Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 04.11.2016, Qupperneq 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 falt og skilvirkt, ekkert pjátur. Þannig rak frænka líka heimili þeirra Nonna að Stekkjarholti 5 um áratugaskeið. Það var mið- stöð stórfjölskyldunnar, þar voru haldin kaffisamsætin, bruddur kandísinn, brugguð berjasaftin, bakaðir snúðarnir og lagaðar bollurnar. Hlýjan umvafði og glaðværðin smitaði, og alltaf reyndist frænka vera heima þeg- ar við áttum leið um, þótt hún hefði ýmislegt að sýsla víða í bæn- um, heimsækja, aðstoða, mæta til vinnu. Við kölluðum hana alltaf frænku, frá fyrstu til síðustu stundar, þótt hún héti þessu fína nafni, Sjöfn. Það var bara ein frænka, og hún var einstök. Við systur þökkum fyrir alla þá gæsku og gjafmildi sem ömmu- systir okkar, Sjöfn Jóhannesdótt- ir, sýndi okkur. Hún var okkur fyrirmynd í fleiru en hún vissi sjálf, réttsýn, rösk og mikil mann- eskja sem þótti vænt um fólkið sitt og samfélagið. Sterk og lát- laus, víðlesin og hugulsöm og ól raunar upp fleiri börn og barna- börn í fjölskyldunni en sín eigin, því húsið var alltaf opið og margt þangað að sækja. Einstakt samband elstu systr- anna á Auðnum, Öldu og Sjafnar, hefur mótað samheldni fjölskyld- unnar – missirinn er mikill, en arfleifðin lifir. Við stöndum þakk- látar og þöglar með Hrefnu, Mugg, Jóhannesi og þeirra fólki á þessum tregafullu tímamótum. Alda og Sigurbjörg. Látin er elskuleg móðursystir mín, Sjöfn Jóhannesdóttir, eftir skammvinn veikindi. Hún hefur leikið stórt hlutverk í mínu lífi, verið mér sem önnur móðir og börn hennar eins og systkini mín. Það var eitt ár og einn dagur á milli móður minnar og Sjafnar og hafa þær alla tíð verið afskaplega nánar. Þær unnu meira að segja á sama vinnustað um áratugaskeið, í Bíóhöllinni á Akranesi, og eru tvær, þrjár kynslóðir sem muna eftir þeim þar. Ég man eftir skemmtilegum tímum sem krakki á Auðnum, í húsi afa og ömmu. Í þá gömlu góðu daga bjuggu Sjöfn og Nonni á efri hæðinni með Mugg og Jó- hannes til ársins 1959. Ég og for- eldrar mínir vorum í Deildar- túninu, nánast á sömu þúfunni, og samgangurinn mikill, borðað saman, spilað á spil og brugðið á leik. Ekki minnkaði samgangur- inn þótt þau flyttu sig aðeins ofar í bæinn, á Stekkjarholt 5, og nokkru síðar kom hún Hrefna frænka mín í heiminn. Alltaf var gott að koma í Stekkjó til Sjafnar og Nonna og aldrei kom maður að tómum kofunum þar, fræg eru brauðin hennar, hveitikökurnar og kleinurnar, að ógleymdum pönnsunum góðu sem hún var ekki lengi að hrista fram úr erm- inni. Eitt sinn bað ég Sjöfn um upp- skriftina að pönnukökunum en fékk það svar að engin uppskrift væri til, þetta væri bara „slump“ af öllu. Ég tók mig til eitt sinn þegar hún var að hræra í þær og skrifaði niður „slumpið“ og á ég því til bestu uppskrift að pöns- unum hennar frænku. Alltaf var hún frænka mín spengileg og frá á fæti og það var fart á minni konu, hálfhljóp upp og niður stigana og hjólaði árum saman um bæinn. Og reiðhjólið fór ekki langt frá henni, hún geymdi það á Höfða ef hún skyldi nú vilja hjóla einn rúnt um bæinn. Það er sjónarsviptir að þessari góðu konu. Missirinn er mikill fyrir móður mína, fyrst voru þær saman í foreldrahúsum á Auðn- um og enduðu svo saman á dval- arheimilinu Höfða þar sem þær hittust daglega og töluðu um heima og geima. Nú er komið að leiðarlokum og ég þakka Sjöfn samfylgdina. Elskulegu „systkini mín“, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guðmunda Ólafsdóttir (Búbba). ✝ Ólafur BjörnBaldursson fæddist 30. júlí 1965 í Reykjavík. Hann varð bráð- kvaddur þann 24. október 2016. Foreldrar hans eru María Frí- mannsdóttir, f. 22. júní 1940, og Bald- ur Ólafsson, f. 14. maí 1940. Ólafur Björn átti eina systur, Rósu slitu samvistum og Ólafur Björn fluttist aftur til Íslands. Sam- býliskona Ólafs Björns var Gríma Eik Káradóttir og eign- uðust þau soninn Kára Frey, f. 22. september 2008. Leiðir þeirra skildi síðar. Ólafur Björn ólst upp í Reykjavík, lauk þar grunnskólaprófi og vann ýmis verkamannastörf þar til árið 2007 að hann stofnaði tölvu- og viðgerðafyrirtækið Tölvuvini ehf. sem hann rak til dauðadags. Hann hafði mikið yndi af góðri tónlist og söng um árabil í Dóm- kórnum. Hann naut þess af heil- um hug að ferðast innan- og ut- anlands Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. nóvember 2016, klukkan 13. Kristínu Bald- ursdóttur, f. 28. janúar 1963. Ólafur kvæntist Evu Sigurðardótt- ur og eignuðust þau tvö börn, Emil Örn, f. 19. nóv- ember 1991, og Ölmu Maríu, f. 7. apríl 1998. Bjuggu þau í Sönderborg í Danmörku um nokkurra ára skeið þar til þau Hann Óli var litli bróðir minn. Tveimur árum yngri en ég, falleg- asta barn sem ég þekkti með stóru dökku augun og fínlega andlitsfallið. Hann var húmoristi og grallari en líka svo hlýr og mjúkur allur og dálítið viðkvæm- ur. Svo óx hann úr grasi, spilaði fótbolta, eignaðist mótorhjól og kærustur og varð töffari í leður- buxum. Samt var hann var alltaf litli bróðir minn. Hann Óli bró. Hann flutti með ungu konunni sinni til útlanda og þau eignuðust tvö dásamleg börn og bróðir minn var eiginmaður og faðir og allt í einu fullorðinn. Lífið alls ekki alltaf einfalt eins og allir sem verða einhvern tíma fullorðnir þekkja af eigin raun. Sum árin reyndust honum Óla meira að segja afar erfið. Kannski var það á þessum tíma sem hann tileink- aði sér djúpa rósemi, endalausa bjartsýni og þolinmæði. Hann var vanur að segja að lífið byði ekki upp á vandamál heldur verkefni til að leysa. Fyrir Óla var þetta ekki bara einhver innantómur frasi. Þetta varð inntakið og þungamiðjan í lífsstíl hans. Hann mætti fólki af virðingu og væntumþykju og mikilli auðmýkt. Hann var fynd- inn og skemmtilegur en aldrei kaldhæðinn. Honum þótti vænt um lífið allt enda var hann jú rík- ur maður að eiga Emil, Ölmu og hann Kára Frey sem hann eign- aðist í nýja lífinu sínu á Íslandi. Fyrirtækið hans blómstraði og hann leyfði sér að ferðast innan- og utanlands. Ég dáðist að hon- um, dáðist að hæfileikanum til að lifa og njóta hvers augnabliks. Hann kenndi mér margt á síðustu árum; svo margt að mér fannst hann stundum vera orðinn að stórum bróður. Stórum og sterk- um bróður. Mér fannst gott að eiga hann Óla fyrir bróður. Ótímabært og óskiljanlegt að missa hann svo skyndilega. Sökn- uðurinn og treginn eru alltum- lykjandi á þessari stundu. Ég horfi inn í fallegu augun hans á mynd frá liðnu sumri og trúi því að hann sé þar sem lífið er enn fallegra og mýkra og hlýrra, í Ei- lífðarlandinu hans Guðs. Rósa Kristín Baldursdóttir. Elsku systursonur minn. Mikið er erfitt að setjast niður og skrifa til þín nokkur orð því ég er ekki enn búinn að átta mig á því að þú sért farinn, svo snöggt fórstu frá okkur. Þennan tiltekna dag ætlaði ég ekki að mæta í vinnu til þín en örlögin réðu því að ég fór og verð ég ævinlega þakklátur fyrir það. Þennan síð- asta dag okkar saman í vinnunni átti ég með þér ógleymanlega stund í hádeginu þegar við borð- uðum saman eins og við gerðum svo oft. Þú lékst á als oddi, sýndir mér myndir frá síðasta ferðalagi þínu og sagðir mér glaður í bragði frá næstu ferðaplönum og því sem framundan var hjá þér varðandi Tölvuvini. Eftir hádegisverðinn héldum við áfram að vinna og þú kvaddir okkur strákana og sagðist þurfa að skreppa til að kaupa varahluti. En sú sendiferð varð lengst allra því þú snerir aldrei til baka úr henni. Það er gjörsamlega óger- legt að lýsa því hversu erfitt var að koma að þér sitjandi í bílnum og vita að ekkert væri hægt að gera til að bjarga þér, þú varst bara farinn og það á einu augna- bliki. Innst inni vissi ég að svona gæti farið hvenær sem er vegna hjartveiki þinnar og höfðum við stundum rætt það og þú sagt að þú yrðir nú kannski ekki gamall, en þetta var allt of snemmt. Myndir af þér streyma í gegnum huga minn, kæri frændi, en ég hef verið þér samferða í lífinu allt frá því að þú leist dagsins ljós. Þegar ég lít til baka kemur upp mynd af yndislegum snáða, dásamlegum ungum manni og síðan ólýsanlega góðum föður. Það sem einkenndi þig var æðruleysi, rólegheit og traust. Þú varst maður orða þinna og eyddir þeim ekki í óþarfa hjal eða yfirborðsskap. Aldrei heyrði ég þig hnýta í nokk- urn mann enda drengur góður í alla staði. Oft heyrðum við nefnt að við tveir værum líkir í töktum og húmor og fannst okkur það ekki leiðinlegt enda kom okkur alltaf einstaklega vel saman og það yljar mér svo sannarlega á svona stundu. Það var svo algjör- lega óvænt en ánægjulegt að ég skyldi koma til starfa hjá þér þeg- ar ég fór á eftirlaun á síðasta ári. Þú bauðst mér vinnu og mátti ég algjörlega ráða hvenær og hversu mikið unnið var í þeim sérverk- efnum sem mér voru falin. Þann- ig hittumst við nánast daglega síðastliðið ár og vorum við báðir sérlega ánægðir með þetta fyrir- komulag. Á þessum tíma náðum við að tengjast enn nánari vin- áttu- og frændaböndum sem aldrei bar skugga á. Að lokum viljum við Hildur þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar, vináttuna og kærleikinn. Farðu í friði, elsku vinur. Þinn frændi, Frímann (Donni). Elsku frændi minn. Mánudagurinn örlagaríki vík- ur mér seint úr minni. Þegar mér bárust þau hræðilegu tíðindi að þú værir farinn frá okkur fann ég fyrir algjöru máttleysi og vanlíð- an. Þetta gat ekki verið satt, ég neitaði að trúa þessu. Þið pabbi höfðuð átt saman dýrmæta sam- verustund í hádeginu þennan dag og var það honum afar þungbært og erfitt að koma að þér látnum aðeins augnabliki síðar. Þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir var ekkert hægt að gera og eftir sátu allir, máttvana og bjargarlausir. Að upplifa í kjölfarið þá stund að kveðja þig uppi á spítala var svo óraunverulegt og sárt að því verður ekki með orðum lýst. Um huga minn fara nú ótal minningar um þig, stóri, ljúfi og trausti frændi minn sem öllum vildi vel. Þú varst þvílíkur öðling- ur og þig einkenndi alveg ein- stakt æðruleysi og yfirvegun. Aldrei minnist ég þess að hafa séð þig skipta skapi eða segja ljótt orð um nokkurn mann. Þú varst þakklátur, duglegur, vinnusamur og naust þess að vera til. Ég furð- aði mig oft á því að aldrei kvart- aðir þú undan veikindum þínum eða líkamlegu ástandi heldur tókst öllu sem á þig var lagt með þinni stóísku ró. Þú varst mein- fyndinn og einstaklega orðhepp- inn enda kolsvarti húmorinn í ættinni og eru þær ófáar gleði- og hláturstundirnar sem fjölskyldan átti saman. Mér þótti svo vænt um að sjá hvað þér vegnaði vel með Tölvu- vini, fyrirtæki sem þú stofnaðir frá grunni og sinntir af alúð alla daga. Að sjá fyrirtækið fara ört stækkandi var stórkostlegt og minnist ég með hlýju þegar þú baðst mig að hjálpa þér að inn- rétta búðina þegar þú opnaðir á Langholtsveginum. Við frænd- systkinin skelltum okkur þá í nokkra bæjarleiðangra og versl- uðum eins og vindurinn, mottur, ljós, myndir og aðra muni sem skreyta áttu þessa flottustu og vinalegustu tölvubúð bæjarins. Þú treystir mér algjörlega fyrir þessu verkefni, trítlaðir á eftir mér með innkaupakerruna og samþykktir með þínu kankvísa brosi alla þá hluti sem ég skellti ofan í kerruna. Þú varst fyrir- mynd að svo mörgu leyti, elsku frændi, og það var mannbætandi að umgangast þig. Við sem þekktum þig erum lánsöm að hafa átt þig að og börnin þín voru svo sannarlega heppin með pabbaeintakið sitt. Þú elskaðir börnin þín af öllu hjarta, varst stoltur af þeim og ljómaðir allur þegar þú talaðir um þau, sem og í návist þeirra. Elsku Emil, Alma, Kári, Maja, Baldur og Rósa, ykkar missir er mikill og eftir situr tóm sem aldr- ei verður fyllt en minningin um dásamlegan pabba, son, bróður, frænda og vin lifir björt í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Kærleiksknús, Anna Rún. Kær vinur minn og samstarfs- maður er horfinn af sjónarsvið- inu. Hann kvaddi fyrirvaralaust, hljótt og snöggt, e.t.v. hans stíll, enda var sjaldnast hávaði í kring um hans framkomu eða gjörðir. Kynni okkar Ólafs hófust fyrir um sex árum, er mig vantaði tölvuviðgerð og hafði heyrt góð ummæli um Tölvuvini, fyrirtæki Ólafs. Eignaðist ég þá minn fyrsta tölvuvin. Ólafur hringdi í mig skömmu síðar og tjáði mér að hann vantaði bókhaldsvin. Þessi tölvubilun hjá mér varð til þess að ég hef annast bókhald, uppgjör og ýmsa fyrirgreiðslu fyrir félag Ólafs í um sex ár. Með kynnum af Ólafi eignaðist ég ekki eingöngu tölvuvin, heldur kæran og góðan vin og samstarfs- mann í raun. Þótt Ólafur hafi ein- ungis verið 51 árs gamall er hann lést, þá hafði hann hlotið mikla lífsreynslu á sínu æviskeiði, bæði sára og erfiða og einnig góða og gleðiríka. Þetta varð til þess að við áttum oft trúnaðar- og vina- samtöl, þar sem við þekktum og áttum báðir ýmsa sameiginlega snertifleti lífsins. Ólafur var alltaf glaðlyndur, tók á öllum hlutum með æðru- leysi og jafnaðargeði. Það var oft góð afslöppun og hvíld í því að staldra við í búðinni hjá honum í skamman eða lengri tíma, því samskipti okkar voru oftar en ekki með með glettni og gamni sem létti manni lund. Alvarlegar samræður áttum við líka sem fyrr er getið. Dugnaður og elja Ólafs var með eindæmum, þótt hann gengi ekki ávallt heill til skógar. Hann var hæfileikaríkur maður og fjöl- margt til lista lagt. Þegar atvinna minnkaði eftir hrunið skellti Ólaf- ur sér í nám varðandi tölvuvið- gerðir, hóf síðan sinn viðgerðar- feril í herbergi á heimili sínu og stofnaði fljótlega félag sitt sem hann vann við að þróa og efla fram til síðasta dags. Fullyrða má að hið snjalla vöru- og firmamerki Tölvuvinir hefur gert fyrirtæki Ólafs að einu þekktasta tölvu- verkstæði landsins. Það var mannbætandi að kynnast þessum ötula frumkvöðli og mannvini, hann skilur eftir sig fallega minningu, kærleik og vin- arþel, sem ég er afar þakklátur fyrir. Ég votta börnum Ólafs, for- eldrum, systur, ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Sigurður Jakob Halldórsson. Besti vinur minn, hann Óli, er dáinn, svo skyndilega og óvænt, langt fyrir aldur fram. Ég kynnt- ist Óla þegar við byrjuðum að vinna saman hjá Ísaga 1982, hann var 17 ára gutti og ég lítið eitt eldri, við urðum strax bestu mát- ar og unnum saman í nokkur ár. Þar kynntist ég allri fjölskyld- unni hans. Síðan skildi leiðir eins og gengur og gerist, en um alda- mótin hittumst við aftur og höf- um haldið góðu sambandi síðan og vináttan hefur dýpkað með ár- unum. Þá var Óli nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann hafði búið um nokkurt skeið með Evu, fyrrverandi eiginkonu sinni, og börnunum þeirra, þeim Emil Erni og Ölmu Maríu, sem búa enn í Sönderborg. Óli var yndis- legur pabbi og það var aðdáun- arvert hvað hann hélt miklu og nánu sambandi við börnin sín. Fyrstu árin eftir skilnaðinn var hann oft sorgmæddur yfir að geta ekki verið alltaf með þeim. Það fór ekki framhjá neinum sem til þekkti hvað hann elskaði þau mikið, hann vildi allt fyrir þau gera. Ég varð þess aðnjótandi að fara með honum nokkrum sinn- um til útlanda, oftast til Sönder- borg að heimsækja börnin hans, þar á meðal í fermingu Ölmu og útskriftina hans Emils. Það var mjög gaman að ferðast með Óla og hann kenndi mér að meta Danmörku en hann vissi ótrúlega mikið um staðhætti þar. Fyrir ári síðan fórum við til Aust- urríkis, hittum Emil og Rósu, systur Óla, og áttum mjög góða daga saman. Ég og Tímon minn vorum mjög tíðir gestir á heimili Óla og Grímu í Bjallavaðinu og áttum við margar yndislegar stundir þar saman, sérstaklega minnist ég morgunverðarstundanna. Kári Freyr, augasteinn þeirra, fæddist 2008 og þau veittu mér þann heið- ur að vera guðfaðir hans. Óli var einstaklega góður pabbi og félagi barna sinna og var mjög dugleg- ur að vera með Kára Frey, þrátt fyrir að leiðir hans og Grímu hafi skilið. Við fórum einnig oft saman í skemmtilegar dagsferðir um landið, Óli var fróður um landið okkar og hafði mjög gaman af að segja frá staðháttum. Hann byrjaði 2008 að gera við tölvur heima í Bjallavaðinu og það þróaðist yfir í það að hann stofnaði fyrirtæki sitt, Tölvuvini. Óli var einstaklega vinalegur maður og nafnið sem hann valdi á fyrirtækið sitt lýsir persónuleika hans mjög vel. Einn af framtíðardraumum Óla var að flytja aftur til Sönder- borg og opna þar útibú Tölvuvina sem átti að heita Computerven- ner. Það var alltaf gott að fara með Óla í kaffi til yndislegu foreldra hans, Maju og Baldurs, í litla hlý- lega eldhúsið í Njörvasundinu og áttum við oft góðar stundir þar. Það er hefð að afi Baldur gefi Tí- moni mínum skinkusneið, hann hefur alltaf jafngaman af því. Það er ekki sjálfgefið að eign- ast svona góðan vin og fyrir það er ég innilega þakklátur. Ég á eftir að sakna samverustundanna og símtala okkar. Við áttum líka ótalmargar góðar stundir, þar sem við gátum talað um allt milli himins og jarðar, sérstaklega um fallegar konur. Elsku Emil Örn, Alma María, Kári Freyr, Maja, Baldur og Rósa, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Sigurjón Valur. Ólafur Björn Baldursson Ég var 17 ára þegar ég kynntist Teiti, mági mínum. Við áttum vel skap saman og það var alltaf gaman í kringum þig, húmorinn og létt- leikinn allsráðandi. Við gátum spjallað um heima og geima og ljósmyndaáhuginn var okkur sameiginlegur. Þú varst dugleg- ur að kynna mér nýja tónlist hver einustu jól og alltaf náðir þú að koma mér á óvart með hinum og þessum hljómsveitum. Þú hafðir einstakt lag á börnum og þau löð- uðust að þér og þessum lifandi skemmtilega karakter sem þú hafðir að geyma. Þau jól sem þú deildir með okkur fjölskyldunni voru alltaf tilhlökkunarefni. Stelpurnar okkar Flóka elskuðu þig og dáðu og þær hlökkuðu allt- af til að sjá Teit frænda. Það gladdi okkur að sjá hversu vel gekk hjá þér undanfarið. Allt á fullu í vinnunni, endalaust af verkefnum og starfsemin og tón- listin að vaxa og dafna. Þú hafðir fundið ástina í lífinu. Það er ekki sjálfsagt og eitthvað sem margir missa af. Missir Carolinu er ólýs- Teitur Árnason ✝ Teitur Árnasonfæddist 28. september 1983. Hann lést 2. októ- ber 2016. Útför Teits fór fram 28. október 2016. anlega mikill og hugur okkar fjöl- skyldunnar er hjá henni á þessum erf- iðu tímum. Við höf- um öll misst svo mikið að það er eig- inlega ekki hægt að koma því í orð. Teitur minn, elsku mágur og vin- ur, ég held í vonina um að hitta þig á ný. Þín verður saknað ólýsanlega mikið. Jenný. Það var mikið áfall að fá fregn- irnar af skyndilegu andláti Teits, bróður míns. Söknuðurinn er ólýsanlega mikill, þetta er svo ósanngjarnt. Við erum í sárum sem erum hérna megin hulunnar. Við hugsum til þín allar stundir sólarhringsins. Brosandi og hlæj- andi þú. Alltaf eitthvað að bralla og vesenast. Svo klár og dugleg- ur. Þú hafðir hjarta úr gulli og góð áhrif á fólk í kringum þig. Þú elskaðir að lifa lífinu og þú lífg- aðir upp á tilveruna hvar sem þú komst. Þitt ljós skein svo skært. Minningarnar eru endalaust margar og fallegar. Ég held í þann fjársjóð sem þær eru og tala við þig í huganum um ókomna tíð, elsku bróðir. Þinn, Flóki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.