Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lengi var lít-ið gert úrlosun gróð-
urhúsaloftteg-
unda vegna fram-
ræsts lands, en í
seinni tíð hefur
þetta verið að breytast. Sig-
ríður Andersen alþingismaður
hefur ítrekað borið upp fyrir-
spurnir á þingi um þetta efni
og í svörum umhverfisráð-
herra hefur komið fram að yfir
70% af losun hér á landi stafi
frá framræstu landi. Losun
vegna fólksbíla er hins vegar
aðeins örfá prósent.
Síðastliðið sumar hratt Sig-
rún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra af stað skipulegri
áætlun um endurheimt vot-
lendis til að vinna gegn losun
frá framræstum mýrum og af
því tilefni sagði í frétt frá
ráðuneytinu að vernd og end-
urheimt votlendis væri nú við-
urkennd aðferð til að tak-
marka losun samkvæmt
Kýótó-bókuninni. Tillaga þess
efnis hefði verið lögð fram af
Íslandi á sínum tíma í kjölfar
rannsókna íslenskra vísinda-
manna og hún hefði verið sam-
þykkt. „Nokkuð hefur verið
unnið að endurheimt votlendis
hér á landi, en ekki með mark-
vissum og skipulögðum hætti
til þessa. Í Sóknaráætlun rík-
isstjórnarinnar í loftslags-
málum, sem kynnt var fyrir
Parísarfundinn 2015 er hins
vegar gert ráð fyrir að Land-
græðslan haldi utan um end-
urheimt votlendis á landsvísu
og fjármagn sett í það verk-
efni. Fyrsti samningurinn
undir þessum
merkjum hefur nú
verið gerður og er
ætlunin að vinna
að fleiri verk-
efnum um endur-
heimt víða um
land,“ sagði í frétt umhverfis-
ráðuneytisins.
Þetta var jákvætt skref og
þarft og snýst ekki aðeins um
að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda heldur einnig að
stuðla að og viðhalda líf-
fræðilegri fjölbreytni í land-
inu.
En það kann að vera fleira
sem sjónum hefur ekki verið
beint að sem hægt er að gera
til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda. Í Bænda-
blaðinu sem kom út í gær seg-
ir frá því að hægt sé að losna
að mestu við metangasmeng-
un frá búfé með því að blanda
þangi í fóður dýranna.
Metangas er margfalt virk-
ari gróðurhúsalofttegund en
koltvíildi og losun dýra á met-
angasi, einkum jórturdýra, er
umtalsverð. Þær rannsóknir
sem Bændablaðið vísar til eru
frá Ástralíu og benda til að
hægt sé að draga úr losun frá
dýraeldi um 50-99%. Þar var
notuð tegund af þangi sem
óvíst er að hægt sé að vinna
hér á landi, en þessar niður-
stöður eru svo sláandi að
sjálfsagt er að stutt verði við
bakið á íslenskum vísinda-
mönnum og kannað hvort
hægt er að ná viðlíka árangri
með því þangi sem hér er unn-
ið, eða sem hægt er að vinna
hér á landi.
Vísindamenn hafa
náð ótrúlegum
árangri við að draga
úr losun frá búfé}
Merkilegar niðurstöður
Í nýjasta tölu-blaði Þjóðmála
er fjallað um rík-
isrekna bókaút-
gáfu, en eins og
þar kemur fram
er ríkið einn stærsti bókaút-
gefandi landsins.
„Fæstir átta sig á því en
Ríkisútgáfa námsbóka, sem
síðar hét Námsgagnastofnun
og nú Menntastofnun, einok-
ar alla útgáfu kennslubóka
fyrir grunnskólastigið. Það
fyrirkomulag hefur ríkt um
áratugaskeið og einskorðast
við Ísland. Alls staðar annars
staðar í Evrópu er það hlut-
verk einkarekinna bókaút-
gáfa að framleiða bækur fyrir
skólana,“ segir í Þjóðmálum.
Þar kemur einnig fram að
slík útgáfa sé hornsteinn
flestra bókaútgáfa og geti
verið á bilinu 20-30% af heild-
arveltunni. Ennfremur segir í
Þjóðmálum að rík-
isútgáfa náms-
bóka sé sú útgáfa
hér á landi sem
hafi flesta starfs-
menn, fleiri en
stærsti einkaaðilinn á mark-
aðnum.
Skiljanlegt er að hið opin-
bera vilji tryggja að til séu
námsbækur á íslensku, enda
mikilvægt að nám hér á landi
fari fram á móðurmálinu og
að tungunni sé gert hátt und-
ir höfði í skólum landsins.
Þetta þarf þó ekki að fela í
sér að ríkið reki viðamikla út-
gáfustarfsemi. Hægt er að
leysa þetta með öðrum hætti,
svo sem útboðum. Með því
mundi hið opinbera tryggja
samkeppni á þessum mikil-
væga markaði, örva nýsköp-
un og treysta undirstöður
einkarekinnar bókaútgáfu í
landinu.
Tímabært er að ríkið
hleypi öðrum að í
útgáfu námsbóka}
Umfangsmikil ríkisútgáfa
A
ð höggva stöðugt í sama knérunn
er óþarfi, ef maður veit betur. Að
feta sífellt sömu leið en búast við
annarri niðurstöðu er ekki líklegt
til árangurs og þá þarf að breyta
um stefnu. Stefnubreyting fellur ekki alltaf í
kramið hjá öllum en þá má ekki bogna þegar á
móti blæs og halda áfram á réttri leið.
Kosningum lauk með eftirtektarverðum
hætti um liðna helgi. Þar bar stöðugleiki og
áframhaldandi vöxtur sigur úr býtum en um-
bylting á réttarríkinu og óróleiki laut í lægra
haldi, svo miklu munaði. Flestir stjórnmála-
flokkanna lögðu áherslu á það í kosningabar-
áttunni að efla innviði samfélagsins, þ.e. heil-
brigðiskerfi, samgöngur og fleira.
Sá stjórnmálaflokkur sem hlaut þriðjung at-
kvæða í kosningunum og leiðir nú stjórnar-
myndunarviðræður hefur lengi talað fyrir því að við slíka
uppbyggingu skuli leitað nýrra leiða til að efla þessa
grunnþætti í stað þess að höggva sífellt í sama knérunn,
leggja meira ríkisfé til málaflokksins, og búast við annarri
niðurstöðu en þeirri sem við lifum nú við — heilbrigðis-
kerfi sem ekki nær að anna þörfinni og samgöngukerfi
sem er að niðurlotum komið.
Uppsöfnuð fjárfestingarþörf í innviðum hér á landi hef-
ur verið metin á um 230 milljarða íslenskra króna og á
næstu sjö til tíu árum er talið að fjárfesta þurfi í innvið-
unum fyrir um 600 milljarða króna. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu GAMMA. Þar segir einnig að hið opinbera
geti vart staðið undir því að veita fjármagni til
uppbyggingarinnar, enda fjárhæðir mjög há-
ar. Hins vegar geti fjárfestar haft bæði áhuga
og ávinning af því að koma að stökum verk-
efnum með ríkinu, til dæmis gerð Sundabraut-
ar, stækkun Keflavíkurflugvallar og byggingu
nýs Landspítala.
Flestum er einnig ljóst að ríkið getur áfram
greitt fyrir heilbrigðisþjónustu og tryggt öll-
um ákveðið öryggisnet án þess að vera í senn
kaupandi og seljandi. Kröfur neytenda um
þjónustu í takt við verð eru mikilvægt atriði
sem heilbrigðiskerfið fer á mis við ef ríkið er í
öllum sætum við borðið. Opinber framlög til
heilbrigðiskerfisins hafa aukist um rúm 30%
frá 2013 en niðurstaðan breyttist ekki. Kerfið
annar ekki þörfinni.
Á sama tíma tók einkamarkaðurinn við 480
þúsund ferðamönnum til viðbótar við það sem var árið
2013. Það gerði hann vandræðalaust með veitingum, gist-
ingu og óteljandi þjónustuþáttum þó að vissulega hafi inn-
viðir sprungið víða – sem einmitt eru á hendi ríkisins. Þótt
ferðaþjónustan sé ekki heilbrigðiskerfið og tryggja þurfi
styrkt öryggisnet hjá hinu síðarnefnda stendur eftir að
einstaklingarnir anna eftirspurn betur en ríkið.
Framundan eru stór skref í uppbyggingu innviða ef
marka má kosningaloforðin. Mikilvægt er að þau verði
tekin inn í nútímann með markaðslausnum. Sú nálgun hef-
ur gefist vel á nær öllum sviðum hagkerfisins og því tíma-
bært að gefa þeim tækifæri í innviðum. laufey@mbl.is
Laufey Rún
Ketilsdóttir
Pistill
Veljum það sem virkar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Áætlað hefur verið að 7-10% þjóðarinnar búi viðerfið kjör eða fátækt ogum 2% hennar eða 6.400
manns við alvarlegan skort á efnis-
legum gæðum. Ennfremur benda út-
reikningar Hagstofunnar til þess að
árin 2004-2014 hafi liðlega 10% lands-
manna, eða 34.500 manns verið undir
lágtekjumörkum og mátt þola fé-
lagslega einangrun af þeim völdum.
Hlutfallið í Reykjavík er hærra en
annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu Rauða kross-
ins, þar sem sjónum er beint að kjör-
um þeirra lakast settu í Reykjavík, en
höfundur skýrslunnar er Ómar Valdi-
marsson mannfræðingur.
Í skýrslunni kennir ýmissa
grasa. Þar segir m.a. að hundruð
barna búi við varanlega fátækt í
Reykjavík og að þau búi í mörgum til-
fellum hjá einstæðum mæðrum sem
hafa grunnskólapróf. Þessi börn eru
síður í leikskóla, taka minni þátt í
íþrótta- og tómstundastarfi, stunda
síður tónlistarnám og hafa almennt
takmarkaðri aðgang að félagslegum
tengslanetum eða öðrum gæðum sam-
félagsins en börn efnameiri foreldra.
Fram kemur í skýrslunni að sú
mismunum sem börn verða fyrir
strax á fyrstu árum geti leitt til þess
að þau glími við félagslega erfiðleika í
grunnskóla. Þá sé líklegra að tengsla-
net foreldra sem þiggja atvinnuleys-
isbætur og fjárhagsaðstoð sé einsleitt
strax á leikskólaaldri og hætt við því
að það hafi áhrif á félagslega færni til
framtíðar.
Láglaunasvæði í Breiðholti
Athygli vekur að sérstaklega er
sjónum beint að Breiðholti og þá sér-
staklega Efra-Breiðholti í skýrslunni.
Er þar dregin upp dökk mynd af að-
stæðum margra sem þar búa, „Það er
láglaunasvæði með mikla fátækt og
mörg þjóðarbrot. Innan um og saman
við eru alls konar félagsleg vandamál
sem virðast fá að grassera,“ segir í
skýrslunni.
Er m.a. á það bent að Fellaskóli
kemur illa út úr PISA-samanburð-
inum. „Við sjáum þarna fjórðu kyn-
slóð í félagslegum vandræðum;
grundvallarmistökin voru að flytja
Höfðaborgina [félagslegt húsnæð-
isúrræði sem byggt var snemma á 5.
áratug 20. aldar] í blokkir í Fella-
hverfinu. Þarna er umtalsverður hóp-
ur ungra, ómenntaðra og fátækra
mæðra,“ segir m.a í skýrslunni. Þá er
á það bent að erlent fólk í láglauna-
störfum, oft barnmargar fjölskyldur,
séu sá hópur sem er verst staddur.
Um fjórðungur íbúa í Breiðholti er af
erlendum uppruna. Þar eru fleiri fatl-
aðir íbúar en í öðrum hverfum, fleiri
ungar einstæðar mæður og fólk með
geðraskanir og fleiri einstæðar mæð-
ur á fjárhagsstyrk. Þá er mennt-
unarstig almennt lægra en í öðrum
hverfum.
Neikvæð tölfræði í 111
Í Breiðholti er minni ásókn í frí-
stundaheimili, minnst þátttaka í sum-
arnámskeiðum barna og unglinga,
vaxandi fjöldi eldri borgara á var-
anlegri framfærslu, stækkandi hópur
innflytjenda á lífeyrisaldri sem á
hvorki bótarétt hér né í heimaland-
inu. Í stuttu máli sagt: „öll neikvæð
tölfræði er hæst í póstnúmeri 111,“
segir í skýrslunni. „Börn fátækra for-
eldra sem geta verið haldin sjúkdóm-
um eða búa við félagslega örðugleika
af einhverju tagi, eru því föst í gildru,
foreldrarnir hafa lokast inni í kerfinu
og krakkarnir eiga aldrei möguleika,“
segir einn viðmælandi í skýrslunni.
Bágar aðstæður al-
gengar í Breiðholti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Breiðholt Dregin er upp dökk mynd af félagslegum aðstæðum margra í
Breiðholti í nýrri skýrslu frá Rauða krossinum um fátækt í Reykjavík.
415 börn búa í félagslegu hús-
næði í Breiðholti og er það
umtalsvert hærra hlutfall en í
öðrum hverfum sem þjónustuð
eru af Reykjavíkurborg. Í Vest-
urbæ búa 69 börn í sambæri-
legu húsnæði, 58 borg í Mið-
borg/Hlíðum og 212 í
Laugardal/Háaleiti /og Bú-
staðahverfi sem jafnframt er
stærsta þjónustusvæði borg-
arinnar.
Þrátt fyrir að tölfræðin sýni
að ýmsar aðstæður megi vera
betri í Breiðholti, er á það
bent í skýrslunni að sá hópur
sé mun stærri sem plumar sig
vel. ,,Langflestir pluma sig vel
og geta horft björtum augum
til framtíðarinnar. Flestir eru
duglegir og kraftmiklir,“ er
haft eftir starfsmanni borgar-
kerfisins.
Langflestir
pluma
sig vel
BREIÐHOLT