Morgunblaðið - 21.10.2016, Page 92
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Nakin kona við hús á Barónsstíg
2. „Ég er orðinn bugaður“
3. 3 vélum snúið frá Keflavík
4. Bláeygður tesali slær í gegn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningu Unnars Arnar, Þættir úr
náttúrusögu óeirðar, lýkur nú um
helgina en sýningin er í sýningarrým-
inu Harbinger, sem er til húsa á
Freyjugötu, og verður opin milli kl. 14
og 17 alla helgina.
Þáttum úr náttúru-
sögu óeirðar að ljúka
Myndasögu-
forlögin Gisp! og
Froskur efna til
útgáfufagnaðar á
Kaffi Laugalæk/
Gallerí Laugalæk í
gamla Verðlista-
húsinu við Lauga-
læk í dag klukkan
17.00 í tilefni af
nýrri myndasögu eftir þá Bjarna Hin-
riksson og Jón Karl Helgason, sem
nefnist Hvað mælti Óðinn?
Fagna útgáfu Hvað
mælti Óðinn?
Jesper Pedersen býður til tónleika í
Mengi í tilefni af fertugsafmæli sínu í
kvöld. Þeremín, hljóðgervlar og önnur
rafhljóðfæri, vídeó, harpa og slagverk
koma mögulega við sögu að sögn
Jespers en gestir hans á afmælis-
tónleikunum
verða Katie
Buckley
hörpuleikari
og Frank
Aarnink
slagverks-
leikari.
Afmælistónleikar Jes-
pers Pedersen í Mengi
Á laugardag, sunnudag og mánudag Suðaustan 8-15 m/s og
rigning, talsverð sunnan til en skýjað með köflum eða bjartviðri um
landið norðaustanvert. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustan til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning sunnan- og vestanlands, en skýjað
með köflum og yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 14
stig, hlýjast á Norðurlandi.
VEÐUR
„Það er þess virði að fljúga
alla þessa leið til Kína til að
fá svona góða leiki og frá-
bæra umgjörð,“ segir lands-
liðsþjálfarinn Freyr Alex-
andersson í Morgunblaðinu
í dag, en íslenska kvenna-
landsliðið gerði 2:2 jafntefli
við Kína í fyrsta leik á fjög-
urra þjóða móti sem hófst í
gær. Gríðarlegur raki hafði
sitt að segja í leiknum sem
Freyr segir að hafi að mestu
gengið framar vonum. »3
Jafntefli og flest
til fyrirmyndar
Morgunblaðið ræðir í dag við Jón Ax-
el Guðmundsson, körfuboltamann frá
Grindavík, sem er að koma sér fyrir í
Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum.
Fram undan er spennandi vetur hjá
Jóni þar sem hann reynir að vinna sér
sæti í sterku liði Davidson-háskólans.
Einn þekktasti íþróttamaður Banda-
ríkjanna, Stephen Curry, lék með lið-
inu á árum áður. »4
Jón Axel á slóðum
Stephens Curry
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kynningardagur íþrótta fatlaðra á
Íslandi, Paralympic-dagurinn,
verður í frjálsíþróttahöllinni í
Laugardal á morgun klukkan 14-
16 og eru allir boðnir velkomnir.
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra
hefur mælst til þess við sambönd
innan hreyfingarinnar að þau
kynni íþróttir og íþróttaiðkun fatl-
aðra með ein-
hverjum hætti.
Jón Björn Ólafs-
son, íþrótta- og
þjónustustjóri
hjá Íþrótta-
sambandi fatl-
aðra, segir að
Bretar hafi farið
þá leið að bjóða
afreksfólki víðs
vegar að úr
heiminum til
Bretlands til þess að taka þátt í
keppnum en Íþróttasamband fatl-
aðra hafi valið þá leið að vera með
sérstakan kynningardag. „Með
þessum hætti fá öll aðildarfélög
Íþróttasambands fatlaðra tækifæri
til þess að koma fram og kynna
starfsemi sína auk þess sem
íþróttanefndir sambandsins kynna
íþróttir og útfærslu á þeim með
það í huga að margar íþrótta-
greinar fatlaðra eru með öðruvísi
aðlögun en í íþróttum ófatlaðra.“
Í annað sinn
Íþróttasamband fatlaðra á sér
langa sögu en byrjað var með
kynningardaginn í fyrra. Jón
Björn segir að hann hafi heppnast
sérlega vel og áfram verði haldið á
sömu braut árlega. „Félögin og
nefndirnar merktu það að þau og
nýir iðkendur hefðu náð vel saman
enda reynum við að skapa svona
viðburðatilfinningu, að ein-
staklingar sem eru óákveðnir og
stunda ekki íþróttir geti komið og
kynnt sér hvað er í boði,“ segir
hann. „Þetta var léttleikandi og
skemmtilegur dagur og þannig
viljum við hafa daginn. Við bjóð-
um öllum sem vilja að koma og
líta inn, hvort sem um er að ræða
fatlaða eða ófatlaða. Við notum
tækifærið til þess að sýna starf-
semi okkar, eins fjölbreytt og lit-
skrúðug og hún er. Auðvitað er
það áskorun að kynna grein eins
og sund inni í frjálsíþróttahöll en
við klórum okkur fram úr því eins
og öðru.“
Liðlega 1.000 iðkendur eru
skráðir í íþróttir fatlaðra hér-
lendis. Jón Björn bendir á að hér
fæðast fimm til 15 börn með helft-
arlömun og aðrar hamlanir árlega
og miklu máli skipti að kynna
þeim íþróttastarfið. Það sé há-
mark endurhæfingarinnar þegar
einstaklingur, sem býr með fötlun,
taki ákvörðun um að stunda
íþróttir og almenna lýðheilsu.
„Við erum sammála mörgum
sérfræðingum um það að end-
urhæfingin getur ekki orðið mikið
skilvirkari en það og við gerum
okkur grein fyrir því að við verð-
um stöðugt að koma þeirri flóru,
sem er í framboði hjá okkur, á
framfæri,“ segir Jón Björn. „Við
leggjum því mikið upp úr þessum
kynningardegi og viljum með hon-
um benda á mikilvægi þess að sem
flestir stundi íþróttir og holla
hreyfingu, þó ekki sé nema lýð-
heilsu eða almenningsíþróttir.“
Sund í frjálsíþróttahöll
Kynning á íþrótt-
um fatlaðra í Laug-
ardalnum á morgun
Afreksmaður á Paralympics Þorsteinn Halldórsson í bogfimi á Ólympíumótinu í Rio de Janeiro í september sl.
Kynning Kynningardagurinn var
fyrst í fyrra og var vel tekið.
Jón Björn
Ólafsson
Það ætti að skýrast í byrjun næsta
mánaðar hvort Guðmundur Þórður
Guðmundsson, þjálfari danska lands-
liðsins í handknattleik, framlengir
samning sinn
við danska
handknatt-
leiks-
sambandið,
en samn-
ingur hans
rennur út
næsta sumar.
»1
Framlengir Guðmundur
við Danina?