Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 12
»Ég gæti sprengt kjarn-orkusprengju eða haldið árshátíð trúðafélags- ins í stofunni án þess að sonurinn myndi taka eftir því, svo lengi sem eitthvað frá Disney væri í imbanum. Sumir segja að það sé rosalegaerfitt og krefjandi að eigabarn. Þar sem ég er eigandibarns verð ég að vera ósam- mála þeirri kenningu. Það er ekkert mál að eiga barn, en að ala það upp er reyndar allt annar handleggur sem ég er enginn sérfræðingur í. Ég held stundum að sonur minn haldi að hann sé að ala mig upp. „Vertu kurteis,“ segir hann til dæmis við mig þegar ég reyni að sýna honum hver sé yfirmað- ur á heimilinu og hver sé starfsmaður á plani. Ekki það að ég sé að skipa honum fyrir eins og Georg Bjarnfreð- arson, en það væri þægilegt ef hann tæki þjónastarf sitt af meiri alvöru. Þegar pabbi hans sagðist vera svang- ur um daginn heyrðist í litla harð- stjóranum: „Ekki væla.“ Helsta baráttan snýst þó um sjónvarpið og ég er örugglega ekki eina for- eldrið sem berst í þeim bardaga á hverjum degi. Við reynum að takmarka glápið og erum farin að kenna drengnum að leika inni í her- berginu sínu í stað- inn. Það er svaka- legt hversu mikið vald sjónvarpið getur haft yfir krökkum. Ég gæti sprengt kjarn- orkusprengju eða haldið árshátíð trúða- félagsins í stofunni án þess að sonurinn myndi taka eftir því, svo lengi sem eitt- hvað frá Disney væri í imbanum. Sama mætti reyndar segja um sambýlismanninn þegar menn í stutt- buxum eru einhvers staðar úti í heimi að sparka í bolta, en það er önnur saga. Þegar maður eignast barn eru ófá augnablikin sem maður kvíðir fyrir. Tanntaka, fyrsti dagurinn á leik- skóla og koppaþjálfun. Það er persónulega það sem mér fannst óyfir- stíganlegast og var búin að ákveða að það myndi taka á. Gerðist reyndar svo sniðug að vera stödd er- lendis þegar drengurinn fór úr því að vera bleyjubarn í að vera klósettbarn og slapp þar af leiðandi við stóran hluta ferlisins. Ég var til dæmis bara að sóla mig með kokteil í hönd þegar ég fékk sms frá föður barnsins. „Hann var að enda við að kúka í sig … á miðjum Austurvelli.“ Ég hló og hugs- aði: „Þessi koppaþjálfun er síðan bara ekkert mál.“ Heimur Auðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Ljósmynd/Örn Óskarsson Skógarþröstur Hann er fagur fugl og skemmtilegur og ekki matvandur, étur nánast hvað sem er. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við kunnum vel að meta þeg-ar fólk hefur samband viðokkur og segir okkur sög-ur úr sinni fuglakönnun. Fuglar eru skemmtilegir og það er gaman að njóta félagsskapar við þá. Margir eldri borgarar gefa fuglum reglulega og alltaf á sama tíma, og þeir segja þresti til dæmis banka upp á og biðja um sinn mat, ef hann er ekki kominn á réttum tíma. Star- inn er líka skemmtilegur fugl og ein- staklega flink eftirherma,“ segir Hólmfríður Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri Fuglaverndar, en ný- lega fór af stað árleg garðfugla- könnun fyrir veturinn á vegum Fuglaverndar þar sem fólk er hvatt til að skrá niður hvaða fuglar koma í garðinn hjá því. Fuglar í stað hunda Hólmfríður segir að til að tæla sem flesta fugla í garðinn sé um að gera að setja æti út fyrir þá. „Á heimasíðunni okkar er hægt að prenta út sérstakt blað til að skrá fuglana og við hvetjum vinnustaði sérstaklega til að láta slíkt blað liggja á kaffistofum hjá sér svo starfsfólk geti tekið þátt í könn- uninni. Á vinnustöðum falla til mat- arafgangar rétt eins og á heimilum og um að gera fyrir vinnuveitendur að hafa svæði úti við vinnustaði þar sem hægt er að henda slíkum af- göngum handa fuglunum. Fólk á vinnustöðum hefur látið okkur vita hvað þetta er gaman. Auðvitað fáum við líka að heyra frá fólki sem stund- ar fuglakönnun í sínum heimagörð- um og sumir eru afar áhugasamir, segjast gefa fuglunum í stað þess að eiga hund,“ segir Hólmfríður og bætir við að fólk geti byrjað hvenær sem er í fuglatalningunni, það skipti engu þó hún hafi farið af stað í lok október. Fuglar þurfa fitu á vetrum Hólmfríður segir að margir byrji fuglatalninguna smátt, til dæmis í sumarhúsum sínum að vori og hausti, en þeir sem séu með heils- árssumarhús gefi margir fuglunum allan veturinn, en síðan færa þeir sig heim og gefa fuglunum þar í garð- inum. „Þetta fólk hefur komist að því að það koma ekki alltaf sömu fugla- tegundir á sumarhúsalóðina og í borgargarðinn. Snjótittlinga er til dæmis erfitt að fá inn í þrönga garða í þéttbýli, en þeir koma aftur á móti gjarnan að sumarhúsum þar sem eru opin svæði, þeirra fæðuval er svo aðeins fábreyttara en hjá þröstunum til dæmis, þó þeir laumist í kjötsag á köldum vetrardögum.“ Hún segir marga fugla vera alætur og því sé hægt að gefa þeim næstum hvað sem er, til að lokka þá í garðana. „Fólk getur vissulega keypt sérstakt fuglafóður, en brauð er líka heppileg fuglafæða. Það er um að gera að setja út í garð smurðu íbitnu brauðafgangana og líka brauð sem er orðið lélegt og enginn vill borða. Gott er að rífa brauðið niður í bita og um að gera að setja olíu á brauðið ef það er kalt úti. Fita er afar góð fyrir fugla á vetrum í hörðum frostum, svo þeir geti haldið á sér hita. Marg- ir setja tólg út í pott, blanda saman við hafragrjónum, gömlu brauði, rúsínum, ávöxtum og hverju því sem til fellur. Fuglarnir eru mjög sólgnir í þetta.“ Fjör í ljósaskiptunum Hún segir skógarþröstinn ekki vera matvandan, hann éti næstum hvað sem er, en þó ekki grænmeti, en ávextir og vínber sem eru farin að láta á sjá eru tilvalin fuglafæða. „Rúsínur henta líka vel og steiktur laukur er mjög vinsæll hjá fuglum og þeir eru líka hrifnir af hverskonar morgunkorni. Kjötafgangar henta einnig ágætlega fyrir suma fugla, en hrafninn er vissulega sérlega sólg- inn í slíka fæðu, svo þeir sem vilja lokka hann til sín geta sett út á opið svæði beinin eftir helgarsteikina, en alltaf þarf að huga að hreinlæti,“ segir Hólmfríður og bætir við að góður tími til að gefa fuglunum sé í ljósaskiptunum, þá sé oft fjör í garð- inum. Fuglarnir elska matarafganga Í stað þess að henda matarafgöngum er heillaráð að gefa fuglum himinsins þá og draga þannig úr matarsóun. Nú þegar garðfuglakönnun Fuglaverndar fyrir vet- urinn er farin af stað, vill félagið hvetja fólk til að fóðra fugla við vinnustaði ekki síður en heimili og skrá hjá sér hvaða fuglar mæta í matinn. Hólmfríður Arnar- dóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar, segir þá sem gefa fuglum reglulega hafa mikinn félagsskap af þeim, enda skemmtileg og falleg dýr. Fuglar eru ekki mat- vandir, éta næstum hvað sem er. Steiktur laukur er mjög vinsæll. Í fuglaleit Hólmfríður með kíkinn um hálsinn í fuglaskoðunarferð. Á heimasíðu Fuglaverndar, www.fuglavernd.is, er hægt að nálgast sérstök eyðublöð til að skrá fuglana. Einnig er hægt að hringja í Fuglavernd eða senda tölvupóst og láta senda sér blöð. S.: 562 0477 netfang: fuglavernd@fuglavernd.is Farið er pólitískt leikrit sem gerist um borð í 100 hæða, steinsteyptu geimskipi á ferð um geiminn. Farþeg- ar eiga þar í samskiptum við kerfið um borð og mæta örlögum sínum þegar þeir rekast í horn og passa ekki inn í réttu rammana. Áhorfendur mega búast við sótsvartri háðsádeilu á þá þrautagöngu sem margir not- endur velferðarkerfisins upplifa. Farið er nýtt íslenskt leikrit eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur í leik- stjórn Margretar Guttormsdóttur og verður frumflutt af Halaleikhópnum í Hátúni 12, Reykjavík, í kvöld, föstu- dag, kl. 20. Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag sem stofnað var 1992 af áhugasömum einstaklingum, fötl- um sem ófötluðum. Miðasala á tix.is og midi@hala- leikhopurinn.is og í síma 897 5007. Farið er nýtt íslenskt leikverk Sótsvört háðsádeila Frá æfingu Farþegar geimskipsins mæta mæta örlögum sínum. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Ljós og hiti TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti 6.590 TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra 3.290 T38 Vinnuljós 5.590 Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa 12.830 TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera 5.390 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra 6.990 SHA-8083 3x36W Halogen 16.990 Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa 17.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.