Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 66

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 BÆKUR Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealozaugndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál Við vorum að búa Loftleiðavélina okkar undir flugtak vestur um haf og var allur vanagangur á verkum okkar flugverjanna þar til ég átta mig á því að ein bensínpumpan úr aðaltanki vélarinnar er biluð sem er harla fá- heyrt, en þýðir það eitt að flugtakið kann að tefjast um nokkra hríð. Ég segi stöðvarstjóranum og vini mínum herra Ness hvernig komið er fyrir vélinni og svo mjög er honum brugðið að hann gleymir að skella saman hæl- unum frammi fyrir aumri ásjónu minni, enda veit hann það jafn vel og ég að áætlun vélarinnar fer vænt- anlega úr skorðum – og fyrir þýskan ná- kvæmnismann er það eitur í beinum. Okkur félögunum reiknast til að þetta geti orðið að minnsta kosti fimm tíma bið, enda er óhemjuerfitt að komast að veiklaðri leiðslunni. Til þess þarf ekki einasta að tæma allan tankinn heldur þarf að komast inn um lúgu á væng- bitanum sem er kirfi- lega fest með þrjátíu skrúfum. Og hér bætir heldur ekki úr skák að engum öðrum flugvirkjum er til að dreifa á staðnum, að því er fé- lagi Ness kemst að í fáti sínu og hug- arangri, enda félög á borð við Luft- hansa með skaplegri vinnutíma á vellinum en veslings Íslendingarnir. Ég veit því sem er, að ég verð að treysta á mig einan í þessu mikla verki og bretti upp ermarnar á sam- festingnum sem ég hef klæðst í stað- inn fyrir herlegheita úniformið mitt. Og það er kannski eins gott því þegar búið er að tæma geyminn sem tekur góðan klukkutíma og mér hefur tek- ist að losa um allan skrúfufjöldann á lúgunni, steypist yfir mig bensíngusa svo ég stend holdvotur og illa til reika á eftir, angandi af eldsneyti frá hvirfli og niður á tær. Tankurinn hafði sumsé ekki verið tæmdur að öllu leyti sem eflaust má skrifa á bráðlæti mitt og kapp, ásamt kannski nokkurri óþolinmæði. En það verður að hafa það, hugsa ég heldur fúll út í sjálfan mig – og tek til við að troða mér inn um þetta þrönga gat á vélinni þar sem ég stend í stiga við annan væng hennar og er við það að kafna í þessum líka stæka eldsneytisfnyk sem er fráleitt það besta í hausinn á manni þegar hugsunin þarf að vera eins ein- beitt og óbifandi og nokkur kostur er. Að fjórum tímum liðnum heyri ég innan úr vængnum að herra Ness þrammar þung- um skrefum undir vél- inni og kveðst vera að velta því fyrir sér að senda þá þrjátíu af far- þegum vélarinnar, sem eru á leið til Óslóar með öðru flugi til Kaup- mannahafnar og þaðan með Visco- unt-vél Flugfélags Íslands yfir til Fornebu-vallar, en þannig gætum við unnið upp áætlunina með því að milli- lenda í Kaupmannahöfn einni á leið- inni frá Þýskalandi til Íslands. Ég svara stöðvarstjóranum því til að við- gerðin taki mig kannski einn tíma í viðbót eða svo og það taki vel þann tíma að græja miða í aðra vél fyrir fólkið. Við sammælumst því upp á þau býti að hann banki upp á hjá mér eftir klukkustund og ef ég verði þá ekki búinn með viðgerðina, fari hann að huga að sínu varaplani. Mér finnst þessi eina stund hafa liðið grunsamlega fljótt þegar ég heyri á ný í hælunum á herra Ness og veit þá sem er að sennilega þarf ég annan eins tíma til að ljúka verkinu. Ég ber mig aumlega við Ness og segi að mér finnist það skítt að senda Óslóar-fólkið með annarri vél þegar ég sé einmitt að sjá fyrir endann á lagfæringunni, sem ég veit á þessari stundu að er í meira lagi ofsagt, en eitthvað verð ég þó að taka til bragðs til að halda karlinum rólegum. Það er samt sem áður ekki tauti komandi við þann þýska frekar en fyrri daginn. Hann segist ætla að byrja að skrifa út miða fyrir fólkið á eina flugvél Luft- hansa sem sé á leið til Köben þar sem Viscountvél Flugfélags Íslands á leið- inni til Óslóar verði akkúrat til taks, ég geti svo sem haldið áfram mínu verki, en hann sé búinn að missa þol- inmæðina. En ég get líka verið þverari en andskotinn; ég heiti því að klára verkið á hálftíma, sjálfur starfsheiður minn sé í veði og ekkert minna en það, hvort hann geti ekki náðarsamlegast gefið mér þessar örfáu mínútur af lífi sínu – og ég heyri að það hnussar í karlinum sem kann ekki að skipta um skoðun en gengur þó næsta þögull á braut sem ég túlka náttúrlega sem minn síðasta séns. Ég herði mig við verk mitt eins og ég frekast get og læt mig engu skipta þótt bölvaður daunninn af bensíninu hafi gert mér einn þann versta höf- uðverk sem ég fengið um ævina; ég skal ekki gefast upp frekar en karl- arnir mínir í Stóru Milljón í Keflavík og nú er bara að taka á honum stóra sínum líkt og Snorri vinur minn heima á Sigló sem tosaði mig fyrir sakir fjöl- kynngi upp úr sjónum í gamla daga. Þessar hugsanir heim til Íslands verða til þess að mér hleypur kapp í kinn og þá er því heldur ekki að neita að tilhugsunin um að tapa fyrir þess- ari fyrstu stóru viðgerð, sem ég sinni einn og óstuddur á erlendri grundu, er mér algerlega óbærileg. Sjálft orð- sporið er auðvitað undir, hugsa ég og reyni með fitugum og klístruðum fingrum mínum að ljúka við lagfær- inguna sem er jafn tafsamt verk og allar aðstæðurnar til þess eru erfiðar. Og þegar enn einu sinni heyrast skellir í hælum undir vélinni og herr Ness segir mér að hann muni nú kalla fólkið út í Lufthansa-vélina, bið ég hann að bíða í mínútu, þetta sé að smella – og þegar hann er við það snúa sér við með sínu ákveðnasta göngulagi, gerist það einmitt sem ég hef beðið eftir síðustu tímana; pump- an er komin í lag. Það sljákkar blessunarlega í herra Ness og við afráðum að búa Loft- leiðavélina undir sitt vanalega flug með viðkomu í Kaupmannahöfn og Ósló eins og upphaflega var áætlað, áður en haldið verði yfir hafið til Ís- lands, en ég finn það samt á karlinum að hann er ekki alls kostar sáttur við það að hann hafi ekki fengið að fara eftir varaplaninu sínu sem hefði kost- að minna tímatap. Lufthansa-vélin fer í loftið hálftíma á undan Loftleiðavélinni og lendir í Kaupmannahöfn rösklega klukku- tíma síðar. Þar bíður Hrímfaxi Flug- félags Íslands á vellinum, þess albú- inn að taka á loft til Óslóar á páskadag 1963. En það fer á annan veg. Hrímfaxi missir flugið yfir Ósló- arfirði; stillanleg skrúfublöð vél- arinnar hafa væntanlega orðið skurð- laus vegna hæðarleysis með þeim afleiðingum að hún hrapar til jarðar. Allir um borð, fimm manna áhöfn og sjö farþegar farast, þeirra á meðal leikkonan ástsæla, Anna Borg. Á sama tíma sitja um borð í Loft- leiðavélinni þeir 30 farþegar sem hefðu verið um borð í Hrímfaxa ef viðgerðin í Hamborg hefði tafist öllu lengur. Háski í háloftunum Birkir Baldvinsson ólst upp við kröpp kjör á Íslandi en stundar nú milljarðaviðskipti og heldur heimili í þrem- ur heimsálfum. Sem ungur maður tók hann þátt í Loft- leiðaævintýrinu og í kjölfarið hófst farsæll viðskiptafer- ill þar sem gekk á ýmsu sem lýst er í bókinni Allt mitt líf er tilviljun. Þegar hér er komið sögu í bókinni, vorið 1963, starfar Birkir fyrir Loftleiðir í Hamborg. Ljósmyndir/Veröld Ein af Douglas DC-6 flugvélum Loftleiða. 1962 Birkir og Guðfinna Guðna- dóttir eiginkona hans, að fara í flug. Frumherji Birkir á náms- árum sínum í Kaliforníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.