Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stór hópur fólks á aldrinum 16 til 74 ára, eða á annan tug þúsunda einstak- linga, er í þeirri stöðu að vera annað hvort í hlutastarfi á vinnumarkaði og vilja bæta við sig vinnu eða alveg utan vinnumarkaðarins, þó þeir séu ekki skráðir atvinnulausir en segjast vera tilbúnir að vinna ef þeim býðst starf. Þetta kemur fram í greinargerð Hag- stofunnar um vinnumarkaðinn á þriðja fjórðungi ársins sem birt var í gær. Hér er um að ræða fólk sem er á mörkum atvinnuleysis og launavinnu, til dæmis þá sem teljast vinnulitlir að sögn Hagstofunnar, eru í hlutastarfi en vilja vinna meira og hins vegar fólk sem er utan vinnumarkaðarins, er í atvinnuleit en getur ekki hafið störf innan tveggja vikna og fólk sem er ekki að leita að vinnu en er tilbúið að vinna ef tækifæri gefst. Þessi hópur er fjölmennari en hópur atvinnu- lausra. Leggja minna af mörkum en þeir geta eða vilja Í greinargerð Hagstofunnar er bent á að hóparnir sem um ræðir eigi „það sammerkt að leggja minna af mörkum á vinnumarkaði en þeir geta eða vilja og því má segja að þeir séu vannýtt vinnuafl. Þrátt fyr- ir að þessir hópar teljist ekki at- vinnulausir samkvæmt skilgrein- ingu ILO endurspegla þeir engu að síður skort á atvinnu, samanber fólk sem er fast í hlutastörfum af því að því býðst ekki fullt starf. Samtals voru 18.000 manns í þessum hópum eða 7,6% af heildarmannfjölda 16-74 ára á þriðja ársfjórðungi 2016,“ seg- ir þar. Inni í þessari tölu eru u.þ.b. 5.200 einstaklingar sem sögðust vera at- vinnulausir í könnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi er með því minnsta sem mælst hefur um langt árabil. Á þriðja ársfjórðungi 2016 voru að með- altali 5.200 manns án vinnu og í at- vinnuleit eða 2,6% vinnuaflsins. Á þriðja ársfjórðungi voru 36.700 manns utan vinnumarkaðar og af þeim voru 6.100 tilbúnir til að vinna byðist þeim starf, eða 16,6%. Rúm- lega 1.100 manns voru í atvinnuleit en ekki tilbúnir til að hefja störf eða 3,1%. „Samtals eru þetta um 7.200 manns, eða 19,7% þeirra sem eru utan vinnumarkaðar, sem annað hvort eru tilbúnir að vinna en ekki að leita eða eru að leita en ekki tilbúnir að vinna,“ segir í útskýringum Hagstofu. Því til viðbótar eru svo 5.500 manns sem teljast vinnulitlir og vilja vinna meira eins og áður segir. Að öllu saman- lögðu voru tæp 42 þúsund manns á vinnumarkaði í hlutastörfum á þriðja ársfjórðungi. Nýta vinnumarkaðsúrræði Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að töluverð- ur hópur fólks myndi vilja vinna meira en hann gerir. Spurður segir hann að sá fjöldi einstaklinga sem tekur þátt í vinnumarkaðsúrræðum haldist í hendur við minnkandi at- vinnuleysi. Skv. tölum Vinnumálastofnunar tóku 586 einstaklingar þátt í einhvers- konar námskeiðum og almennum úr- ræðum fyrir atvinnuleitendur í sept- ember og 104 tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum. Vannýtt vinnuafl 18.000 manns  Um 5.200 atvinnulausir skv. könnun Hagstofunnar  Stærri hópur einstaklinga eru vinnulitlir og vilja bæta við sig vinnu eða standa fyrir utan vinnumarkaðinn en vilja gjarnan fá starf ef tækifæri býðst Í slippnum Fólki í fullu starfi fjölg- aði á þriðja ársfjórðungi um 4.800 frá sama tíma 2015. Morgunblaðið/Ófeigur Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gera þarf við ytra byrði Hegning- arhússins að Skólavörðustíg 9 og mun viðgerðarkostnaðurinn hlaupa á hundruðum milljóna, að sögn Snævars Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Ríkis- eigna. Verkfræði- stofa vann bráðabirgða- skýrslu árið 2014 og mat viðgerð- arkostnað ytra byrðisins upp á um 250 milljónir króna. Ríkiseignir telja það vera fremur vanáætlað en hitt og að viðgerðarkostnaðurinn verði eitthvað hærri, að sögn Snæv- ars. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnotkun hússins. Húsið grandskoðað Snævar sagði að búið væri að skoða húsið með Minjastofnun, verkfræðistofum og ýmsum sem unnið hafa við húsið á fyrri stigum. „Það er verið að meta hvað þurfi að gera til þess að koma húsinu í varanlegt lag,“ sagði Snævar. Einn- ig er verið að athuga við hvaða tíma eigi að miða varðandi friðun á ytra byrði hússins. Húsið er alfriðað að utan en aðeins að hluta að innan sakir aldurs þess og sögu. „Í fyrsta lagi þarf að koma í veg fyrir að húsið leki. Svo er spurning um hvað á að gera við fangels- isgarðinn. Þetta eru þær spurning- ar sem snúa að okkur hjá Rík- iseignum,“ sagði Snævar. Hann sagði að viðhaldi Hegningarhússins hefði lengi verið áfátt. Byggingar- máti hússins er ekki hefðbundinn og húsið þannig að viðhald þess er ekki auðvelt. Til dæmis eru þökin klædd steinflísum og húsið hlaðið úr íslensku hraungrýti sem er límt saman með steinlími. Viðhaldið krefst mikillar natni, að sögn Snæv- ars. Framkvæmdir líklega 2018 „Við fjárlagagerðina lögðum við til að leitað yrði fjárheimilda til að fara í undirbúningsvinnu vegna vinnu við ytra byrði hússins, hönn- un og ef til vill útboð undir lok árs- ins 2017. Framkvæmdin sem slík verður líklega ekki fyrr en á árinu 2018,“ sagði Snævar. Samtímis und- irbúningi að viðgerð á ytra byrði hússins væri hægt að nýta tímann til að huga að því hvers konar starf- semi menn vilja að verði í húsinu, að sögn Snævars. Hann sagði að taka þyrfti afstöðu til þess hvort húsið ætti að verða sjálfbært, þann- ig að starfsemi í húsinu stæði undir kostnaði við það, eða hvort þar ætti að vera starfsemi á kostnað skatt- borgaranna. Snævar sagði að Ríkiseignir mundu ekki ráða því hvaða starf- semi verður í húsinu heldur mundi fjármálaráðuneytið taka ákvörðun um það. Morgunblaðið/RAX Hegningarhúsið Var hlaðið úr íslensku hraungrýti fyrir 144 árum. Þar var fangelsi í 142 ár þar til á liðnu vori. Hegningarhúsið þarfnast viðgerðar  Ytra byrðið er illa farið  Viðgerð upp á hundruð milljóna Hegningarhúsið » Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg 9 var hlaðið úr ís- lensku hraungrýti árið 1872. Það var tekið í notkun 1874. » Hegningarhúsið var elsta fangelsi landsins þar til fang- elsinu var lokað í vor. Þá hafði fangelsi verið í Hegningarhús- inu í 142 ár. » Hæstiréttur Íslands var einnig þar til húsa 1920-1949. Gamla Bæjarþingstofan í Reykjavík er á efri hæð húss- ins. Snævar Guðmundsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umferðin á þjóðvegum landsins hef- ur aukist gríðarlega mikið í ár og lítur út fyrir að aukningin verði 13% milli ára, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þessi aukna umferð kemur að sjálf- sögðu fram í fjölgun ökutækja sem fara um Hvalfjarðargöngin. Í nýliðn- um októbermánuði fóru rúmlega 188 þúsund ökutæki um göngin sem er 12% aukning frá sama mánuði í fyrra. Stefnir í glæsilegt met Fyrstu 10 mánuði ársins hafa alls 2.036.647 ökutæki farið um Hval- fjarðargöng. Allt árið í fyrra var fjöldinn 2.047.899 ökutæki, sem var met. Enn eru eftir tveir mánuðir af árinu 2016 og því stefnir í glæsilegt met á þessu ári. Fram hefur komið í fréttum að þessi mikla aukning flýtir fyrir því að öryggismörkum í göng- unum verði náð. Þau miðast við að 8 þúsund ökutæki fari um göngin að jafnaði á hverjum sólarhring. Líka met í höfuðborginni Umferðin í nýliðnum október um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á hringveginum jókst um tæplega 11%. Mest jókst umferðin um Austurland eða um rúmlega 41% en minnst í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins eða um tæp 8%. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu sjálfu hefur ekki áður verið meiri í október en í nýliðnum októbermán- uði. Umferðin jókst um 4,3%. Nú lítur út fyrir að umferðin í ár geti orðið um 6,5% meiri en í fyrra og yrði það mesta ársaukning síðan árið 2007. Árið 2007 var met í umferðinni hér á landi en nú stefnir í að umferðin ár- ið 2016 verði 20 prósentum meiri en árið 2007, segir í frétt Vegagerð- arinnar. Yfir tvær millj- ónir um göngin  Stefnir í nýtt met á hringveginum Morgunblaðið/Þórður Umferðin Aldrei hafa fleiri ökutæki verið á þjóðvegum landsins en í ár. Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða lagerstarfsmann?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.