Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 70

Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 ✝ Sjöfn Jóhann-esdóttir fædd- ist á Akranesi 31. mars 1923. Hún lést á dvalarheim- ilinu Höfða 1. nóv- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðmunda Sigurðardóttir frá Bæ, f. 1899, d. 1964, og Jóhannes Sigurðsson frá Sý- ruparti, f. 1895 d. 1981. Þau bjuggu á Auðnum á Akranesi. Systkini Sjafnar eru Alda, f. 1922, Sigurður, f. 1927 (látinn), Emilía, f. 1931 (látin), Selma, f. 1939. Sjöfn giftist hinn 1. júlí 1950 Guðjóni Guðmundssyni, f. 13. október 1923, d. 4. desember 2006. Foreldrar hans voru þau eiga eitt barn. Sonur Guð- mundar og Bjarkar Kristjáns- dóttur er Guðjón, maki Helga R. Eysteinsdóttir, þau eiga eitt barn. 3) Hrefna, f. 1962, maki Sigurður Sigurðsson. Sonur Hrefnu og Valgeirs Barðasonar er Valgeir Valdi, maki Karen Pétursdóttir. Börn Sigurðar eru Hallur Þór, Sigurður Valur, Sólveig og Heiðrún Anna og barnabörnin eru 7. Sjöfn stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugarvatni 1940-1941 og 1947 stundaði hún nám við húsmæðraskóla í Sorø í Danmörku. Hún starfaði fyrst í Akranesapóteki en síðan í Bíó- höllinni á Akranesi allt frá stofnun hennar 1942, í 45 ár samfleytt. Sjöfn og Guðjón bjuggu lengst af á Stekkjarholti 5 á Akranesi en fluttu á Dval- arheimilið Höfða árið 2005. Guðjón lést árið 2006 en Sjöfn bjó á Höfða til dauðadags. Útför Sjafnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 4. nóv- ember 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Hrefna Jónsdóttir, f. 1895, d. 1947, og Guðmundur Sig- urðsson, f. 1984, d. 1938. Börn Sjafnar og Guðjóns eru: 1) Jó- hannes, f. 1950, maki Guðrún J. Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: a) Gauti, maki The- rese Ahlepil, þau eiga þrjú börn, b) Bjarki, maki Daniela Cornacchia, c) Helga Sjöfn, maki Jónmundur V. Ing- ólfsson, þau eiga þrjú börn. 2) Guðmundur, f. 1953, maki Ólöf Á. Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: a) Vala, b) Stefán, maki Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir, c) Sölvi, maki Berglind M. Valdimarsdóttir, Í dag kveð ég með söknuði elskulega tengdamóður mína, Sjöfn Jóhannesdóttur. Samleið höfum við átt í 45 ár og hefur sú samleið verið sérlega ánægjuleg og gefandi og hvergi borið skugga þar á. Segja má að Sjöfn hafi að mörgu leyti verið mið- punktur stórfjölskyldunnar og af- ar ástsæl hjá öllum kynslóðum. Sjöfn starfaði ásamt Öldu syst- ur sinni í Bíóhöllinni á Akranesi í 45 ár, allt frá stofnun hennar. Heimilið var samt hennar aðal- starfsvettvangur og þar var hún afkastamikil, enn í dag fá flestir fjölskyldumeðlimir vatn í munn- inn við tilhugsunina um öll heima- bökuðu brauðin, hveitikökurnar, pönnukökurnar, rúlletturnar og fiskibollurnar sem hún var svo þekkt fyrir. Hróður hennar barst meira að segja út fyrir landstein- ana, við eigum nokkra sænska vini sem tala enn áratugum síðar með lotningu og blik í augum um fiskibollurnar hennar Sjafnar. Gjafmild var hún og greiðvikin með afbrigðum og alltaf boðin og búin að gera eitthvað fyrir aðra, einkum þá sem minna máttu sín en hins vegar mátti helst enginn gera neitt fyrir hana í staðinn. Okkar fjölskylda á Sjöfn senni- lega enn meira að þakka en flestir aðrir þar sem hún hélt fyrir okk- ur hús og heimili í tíu ár eftir að við fluttum heim frá Svíþjóð árið 1986. Hlutverk hennar átti fyrst og fremst að vera að hugsa um börnin okkar að loknum skóla og leikskóla en hún lét sér það ekki nægja. Hún mætti á hverjum morgni á hjólinu sínu hvernig sem viðraði og fór um húsið eins og hvítur stormsveipur, bakaði og eldaði, þvoði og straujaði. Mest eigum við henni þó að þakka fyrir þau lífsgildi sem hún innrætti yngri kynslóðinni, staðfestu, heiðarleika, virðingu fyrir náung- anum og umhyggju fyrir lítil- magnanum. Það er ótrúlega mik- ilvæg reynsla og gott veganesti út í lífið að fá að alast upp að miklu leyti með ömmu sinni. Eftir að þessu tímabili lauk héldu barna- börnin áfram að heimsækja ömmu sína og afa reglulega. Þeg- ar nám í fjölbrautaskólanum hófst skruppu þau gjarnan í Stekkjarholtið í hádeginu og fengu grjónagraut og slátur eða annað góðgæti. Fyrir 11 árum fluttu þau hjón á dvalarheimilið Höfða, aðallega vegna heilsuleysis Guðjóns sem lést svo ári síðar. Hún neitaði hins vegar að ganga inn í gamalmenn- ishlutverkið, skeiðaði um ganga dvalarheimilisins eins og mun yngri manneskja, notaði aldrei lyftu ef hún komst hjá því og síð- ast sást hún á hjólinu sínu um ní- rætt. Oftar en ekki þurfti starfs- fólk að spyrjast fyrir um hana að kvöldi, ekki vegna elliglapa held- ur vegna þess að hún var í útstá- elsi úti í bæ. Á Höfða leið henni eins og hún væri á fimm stjörnu hóteli vegna þess hve starfsfólkið er frábært og viljum við aðstand- endur þakka fyrir frábæra umönnun alla tíð. Allra síðustu vikurnar tók heilsu hennar að hraka og lokabaráttan var stutt. Missir fjölskyldunnar er mikill en minningin um aðdáunarverða konu lifir. Guðrún J. Guðmundsdóttir Einstök kona með fallega sál hefur nú kvatt. Brottför hennar bar brátt að og eftir sit ég með djúpa sorg en þó svo þakklát fyrir að Sjöfn varð aldrei gömul og veik. Hún hefði ekki kunnað þann leik. En einhvern veginn hélt ég að Sjöfn yrði eilíf. Hún bara var þarna, alltaf hress, alltaf jákvæð, hafði skoðanir á öllu, fylgdist vel með þjóðmálum og fótbolta af miklum áhuga. Sjöfn reyndist mér í nær 40 ár sem frábær tengdamóðir, kenndi mér handtök og svo margt í heim- ilishaldi og lífinu sem ég kunni ekki, vissi ekki um eða hafði ekki áhuga á. Hún var alltaf til staðar án þess að ég þyrfti að biðja um aðstoð. Sjöfn kunni nefnilega þá list að dansa á línunni, ég fann aldrei að hún væri að leiðbeina en ég lærði. Hún var einstök og það verður aldrei til önnur Sjöfn Jóhannes- dóttir. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin, mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigr. H. Lárusd.) Elsku Sjöfn, njóttu ferðarinn- ar, þangað sem vængirnir bera þig núna. Þín tengdadóttir, Ólöf Guðmundsdóttir. Elsku amma Sjöfn. Mér stekkur bros á tárvota vör við tilhugsunina um að þú hefðir nú haft sitt hvað að segja um þína eigin minningargrein. Vinsam- legast afþökkuð: lýsingarorð á efsta stigi, óþarfa tilfinningasemi, málalengingar og hvers konar lof um „venjulega manneskju eins og mig“. Vandamálið er að þú varst mér svo miklu meira en venjuleg manneskja. Allt frá mínum fyrstu minning- um úr eldhúsinu á Stekkjarholti hefur þú í mínum huga verið sam- nefnari umhyggju og öryggis, hlýju og vinsemdar. Ég lagði upp í hvert ævintýri æskunnar með fullan maga af grjónagraut, í ný- þrifnum og hnébættum buxum, með lófana fulla af kandís, sem ég átti að gefa með mér af. Í lok hvers dags var síðan viðstöðu- laust tekið við þessum sömu bux- um, þær þrifnar, óútskýrð göt faglega bætt og þær gerðar til- búnar fyrir næstu umferð. Dag eftir dag, ár eftir ár. Ósérhlífni var það sem einkenndi þig allt fram á efri ár. Við sem nutum þeirra forréttinda að alast upp undir þínum verndarvæng reyn- um af veikum mætti að breyta af sama dugnaði og manngæsku, en þar er þrautin oft þung. Nú höldum við öll tilneydd á vit nýrra ævintýra, án þín, en þó með brjóstið fullt af hlýjum minning- um, þakklæti og mýmörgum hversdags dæmum um það hvernig ofur venjuleg manneskja eigi að haga sér. Betra veganesti er vandfundið. Hvíl í friði, elsku amma. Bjarki Jóhannesson. Einstök var hún amma Sjöfn. Sterk og falleg kona. Ég hef ver- ið svo heppin að kynnast henni eftir að ég kom inn í fjölskyld- una og hún hefur orðið amma mín líka. Eitt af því sem ég hef hlakkað mest til þegar við förum til Íslands er að fá að hitta ömmu Sjöfn og spjalla yfir kaffi- bolla. Krakkarnir okkar elska langömmu sína líka og þótti mjög vænt um að heimsækja hana á Höfða. Tilfinningin hjá mér er eins og Astrid Lindgren lýsir í bókinni um Ronju ræn- ingjadóttur þegar afi hennar, Skalle-Per, deyr og faðir hennar er niðurbrotinn af sorg: „Hon fattas mig, hon fattas mig så det skär i bröstet“, sem útleggst á íslensku „ég sakna hennar, ég sakna hennar svo að hjartað er að springa“. Therese Ahlepil. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð elsku ömmu mína, Sjöfn. Hún var einstök kona sem ég á margt að þakka. Eftirfarandi vísa sem hún skráði hjá sér er lýsandi fyrir þá manneskju sem hún hafði að geyma: Gull og perlur að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. Takk fyrir allt og allt. Valgeir Valdi Valgeirsson. Þegar október hóf innreið sína stóð hinn mikli hlynur í garðinum okkar í fullum rauðum blóma. Stórt og kraftmikið tréð gerði sig klárt fyrir langan svefn og sýndi sig í fullum skrúða eftir enn eitt sumarið á langri ævi. Mér varð litið á laufblöð trésins, ægifögur á að líta, og varð hugsað til ömmu minnar Sjafnar. Gull af manni var hún og góð- hjörtuð og mátti hvergi neitt aumt sjá. Spakmælið „sælla er að gefa en þiggja“ lýsir henni vel því hún gaf allt sem hún mátti af sjá þótt efni væru oft lítil. Hún for- gangsraðaði í þágu annarra á kostnað sjálfrar sín. Lýsandi dæmi um djúpstæða væntum- þykju ömmu var þegar mér barst forláta gjöf úr óvæntri átt í sam- bandi við útskrift mína úr fjöl- brautaskóla. Gefandinn sagði að ég ætti vissulega skilið að fá góða gjöf en aðalástæðan væri „hversu ómetanlega Sjöfn hefði reynst fjölskyldu hennar á erfiðum tím- um í barnæsku“. Í augum ömmu var enginn munur á Jóni og séra Jóni. Rétt- lætiskennd og heiðarleiki voru mikilvægir mannkostir sem hún hafði að geyma og miðlaði til okk- ar sem yngri vorum. Hún var ekki mikið gefin fyrir að stæra sig af verkum sínum og setti sig ekki á háan hest. Aldrei man ég til þess að borið hafi á afbrýðisemi heldur gladdist amma innilega yf- ir velgengni annarra. Á langri ævi lærði hún aldrei á tölvu og kynntist því aldrei þeim sam- skiptamiðlum sem tröllríða sam- félaginu í dag. Sá þorsti í athygli og viðurkenningu sem endur- speglast oft á þessum miðlum er eins langt frá hugsjónum ömmu og hægt er að komast. Mestalla sína hjúskapartíð bjuggu þau afi á Stekkjarholti á Akranesi. Þar var ég tíður gestur öll mín uppvaxtarár og skipti þá engu hver verkin voru eða hve- nær sólarhringsins mann bar að garði, ávallt var maður hjartan- lega velkominn. Lagni hennar í eldhúsinu var annáluð og alltaf lumaði hún á brúnni tertu með rjóma í ísskápnum ásamt öðru góðgæti sem átti rætur að rekja til húsmæðranáms í Danmörku á eftirstríðsárunum. Amma bakaði eða eldaði alla tíð án nákvæmra uppskrifta og með hjálp Rafha- eldavélar anno 1950. Þetta skap- aði vandræði fyrir smámunasamt barnabarnið sem vildi læra, því ekki fékkst uppgefið magn nema í hnefum eða klípum, hitastig ofns óþekkt og til að bæta gráu ofan á svart var talað um natrón og sódapúlver. Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í nánu sambandi við eldri kynslóð en foreldranna. Þetta auðnast því miður fáum börnum í dag. Allt frá barnæsku er amma samofin minningum hversdagslífsins. Alla mína barnaskólatíð var hún til staðar þegar komið var heim í hádeg- ismat, oft í kjötfars í brauði eða grjónagraut, eða þegar skóla lauk síðar um daginn. Hægt væri að telja upp marga hluti sem vert væri að minnast en eitt var þó mikilvægara en allt annað; hún var til staðar. Alltaf. Hún var okkur systkinunum í raun sem þriðja foreldrið. Nú er október allur og lauf- blöðin liggja fölnuð á frostkaldri jörðinni. Það fer þó ylur um hjartarætur að vita til þess að úr frjóum jarðvegi laufblaðanna munu minningarnar um einstaka manneskju spretta og dafna vel um ókomna tíð. Hvíl í friði. Gauti Jóhannesson. Sárt er að missa þann sem mikið er elskaður. Amma var einstök kona sem verður sárt saknað af svo mörg- um. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp góðar minningar um elsku ömmu mína er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Þakklæti fyrir alla umhyggjuna, kærleikann og vin- áttuna. Amma Sjöfn var mér svo miklu meira en bara amma. Í raun má segja að hún hafi verið mamma númer tvö. Við systkinin vorum svo lánsöm að hafa ömmu í okkar daglega lífi alla okkar barnæsku. Hún gekk í öll húsverk, eldaði mat og hugsaði einstaklega vel um okkur systkinin. Það var ómetanlegt að koma heim úr skólanum þar sem amma tók á móti okkur opnum örmum með heitan mat á hellunni. Ég lærði margt af ömmu. Hún var mjög nægjusöm og var ekki vön að kaupa dýra hluti. Amma lagði mikla áherslu á að við krakkarnir værum ánægð með það sem við ættum og værum ekki að öfund- ast út í náungann. Hún var góð- mennskan uppmáluð, ávallt tilbú- in að hjálpa öðrum og var alltaf að gefa en þáði sjaldan. Amma var einstaklega liðtæk í eldhúsinu og tók mig upp á arma sína þegar ég byrjaði í fjölbrauta- skóla. Að fá hefðbundinn íslensk- an heimilismat í hverju hádegi ásamt gæðastundum með ömmu og afa var ómetanlegt. Ekki var leiðinlegt þegar ég var send niður í kjallara að sækja mér „eina brúna“ en þar var yfirleitt djöfla- terta í kælinum. Hrefna frænka og Valdi borðuðu oftar en ekki með okkur og var þá mikið spjall- að og hlegið. „Jæja, eigum við ekki að færa okkur yfir í betri stofuna á Bjargi,“ sagði amma venjulega eftir matinn. Þá settum við gamlar plötur á fóninn og nut- um samverustundar með kaffi- bollann við hönd. Þessi hádegi hjá ömmu voru í raun heilagur tími í mínum huga og á ég margar af mínum bestu minningum frá þessum tíma á Stekkjarholtinu. Eitt stórt áhugamál áttum við amma sameiginlegt en það voru íþróttir. Amma hafði óbilandi áhuga á hvers kyns íþróttum allt frá knattspyrnu til formúlu 1. Systurnar þær Alda og amma Sjöfn voru gallharðir stuðnings- menn Manchester United eins og ég, þær fylgdust með öllum leikj- um og áttu sína uppáhaldsleik- menn. Það voru mikil forréttindi fyrir mig íþróttaálfinn að geta kíkt í heimsókn til ömmu og horft með henni á leik í sjónvarpinu eða spjallað um helstu íþróttafréttir dagsins. Það er ekki sjálfgefið að unglingur geti spjallað við ömmu sína sex áratugum eldri eins og jafningja um slíka hluti. Amma var mikill Skagamaður og fylgd- ist náið með ÍA-liðinu alla tíð. Eftir alla heimaleiki ÍA var stór- fjölskyldan vön að hittast í fót- boltakaffi og fara yfir úrslit dags- ins og var þá amma venjulega hrókur alls fagnaðar. Í seinni tíð, eftir að börnin mín fæddust og amma var komin á Höfða, reyndi ég að vera dugleg að fara með þau í heimsókn til hennar. Mér þótti ákaflega vænt um það hversu náið samband myndaðist milli hennar og næstu kynslóðar en þeirra missir er mikill að fá ekki að njóta hennar lengur. Missir hennar skapar mikið tómarúm sem erfitt verður að fylla en það er huggun harmi gegn að eiga sælar minningar um einstaka konu. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Minningar okkar um ömmu eru líklega ekki svo frábrugðnar minningum annarra um ömmur sínar. Ást, hlýja, góður matur, kaffi og spil koma upp í hugann. En amma Sjöfn bætti um betur þar sem spjall um fótbolta og fréttir dagsins áttu alltaf stóran þátt í tilverunni alveg fram á síð- asta dag. Í heimsóknum okkar systkina síðustu vikur til ömmu gerði eng- inn sér í hugarlund hversu stutt amma átti eftir. Sprækari kona var vandfundin. Hún var alltaf með tilbúið veisluborð við hverja heimsókn og með opið Morgun- blaðið hjá sér að hella upp á kaffi. Undir það síðasta átti hún þó til að biðja um aðstoð við að ná í kaffikönnuna þar sem hún vildi helst sleppa við að standa uppi á stól svona gömul. Minnisstæð er heimsókn til ömmu upp á Skaga, skömmu áður en hún veiktist, þar sem nýjasti fjölskyldumeðlimurinn fékk að hitta langömmu sína í fyrsta og eina skiptið. Þetta var svo sann- arlega hamingjuhittingur enda var greinilegt hvað henni leið vel í fangi ömmu sem passaði svo vel uppá litlu stúlkuna á sama hátt og hún hafði passað upp á okkur systkinin öll áður. Amma fylgdist alltaf vel með okkur barnabörnunum og þá fyrst og fremst í gegnum pabba sem hringdi í hana á hverju kvöldi. Alltaf gátum við því spurt hann „hvernig hefur amma það?“ og svarið var oftast „hún er alveg ótrúlega hress“. Þegar pabbi var erlendis þá tók Vala við hlutverk- inu að heyra í ömmu og áttu þær oft löng og góð samtöl á kvöldin sem voru svo sannarlega dýr- mæt. Þar sem ekkert okkar bjó á Akranesi voru heimsóknirnar ekki daglegar en hugurinn leitaði gjarnan upp á Skaga. Því fjær sem við vorum, því meira hugs- uðum við til ömmu og hlökkuðum til að fá að hitta hana sem fyrst aftur. Eftir lengri dvöl erlendis var heimsókn til ömmu og afa alltaf efst á blaði. Fjarlægðin hjálpar manni svo sannarlega að átta sig á hvern manni þykir vænst um og vill hafa nálægt sér. Nú þegar þú ert búin að kveðja þennan heim og farin í hið hinsta ferðalag lifa hlýjar minningar áfram með okkur og munu gera um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku amma, og skilaðu kveðju til afa. Guðjón, Vala, Stefán og Sölvi Guðmundarbörn. Elsku frænka, Sjöfn, var ein ótrúlegasta og magnaðasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Það er úr svo mörgu að velja en ég ætla bara að segja það sem mér finnst eftir- minnilegast. Hún var 93 ára göm- ul en hreyfigeta hennar var eins og hún væri 63 ára. Hún hjólaði þar til hún var 89 ára og fylgdist með Formúlunni þar til hún var 86 ára. Hún var stjarnfræðilega mikið inni í fótbolta allt til loka – hún var mjög mikill húmoristi og mjög gjafmild. Það væri hægt að skrifa heila bók um kosti Sjafnar, mér þótti endalaust vænt um hana og ég mun aldrei gleyma henni. Systur mínar, Hildur Ása og Sigurbjörg Helga, senda líka hjartans kveðjur. Þröstur Elvar Ákason. Frænka kemur á hjólinu. Örugg í fasi og bein í baki – það er ekki laust við að manni finnist bíll óþörf uppfinning þegar frænka kemur á bláa hjólinu eftir göt- unni. Það er yfir henni þessi virðu- leiki hversdagsins sem erfitt er að útskýra; best þegar allt er ein- Sjöfn Jóhannesdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.