Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 46

Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 46
46 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Staða sjávarútvegsfyrirtækja er góð um þessar mundir en áframhaldandi gengisstyrking krónunnar mun að öðru óbreyttu skila lakari afkomu í sjávarútvegi, að mati Ásdís Krist- jánsdóttir, forstöðumanns efnahags- sviðs Samtaka at- vinnulífsins. Hún var meðal fyrir- lesara á Sjávarút- vegsdegi SA, Samtaka fyrir- tækja í sjávarút- vegi, og Deloitte sem haldinn var í gær. „Ytri aðstæður sjávarútvegs- fyrirtækja hafa verið hagstæðar, eins og hækkanir á afurðaverði og lágt olíuverð. Þess- ar aðstæður hafa vegið á móti styrkingu krónunnar hingað til,“ segir Ásdís í samtali við Morgun- blaðið. Mikil hagræðing hefur orðið í greininni að hennar sögn. „Eftir 25 ára tímabil hagræðingar erum við nú með stærri og öflugri sjávarútvegs- fyrirtæki sem eru betur í stakk búin til að mæta gengissveiflum. Þá hefur framleiðni aukist í greininni samfara aukinni tækni, sem skilar sér í auk- inni arðsemi,“ segir Ásdís. Hún bendir á að miklar breyting- ar hafa orðið á íslensku efnahagslífi síðastliðin ár. „Þjónustujöfnuður er að skila afgangi, einkum og sér í lagi helgast það af þeim vexti sem verið hefur í ferðaþjónustu. Eins sterkan þjónustujöfnuð og nú er höfum við ekki upplifað áður og er til marks um þær breytingar sem eiga sér stað í íslensku hagkerfi,“ segir Ásdís. Talsverðar áskoranir fram- undan fyrir greinina Efnahagsaðstæður á Íslandi og ytri skilyrði eru ennþá hagstæð að mati Ásdísar. „Krónan hefur styrkst samfleytt frá árinu 2013 og undir- liggjandi hagstærðir benda ekki til annars en að styrkingin muni halda áfram. Ef fram fer sem horfir eru því talsverðar áskoranir framundan fyrir greinina. Okkur reiknast til að afkoman á þessu ári gæti orðið tutt- ugu milljörðum króna lakari vegna þeirra styrkingar sem orðið hefur á árinu, ef aðeins eru einangruð geng- isáhrifin en öðrum þáttum eins og magni og verði haldið föstum. Til samanburðar voru opinber gjöld sem greidd voru af sjávarútvegi 23 milljarðar króna á árinu 2015,“segir Ásdís að lokum. Mikil áhrif gengisstyrkingar  Frekari styrking krónunnar gæti dregið úr tekjum sjávarútvegs um tugi millj- arða  Mikil hagræðing ásamt góðum ytri aðstæðum hefur vegið á móti styrkingu Sjávarútvegurinn » 60% gjalda sjávarútvegs- fyrirtækja eru í erlendri mynt og 40% í íslenskum krónum. » 38% af tekjum sjávar- útvegsfyrirtækja eru í evrum, 30% í bandaríkjadal og 19% í breskum pundum. » Raungengi íslensku krón- unnar er farið að svipa til þensluáranna í kringum 2007. Ásdís Kristjánsdóttir EBITDA íslensks sjávarútvegs* *Verði, magni og öðrum liðum en gengi haldið föstum.Miðað er við ársbreytingu frá nýjasta gildi. He im ild :D el oi tt e, út re ik ni ng ar ef na ha gs sv ið s. 2015 M.v. gengisþróun 2016 50 ma.kr. 38 ma.kr. 26 ma.kr. 13 ma.kr. 28 ma.kr. 71 ma.kr. 10% styrking 20% styrking 30% styrking Opinber gjöld sjávarútv.- fyrirtækja árið 2015 Miðað við styrkingu krónunnar umfram þá styrkingu sem orðið hefur á árinu 2016 vísitala hækkaði um 0,4% og vísi- tala fyrir- tækjaskulda- bréfa hækkaði einnig um 0,4%. Þá hækkaði hlutabréfa- vísitalan um 4,1% í liðnum mánuði en hún hefur hins vegar lækkað um tæplega 1% frá áramótum. Valdimar segir að hlutabréfa- markaðurinn hafi litast af upp- gjörum sem fram komu í síðustu viku mánaðarins og dagana fyrir kosningar. „Þannig var til dæmis uppgjör Vodafone, sem lækkaði mest, undir væntingum á meðan N1 var með uppgjör yfir væntingum og meira að segja betra en nýleg já- kvæð afkomuviðvörun fyrirtækisins gaf til kynna.“ Sjá má merki áframhaldandi mik- illar styrkingar krónunnar á skuldabréfamarkaði, að mati Valdi- mars, en styrking hennar er ráð- andi þáttur í því að verðbólga hefur verið minni en búist var við. Þessi þróun og minni verðbólguvænt- ingar endurspeglist í því að óverð- tryggða skuldabréfavísitalan hækk- aði mun meira í október en sú verðtryggða, eða um 1,2% á meðan verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,1%. Valdimar bendir á að eftir kosn- ingarnar um helgina hafi bara verið eftir einn viðskiptadagur í mán- uðinum. Þá hafi komið fram ákveð- inn léttir á markaði þegar í ljós var komið að líklega tæki ekki við mjög breytt stjórnarmynstur, þótt enn sé uppi ákveðin óvissa. „Því nið- urstaða er jú ekki enn komin um hvernig ríkisstjórnin kemur til með að líta út,“ segir hann. „Það sem af er ári hafa óverðtryggð ríkisskuldabréf skilað langsamlega bestri ávöxtun á markaðnum eða um 8%. Það skýrist af óvæntum að- stæðum fyrir vaxtalækkanir og um- talsverðri styrkingu krónu, sam- hliða ótrúlegum vexti í gjaldeyrisforða Seðlabankans,“ segir Valdimar Ármann, fram- kvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Gamma heldur úti vísitölum sem mæla verðþróun á innlendum skuldabréfa- og hlutabréfamörk- uðum og segir Valdimar að heilt yfir hafi markaðir verið jákvæðir í október. Ríkistryggð skuldabréfa- Óverðtryggt skilað bestri ávöxtun í ár  Vísitala óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur hækkað um 8% frá áramótum Valdimar Ármann ● Atvinnuleysi var 2,6% á þriðja árs- fjórðungi en þá voru 5.200 manns án vinnu og í atvinnuleit, af þeim 199.500 á aldrinum 16-74 ára sem eru á vinnu- markaði. Atvinnulausar konur voru 2.700 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 2,9%, en atvinnulausir karlar voru 2.500 eða 2,3% þeirra sem eru á vinnumarkaði. Í samanburði við þriðja ársfjórðung í fyrra fjölgaði starfandi fólki um 8.400, en atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 1.500 manns og lækkaði því hlutfall atvinnulausra um 0,9 prósentustig. Atvinnuleysi var meira á höfuðborg- arsvæðinu en utan þess og voru 3% vinnuafls án vinnu á höfðuborgarsvæð- inu. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið hins vegar 1,9%. Á þriðja ársfjórðungi höfðu 600 manns verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur, samanborið við 1.400 manns á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Langtímaatvinnuleysi sem hlutfall af heildarfjölda atvinnulausra var því 11,9% samanborið við 20,8% á sama tíma fyrir ári. Fjöldi vinnustunda þeirra sem voru í fullu starfi var að meðaltali 45,6 klukkustundir í þriðja ársfjórðungi og 25,8 klukkustundir hjá þeim voru í hlutastarfi. Atvinnuleysi mældist 2,6% á þriðja fjórðungi Morgunblaðið/Styrmir Kári Starfað Atvinnuleysi karla einungis 2,3%. 4. nóvember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 110.95 111.47 111.21 Sterlingspund 138.06 138.74 138.4 Kanadadalur 82.86 83.34 83.1 Dönsk króna 16.522 16.618 16.57 Norsk króna 13.554 13.634 13.594 Sænsk króna 12.454 12.526 12.49 Svissn. franki 114.0 114.64 114.32 Japanskt jen 1.0776 1.084 1.0808 SDR 153.49 154.41 153.95 Evra 122.96 123.64 123.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.3971 Hrávöruverð Gull 1293.0 ($/únsa) Ál 1709.0 ($/tonn) LME Hráolía 47.9 ($/fatið) Brent STUTT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.