Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Segja má með sanni að tímamót hafi orðið í Íslandssögunni hinn 16. októ- ber síðastliðinn. Þann dag lést á heimili sínu í Curitiba í Brasilíu Nanna de Carvalho Söndahl, 101 árs að aldri. Nanna lifði lengst allra af fyrstu kynslóð afkomenda íslensku Brasilíufaranna, þeirra sem fæddust í Brasilíu. Nanna var dóttir Magn- úsar Söndahls sem flutti frá Sunnudal í Vopnafirði til Brasilíu árið 1873 ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Halldóru Magn- úsdóttur og Árna Sigfússyni. Þá var Magnús 7 ára. Það var árið 1870 að þrír Íslend- ingar fóru utan til að kanna að- stæður til búferlaflutninga. Þremur árum síðar fóru síðan 36 manns sem tilheyrðu þremur fjölskyldum. Þær voru ættaðar úr Sunnudal í Vopna- firði, Reykjadal og Bárðardal í Þing- eyjarsýslu. Þetta ferðalag var í anda vesturferðanna, fólkið ætlaði upp- haflega að setjast að í Kanada, en endaði í Brasilíu. Talið er að afkom- endur þessa hóps séu meira en 3.000 manns í dag. Heimsótti Ísland árið 1998 Nanna fæddist í Rio de Janeiro hinn 28. júní 1915. Faðir hennar hafði tekið upp eftirnafnið Söndahl, sem vísar til Sunnudals. Nanna kom aðeins einu sinni í heimsókn til Ís- lands, í september 1998, þegar hún var 83 ára gömul. Með í för voru 11 aðrir einstaklingar af íslenskum uppruna. Hópurinn fór m.a. í heim- sókn í Sunnudal í Vopnafirði og slógust blaðamaður og ljósmyndari í hópinn, þeir Kristján Jónsson og Árni Sæberg. Fram kemur í frásögn Kristjáns að Nönnu dreymdi frá barnsaldri um að heimsækja þetta undarlega eyland í norðri og afskekkta dalinn sem forfeður hennar komu frá. „Ég var alltaf að skoða kort af Íslandi, aflaði mér upplýsinga um það,“ sagði hún. „Ég er hreykin af ís- lensku ætterni mínu, ekki bara af því að faðir minn var Íslendingur heldur dái ég líka náttúruna hér, menninguna með goðsögnum sínum og dulúð. Og sá sem elskar land eins og Ísland gerir það ekki af léttúð, það kostar vinnu!“ Ekki var hópurinn heppinn með veðrið í Vopnafirði, það var rigning og dumbungur, ólíkt því sem fólkið átti að venjast heima í Brasilíu. Náði loks takmarkinu Kristján blaðamaður lýsir heim- sókninni í Sunnudal þannig: „Mánudagurinn var einnig þjóðhátíðardagur Brasilíumanna sem varð tilefni til að syngja þjóð- sönginn í rútunni. Ágústa Þorkels- dóttir frá Refsstað var leiðsögu- maður upp í Sunnudal og vann það þrekvirki að syngja Ó Guð vors lands án þess að misþyrma laginu. Sunnudalur er ekki lengur í byggð en yfirleitt hægt að aka þangað á bíl þótt stundum geti vatnsveður rofið hann. Nanna lét ekki bleytuna á áfangastaðnum á sig fá, hún var hæstánægð og sá aðeins takmarkið sem hún hafði stefnt að frá því hún var 12 ára. Hvaða tilfinningar bærðust með henni þegar hún stóð við rústirnar af bænum? „Þessi heimsókn hingað snertir mig mikið. Ég geri mér núna svo vel grein fyrir því hvernig lífið hefur verið hér í Sunnudal, að- stæðurnar erfiðar til búskapar, mikið af grjóti og brattlendi. Þetta var hörð barátta fyrir lífinu.“ Og dr. Maro Söndahl, túlkur hópsins, var djúpt snortinn: „Þetta hefur verið miklu betra en við nokkurn tíma áttum von á,“ segir Maro. „Okkur langaði til að sjá staðinn sem forfeður okkar yfir- gáfu, snerta jörðina, anda að okkur loftinu þar. En það er ekki alveg nóg að skoða landslag, við vildum líka hitta einhverja ættingja. Þeir hafa tekið okkur frábærlega, með svo mikilli hlýju að það er engu líkt.“ Nanna ræddi í viðtalinu um föður sinn, Magnús, sem var miklum gáf- um gæddur, lauk háskólaprófi í verkfræði, lærði alls 13 tungumál og gegndi veigamiklum embættum í Brasilíu. Einnig var hann áhuga- samur um trúarbrögð, var fríþenkj- ari og stofnaði alþjóðlegan stjórn- málaflokk er boðaði jafnaðarstefnu. Börnum sínum gaf hann ýmis nor- ræn nöfn eins og Baldur, Guðrún og Óðinn en þar að auki nöfn á borð við Zarathustra og sér- kennileg millinöfn sem hann sagði að væru í samræmi við eiginleika þeirra. Magnús lést árið 1922. Móð- ir Nönnu var Maria Estella de Car- valho prófessor, af frönskum ætt- um. Nanna stofnaði félagið Brasilíu- Ísland 1996 en 48 manns mættu á fyrsta fundinn. Þá kom í ljós að sumir sem mættu voru með þoku- kenndar hugmyndir um uppruna sinn. Karlmaður sem heitir Bardal hafði alltaf verið viss um að nafnið væri sænskt en Nanna gat sannað að hann væri afkomandi fyrsta Ís- lendingsins í Brasilíu, Jónasar Bárðdals. Hreykin af íslensku ætterni  Nýlátin er í Brasilíu Nanna Magnúsdóttir Söndahl, 101 árs að aldri  Við lát hennar verða tíma- mót í Íslandssögunni  Nanna lifði lengst allra af fyrstu kynslóð afkomenda íslensku Brasilíufaranna Morgunblaðið/Árni Sæberg Skálað fyrir forfeðrunum Hópurinn er hér í húsarústunum á Ljótsstöðum þar sem Magnús faðir Nönnu var fæddur. Komin heim Nanna í Sunnudal. Hún tók með sér íslenska mold til Brasilíu. www.mats.is Sunnudalur Fagur dalur sem ekki er lengur í byggð. Sunnudalsá fremst. Nanna Söndahl var jarðsett í Lútherska kirkjugarðinum í Curitiba 17. október síðastlið- inn. Hún lætur eftir sig tvær dætur og mörg barnabörn. Vinir og ættingjar skrifuðu um hana minningargreinar, sem birtust í Morgunblaðinu 1. nóv- ember. Þar má m.a lesa að hún hafi verið frumkvöðull í rétt- indabaráttu kvenna þegar hún varð önnur af tveimur fyrstu konunum til að ljúka læknanámi í Paraná-fylki í Brasilíu árið 1939. „Ef ekki hefði komið til ár- vekni Nönnu og áhugi á því að varðveita sögu íslenskra land- nema í Brasilíu hefðu ómet- anleg skjöl og upplýsingar án efa glatast,“ segir þar m.a. Varðveitti söguna ÁRVEKNI NÖNNU Magnús Söndahl Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is ÖRYGGISSKÓR OG ÖRYGGISSANDALAR GÓÐIR SKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI Verð: 7.990 kr.- Verð: 4.990 kr.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.