Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 16

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Jóga Þóra hefur stundað jóga árum saman og er sannfærð um að ástundun þess hafi undirbúið sig bæði andlega og líkamlega fyrir breytingaskeiðið. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is B reytingaskeiðið er ein- stakt tímabil í lífi kvenna,“ staðhæfir Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, jógakennari. Ein- staklega gott, meinar hún vitaskuld. Og er ekki í neinum Pollýönnuleik, eins og sumir gætu ályktað, enda koma hitakóf, skapsveiflur og aðrir kvillar oft fyrst upp í hugann þegar fyrirbærið ber á góma. „Breytingaskeiðið er sá tími þegar líkaminn fer í gegnum nátt- úrulegt ferli sem markar tíðahvörf eða lok frjósemi kvenna hvað barn- eignir varðar en opnar um leið fyrir frjósemi á öðrum sviðum lífsins,“ heldur hún áfram. Hljómar ágætlega, en hvernig er hægt að sporna við fyrrnefndum kvillum, sem óneitanlega hrjá marga konuna á þessu tiltekna skeiði? „Jóganámskeið, sérsniðið að konum á breytingaskeiði, þar sem áhersla er lögð á að styrkja bein, nýru og nýrnahetturnar, sem fram- leiða hormónana, ásamt hugleiðslu er ein leiðin,“ svarar Þóra að bragði. Sjálf stendur hún fyrir einu slíku. Brilljant breytingaskeið, kallar hún það, fjögurra vikna námskeið í Yoga- vin, sem hefst á mánudaginn. Á nám- skeiðinu fjallar hún um heilsu, horm- óna og sköpunargleði og kennir markvissar aðferðir jóga og hug- leiðslu, sem skapa jafnvægi og efla meðvitund. Merkilegt skeið Þóra hefur stundað jóga árum saman og er sannfærð um að ástund- un þess hafi undirbúið sig bæði and- lega og líkamlega fyrir breyt- ingaskeiðið. „Ég gef mig ekki út fyrir að vera sérfræðingur um breytingaskeiðið ég þekki bara mína upplifun. Satt best að segja vissi ég ósköp lítið um þetta merkilega skeið þegar það hófst hjá mér. Þá fór ég að lesa mér til og hreifst sérstaklega af skrifum banda- ríska kvensjúkdómalæknisins Chris- tiane Northrup, sem hefur margt spaklegt fram að færa í þessum efn- um. Hún líkir tíðahvörfunum til dæmis við að ganga á fjall hvað ýmis líkamleg einkenni áhrærir og koma svo niður hinum megin annað hvort beisk eða glöð og tilbúin að takast á við óhjákvæmilegar breytingar.“ Þóra segir breytingaskeiðið yf- irleitt vara sex til þrettán ár. Það er misjafn hvenær það hefst en í grófum dráttum getur skeiðið varað frá fer- tugu til fimmtíu og tveggja ára ald- urs, plús eða mínus fimm ár. „Bullþröskuldurinn“ Hún dregur ekki dul á að breyt- ingaskeiðið sé konum miserfitt. Hins vegar bendir hún á að breytingar feli oft í sér tækifæri til endurnýjunar sem og áskoranir og þá sé mikilvægt að spila rétt úr spilunum. „Stundum er talað um vitru konuna, the wise women, eins og konur að loknu breyt- ingaskeiði eru gjarnan kallaðar á ensku. Engu að síður virðist sam- félagið afskrifa konur sem komnar eru um og yfir fimmtugt með marg- víslegum hætti eins og dæmin sanna. Kannski vegna þess að „bullþrösk- uldur“ þeirra lækkar eða hverfur hreinlega.“ Vitrar konur vita efalítið hvað Þóra á við með „bullþröskuldi“. Öðr- um til upplýsingar tekur hún sem dæmi að konur á breytingaskeiði hætti að sitja undir alls konar bulli og blaðri, sem þær áður létu kannski yf- ir sig ganga. „Við hættum sjálfsfórn- inni og þjónkuninni, nennum ekki lengur að vera í félagsskap fólks sem okkur leiðist og þar fram eftir göt- unum,“ útskýrir hún. Endurnýjunarorkan Þótt breytingaskeiðinu fylgi ým- is líkamleg óþægindi ítrekar Þóra að því fylgi jafnframt tækifæri til end- urnýjunar, sem gefi konum mögu- leika á að blómstra sem aldrei fyrr. „Margar konur fara að teikna og mála, skrifa eða fást við annað skap- andi sem þær lögðu á hilluna á yngri árum af því þær höfðu ekki tíma. Þær finna frjóseminni annan farveg og rækta bæði huga og hönd. Ég hljóma kannski eins og klisja, en aðalatriðið er að þær séu sáttar við sjálfar sig innan frá – út á það gengur jóga- námskeiðið. Ég bendi þátttakendum líka á að lesa ýmsar fræðibækur við- víkjandi breytingaskeiðið, til dæmis The Secret Pleasure of Menopause eftir Northrup, sem segir algengan misskilning að kynhvötin minnki við tíðahvörf, því sé aftur á móti þver- öfugt farið, “ segir Þóra jógakennari að lokum. Blómstrandi á breytingaskeiðinu Þótt breytingaskeiðinu fylgi stundum ýmis óþæg- indi segir Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, jógakenn- ari, að því geti jafnframt fylgt gríðarleg endurnýj- unarorka og sköpunar- kraftur, sem gefi konum tækifæri til að blómstra sem aldrei fyrr. Fjögurra vikna námskeið, Brillj- ant breytingaskeið, hefst mánu- daginn 7. nóvember í Yogavin, Grensásvegi 16. Kennt er mánu- daga og fimmtudaga kl. 19 - 20.30. Skráning yoga@yogavin.is „Margar konur fara að teikna og mála, skrifa eða fást við annað skapandi sem þær lögðu á hilluna á yngri árum af því þær höfðu ekki tíma.“ Börn í áhættu: Lestrarvandi er yfirskrift málþings Lions sem haldið verður kl. 10.30 – 13 á morgun, laugardaginn 5. nóvember, í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Málþingið er hluti af al- þjóðlegu Lionsverkefni, Lestrarátak – Baráttan gegn treglæsi. Á málþinginu fjallar Hrund Hjalta- dóttir um lestrarátak Lionshreyfing- arinnar, Ragnheiður Gestsdóttir, rithöf- undur og formaður Ibby á Íslandi flytur erindið Læsi – hvað er það?, Sigrún Jó- hannsdóttir, talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri, verður með erindið Að skrifa sig til læsis og Hrefna Sig- urjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heim- ilis og skóla, með erindið Lestur er ævi- löng iðja. Á málþinginu gefst gestum tækifæri til að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í umræðum. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Alþjóðlegt Lionsverkefni Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Lestur Að lesa og skrifa list er góð. Málþing um lestrarvanda barna Í tilefni sýningar á ljóðum Snorra Hjartarsonar, Inn á græna skóga, sem opnuð verður í dag, föstudag 4. nóvember, í Borgarbókasafninu Gróf- inni, verður boðið upp á tvenna tón- leika með yfirskriftinni Jazz í hádeg- inu – Hauströkkrið yfir mér. Annars vegar kl. 12.15 til 13 í dag, föstudag 4. nóvember, og hins vegar á morg- un, laugardag 5. nóvember, kl. 13.15 til 14. Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og hef- ur að þessu sinni fengið til liðs við sig tónlistarmenn sem allir hafa vak- ið athygli á íslensku jazzsenunni. Á tónleikunum flytja Leifur, sem er bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhanns- son, píanisti, og Sigríður Thorlacius, söngkona, gömul og ný lög við ljóð Snorra. Á sýningunni Inn á græna skóga má lesa og heyra lesin ljóð Snorra sem birtust í bókum hans Kvæði, Á Gnitaheiði, Lauf og stjörnur og Hauströkkrið yfir mér, auk ljóða sem Snorri orti eftir útgáfu Hauströkk- ursins og hann lét eftir sig óprentuð. Sýningin verður á Ljóðatorgi á fimmtu hæð bókasafnsins og stend- ur út febrúar 2017. Sýningin og dag- skrá henni tengd er í samstarfi við félagið Ljóðvegi og Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn. Aðgangur á tónleikana og sýn- inguna er ókeypis og allir velkomnir. Ljóðasýning og jazz í hádeginu í Borgarbókasafninu menningarhúsi Grófinni Inn á græna skóga og Hauströkkrið yfir mér Tónlist Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Leifur Gunnarsson og Sigríður Thorlacius. Ævar Þór Bene- diktsson les úr nýútkominni bók sinni, Þín eigin hrollvekja, kl. 11.30 á morgun, laugardag 5. nóv- ember, í Linda- safni og kl. 13 sama dag á fjöl- skyldustund Menningarhús- anna í Kópavogi, aðalsafninu við Hamraborg. Þín eigin hrollvekja er þriðja bókin í Þín eigin-bókaflokknum og er les- andinn sjálfur söguhetjan í þeim öll- um og ræður ferðinni. Sögusviðið í nýjustu bókinni er dimmt og drunga- legt, stútfullt af skrímslum og óvætt- um. Vampírur og varúlfar, uppvakn- ingar og illir andar, brjálaðar brúður og trylltir trúðar eru mögulega á reiki – þú ræður! Endilega … … hlustaðu á hrollvekjusögu Ævar Þór Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.