Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 72

Morgunblaðið - 04.11.2016, Side 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 ✝ Soffía Wed-holm Gunn- arsdóttir fæddist á Eskifirði 13. októ- ber 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 26. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar eru Jóna Jó- hannesdóttir Wed- holm, f. 24. október 1924 og Gunnar Wedholm Steindórsson, f. 17. nóvember 1922, d. 7. mars 2000. Systur Soffíu eru Bjarney Kristín Wedholm Gunn- arsdóttir, f. 15. ágúst 1946, gift Gunnari Vilhelmssyni, og Reg- ína Wedholm Gunnarsdóttir, f. 13. desember 1957, gift Birni Gunnlaussyni. Soffía giftist þann 23. júní 1973 Helga Björnssyni, aðstoð- arframkvæmdastjóra flugleið- apríl 2011 og Gunnar Gylfi Guðmundsson, f. 19. júní 2014. 3. Erlen Björk Helgadóttir, f. 19. febrúar 1981, mannauðs- og skrifstofustjóri, gift Kristni Ottasyni, f. 12. ágúst 1981, við- skiptafræðingi. Börn þeirra eru Almar Kristinsson, f. 9. júní 2008, Agnes Kristinsdóttir, f. 4. febrúar 2010, og Otti Þór Krist- insson, f. 7. október 2014. Soffía gekk í barna- og ungl- ingaskóla á Eskifirði, Héraðs- skólann á Laugarvatni og lauk gagnfræðaprófi frá Neskaup- stað. Eftir að hafa verið kosin fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968 fór í hún í sumarskóla til Englands og í framhaldi af því í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Á Eskifirði vann hún frá unga aldri í fiski og síðar versl- unarstörf. Að loknu námi hóf hún störf hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. Þá starfaði hún um tíma í fyrirtæki tengdaforeldra sinna og síðan hjá Kreditkortum/Borgun þar til hún lét af störfum árið 2012. Úförin fer fram í Langholts- kirkju í dag, 4. nóvember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. sögusviðs Isavia, f. 12. janúar 1952. Börn Soffíu og Helga eru: 1. Gunn- ar Wedholm Helga- son, f. 16. febrúar 1975, fram- kvæmdastjóri, gift- ur Þóru Björk Ey- steinsdóttur, f. 17. janúar 1975, við- skiptafræðingi. Synir þeirra eru Helgi Valur Wedholm Gunn- arsson, f. 28. janúar 2004, og Baltasar Máni Wedholm Gunn- arsson, f. 12. desember 2005. 2. Ólöf Helgadóttir, f. 21. janúar 1980, rafmagnsverkfræðingur, sambýlismaður Guðmundur Jónatan Kristjánsson, f. 30. júní 1980, verkefnastjóri. Börn þeirra eru Kristján Guðmunds- son, f. 12. ágúst 2008, Soffía Margrét Guðmundsdóttir, f. 12. Hún Soffía mín, eða Fía, eins og ég kallaði hana alltaf var einstök kona. Kona sem umvafði mig með ást, kærleika og hlýju frá okkar fyrstu kynnum fyrir liðlega 44 árum til hinstu stundar. Fía var mikill vinur barnanna okkar, fjölskyldukona með stórt hjarta, góð móðir. Hún talaði af stolti um ríki- dæmi sitt sem fólgið var í börn- unum okkar, barnabörnum og tengdabörnum. Fía fann til með þeim sem minna máttu sín og greiddi gjarn- an götu þeirra þegar hún gat. Þá samgladdist hún þeim sem betur gekk í lífinu og vel vegnaði. Hún öfundaði enga enda var slíkt orð ekki til í hennar orðabók. Ágjöfum í lífinu, að meðtöldum alvarlegum veikindum sínum til margra ára, mætti hún af miklu æðruleysi og yfirvegun. Þrátt fyr- ir veikindin bar hún sig ætíð vel og var fremur umhugað um líðan annarra þeirra vegna en sína eig- in. Ást okkar Fíu og vinátta var ætíð einlæg og ósvikin og hjóna- bandið kærleiksríkt og fjötralaust. Samræður okkar voru hrein- skiptar og opnar þar sem við bár- um virðingu hvort fyrir skoðunum annars. Á ferðalögum okkar, eink- um til og frá sumarbústaðnum, voru oft líflegar umræður en einn- ig langar þagnir. Þagnir sem ein- kenndust af gagnkvæmum skiln- ingi og vináttu. Þagnir sem við nutum saman. Þú varst mín og ég var þinn. Þú varst minn besti vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þar til við hittumst á ný. Helgi. Elsku mamma mín. Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Sárið sem myndaðist við frá- fall þitt skilur eftir sig ör, ör sem mun fylgja mér út lífið. Ég veit að ég átti einstaka móð- ur. Móður sem var falleg, hlý og harðjaxl eins og þú sýndir svo vel í langri baráttu við veikindi þín. Móður sem var alltaf til staðar fyr- ir mig, passaði mig, huggaði mig, og umfram allt elskaði mig. Móður sem gat hlegið með mér og grátið með mér. Móður sem var vinur í blíðu og stríðu. Við mamma deildum saman mörgum áhugamálum og var þungarokk þar engin undantekn- ing. Fórum við saman á marga góða rokktónleika og bar þar hæst tónleika með Rammstein í Laug- ardalshöll í júní 2001. Þegar þeir tónleikarnir stóðu sem hæst og út- sýni í mannþrönginni fyrir framan okkur fór minnkandi tók ég hana á háhest til að hún gæti betur séð yfir og notið rokksins. Á milli okkar mömmu var ekk- ert ósagt og fátt ógert. Það er huggun harmi gegn og dýrmætt að eiga slíkar minningar. Það er því með þakklæti, ást og hlýju sem ég gleðst yfir að móðir mín hafi verið Soffía Wedholm Gunnars- dóttir. Minningin um þig fegurð þína ást og móðurhlýju, er eins og ilmur dalalæðu Stekkjardalsins. Hún fangar mig umvefur, og veitir mér hugarró. Við eigum alltaf hvort annað. Þinn sonur, Gunnar Wedholm Helgason. Það eru fá orð sem geta lýst þeim söknuði og því tómarúmi sem við upplifum nú. Mamma var okkar stoð og stytta, helsta fyrirmynd og dásamleg amma. Til hennar gát- um við ávallt leitað, sama hvert til- efnið var. Við vorum miklar vin- konur og okkur þótti gaman og gott að vera saman. Við gátum tal- að um allt og ekkert og hlegið endalaust. Mamma tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi. Aldrei kvart- aði hún og þegar hún var spurð um líðanina var svarið ávallt „ég hef það ágætt“. Henni var meira umhugað um líðan okkar en sína eigin. Takk fyrir allar minningarnar, elsku mamma, minning þín lifir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Ólöf og Erlen Björk. Elsku Fía. Hvort sem það voru hversdags- umræður yfir kaffibolla, matarboð í Kvíslinni, eða barnapössun í sveitinni þá geislaði af þér lífsgleði og þróttur sem nærði alla í kring- um þig. Ég á eftir að sakna þess að rök- ræða við þig um stjórnmál, svip barna minna þegar þau eru að reyna að átta sig á því hvort amma sé alvöru dreki og þeirrar ástar- sprengju sem við Ólöf urðum fyrir í hvert skipti sem við vorum boðin velkomin inn á annað heimili ykk- ar í Stekkjardal. Við dáðum þig svo mikið að við skírðum stelpuna okkar í höfuðið á þér. Þú kenndir mér gildi einfald- leikans; kvöldin fyllt af hlátri yfir rauðvínsglasi í sveitinni eru minn- ingar sem ég færi til geymslu á besta stað í hjarta mínu. Heimurinn er fátækari án þín. Guðmundur „tengdasonur“. Yndislega tengdamamma mín, Soffía Wedholm, er nú fallin frá einungis 66 ára að aldri. Mér var tekið gríðarlega vel inn í fjölskyld- una og var umvafin umhyggju frá Soffíu og Helga Björnssyni, tengdapabba, en það var svo sann- arlega unun að fylgjast með Soffíu í kringum fjölskylduna sína. Soffía ólst upp á Eskifirði og það eru ófáar sögurnar sem við fjölskyldan höfum fengið að hlæja að varðandi uppeldisár hennar þar. Mikið var brallað og rætt um fólkið sem hafði hvert og eitt sitt uppnefni. Þar var einnig síld og Soffía tók þátt í því ævintýri. Soffía var fyrst og fremst harð- dugleg íslensk húsmóðir, harð- stjóri með gullhjarta. Hún var með skipulag heimilisins og verk- efnin þar á hreinu og vissi hvað þurfti til að láta hlutina ganga upp. Það var aldrei hægt að vera með neitt væl við Soffíu, hún sagð- ir hlutina eins og þeir voru og hvatti fólk áfram. Það var frábært að sjá kraftinn í Soffíu og hvernig henni tókst að fá alla til að vinna verkin á jákvæðan hátt, skipti þeim upp í árstíðir og fylgdi nátt- úrunni. Hún hefði svo sannarlega getað stýrt stórfyrirtæki með miklum sóma. Soffíu var alltaf ofarlega í huga hvar þörf væri á hjálp og stuðningi hverju sinni í fjölskyldunni. Hún var stórtæk í gjöfum og stuðningi, var með puttann á púlsinum og var svo oft komin skrefinu lengra en foreldrarnir með þörfina fyrir barnabörnin sín, eins og að koma með nýja sæng þegar hún sá að litlir fætur voru orðnir lengri en sængin, svo dæmi sé tekið. Henni leið vel með fólkið sitt hjá sér og voru matarboðin tíð eða í mörg ár vikulega en eftir að við urðum mjög stór hópur sá hún til þess að frystikistur okkar barnanna væri fullar að hausti fyr- ir veturinn, t.d. af lambakjöti, fiski og fleiru. Hún sendi sína menn út á veiðar og nýtti bráðina svo vel og fallega til að sameina fjölskylduna í matarboðum. Þegar fjölskyldan fór á fiskveiðar var alltaf eitthvert tilefni, það átti að veiða „skírnar- fiskinn“, „stórafmælisfiskinn“ eða hvert svo sem tilefnið var það árið. Mér er það minnisstætt í fyrstu skíðaferðinni okkar í Alpana að Soffía var ekki að fara að borða eitthvað minna en huggulegan, góðan mat í ferðinni upp í fjöllin af flugvellinum og var hún með villi- bráðarveislu fyrir allan hópinn og drykki ekki af verri endanum. En þetta varð síðan að skemmtilegri hefð sem við höldum í. Það hefur verið mikil gæfa að fá að fylgjast með samskiptum þeirra hjóna, Soffíu og Helga. Gagnkvæm virðing og svo auðsjá- anlega mikill kærleikur og ást allt fram á síðasta dag. Virðing fyrir skoðunum annarra og umræður alltaf á svo fallegum nótum. Það var skýr verkaskipting þeirra á milli og það er með svo miklum söknuði sem ég þakka fyrir að hafa verið þess aðnjótandi að fá að mótast inn í ykkar fjölskyldu og vona að ég nái að koma áfram þessum fallegu samskiptum til drengjanna minna, Helga og Balt- asars Wedholm. Elsku Helgi, Gunnar, Ólöf og Erlen Björk, ég votta ykkur inni- lega samúð á þessum erfiðu tím- um. Öll él birtir upp um síðir. Þóra Björk Eysteinsdóttir. Þetta er komið gott, svaraði systir mín í haustbyrjun þegar ég spurði hvort hún væri orðin þreytt. Við vissum báðar að hverju stefndi og þrátt fyrir endalausar lyfjagjafir og veikindi kvartaði hún aldrei. Var hörð af sér og kaus frekar að snúa talinu að öðru. Það sem auðkenndi Fíu systur öðru fremur var glaðlyndi, glettni og stundum gat hún verið stríðin. Við ólumst upp á Eskifirði en smám saman flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Fía var dugleg að drífa í hlut- unum. Ég minnist þess að hún stóð fyrir því að við byrjuðum að skera út laufabrauð og við það skapaðist ný hefð á aðventu. Við hittumst í Tjarnarbóli og átti stór- fjölskyldan margar ánægjulegar samverustundir í kjölfarið. Síðan flutti ég og fjölskylda mín til útlanda og út á land í mörg ár en alltaf var reynt að hittast þegar við vorum á ferðinni í bæinn. Þegar við fluttum endanlega á höfuðborgarsvæðið fékk Soffía þá hugmynd að við systurnar þrjár myndum hittast reglulega á kaffi- húsi yfir veturinn og það gerðum við í mörg ár. Þar var margt rætt og planað. Við ætluðum til Kína þegar við yrðum sextugar og búa niðri við Skúlagötu og horfa yfir sundin blá í ellinni. Margt fleira var á fram- kvæmdalistanum. Sumar ráðagerðir urðu þó að veruleika, t.d. þegar við stelpurn- ar í fjölskyldunni fórum að leita að upprunanum í Danmörku með mömmu. Skemmtileg ferð og eft- irminnileg. Minningar um þig, elsku systir, eru ótal margar og skemmtilegar en nú er komið að kveðjustund alltof fljótt. Ég á eftir að sakna þín og efst er í huga þakklæti fyrir góða sam- fylgd og alla hjálp í gegnum tíðina. Elsku Helgi, þú varst klettur- inn hennar Fíu í gegnum þetta allt. Samhryggist þér og fjölskyldu þinni. Regína. Hún var rúmlega tvítug, falleg og fíngerð, dökk á brún og brá, at- hugul, yfirveguð og fáguð í allri framkomu. Þannig kom Fía mér fyrir sjónir þá er ég hitti hana fyrst, þegar þau Helgi bróðir minn fóru að draga sig saman. Hún féll strax vel inn í fjöl- skyldu okkar, það var eins og hún hefði alltaf verið ein af okkur, enda var það svo að þar sem Helgi fór, þar fór Fía. Lengi vel bjuggu Helgi og Fía í næsta nágrenni við foreldra okk- ar, mikill samgangur var á milli heimilanna og varð það til þess að styrkja tengslin innan fjölskyld- unnar enn frekar. Við skyndilegt fráfall föður okkar og mikil veikindi móður okkar stóð Fía eins og klettur við hlið hennar og gerði allt sem hún gat til þess að létta henni lífið. Það er því ekki ofmælt þó ég segi að með komu Fíu eignuðust foreldrar mínir nýja dóttur, dóttur sem reyndist þeim alla tíð vel, ekki síst þegar mest á reyndi. Heimili Helga og Fíu stóð okk- ur systkinum ætíð opið, hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Þar deildum við saman sorgar- og gleðistundum. Bjuggu þau sér sérlega fallegt, og hlýlegt heimili og var Fía mikil húsmóðir. Alltaf var allt hreint og fágað og enginn fór svangur frá hennar borði. Fía og Helgi voru einstaklega samstiga í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Sælureiturinn þeirra austur í Stekkjardal ber órækt vitni um alla þá alúð sem þau í sameiningu hafa sýnt þeim stað. Fía var sönn dama og það var yfir henni ákveðin reisn. Það var sama hvort hún stóð fyrir framan eldhúsvaskinn, bograði úti í garði, stóð við ósinn með veiðistöngina eða sótti mannamót, alltaf var Fía flott. Fía var kona sem stóð með báða fætur á jörðinni og ekki lét hún tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Lét hún þær í ljós ef svo bar undir og gat þá staðið fast á sínu. Alltaf var hún málefnaleg og hógvær í málflutningi sínum og forðaðist að særa nokkurn mann. Fía flíkaði yfirleitt ekki tilfinningum sínum og má með sanni segja að hún hafi verið kona gerða frekar en orða. Engin gjöf gladdi mig meira á sex- tugsafmæli mínu en milliverkið sem hún heklaði í sængurfötin sem þau Helgi gáfu okkur af því tilefni. Þegar Helgi og Fía fluttu í Fiskakvíslina urðu samskipti okk- ar tíðari, sérstaklega eftir að við báðar hættum að vinna utan heim- ilis. Höfum við í dagsins önn litið inn hvor hjá annarri og átt saman gott kaffispjall. Á þessum tíma hef ég fylgst með veikindum Fíu og hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóminn. Aldrei kvartaði hún. Alltaf var allt gott að frétta og æv- inlega bar hún sig vel. Fía var sönn hetja í sínu langa og stranga veikindastríði. Helgi og Fía gengu í takt allt frá fyrstu kynnum. Þau stóðu þétt saman til hinstu stundar og hafa þau ásamt börnum sínum og tengdabörnum tekist á við erfið- leika síðustu ára af aðdáunarverðu æðruleysi. Ykkur öllum og börn- um ykkar svo og móður Fíu og öðrum ættingjum vottum við inni- legustu samúð. Hugur okkar er hjá ykkur. Ragnhildur og Ólafur. Enn er höggvið skarð í frænd- garðinn við lækinn, þar sem við fjölskyldurnar höfum átt okkar samastað. Það eru ekki einungis við foreldrarnir sem getum þakk- að vaxandi vináttu þeirra Helga og Soffíu síðustu áratugi, heldur gildir það sama um börnin okkar og þeirra. Samverustundirnar hafa ekki aðeins verið í sveitinni, heldur höfum við hjónin í mörg ár verið saman á skíðum í ítölsku Ölpunum. Hún Soffía sýndi í þess- um ferðum sem og annars staðar í lífinu, að staðið skyldi meðan stætt var. Soffía var falleg, gáfuð og skemmtileg. Hún ræktaði mjög garðinn sinn og uppskar eftir því. Einstaklega mannvænleg börn og barnabörn. Og svo auðvitað græn- meti sem hún deildi með sér beggja vegna Grenlækjarins! Við höfum oft haft ástæðu til að gleðjast saman. Útskriftir barnanna, giftingar og ekki síst að fylgjast með ört vaxandi hópi barnabarna. Og Soffía var sann- arlega afburðaamma. Við þökkum fjölmargar góðar stundir saman sem og einstakan stuðning Helga og Soffíu við okk- ur á erfiðum tímum. Skipstjóri skútunnar er lagstur til svefns en samt skal siglt áfram í þeim ólgusjó sem lífið er á stund- um. Ykkar sorg er okkar sorg. Helga og Sigurður, hinum megin lækjar. Mikið sem ég á eftir að sakna þín, elsku Fía. Mér hefur þótt vænt um þig frá því að ég var barn, þú varst alltaf svo hlý, góð og einstaklega skemmtileg. Ég var líka með mikla matarást á þér. Ég man eftir mér bíðandi handan lækjar eftir að þið Helgi og stelp- urnar kæmuð austur. Grasið í dalnum þurfti að slá og ég hlakk- aði svo til að hjálpa við raksturinn. Af hverju? Jú, af því að þú gafst mér alltaf Soda-Stream og súkku- laði í raksturspásum. Síðan fylltist ég þakklæti ef sláttuvélin varð bensínlaus eða bilaði, ég hafði ver- ið bænheyrð. Af hverju? Jú, því þá myndi ég líka ná kaffitímanum hjá þér og hann var einfaldlega bara alltaf miklu betri en hjá mömmu. Eftir því sem bletturinn óx þurfti að byrja að raka fyrr á daginn og þá var ég glöð. Af hverju? Jú, af því að þá fékk ég líka hádegismat hjá þér sem var náttúrlega topp- urinn á tilverunni. Mesti heiður- inn var þó að fá að vera í tvílitu brúnu flíspeysunum við rakstur- inn enda í mínum augum einkenn- isbúningur Stekkjardalsins. Hall- andi mér upp að bústaðnum í eftirmiðdagssólinni, í Stekkjar- dalsflíspeysunni, með Soda- Stream í annarri og sætmeti í hinni, þá man ég hvað mér leið vel. Þú hafðir nefnilega einstakt lag á að láta manni líða vel. Eins og þeg- ar ég var sjö ára þá fór ég í pössun til þín í Sólheimana á virkum degi og þú heilgrillaðir fyrir mig kjúk- ling í hádegismat. Þvílík hetja sem þú varst í augum sjö ára barns sem elskaði mat umfram allt ann- að. Einkennilegt, en satt, þá er þetta einn af þeim dögum í æsku minni sem standa upp úr. Ég sitj- andi við eldhúsborðið í Sólheimum og þú að elda stórmáltíð, bara fyr- ir mig. Síðan borðuðum við saman tvær og eftir að ég hafði klárað í raun allan matinn fékk ég ís í de- sert. Í heil 25 ár hélt ég að þú hefð- ir eldað svona máltíðir í hverju há- degi. Það var þó ekki fyrr en síðasta sumar að ég í raun fattaði að þú varst að elda fyrir krakkana og Helga þar sem þú varst að fara að vinna um kvöldið. Mikil ósköp sem við hlógum ég og þú enda kannski þarna komin skýringin á því af hverju ég kann t.a.m. allan páskamatseðilinn ykkar utan að og þar er nú föstudagurinn langi í sérstöku uppáhaldi. Á fullorðins- árum var ég hætt að bíða jafn oft eftir stelpunum en stóð mig samt að því að bíða eftir þér og Helga. Mér fannst alltaf svo notalegt að koma yfir til ykkar og þá spjöll- uðum við endalaust um allt og ekkert. Manni leið alltaf betur í návist þinni og ykkar. Ég á eftir að sakna þín, elsku Fía, og takk fyrir allt. Takk fyrir að taka alltaf vel á móti mér og mínum, takk fyrir að vera svona góð við börnin mín, krakkana hans Árna, pabba, mömmu og okkur öll hinum megin lækjar. Elsku Helgi, Gunni, Ólöf, Erlen og allir hinir í Stekkjardalnum, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, missir ykkar er mestur og sendi ég ykkur allan minn styrk í sorg- inni. Minningin lifir um afburða- konu sem forréttindi voru að þekkja og máttur minninganna er mikill en einhvers staðar er klukk- an orðin 17, þess vegna hneigi ég mig og skála fyrir þér, elsku hjart- ans Fía. Margrét Ágústa Sigurðardóttir. Okkar elskulega vinkona, hún Soffía, hefur kvatt þetta jarðlíf, laus við þrautir veikinda og komin í ljósið. Það hefur verið yndislegt að ganga með henni veginn sl. 40 ár og erum við afar þakklát fyrir þennan tíma þó hann væri alls ekki nógu langur. Soffía var falleg bæði að utan og innan og hélt vel utan um fólkið Soffía Wedholm Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.