Morgunblaðið - 21.10.2016, Side 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Kexland og Kex
Hostel munu hita
upp fyrir Iceland
Airwaves ásamt
hljómsveitunum
Kött Grá Pjé,
Sykri, Hórm-
ónum og Wesen á
morgun og hefj-
ast tónleikar
klukkan 18.00.
Frítt er inn og
allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir. Kexland mun í samvinnu við
KEXP í Seattle halda úti þéttri dag-
skrá alla Airwaves-hátíðina og
senda beint út í útvarpi.
Hitað upp fyrir
Iceland Airwaves
Kött
Grá Pjé
Sýningin ATHANOR, sem fjallar
um tengsl alkemíu og nútímamynd-
listar, verða opnuð í listamiðstöð-
inni í Sete í Suður-Frakklandi í dag,
en íslenski listamaðurinn Halldór
Ásgeirsson mun taka þátt í sýning-
unni auk þess að flytja gjörning á
morgun, laugardaginn 22. október,
sem ber titilinn Að vekja upp eld-
fjallið og vökva blómin.
Í tilkynningu frá Halldóri segir
að eldurinn galdri fram hinar ótrú-
legustu myndir sem streymi út úr
bræddum hraunsteini og búi til
sjálfstætt myndmál.
„Myndmálið höndla ég síðan eftir
eigin leikreglum. Hraunsteinn úr
kulnuðu eldfjalli frá Auvergne-
héraði í Mið-Frakklandi hangir í
loftinu og beint fyrir neðan hann
liggur stór ísklumpur þar sem
greypt hefur verið ofan í fryst
rauðvínskúla, en þess má geta að í
listasetrinu var áður kæligeymsla
fyrir sardínur þar sem framleiddur
var ís,“ segir hann um verk sitt.
„Ég stíg inn í hringinn og byrja að
bræða steininn með logsuðu. Eftir
nokkrar sekúndur verður steinninn
rauðglóandi og fer að drjúpa úr
honum ofan í ísinn, sem bráðnar við
það. Hraunið ummyndast í svartan
glerung vegna snöggkólnunar í
andrúmsloftinu og einnig verða til
örfínir þræðir sem kallast á jarð-
fræðimáli nornahár. Droparnir sem
leka niður eru í raun safinn innan
úr storknuðu hrauninu sem um-
breytist síðan í litlar verur, eins
konar álfa. Á sama tíma birtist
kona með sítt svart hár klædd hvít-
um kjól sem gengur hægum skref-
um og kastar blómum sem hún hef-
ur tínt úr umhverfinu, eða réttara
sagt fórnar þeim, inn í hringinn.
Samtalið hefst.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Bræðingur Halldór Ásgeirsson sýnir bráðið hraun í Frakklandi.
Samtal í Suður-Frakklandi
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson situr ekki auðum
höndum, því hann gaf á dögunum út nýja breiðskífu
með jólalögum og er með í undirbúningi tónleika í
Gamla bíói í desemberbyrjun, jólatónleika til að
kynna jólaplötu. Undirleikarar á plötunni eru banda-
ríski tónlistarmaðurinn Don Randi og hljómsveit
hans og Randi og félagar eru einmitt væntanlegir
hingað til lands til að leika á jólatónleikunum í Gamla
bíói.
Tónleikarnir verða undir stjórn Dons Randis, sem
kemur hingað með hljómsveit sinni og haldnir í Gamla bíói
9. desember. „Ég hef ekki haldið mikið af tónleikum, enda
er framborðið svo mikið, en taldi að nú væri
heppilegt að vera með tónleika og gef mig all-
an í það,“ segir Geir og bætir því við að ekki
sé bara að framúrskarandi tónlistarmenn
leiki á tónleikunum, heldur verði hann með
með einvalalið söngvara sér til aðstoðar
„Ingó veðurguð kemur fram og einnig Edda
Borg og Fabúla. Sérstakur heiðursgestur
verður Richard Scobie, sem hefur ekki
komið fram á tónleikum á Íslandi í mörg,
mörg ár. Svo verður Flugfreyjukór
Icelandair með okkur.
Hljómsveit í toppformi
Svo bað Don um að við myndum
kynna á tónleikunum nýjan söngvara
og ég er mjög stoltur að geta kynnt
til leiks Má Gunnarsson sem er stór-
kostlegt efni sem söngvari og píanó-
leikari og gríðarlega flottur lagahöf-
undur. Þetta verður heljarinnar
stemmning, en hljómsveitin verður tólf
manna, Don kemur með sex menn með
sér og svo slást íslenskir hljóðfæraleikarar
í hópinn.“
Don Randi er þekktur píanóleikari og upp-
tökustjóri og hefur starfað með mörgum sögu-
frægum tónlistarmönnum, til að mynda Frank Sin-
atra, Nancy Sinatra og Elvis Presley. Hann rekur
djassklúbbinn The Baked Potato í Los Angeles og
er geysiduglegur við spilamennsku með hljómsveit
sinni að sögn Geirs. „Ég ætla að bjóða upp á
hljómsveit sem er í besta músíkformi sem hugsast
getur, með frábæra söngvara og plötu sem er öðruvísi,
en svo er fyrst og fremst að reyna að hafa gaman af
þessu.“
Tileinkar plötu og tónleika dóttur sinni
Undirleikur á plötunni er eftir Don Randi og fé-
laga og Randi útsetti lögin. „Áður en hún fæddist
hringdi Don í mig og sagði: Geir, nú verðum við að
gera jólaplötu saman. Hann bauð mér það að bandið
myndi taka upp plötu fyrir mig með því skilyrði að
ég myndi setja saman konsert og þeir kæmu til Ís-
lands að spila. Þetta eru amerískir standardar, klassík
amerísk jólalög sem allir þekkja í nýjum útsetn-
ingum.“
Platan og tónleikarnir eru tileinkuð
dóttur Geirs, Önnu Rós, sem
hann segir hafa gerbreytt
lífi sínu. „Þessi fallega
stúlka sem kom inn í líf
mitt gjörbreytti því og ég
hugsa allt öðruvísi um líf-
ið en ég gerði. Ég finn
það í fyrsta skipti að ég
er ekki að setja mig í
fyrsta sætið og nú
finnst mér ég vera
að setja konuna
mína og barnið í
fyrsta sæti og
það er eðlilegt.
Ég hefði ekki
viljað eignast
barn og konu
og hugsa eins
og ég gerði
áður. Ég er
rosalega
ánægður og
þakklátur fyrir það
sem guð hefur gefið
mér. Allt sem ég geri í dag
þá er ég með þessa fallegu
stúlku í huga.“
Fyrst og fremst að reyna
að hafa gaman af þessu
Geir Ólafsson gefur út jólaplötu og undirbýr jólatónleika Hljómsveit frá
Los Angeles spilar undir Tólf manna hljómsveit og gestasöngvarar
Jólaskap Geir Ólafsson gaf á dög-
unum út breiðskífu með jólalögum
og er með í undirbúningi tónleika í
Gamla bíói í desemberbyrjun.
Morgunblaðið/RAX
Nýjar týpur af
vinsælu KAFFE-buxunum
komnar í verslanir
Útsölustaðir:
• Momo.is – Garðabæ
• Cocos – Grafarvogi
• Kroll – Laugavegi
• Share – Kringlunni
• Fröken Júlía – Mjódd
• Stíll – Síðumúli
• Rita - Kópavogi
• Dion.is – Glæsibæ
• Corner - Smáralind
• Smartey.is – Vestmannaeyjum
• Rexin – Akureyri
• Gallery Ozone – Selfossi
• Palóma – Grindavík
• Sentrum – Egilsstöðum
• Blómsturvellir – Hellissandi
• Verslunin Nína – Akranesi
• Kóda – Keflavík
• Töff föt – Húsavík
• Mæðgur og Magasín – Stykkishólmi
• SiglóSport – Siglufirði
• Pex – Neskaupsstað/Reyðarfirði
• Efnalaug Dóru – Höfn
• Skagfirðingabúð – Sauðárkróki run@run.is • www.run.is
30
ÁRARÚN
HEILDVERSLUN
JACK REACHER 2 8, 10:30
TRÖLL 2D ÍSL.TAL 4, 6
GRIMMD 5:45, 10:30
INFERNO 8, 10:30
BRIDGET JONES’S BABY 5, 8
STORKAR 2D ÍSL.TAL 3:45
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 4