Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Kostnaður við rekstur grunnskóla
hefur farið verulega vaxandi undan-
farinn áratug eða um þriðjung að
raungildi á hvern
nemdanda árin
2002-2014. Þetta
kemur fram í
nýrri rannsókn
Vífils Karlssonar
og Sveins Agn-
arssonar á kostn-
aði við íslenska
grunnskóla en
rekstur þeirra er
í dag fjármagns-
frekasti málaflokkur sveitarfélag-
anna.
„Þeim mun minni sem bekkirnir
eru þeim mun dýrari er skólinn og
þetta hefur langmestu hlutfallslegu
áhrifin á kostnaðinn,“segir Vífill
Karlsson, dósent í viðskiptadeild Há-
skólans á Akureyri, en meðalkostn-
aður lækki eftir því sem skólinn
stækkar og skiptir þá engu hvort
stærðin er metin út frá fjölda nem-
enda eða fjölda nemenda á hvern
kennara. Fjöldi nemenda í bekk hjá
hverjum kennara þarf því að vera í
kringum tuttugu að mati Vífils og því
ættu heppilegustu einingarnar í
skólum landsins, sem bjóða upp á 10
árganga, að vera 200, 400, 600 og 800
nemendur.
„Þeim skólum sem ekki falla undir
heppilegar einingar fjölgaði á tíma-
bilinu og það er talið skýra að stórum
hluta hvers vegna kostnaður á hvern
nemanda hækkaði svo mikið á þessu
tímabili.“
Grunnskólanemendum fækkaði
um 1.500 börn á árunum 2002-2014,
mest utan höfuðborgarinnar. „Það
þýðir að það eru mjög margir skólar
að færast fjær þessari heppilegu
stærð og það er mjög dýrt,“ bætir
Vífill við en grunnskólarnir verði því
sífellt þyngri liður í rekstri sveitarfé-
laga úti á landi.
Fjöldi kennara með réttindi og
annarra starfsmanna skólans hefur
einnig áhrif á kostnaðinn. Því þurfi
minni skólar frekar að brjóta upp hið
hefðbundna skólaform, kenna
nokkrum árgöngum saman til að
nýta kennarann með sem bestu móti.
Öll sérþjónusta við skólastarf sé
því einnig stór kostnaðarliður í öllu
skólastarfi. „Hvers kyns frávik, eins
og agavandamál, geta því verið mjög
dýr.“
Farið aftur í Pisa-könnun
„Þetta er mikil hækkun kostnaðar
í ljósi þess að okkur hefur farið aftur
í Pisa-könnuninni, sem er áhyggju-
efni. Það virðist því ekki vera beint
samhengi milli útgjalda og árang-
urs,“ segir Vífill þó sá mælikvarði
geti verið umdeilanlegur.
Þá hafi einnig vakið athygli hans
að í ljós kom að einkunnir í sam-
ræmdum prófum, sem eigi að end-
urspegla gæði, hafi engin marktæk
áhrif á kostnaðinn. Það þýði að engin
gæði sem ekki verða rakin beint til
færni kennaranna hafa áhrif á kostn-
aðinn, þ.e. gæði eins og aðbúnaður í
skólum, tölvukostur og fleira, og
stuðningur heima fyrir.
Kostnaður við grunnskóla eykst
Ný rannsókn sýnir um þriðjungshækkun kostnaðar á nemanda árin 2002-2014
Vífill Karlsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Færri Nemendum fækkaði um 1.500
börn á tímabilinu, mest utan borgar.
Samþykkt var með 11 samhljóða
atkvæðum á fundi bæjarstjórnar
Akureyrar á þriðjudag, tillaga
Ingibjargar Ólafar Isaksen um að
í öllum samningum sem sveitarfé-
lagið gerir um verklegar fram-
kvæmdir verði skýrt kveðið á um
keðjuábyrgð verktaka þegar kem-
ur að því að tryggja kjarasamn-
ings- og lögbundin réttindi allra
starfsmanna sem að verki koma.
Í bókuninnni segir m.a.: „Með
þessu vill Akureyrarbær tryggja
að allir starfsmenn, hvort sem
það eru starfsmenn verktaka,
undirverktaka eða starfs-
mannaleiga, njóti launa, trygg-
inga og annarra réttinda í sam-
ræmi við gildandi kjarasamninga
og lög hverju sinni. Aðalverktak-
inn yrði í verksamningi gerður
ábyrgur fyrir að tryggja kjara-
samnings- og lögbundin réttindi
allra starfsmanna sem að verkinu
koma.“
Keðjuábyrgð verk-
taka á Akureyri
Landskjörstjórn kemur saman til
fundar mánudaginn 7. nóvember nk.
kl. 16 í Austurstræti 8-10 til að út-
hluta þingsætum á grundvelli kosn-
ingaúrslita í kjördæmum eftir al-
þingiskosningarnar síðastliðinn
laugardag.
Í auglýsingu frá landskjörstjórn
er umboðsmönnum þeirra stjórn-
málasamtaka sem buðu fram við al-
þingiskosningarnar gefinn kostur á
að koma til fundarins.
Í 106. grein stjórnarskrárinnar er
mælt fyrir um að þegar landskjör-
stjórn hafi úthlutað þingsætum skuli
hún tafarlaust fá hinum kjörnu þing-
mönnum og að svo stöddu jafn-
mörgum varaþingmönnum kjörbréf.
„Jafnskjótt og kjörbréf hafa verið
afhent skal landskjörstjórn tilkynna
stjórnarráðinu um úrslit kosning-
anna og senda nöfn hinna kjörnu
þingmanna til birtingar í Stjórn-
artíðindum,“ segir í stjórnarskránni.
„Alþingi sker sjálft úr, hvort
þingmenn þess séu löglega kosn-
ir,“ segir í 46. grein laga um kosn-
ingar til Alþingis. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Landskjör-
stjórn úthlut-
ar þingsætum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við sjáum miklu meiri notkun
ávanabindandi lyfja á Íslandi heldur
en annars staðar á Norðurlöndum.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur,“
sagði Ólafur B. Einarsson, verkefn-
isstjóri lyfjamála hjá Embætti land-
læknis. „Íslendingar eru langhæstir
í notkun örvandi lyfja eins og rítalíns
og skyldra lyfja. Við notuðum hlut-
fallslega 260% meira af þeim en Sví-
ar sem komu næstir. Árið 2013 var
Ísland í fyrsta skipti, samkvæmt
norrænni heilbrigðistölfræði (No-
mesco), komið í efsta sæti í notkun
verkjalyfja á Norðurlöndum. Þá er
Ísland orðið hæst í notkun verkja-
lyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og ró-
andi lyfja, róandi og kvíðastillandi
lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru
ávanabindandi.“
Mikil notkun verkjalyfja hér
Lyfjastofnun birti nýlega grein
um notkun ópíóða, sem yfirleitt eru
verkjalyf. Notkun þeirra hér var
borin saman við notkun í Danmörku
og í Noregi. Á undanförnum níu ár-
um hefur notkun þessara lyfja vaxið
hér um 18% en á sama dróst notkun
þeirra í Danmörku saman um 14%
og í Noregi um 4%.
Ólafur sagði margar skýringar
vera á mikilli notkun þessara verkja-
lyfja hér. Þeir sem nota mest af þeim
glíma við erfið veikindi.
„Við sjáum líka marga sem glíma
við lyfjafíkn fá þessi lyf,“ sagði Ólaf-
ur. Þeir sem glíma við fíknina fá ekki
lyfjunum ávísað á sig heldur fá aðrir
lyfin og selja þau síðan eða gefa.
Heildarnotkun lyfja í flokki
ópíóíða var mest á Íslandi á árinu
2015 en minnst í Noregi. Notkun
parkódíns var þá um fjórðungur af
allri notkun ópíóíða hér á landi.
„Við höfum séð aukningu í flestum
verkjalyfjum en ávísanir parkódíns
forte bera af,“ sagði Ólafur. Trama-
dól var gert eftirritunarskylt hér á
landi árið 2012 að ósk Embættis
landlæknis. „Ópíóíð-lyf eru þau sem
við sjáum koma oftast fyrir sem
meginorsök dauðsfalla þar sem
grunur leikur á lyfjaeitrun.“ Talið er
að dauðsföll vegna lyfjaeitrana fær-
ist í vöxt.
Hættuleg blanda lyfja
Matvæla- og lyfjastofnun Banda-
ríkjanna (FDA) sendi nýlega út al-
varlega viðvörun um samhliða notk-
un verkjalyfja (ópíóíða) og róandi
lyfja (benzódiazepín), þ.e. svefnlyfja,
sefandi lyfja og þunglyndislyfja. Í
grein Lyfjastofnunar segir að á
árinu 2015 hafi yfir 8.000 Íslend-
ingar fengið ávísað bæði ópíóíð-
verkjalyfjum og róandi benzódíazep-
ín-lyfjum á einhverjum tíma ársins.
Ólafur sagði ávísanavenjur ávana-
bindandi lyfja hér á landi vera
áhyggjuefni. „Við teljum okkur
merkja fjölgun dauðsfalla vegna
lyfjaeitrana. Sterkir ópíóíðar eru oft-
ast taldir vera orsök dauðsfallanna.“
Hann sagði ómögulegt að segja hve
mörg dauðsföll verða á ári á Íslandi
vegna lyfjaeitrana.
Grunur um lyfjaeitrun
Embætti landlæknis fær mats-
gerðir þar sem greind eru sýni úr
látnu fólki og grunur er um lyfja-
eitrun. Í fyrra fékk embættið 36 slík-
ar matsgerðir til skoðunar. Í mörg-
um tilvikum er lyfjaeitrun ekki skráð
dánarorsök, þótt sterk rök hnígi að
því að ofnotkun lyfja hafi átt þátt í
andlátinu. Þá eru ótalin slys sem
verða þar sem fólk er undir áhrifum
lyfja eða álag á heilbrigðiskerfið
bæði þar sem fólk er að sækja í lyf og
eins vegna afleiðinga misnotkunar.
Ólafur sagði að þegar notkun þess-
ara lyfja væri jafn mikil og hún væri
hér mætti spyrja sig hvort þetta
skapaði meiri vanda hér á landi held-
ur en í nágrannalöndunum. Það viss-
um við hins vegar ekki.
Lyfjaneyslan er áhyggjuefni
Íslendingar nota ávanabindandi lyf mun meira en aðrir Norðurlandabúar
Yfir 8.000 Íslendingum ávísað lyfjum 2015 sem varasamt er að nota samtímis
Morgunblaðið/Sverrir
Lyf Talið er að dauðsföllum vegna lyfjaeitrana hafi fjölgað.
Vertu upplýstur!
blattafram.is
ÞÚ ERT LÍKLEGRI
TIL AÐ GRÍPA INNÍ
EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU
Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN
Laugavegi 52 | 101 Reykjavík
Sími 552 0620 | gullogsilfur.is
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
Verslunin er flutt í Holtasmára 1
(Hjartaverndarhúsið)
20% afsláttur af öllum vörum til 5.Nóv
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Vetrarvika 20% afsláttur af öllum vörum
frá ZHENZI og ZE-ZE