Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.11.2016, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 sitt með honum Helga sínum enda voru þau eitt. Samrýndari hjón eru vandfundin og virðingin og umhyggjusemin fyrir hvort öðru og fjölskyldunni allri verður seint jöfnuð. Það verður erfitt að hætta að segja Helgi og Fía í framtíð- inni. Soffía var ákveðin og vissi alveg hvað hún vildi, það var alltaf gam- an að spjalla við hana um menn og málefni, hún var fróðleiksfús, hafði mikinn áhuga á allri sögu, bjartsýn og endalaust dugleg. Það sem Soffía tók að sér var gert hundrað prósent vel. Það má segja að hún hafi farið þannig í gegn um þessi löngu veikindi. Og aldrei var kvartað „nei ég hef það bara fínt“ var sagt til dauðadags. Við eigum endalausar minning- ar frá okkar góðu samverustund- um bæði innanlands og utan. Mót- tökurnar í Stekkjardal voru höfðinglegar og hlýjar alltaf, hver sem kom í heimsókn. Það er svo margs að minnast sem væri hægt að segja frá að of langt mál yrði. Ein lítil saga lýsir þeim Helga og Fíu vel. Þegar börnin okkar voru komin á ung- lingsár með sínum löngunum og þrám að gera eitthvað um versl- unarmannahelgina var bara sagt: „Við bjóðum bara öllum vinun- um og búum til okkar eigin hátíð.“ Þetta varð úr og var hátíðin nefnd Stekkur. Unglingarnir sem ekki komust fyrir inni mættu með tjöld og allir skemmtu sér saman yfir helgina með okkur fullorðna fólkið á hliðarlínunni. Það skipti sem sagt aldrei máli hvað komu marg- ir, alltaf var pláss. Stekkur var haldin 2-3 ár í röð. Soffía skilur eftir sig mikinn fjársjóð, börnin sín yndislegu, Gunnar, Ólöfu og Erlen Björk, tengdabörnin og barnabörnin. Það er svo fallegt að fylgjast með svona góðu fólki sem er svo gott hvert við annað enda hafa þau fengið þannig veganesti í lífinu. Þegar komið er að leiðarlokum langar okkur að þakka fyrir okk- ur, elsku Fía, og við munum reyna að halda áfram að rækta bæði vin- skapinn og jörðina án þín og láta ljós minninganna leiða okkur áfram. Takk, takk, takk. Guðrún og Jón Árni. Elsku, fallega Soffía okkar er farin frá okkur eftir langa og hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Hún var alla tíð hluti af okk- ar góða vinahópi og nú þegar hana vantar verður ekkert eins og fyrr. Við sitjum eftir með minningar um einstaka konu og vin. Við minnumst konu sem ætíð sá björtu hliðarnar á málum og talaði gegn neikvæðni og svartsýni. Við minnumst alls þess sem tengdi okkur saman. Við munum heim- sóknir í sælureit þeirra Helga við Grenlæk, gönguferðir, margskon- ar ævintýraferðir meðfram ánni og ógleymanlegar kvöldstundir. Við munum útivist af ýmsu tagi, ferðalög og skíðamennsku. Ómiss- andi þorrablót þar sem Soffía kunni öðrum betur að útbúa veisluborð með íslenskum þorra- mat. Hún passaði alltaf upp á að við værum með rétta tegund af harðfiski og hákarli og að allt væri súrsað á réttan máta. Við munum villibráðarveislur sem þau hjón héldu vinahópnum ár eftir ár þar sem allt var heimafengið og heimagert. Ekkert af þessu verður eins og áður þegar Soffíu vantar í hópinn. Þar sem hún átti sess verður nú skarð sem ekki verður fyllt. Við munum sakna gleði, hláturs og hlýju sem var hennar aðalsmerki. Nú þegar við kveðjum elsku Soffíu okkar er hugur okkar hjá Helga, Gunnari, Ólöfu, Erlen Björk, tengdabörnum og barnabörnum sem þurfa að glíma við aðstæður þar sem allt er breytt. Hafdís og Atli. Á ögurstund leitar hugurinn til baka, leitar að minningum, góðum minningum. Við fráfall einstakrar vinkonu, Soffíu Wedholm, koma bjartar myndir upp í hugann. Það er gróðurilmur í lofti. Birkið er sprungið út og flötin við bústaðinn er fagurgræn. Grenlækur heyrist liðast fram af stíflubrúninni þar sem vistvæn orka er framleidd, þessu litla en fjölbreytta sam- félagi á Seglbúðajörðinni til góða. Unaðsreitur þeirra hjóna, þar sem þau nutu margra ánægjustunda, bæði ein, með sinni fjölskyldu og svo loks með vinum. Minningin lif- ir vel þegar slík mynd er rifjuð upp. Það fór ekki mikið fyrir Soffíu í amstri daganna, þrátt fyrir að eignast þrjú vænleg börn, þrjú tengdabörn og átta barnabörn. Hún gerði það allt á hljóðlegan en einstaklega myndarlegan hátt. Húsmóðir „par excellence“. Snyrtimennskan og reglusemin á öllum sviðum. Fastheldin á gaml- ar venjur, hvort heldur var í að halda heimili þeirra Helga óað- finnanlegu, eða að útbúa gæsa- pate, sósuna á bringurnar og grafa laxinn, sem eiginmaður og sonur báru í bú. Villibráðarveislur og gestrisni þeirra hjóna munu aldrei líða félögum í Snjóvina- félaginu úr minnum. Ekki voru þorrablótin síðri. Austfirska hefð- in að gúffa í sig kæstum hákarli var Soffíu í blóð borin. Þar var hún á heimavelli og sló öllum karl- rembunum við, enda ekki óvön því. Styrkur Soffíu, æðruleysi og umburðarlyndi, komu best fram í erfiðum og langvinnum veikindum hennar. Hugtakið að gefast upp var ekki til í huga hennar. Það var ætíð reisn yfir Soffíu. Hún geislaði af manngæsku og glæsileika. Nærvera hennar var hlý. En eigi má sköpum renna. Það eru því for- réttindi fyrir okkur sem eftir sitj- um að hafa fengið að kynnast og lifa með slíkri konu, sem ekki bara var valin „fulltrúi ungu kynslóð- arinnar“, heldur var eiginkona og húsmóðir af guðs náð, einstök móðir og frábær amma. Söknuður er mikill, en gleði brýst í gegnum tárin yfir að eiga ómetanlegar og ljúfar minningar um áratuga kærleiksríka vináttu og samleið um lífsins veg. Við sendum því hugheilar samúðar- kveðjur til Helga, Gunnars, Ólaf- ar, Erlenar og fjölskyldna þeirra og annarra vandamanna. Megi kærleikur birta, hlýja og ljúfar minningar umvefja ykkur á sorg- arstund. Guð blessi minningu stórbrot- innar vinkonu. Hlýjar kveðjur. Erla og Gunnar. Í dag er til moldar borin Soffía Wedholm, samstarfskona okkar á fjármálasviði Borgunar til margra ára. Við fréttir af andláti hennar minnumst við þessarar glæsilegu, heilsteyptu og góðu konu af mikilli virðingu. Hún tók gleði og sorgum lífsins af mikilli yfirvegun, svo eft- ir var tekið. Þar var hún okkur hinum fyrirmynd. Þrátt fyrir veik- indi síðustu ára tók hún þeim af miklu æðruleysi og reisn og hafði aldrei mörg orð um þau heldur kaus að takast á við lífið frá degi til dags og njóta stundarinnar. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og minnumst við þess hversu fallega og af mikilli hlýju og virðingu hún talaði ætíð um sitt fólk. Við viljum þakka henni fyrir samfylgdina undanfarin 23 ár og sendum að- standendum hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (Valdimar Briem) Fyrir hönd samstarfsfólks á fjármálasviði Borgunar, Kristín Bryndís Guðmundsdóttir. ✝ María SnæfeldEyþórsdóttir fæddist í Breiða- gerði í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 14. maí 1944. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 24. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar voru Eyþór Gíslason, fæddur 18. apríl 1920, d. 2001 og Sæunn Jónsdóttir, fædd 23. október 1924, d. 1997, en þau voru bæði fædd og upp- alin í Skagafirði. María var elst af sex systk- inum en eftirlifandi systkini giftur Heiðu Jónu Guðmunds- dóttur, þau eiga tvo syni. María ólst upp í Vesturhlíð í Skagafirði. Árið 1965 fluttist hún til Reykjavíkur ásamt for- eldrum og systkinum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Laugarnesskóla í Reykjavík ár- ið 1962. Veturinn 1964 til 1965 var hún í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. María starfaði í mörg ár með fólki með þroskaskerðingu bæði innanlands og í Noregi þar sem hún dvaldi í þrjú ár. En jafnframt fullu starfi lauk hún stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð, tók BA-próf í norskum fræðum og bókasafnsfræði frá Háskóla Ís- lands. Seinni árin starfaði María sem bókasafnsfræðingur við Borgarbókasafn Reykjavík- ur. Útför hennar fer fram frá Áskirkju í dag, 4. nóvember 2016, kl. 13. hennar eru: Birna Guðbjörg, fædd 1946, var gift Ástvaldi Braga Sveinssyni sem lést árið 2006 og þeirra börn eru fjögur og einn fóstursonur. Gísli Erling, fæddur 1950, gift- ur Sigrúnu Jónu Þorvarðardóttur og eiga þau fimm börn. Guðrún Ingibjörg, fædd 1954, gift Gunnari Jónssyni. Ingibjörg á þrjár dætur. Kári Ómar, fæddur 1958, var giftur Pamelu Wright og eiga þau þrjá syni. Jón Hörður, fæddur 1967, Alltaf fjölgar himnakórnum í og vinir hverfa, koma mun að því. Einhverstaðar las ég að við tínum alltaf fallegustu blómin fyrst. Kannski er það skýringin á því að okkur finnst þeir góðu og fallegu fara í Sumarlandið langt fyrir ald- ur fram. Við systurnar höfum alla tíð átt samleið og gengið hlið við hlið. Þó að stundum höfum við nú verið ósáttar yfir smámunum, eins og góðra systra er háttur. En þegar lífið varð erfitt og áföll dundu á okkur þá studdum við alltaf og vörðum hvor aðra. Þegar við vorum stelpur vorum við alltaf saman, enda bara tvö ár á milli okkar. Við sváfum í sama rúmi bæði heima og í skólanum, eins og þá var háttur á. Þá gat nú orðið ergelsi yfir litlu plássi og köldum tám. Við áttum margar gleði- og gæfustundir. Í æsku fórum við oft á hestbak og sungum mikið sam- an. Í Húsmæðraskólanum var seinna ýmislegt brallað. Rúmlega tvítugar fluttum við til Reykja- víkur. María fylgdi alltaf tíðar- andanum. Á sokkabandsárunum sá hún allar bíómyndir sem sýnd- ar voru. Þá var alltaf danskur texti á amerísku myndunum. Hún hvíslaði oft í eyra mér þýðinguna ef ég var ekki með á nótunum. Enda var hún alla tíð tilbúin að fræða og leiðbeina. Setti sig aldr- ei á háan hest, þó að mér þætti nú stundum nóg um. Á þessum árum átti hún líka grammófón og vín- ilplötur, hlustaði á Elvis og Bítl- ana. Seinna urðu það aðrir menn- ingarviðburðir, leikhús og tónleikar sem hún hafði mikla un- un af. María var alltaf mikill húm- oristi og gat séð spaugilega hlið á ótrúlegustu aðstæðum. Hún var hláturmild og léttlynd og hún gladdist með þeim sem voru að gleðjast og fann til með þeim sem syrgðu. Hún var mikil kvenrétt- indakona og barðist fyrir réttind- um þeirra sem minna máttu sín. Hún lét sig ekki vanta á ráðstefn- ur og baráttufundi til þess að fylgja málum eftir. Á seinni árum ferðuðumst við systur mikið um landið okkar, María þekkti öll kennileiti, það var gaman að ferðast með henni enda þekkti hún landið okkar vel. Við keyrð- um saman tvær, ræddum ýmis- legt á leiðinni oft um þjóðmál og bækur sem við höfðum báðar les- ið. Við heimsóttum vini og ætt- ingja, fórum í sumarbústaði, lét- um renna á könnuna og fengum okkur kaffi. Ofarlega í huga mér er minning frá því í sumar. Við systur á ferðinni og ákveðum að stoppa því María vildi aðeins teygja úr sér. Þegar hún er búin að standa úti í smá stund fer hún að skellihlæja. Ég lít í kringum mig til að athuga hvað sé svona skemmtilegt. Ekki kom ég nú auga á neitt. En henni þótti svo spaugilegt að ég sat spennt í bíl- beltinu og fékk mér kaffi, ætlaði nú ekki að hafa mikið fyrir þessu stoppi. Hlátur hennar var smit- andi og fljótlega hlógum við báð- ar. Eftir kaffisopann höldum við glaðar ferðinni áfram, keyrum áfram veginn. Nú eru það hvorki Presley né Bítlarnir á vínilplöt- unum. En í spilaranum óma Mannakorn og við tökum undir, alla vega í huganum, syngjum eins og við gerðum svo oft með mömmu í Vesturhlíð þegar við vorum stelpur og hún sat við saumavélina. „En þegar lýkur jarðvegsgöngunni aftur hittumst við í blómabrekkunni.“ Hvíl í friði, elsku systir, þín Birna. Elsku Mæja frænka mín og nafna hefur kvatt þennan heim eftir skammvinn veikindi, hennar verður sárt saknað. Mæja var okkur systkinabörnum sínum af- ar góð og sýndi þeim alla tíð mikla hlýju og væntumþykju. Við sysk- inin fórum iðulega með foreldrum okkar í heimsókn til ömmu og Mæju og fengum hlýjar móttökur og góðar veitingar sem oftar en ekki fólu í sér brauð með banana sem við kunnum vel að meta. Það sem einkenndi Mæju var þessi ró og yfirvegun en hún var jafn- framt dugleg og fylgin sér í því sem hún tók fyrir hendur. Takk, elsku frænka, fyrir sam- fylgdina, samverustundirnar og hlýhuginn sem ég fann alltaf frá þér. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. (M. Joch.) Þín, Erla María. Hún Mæja var móðursystir okkar. Við eigum svo margar ljúf- ar og góðar minningar um hana. Þegar við vorum stelpur var mikil samvera með Mæju. Hún var allt- af til staðar fyrir okkur systkina- börnin sín. Hún var okkur og seinna börnum okkar eins og heimsins besta amma. Það var alltaf svo gott að vera hjá Mæju hún hafði svo góða nærveru. Var þolinmóð, gaf okkur það sem okk- ur langaði í og leyfði okkur að leika með eigur sínar. Okkur fannst alveg sjálfsagt að fara í búðarleik með skartgripina henn- ar, glamra á gítarinn og hlusta á plöturnar. Hún gaf okkur fyrstu dúkkurnar okkar og heklaði á þær fallega kjóla. Hún keyrði okkur í sveitina á sumrin, nú eða náði í okkur í sveitina ef við vild- um ekki vera þar. Það var ekkert vafstur. Alltaf sjálfsagt að gera allt fyrir okkur og á þessum árum fannst okkur mjög eðlilegt að hún væri til staðar og sinnti okkur svona vel. Þegar við urðum ung- lingar þá hittum við alltaf Mæju ef við fórum til Reykjavíkur. Ef okkur vantaði gistingu þá skrið- um við bara upp í til hennar. Ekki víst að við höfum rætt það eitt- hvað sérstaklega, það var bara svo sjálfsagt. Áður en við fórum að sofa þá spiluðum við oft rommí og hlógum mikið. Hún hjálpaði okkur að læra, leiðbeindi okkur á sinn ljúfa hátt og virtist alltaf eiga svör við öllu. Við drukkum nú ekki kaffi á þessum árum, en það var svo gaman að láta Mæju spá fyrir sér. Þannig að við settum smá kaffi í bolla, tókum einn sopa og grettum okkur. Svo sveifluð- um við bollunum yfir höfði okkar, fengum kaffislettur í hárið og oj, ekki var lyktin góð. En þetta var þess virði. Svo þurftu bollarnir að þorna á ofninum. Og okkur fannst hún lunkin að spá, hún setti upp spekingssvip og þuldi upp allt það skemmtilega sem biði okkar í framtíðinni. Það er ljúfsárt að rifja upp all- ar minningarnar. Við verðum æv- inlega þakklátar fyrir það vega- nesti og kærleika sem þú gafst okkur. Minning þín lifir, elsku Mæja. Kristín og Þóra. Mín kæra mágkona hefur kvatt, hennar verður sárt saknað og er margs að minnast. Hvað hún var systkinabörnum sínum góð og átti svo auðvelt með að róa fjörugan ærslabelg án þess að hækka róminn, en hún var nú líka Mæja frænka sem börnin elskuðu og báru mikla virðingu fyrir. Alltaf var gott að leita til henn- ar ef eitthvað var, en hún var líka fljót að bjóða fram aðstoð ef henni fannst vera þörf á og nutum við Gísli oft góðs af því þegar börnin voru lítil. Það sem hefur einkennt Maríu í gegnum tíðina var þessi dugn- aður og elja sem kom henni í gegnum strangt nám með fullri vinnu og hvað hún var dugleg að rækta tengsl við vini og vanda- menn. Enda held ég að Maríu hafi aldrei leiðst eftir að hún hætti að vinna því hún var svo dugleg að sækja ýmsa viðburði og svo ferð- aðist hún mikið enda var hún heppin með ferðafélaga. Við áttum margar góðar stundir í sumarbústaðnum í Skagafirði þar sem var prjónað, spjallað og farið í göngutúra og teknar snarpar umræður um póli- tík, því María hafði mjög sterkar skoðanir og lét engan eiga hjá sér. Þá var líka stundum skotist á Krókinn til að heimsækja frænd- fólkið og kíkja í Skagfirðingabúð. Það verður erfitt að eiga ekki eftir að heyra röddina í símanum og geta ekki ráðfært sig við Mæju. Hver á t.d. að kenna mér að prjóna laskaermar? Nú er kveðjustundin runnin upp og þakka ég þér, kæra Mæja, fyrir áralanga samfylgd og vin- áttu. Sigrún Þorvarðardóttir. Hinsta kveðjustund vina er ávallt tregafull. Það hvílir yfir henni órjúfanleg þögn sem undir- strikar viðskilnað, fjarlægð og vanmátt. Allt er þegar sagt og engu frekar svarað. Við vinkonur Maríu í Árufélaginu vorum svo sannarlega ræðnar um hugðar- efni okkar, sigra, gleði og von- brigði en fyrst og fremst töluðum við til almættisins í bænahring- .Við báðum fyrir ástvinum okkar og lausn á hvers kyns böli nær og fjær. María, svo ljúf, kærleiksrík og hófstillt. Hún vissi líka að ekki er allt sem sýnist og að andlát opnar nýja gátt fyrir annað líf. María stundaði sína mannrækt og hún hlúði að öðrum manneskj- um. Hún unni bókmenntum, var víðlesin og naut aðstöðu sinnar sem bókasafnsfræðingur, að hafa bækur innan seilingar og deila þeim með öðrum. Nú þegar hún er úr augsýn, kveðjum við hana með virðingu og þakklæti fyrir dýrmæta vin- áttu og samfylgd. Vinkonur, Alda, Ásta, Elín, Helga, Katr- ín, Rannveig, Sigrún, Sonja. Hún María er farin til annarra heima, hennar verður sárt sakn- að. Haustið 1978 fór ég að vinna á Sólheimum í Grímsnesi. Þar kynntist ég þér, María. Þegar ég tók við starfi þar, ókunnug öllum staðháttum, komst ég fljótlega að því hvað það var gott að leita til þín, þú varst svo skynsöm og greinargóð og ráðum þínum var óhætt að treysta. Við störfuðum svo saman við að koma á fót sambýli í Reykja- vík, unnum þar saman á annan áratug og hefur vinátta okkar haldist fram á þennan dag. Margar ferðir fórum við saman bæði til útlanda og innanlands. Eftirminnileg er menningarferð- in til Kaupmannahafnar sem þú áttir frumkvæði að. Þá skoðuðum við hin ýmsu söfn og lystigarða. Það var lengi árviss viðburður að þú bauðst mér og fleiri vinkonum okkar eina helgi í sumarbústað- inn þinn á Messuklöpp. Þar var mikið borðað, spilað og þú sýndir okkur æskustöðvar þínar og merka staði í Skagafirði. Núna seinni ár hefur þú komið með okkur Elfu í sumarbústað hingað og þangað um landið, eina viku á sumri. Það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur að fá þig og Birnu, systur þína, með. Yfirvegun og rósemi þín hefur auðgað tilveru okkar allra sem störfuðum með þér og nutu þjón- ustu þinnar, fyrir það verð ég æv- inlega þakklát. Ég votta systkinum Maríu og öðrum ástvinum innilega samúð. Katrín Guðmundsdóttir. María Snæfeld Eyþórsdóttir Mamma mín, amma okkar og langamma, PÁLÍNA R. GUÐLAUGSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 2. nóvember síðastliðinn. . Edda Jóhannsdóttir, Jóhann Óskar Haraldsson, Anna Guðmundsd., Páll Ragnar Haraldsson, Anna Lilja Jónsdóttir, Chris Lewis, Halla Vilborg Jónsdóttir, Daníela Rán, Lilja Maren, Hinrik Pétur, Jón Breki, Haraldur Leó, Annica Ísmey, Thelma Rós, Ísak Páll og Drake Eldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.