt sem
sýnist í þeim efnum.
Sumar sögur eru allt of langar og
Fórnarlamb án andlits virðist vera of
löng við fyrstu sín, en lengdin kemur
ekki niður á þessari glæpasögu vegna
þess að spennan tekur aldrei enda.
Spennan tekur
aldrei enda
Skáldsaga
Fórnarlamb án andlits bbbbn
Eftir Stefan Ahnhem. Elín Guðmunds-
dóttir þýddi. Kilja. 512 bls. Ugla 2016.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Hvanndalsbræður hafa ákveðið að
heiðra minningu tónlistarmannsins
Ingimars Eydals með því að endur-
gera lagið María
Isabel. Ingimar
hefði orðið átt-
ræður í gær.
Lagið birtist
fyrst á plötunni Í
sól og sumaryl
sem kom út árið
1972. Mynd-
bandið er samsett
úr mörgum göml-
um og góðum
myndböndum sem Ingimar Eydal og
félagar gáfu út. Kristján Kristjánsson
annaðist gerð myndbandsins.
„Það var gaman að detta inn í
stemminguna sem fylgdi þessu tíma-
bili og má segja að maður hafi óvænt
lyft sér örlítið upp, bæði við upptök-
una á laginu sem og við vinnslu
myndbandsins. Við vorum allir sam-
mála um að við fundum svolítið fyrir
tíðarandanum sem var á gullárum
Ingimars og það færðist yfir okkur
meiri ró og örlítið meiri þokki,“ segir
Summi Hvanndal.
„Leikstjórinn var líka oft að ham-
ast við að beita myndavélinni á sama
hátt og þeir gerðu á þessum tíma og
t.d. kallaði hann einhvern tímann á
okkur að við þyrftum að skjóta ákveð-
ið atriði aftur þar sem það var ekki
nógu illa panað, hvað sem það þýðir,“
segir Valur Hvanndal.
Heiðra minn-
ingu Ingimars
Ingimar Eydal
Uggla spilar á Dillon annað kvöld og
hefjast tónleikarnir klukkan 22.
Uggla er tveggja ára hafnfirskt
popp-/rokkband og hefur gefið út tvö
lög. Annars vegar er um að ræða
djassskotið popplag, Sit í svörtu
húmi, við texta Páls Ólafssonar.
Hins vegar er það lagið Leið A sem
er undir áhrifum bandarískrar
sveitatónlistar.
Hljómsveitin hefur talsvert verið
að spila að undanförnu á höfuð-
borgarsvæðinu og vinnur nú að
fyrstu plötu sinni.
Hljómsveitina Ugglu skipa Kjart-
an Orri Ingvason (gítar/söngur),
Valdimar Þór Valdimarsson (gítar/
söngur), Kjartan Þórisson (tromm-
ur) og Viðar Hrafn Steingrímsson
(bassi/söngur).
Uggla á Dillon
– fyrir dýrin þínSmáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Ferskt og hreint vatn
fyrir heilbrigðari ketti
220v
7.273,-