Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
✝ Reynir Ragn-arsson, löggilt-
ur endurskoðandi,
fæddist í Reykja-
vík 6. desember
1947. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 22. október
2016.
Foreldrar Reyn-
is voru Ragnar
Þorsteinsson, f. 6.
febrúar 1923, d. 6. janúar 2000,
og Guðrún Snjólaug Reyn-
isdóttir, f. 13. janúar 1929, d.
22. september 1999.
Reynir ólst upp á Hrísateig í
Reykjavík og var elstur sjö
systkina og eru þau í aldursröð:
Anna Nína, f. 1950, Þorsteinn,
f. 1951, Guðrún, f. 1953, Snorri,
f. 1955, Elínborg, f. 1959, og
Ingibjörg, f. 1961.
Reynir kvæntist 15. júní 1968
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Halldóru Gísladóttur, f. 14.
nóvember 1947. Börn þeirra
eru: 1. Guðrún, f. 1.10. 1967,
maki Robert James Kilian, f.
Þorsteini Ragnarssyni og hafa
þeir starfað saman alla tíð. Árið
2002 settist Reynir á skólabekk
á nýjan leik og lauk MBA-prófi
frá Háskóla Íslands vorið 2004.
Reynir tók þátt í félagsstörf-
um frá unga aldri innan skíða-
deildar ÍR þegar hún hafði að-
setur við Kolviðarhól og síðar í
Hamragili. Reynir gegndi
margvíslegum störfum fyrir
skíðadeildina, var meðal ann-
ars formaður um tíma og stóð
fyrir byggingu skíðaskála og
uppsetningu á lyftum ásamt
fleiri sjálfboðaliðum á þessum
tíma. Reynir settist í stjórn
Íþróttabandalags Reykjavíkur
árið 1988 og var kjörinn for-
maður 1994 og gegndi því emb-
ætti til 2009. Á þessu tímabili
sat hann jafnframt í stjórn Ís-
lenskrar getspár, vallarstjórn
Laugardalsvallar og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum á vett-
vangi Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands. Reynir var gerð-
ur að heiðursfélaga Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands í apr-
íl 2015 fyrir vel unnin störf inn-
an íþróttahreyfingarinnar.
Reynir var jafnframt virkur í
Rótarýklúbbi Árbæjar í 25 ár.
Útför Reynis fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. nóv-
ember 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
24.3. 1968, og eru
dætur þeirra Sóley
Dóra, f. 19.8. 1998,
og Maya Donna, f.
29.4. 2000. 2. Gísli,
f. 24.3. 1972, maki
Sigríður Bryndís
Stefánsdóttir, f.
12.6. 1973, þeirra
börn eru Halldóra,
f. 29.8. 2000, og
Stefán, f. 8.2. 2005.
3. Arnar Gauti, f.
24.3. 1981, maki Sigríður Vala
Halldórsdóttir, f. 24.4. 1983,
þeirra börn eru Thelma, f. 12.9.
2011, andvana fædd, Edda
Björk, f. 20.10. 2012, og Hall-
dór, f. 3.7. 2014.
Reynir gekk í Laugarnes-
skólann og síðan í lands-
prófsdeildina við Vonarstræti
en þaðan lá leiðin í Versl-
unarskóla Íslands og útskrif-
aðist hann vorið 1967. Reynir
varð löggiltur endurskoðandi
árið 1975 og hóf rekstur eigin
skrifstofu. Reynir stofnaði
Þrep endurskoðun árið 1987
ásamt Pétri Guðbjartssyni og
Tengdafaðir minn, Reynir
Ragnarsson, er látinn. Undan-
farna mánuði höfum við horft á
þennan glaðværa, hlýja mann
hverfa fyrir augum okkar. Þetta
voru erfið veikindi. Reynir gaf
þó aldrei upp vonina um að
hann mundi ná bata eða eiga í
það minnsta betri daga. Það lýs-
ir honum vel.
Ég kynntist manninum mín-
um, Gísla, fyrir 20 árum og þar
með tengdafjölskyldu minni.
Fjölskyldur okkar eru líkar um
margt og foreldrar okkar tengd-
ust ágætlega. Mæður okkar báð-
ar kennarar og þau öll fædd á
sama árinu.
Það er erfitt að tala um Reyni
án þess að minnast einnig á
Dóru. Dóra og Reynir voru
mjög samrýnd hjón og eru okk-
ur Gísla góð fyrirmynd. Þau
áttu marga góða vini og góð
systkini sem hafa reynst þeim
einstaklega vel.
Reynir hafði hlýja og nota-
lega nærveru. Hann var mikill
fjölskyldumaður og náinn börn-
um sínum og barnabörnum.
Hann kom úr stórum systkina-
hópi sem hélt vel saman og hitt-
ist reglulega og greinilegt að
Reynir var stóri bróðirinn sem
litið var upp til.
Reynir og Dóra voru mjög
dugleg að ferðast með börnin
sín. Þau ferðuðust mikið um há-
lendið og sigldu á skútunni Uglu
sem þau áttu hlut í. Gísli og
systkini hans eiga margar góðar
minningar um slíkar fjölskyldu-
ferðir. Þegar ég kom í fjölskyld-
una var það ljóst að ég þyrfti að
læra á skíði. Það væri sameig-
inlegt áhugamál fjölskyldunnar
og þá íþrótt gætu allir stundað
saman. Síðan ég kynntist þeim
höfum við farið í mörg ferðalög
saman, oft á skíði til Austurríkis
og til Akureyrar en einnig höf-
um við siglt með þeim á skút-
unni.
Fyrir nokkrum árum byggðu
Dóra og Reynir sér fallegan bú-
stað við Flúðir. Þar undu þau
sér vel bæði tvö saman en líka
oft í góðra vina hópi. Við fjöl-
skyldan áttum fjölmargar góðar
stundir í sumarbústaðnum.
Saman settum við niður plöntur
og stússuðum í sveitinni. Síðasta
minningin úr bústaðnum er frá
því um verslunarmannahelgina –
auk okkar voru þar Gauti og
fjölskylda og foreldrar mínir.
Við fórum í smá ferðalag um
sveitina, grilluðum í dalnum og
sátum úti og spjölluðum, full-
orðnir og börn.
Börnin okkar Gísla, Halldóra
og Stefán, voru hænd að afa sín-
um. Þau minnast hans sem smá-
stríðins, góðs og hvetjandi.
Skíðaiðkunin tengdi þau vel
saman og þeim þótti gott að
hafa afa með til gefa góð ráð,
hvetja, hrósa eða hugga, allt eft-
ir því hvernig landið lá.
Undanfarna daga höfum við
skoðað gamlar myndir og
minnst góðra stunda. Eftir sitja
margar minningar um mann
sem lifði lífinu lifandi. Hann var
börnum sínum og barnabörnum
fyrirmynd á svo margan hátt.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
góðan tengdaföður og mun
sakna hans.
Hvíl í friði.
Sigríður Bryndís
Stefánsdóttir.
Stuttu eftir að leiðir okkar
Gauta lágu saman var mér boðið
í mat í Staðarselið til þess að
hitta Dóru og Reyni. Blíðar
móttökur og afslappað andrúms-
loft einkenndi okkar fyrsta fund
og hefur fylgt okkar samskipt-
um og samveru æ síðan. Þar var
ég heppin. Gleði, bjartsýni og
yfirvegun einkenndi fas Reynis
frá því að ég kynntist honum og
þar er margt líkt með þeim
feðgum. Þessi gleði og bjartsýni
fyllir í dag heimilið okkar og
betra umhverfis til þess að alast
upp í og veganestis út í lífið
gæti ég ekki óskað börnunum
okkar.
Samverustundir okkar hafa
verið margar enda er fjölskyld-
an náin og samrýnd. Þær stund-
ir sem eru mér minnisstæðastar
eru fríin okkar saman, hvort
sem þau voru í skíðabrekkunum
í Austurríki eða á golfvellinum á
Flúðum. Reyni leiddist aldrei að
leiðbeina mér og hvað þá að bíða
eftir mér í brekkunum eða á
teigunum þegar þess þurfti.
Þannig maður var Reynir.
Þegar við Gauti eignuðumst
börnin okkar kynntist ég ann-
arri hlið á Reyni, honum afa
Reyni. Það duldist engum hvað
hann naut þess að umgangast
barnabörnin sín og hvað þau
nutu þess að umgangast hann.
Sterk minning er frá síðustu
ferð okkar saman til Ameríku í
júní sl. þegar sá minnsti leitaði
ítrekað í fang afa síns á morgn-
ana og sátu þeir saman
heillanga stund að púsla. Þessi
hlið hans var sú einlægasta og
fallegasta sem ég kynntist.
Í dag kveikjum við Edda
Björk og Halldór á kerti fyrir
afa Reyni af því að þá líður okk-
ur svo vel í hjartanu eins og hún
Edda Björk segir. Við erum
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman og ætlum í
sameiningu að geyma þær í
hjörtum okkar. Minningin um
góðan mann, föður, tengdaföður
og afa lifir. Hvíl í friði, elsku
Reynir.
Sigríður Vala.
Elsku afi minn Reynir er dá-
inn.
Ég sit og reyni að skrifa um
hann, en orð geta ekki lýst því
hve yndisleg manneskja afi var.
Ég sakna hans mikið en ég veit
að honum líður betur núna.
Mamma sagði við mig að það
væri gott að ímynda sér hann
sigla báti á lygnum sjó og nú
væri hann komin á nýja strönd
þar sem hann hittir gamla og
nýja félaga. Mér finnst gott að
hugsa um hann þannig.
Ég á mjög margar góðar
minningar um stundir sem við
áttum saman og ég er þakklát
að hafa fengið að eyða miklum
tíma með afa. Skíðaferðir, golf
og bústaðaferðirnar er aðeins
brot af þeim stundum sem við
áttum saman.
Afi var mikill íþróttakarl og
fannst gaman að stunda íþróttir
og horfa á þær. Sjálf er ég að
æfa skíði og sagði amma oft að
afi væri besti skíðakennari sem
hægt væri að finna. Án afa væri
ég líklegast ekki að æfa skíði því
hann kenndi pabba mínum. Afi
var ekki bara góður kennari
heldur var hann einnig frábær
stuðningsmaður og hafði alltaf
áhuga á því sem maður var að
gera. Afi kom oft að horfa á mig
keppa og síðastliðna þrjá vetur
hafa hann og amma komið og
horft á mig og Stefán bróður
keppa á Andrésar andarleikun-
um. Það hefur alltaf verið mikið
stuð og gaman að hafa góðan
stuðning á hliðarlínunni.
Mín síðasta minning um afa
var þegar ég heimsótti hann á
líknardeildina. Pabbi hafði sagt
mér áður en við komum að hann
hefði ekki sýnt mikil viðbrögð
undanfarna daga en þegar ég og
Stefán komum þá brosti hann til
okkar. Það var fallegt bros og
ég fann væntumþykju í gegnum
þetta bros.
Ég er mjög heppin að hafa
kynnst svona frábærum manni
og enn þá heppnari að hafa átt
hann fyrir afa. Með þessum orð-
um kveð ég afa minn.
Ég mun sakna hans sárt.
Halldóra.
Skjótt skipast veður í lofti.
Hver hefði trúað því síðastliðinn
desember, þegar við systkinin
hittumst í árlegu aðventuboði á
heimili Dóru og Reynis, að tíu
mánuðum síðar væri okkar kæri
bróðir allur, eftir erfið veikindi.
Reynir var elstur okkar systk-
inanna sjö, fyrirmynd okkar og
sá sem við litum upp til.
Reynir var fyrsta barnabarn
ömmu Jónínu og afa Reynis og
milli hans og þeirra var sérstakt
samband enda var Reynir fædd-
ur á heimili afa og ömmu. Sum-
arbústaðurinn sem afi Reynir
byggði við Hafravatn skipar
stóran sess í æskuminningum
okkar. Við minnumst fallegra
sumarkvölda þar sem stór vina-
hópur Reynis og Dóru er sam-
ankominn til þess að stunda
sjóskíði á vatninu. Í minning-
unni eru kvöldin fjölmörg, vatn-
ið spegilslétt, glatt á hjalla, mik-
ið hlegið og amma og mamma
með heitt á könnunni. Ósjaldan
fengum við yngri systkinin að
vera með, prófa sjóskíðin eða
vera í hraðbátnum. Þarna sýndi
sig strax hversu góður bróðir
Reynir var en hann var alltaf
reiðubúinn til þess að aðstoða
okkur yngri systkini sín þegar
við leituðum til hans. Steini og
Reynir voru samstarfsmenn í
tæpa fjóra áratugi og minnist
Steini Reynis sem læriföður og
góðs samstarfsmanns.
Nú þegar við kveðjum Reyni
er margs að minnast svo sem
þegar hann kynnti okkur fyrir
Dóru sem var lífsförunautur
hans í 50 ár. Þau voru einstak-
lega samhent hjón, hvort sem
það var í uppeldi barnanna
þriggja, í störfum sínum eða
áhugamálum. Skíðaíþróttin sam-
einaði fjölskylduna en þar voru
börn og barnabörn virkir þátt-
takendur og fór fjölskyldan
saman í ótal skíðaferðir innan-
lands og utan. Auk þess ferð-
uðust þau mikið og þá var oft
haldið til Minneapolis til þess að
heimsækja Gunnu, Rob og dæt-
ur.
Ófáar stundir átti fjölskyldan
líka saman í fallega sumarhús-
inu þeirra, Vindási í hlíðum
Langholtsfjalls. Frá bústaðnum
er fallegt útsýni yfir Unnarholt,
æskustöðvar Jónínu ömmu. Sjálf
göntuðust Dóra og Reynir með
að nú væru þau komin í heima-
hagana enda bæði ættuð úr
Hrunamannahreppnum.
Meðal áhugamála Reynis
voru skútusiglingar og ferðalög
til fjarlægra staða, golf og ýmiss
konar félagsmál. Reynir vann
mörg trúnaðarstörf í þágu
íþrótta- og Rótarý-
hreyfingarinnar. Það lýsir dugn-
aði Reynis vel að á sextugsaldri
dreif hann sig í MBA-nám við
HÍ. Það er því þyngra en tárum
taki að þessi lífsglaði og kraft-
mikli bróðir skuli falla frá alltof
fljótt.
Með fráfalli Reynis bróður er
stórt skarð höggvið í frænd-
systkinahópinn sem ólst upp í
fjölskylduhúsinu við Hrísateig.
Þar bjuggu í sama húsi um ára-
tuga skeið þrjár kynslóðir föð-
urfjölskyldu okkar. Hópurinn
hefur alltaf verið samrýmdur og
haldið vel saman. Reynis, sem
alltaf var hrókur alls fagnaðar,
verður nú sárt saknað.
Að leiðarlokum viljum við
þakka okkar kæra stóra bróður
samfylgdina og votta Dóru, Guð-
rúnu, Gísla, Gauta og fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Við biðjum góðan guð að varð-
veita Reyni og geymum minn-
ingu um góðan dreng í hjörtum
okkar.
Anna Nína, Þorsteinn,
Guðrún, Snorri, El-
ínborg og Ingibjörg.
Það er erfitt að sjá á eftir
góðum vini. Fráfall Reynis vek-
ur upp margar endurminningar
um góðar stundir sem við áttum
saman bæði í vinnu og leik.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an fyrir um það bil 40 árum.
Reynir var á margan hátt ein-
stakur maður. Hann var afar
ráðagóður á sínu sérfræðisviði
og mikill fagmaður. Honum var
sérstaklega lagið að sjá ávallt
aðalatriði hvers máls og að láta
ekki smærri atriði flækjast fyr-
ir. Við þetta bættist svo að
Reynir var afar ljúfur og vel
skapi farinn. Það þurfti því mik-
ið til að koma honum úr jafn-
vægi jafnvel þótt hart væri deilt.
Þessa eiginleika Reynis kunni
ég sérstaklega vel að meta.
Reynir var mikill íþróttamað-
ur og var til í flest ævintýri þar
að lútandi. Minnast ber hér á
ótal skíðaferðir og skútuferðir
okkar hérlendis og erlendis. Ég
hitti Reyni á skíðum síðastliðið
vor á Akureyri. Hann naut
þeirrar ferðar mjög en fram
kom að veikindi hans höfðu þá
þegar dregið úr honum fyrri
atorku.
Reynir var fjölskylduvinur.
Hann var alltaf til taks fyrir
stórfjölskylduna. Hann naut
trausts okkar allra allt til ævi-
loka. Missirinn er því sár og ég
sakna mjög góðs vinar.
Ég flyt eiginkonu hans, börn-
um og öðrum aðstandendum
kveðjur og samhryggist þeim
vegna fráfalls Reynis.
Stefán Már Stefánsson.
Ég var 10 ára og ekkert mátti
fara framhjá mínum vökulu aug-
um. Ég gerði mér því eitthvað
til erindis út á tröppur í Ferju-
voginum til að geta virt fyrir
mér strákinn sem kom að sækja
Dóru systur. Rústrauður forn-
bíll renndi upp að og út steig
ungur maður í teinóttum jakka-
fötum – samt bara 17 ára bólu-
grafinn unglingur með strítt hár
þegar betur var að gáð. Stuttu
seinna fylgdist ég með þeim
dansa í borðstofunni heima áður
en hún sigldi til Danmerkur í
lýðháskóla og hann kvaddi hana
á hafnarbakkanum í teinóttu
jakkafötunum. Allt frá þeim
tíma, eða í hálfa öld, hafa þau
dansað saman í ljúfum og góð-
um takti.
Reyni fylgdu nýir straumar.
Skyndilega vorum við systkinin
farin að reyna fyrir okkur á
skíðum í Hamragili og jafnvel
bruna á spíttbát og stunda
sjóskíði á Hafravatni. Við kynnt-
umst líka fólkinu hans Reynis á
Hrísateignum; foreldrum hans
Ragnari og Guðrúnu; systkinun-
um Nínu, Steina, Gunnu,
Snorra, Ellu og Imbu; Þorsteini
afa og Möggu föðursystur í
kjallaranum og dætrum hennar;
Rósu föðursystur í risinu og
hennar fólki og Reyni afa og
Jónínu ömmu á Njarðargötunni.
Öllu þessu góða fólki tengdumst
við sterkum böndum sem hafa
haldið alla tíð síðan.
Reynir hafði sterka stöðu á
Hrísateignum enda elsti strák-
urinn í húsi þar sem stelpur
voru í miklum meirihluta. Það
gat dugað til að skapa strákum
stöðu á þessum árum en fleira
kom þó til. Ég hafði alltaf sterkt
á tilfinningunni að Reynir væri
Guðrúnu móður sinni mikil stoð
og stytta og þau væru tengd
sterkum böndum. Þó að Reynir
væri enn ungur að árum var
hann þá þegar bæði ábyrgur og
skynsamur. Það var mikil kjöl-
festa í honum og þegar hann
hafði tekið stefnuna nennti hann
ekki að hlusta á neitt fjas. Ég
verð að játa að mér stóð aðeins
stuggur af honum til að byrja
með en það breyttist fljótt enda
var Reynir alltaf boðinn og bú-
inn að gefa mér góð ráð og að-
stoða mig með hverjum þeim
hætti sem hann gat. Sérstaklega
reyndi á þetta eftir að ég fór út í
pólitík og þurfti á talnaglöggum
manni að halda sem gat hjálpað
mér að lesa fjárhagsáætlanir og
ársreikninga.
Reynir var mikill útivistar-
maður og ógleymanleg er ferðin
í Friðmundarvötn á Gríms-
tunguheiði sem við fórum nokk-
ur saman á gömlum vípon áður
en strangar reglur um örygg-
isbúnað bíla tóku gildi. Það er
líka ógleymanlegt þegar ákveðið
var að kynna skíðaíþróttina fyrir
Hjölla jólin 2005, en við syst-
urnar fórum með fjölskyldur
okkar á skíði til Flachau. Reynir
tók m.a. að sér að segja Hjölla
til en hann var kominn hátt á
sextugsaldur og hafði nær aldrei
stigið á skíði áður. Kennslan
gekk þokkalega framan af en al-
ger viðsnúningur varð ekki fyrr
en Reyni fór að leiðast þófið og
sagði mjög ákveðið: „Stígðu í
helvítis löppina.“ Þetta varð
Hjölla alger hugljómun og hann
skildi á augabragði hvernig skíð-
in virka.
Lífsdansi Reynis og Dóru
saman er nú lokið og Reynir
hefur yfirgefið dansgólfið. Við
Hjölli þökkum honum samfylgd
og vináttu og sendum systur
minni elskulegri, sem og Guð-
rúnu, Gísla og Gauta og þeirra
fjölskyldum, innilegar samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Kær vinur í yfir fimmtíu ár er
fallinn frá eftir stutt en skæð
veikindi. Fyrir aðeins ári síðan
lékum við golf saman á Flórída
og engan hefði órað fyrir því þá
hvað beið þessa öfluga íþrótta-
manns.
Kynni okkar hófust reyndar
er ég kynntist föður hans, sem
starfaði mikið fyrir ÍR og
íþróttahreyfinguna alla og sat í
fyrstu stjórn ÍBR. Síðar störf-
uðum við Reynir mikið saman
fyrir skíðadeild ÍR og stund-
uðum skíðaíþróttina alla tíð eftir
það. Sem endurskoðandi sá
hann alltaf um mín framtöl,
jafnt persónuleg sem og fyrir
fyrirtæki mitt. Reynir var af-
skaplega töluglöggur maður, yf-
irvegaður, traustur og vandvirk-
ur, sem lét ekkert koma sér úr
jafnvægi og því var gott að leita
ráða hjá honum um öll mál, lítil
sem stór.
Það fór því svo að leitað var
til hans um forystu í íþrótta-
heiminum. Hann átti sæti í
stjórn Skíðadeildar ÍR og var
þar formaður á sjöunda ára-
tugnum. Seinna áttum við sæti
saman í aðalstjórn ÍR frá 1977
til 1985, eða samtals í átta ár. Á
þingi Íþróttabandalags Reykja-
víkur 1986, ákváðum við ÍR-ing-
ar að stinga upp á Reyni í vara-
stjórn og voru félagar hans þar
fljótir að koma auga á hæfni
hans og var hann kosinn í fram-
kvæmdastjórnina tveimur árum
síðar. Hann var síðan formaður
bandalagsins frá 1994 til 2009
eða samtals í 15 ár. Hann átti
einnig sæti í Getspá og í stjórn
Laugardalsvallarins. Reynir var
alltaf mjög samningalipur mað-
ur, sem kom sér vel, í öllum
þeim stjórnum sem hann kom
að fyrir íþróttahreyfinguna og
tók Íþróttabandalagið stórstíg-
um framförum í formannstíð
hans.
Alla tíð var vinskapur okkar
hjóna við Reyni og Halldóru
mikill og margs er að minnast.
Allar leikhúsferðirnar og oftar
en ekki borðuðum við saman áð-
ur en farið var í leikhúsið. Þá
eru golfferðir okkar ógleyman-
legar, sérstaklega þegar við
heimsóttum hvort annað og spil-
uðum ýmist á Flúðum eða Geysi
og nutum samverunnar í bústöð-
um hvort annars við góða máltíð
eftir leik.
Það fylgir því mikill tómleiki
að missa svona góðan vin og við
eigum eftir að sakna hans mikið.
Elsku Dóra og þið börnin,G-
uðrún, Gísli og Gauti, tengda-
börn og barnabörnin, við biðjum
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning Reynis.
Þórunn og Þórir.
Æskuvinur minn, Reynir
Ragnarsson, er fallinn frá, allt
of snemma.
Við kynntumst 10 ára við
skíðaskálabyggingu ÍR á Hellis-
heiðinni, þar sem feður okkar
störfuðu mikið.
Allar götur síðan höfum við
verið vinir, þó við veldum okkur
ólíkan starfsvettvang.
Við vorum uppi í ÍR-skála öll
Reynir
Ragnarsson