Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 60

Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 60
60 . MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 FERÐIR INNANLANDS í vetur Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með mikilli fjölgun áhugaverðra veit- ingastaða hringinn í kringum landið. Matgæðingar hafa heldur betur ástæðu til að leggja land undir fót til að fá að smakka réttina á stöðum eins og Humarhöfninni á Höfn í Hornafirði. Það var fyrir um áratug að nokkrir heimamenn tóku sig saman um að opna veitingastað í gamla versl- unarhúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. „Þetta fallega og gamla hús við höfnina, teiknað af Þóri Baldvinssyni, hafði þá ekki fengið mikla athygli um alllangt skeið. Ég, konan mín María, systir mín Anna og maðurinn hennar Ólaf- ur fórum að velta fyrir okkur hvort mætti ekki gefa þessu húsi nýjan til- gang og nýtt líf,“ segir Ari Þor- steinsson, einn af eigendum stað- arins. „Okkur fannst líka ekki nógu mikið gert með humarinn sem er landað í höfninni hér á staðnum, og sáum einnig að ferðamönnum var að fjölga. Slógum við til og keyptum húsnæðið, gerðum það upp og breyttum í veitingastað þar sem sér- stök áhersla yrði lögð á humar.“ Fjölskyldufyrirtæki Eigendurnir fjórir sem stofnuðu veitingastaðinn komu inn í rekst- urinn með ólíkan bakgrunn og var systir Ara sú eina sem hafði mikla reynslu af að starfa á veitingastað, en hún er menntaður þjónn. Sjálfur hafði Ari starfað hjá ýmsum fram- leiðslufyrirtækjum í sjávarútvegi, en eiginkona hans er bókmenntafræð- ingur og mágurinn skipstjóri. Nú hafa orðið eigendaskipti á Hum- arhöfninni að hluta, þar sem yngri kynslóðin er að taka við. Dóttir Ara og Maríu og tengdasonur, þau Eik og Benni, hafa keypt hlut Önnu og Ólafs og stýra miklu af daglegum rekstri. Fyrstu árin var veitingastaðurinn aðeins opinn yfir sumarmánuðina, en með fjölgun ferðamanna hefur opn- unartíminn lengst svo að Hum- arhöfnin er í dag opin árið um kring, nema rétt í lok desember og byrjun janúar að staðnum er lokað svo að sinna megi viðhaldi. Humar í sérflokki Þeir sem kunna að meta góðan humar myndu segja að Íslendingar njóti sérstakra forréttinda, en með- fram suðurströndinni má veiða hum- ar sem þykir einstaklega bragðgóð- ur. „Hann er töluvert minni en sá humar sem mest er borðað af vest- anhafs, þessi svokallaði Maine- lobster, sem er bæði seigari undir tönn og hefur ekki sama sæta bragð- ið og humarinn okkar,“ segir Ari. Humarhöfnin sker sig frá öðrum íslenskum veitingastöðum með því að bjóða upp á rétti þar sem humarinn er framreiddur heill, með klónum, frekar en að aðeins halinn rati á disk- inn. „Við fengum franskan mat- reiðslumeistara til liðs við okkur í upphafi til að móta matseðilinn og fínskerpa matseldina, og þar á meðal þróa þennan rétt,“ segir Ari en bætir við að vitaskuld megi líka panta hefð- bundna humarhala og humarsúpu. „Svo erum við með sérdeilis góða humar-pizzu, og bjóðum upp á lambakjöts- og fiskrétti fyrir þá sem vilja eitthvað annað.“ Velja besta hráefnið Kúnstin við að gera góðan humar- rétt segir Ari að byggist á nokkrum undirstöðum. „Það verður meðal annars að gæta þess að hráefnið sé í hæsta gæðaflokki. Ef humarinn er ekki af réttum gæðum getur verið komið ákveðið los í holdið. Þá er stærsti humarinn ekki endilega best- ur og finnst okkur miðstærðin eða humar ögn yfir meðallagi hafa besta bragðið. Verður líka að sýna ná- kvæmni við eldamennskuna og elda humarinn ekki of lengi ella er hætta á að hann missi mikið af bragðeigin- leikunum. Þá má benda á að besta bragðið leynist í skelinni og ákaflega gott að sleikja og sjúga hana.“ Íslendingar eru ekki vanir því að borða humarklær og var því gripið til þess ráðs hjá Humarhöfninni að prenta diskamottur með leiðbein- ingum. Ari segir ekki svo mikla kúnst að fást við klærnar, með réttu áhöld- in við höndina. „Það sem þarf er lítill prjónn, sem minnir á heklunál, og er notaður til að veiða holdið úr klónni, og áhald sem líkist hnetubrjót notað til að brjóta klærnar.“ Tilefni Að snæða heilan humar með klóm og öllu kallar á sérstök áhöld og smá fyrirhöfn. Notalegt Gamla hús kaupfélagsins er í dag fallegur og heimilislegur veitingastaður. Humarstaðurinn í gamla verslunarhúsinu Hjá Humarhöfninni má panta humarinn heilan, með klóm og til- heyrandi Humarinn sem veiðist við strendur Íslands þykir ein- staklega bragðgóður  Veturinn er góður tími til að skoða jökulinn Gæði Ari skoðar nýveiddan humar. Vanda verður valið á hráefni. Margt er að sjá á Suð- Austurhorni landsins og er vetrarferðamennskan þar í blóma. Ari segir Jökulsárlón vitaskuld stóra aðdráttaraflið á – svæðinu og geta gestir bæði fundið prýðisgóð hótel og marga veitingastaði á milli þess sem þeir skoða nátt- úruundrin. „Þeir sem heim- sækja þetta svæði fara meðal annars í Skaftafell og upp að Svartafossi. Þá eru skipulagð- ar gönguferðir upp á jökulinn og sigling á Jökulsárlóni er einstök upplifun. Ferðir í ís- hella í jöklinum njóta líka vax- andi vinsælda og best að fara í slíkar ferðir að vetri til, þegar öruggara er að heimsækja hellana.“ Undur jökulsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.