Morgunblaðið - 04.11.2016, Síða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
✝ ÁsmundaÓlafía Ólafs-
dóttir fæddist þann
16. júní 1922 í Odd-
hól að Brekastíg 5b
í Vestmannaeyjum.
Hún andaðist á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 18. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurbjörg
Hjálmarsdóttir, f. í Efri-Rotum
undir V-Eyjafjöllum 7. sept-
ember 1884, d. 15. ágúst 1937,
og Ólafur Andrés Guðmunds-
son, f. í Stekkahjáleigu í Álfta-
firði 14. október 1888, d. 23.
mars 1955. Systkini hennar
voru Ragnhildur Guðrún, f. 8.
apríl 1917 í Vestmannaeyjum,
d. 23. febrúar 1999 í Reykjavík,
Guðmundur Kristinn, f. í Vest-
mannaeyjum 23. ágúst 1918, d.
14. mars 2002 í Vestmanna-
eyjum, Þorsteina Sigurbjörg, f.
í Vestmannaeyjum 4. september
1920, d. 15. nóvember 2012 í
Vestmannaeyjum.
Ásmunda giftist 6. september
1969 Guðmundi Jóni Kristjáns-
Steinunn Margrét og Erna
María.
Guðbjörg Lilja, f. 1. febrúar
1979, sambýlismaður hennar er
Stig Orry Bendtzen.
Ásmunda, eða Ása eins og
hún var oftast kölluð, ólst upp í
Vestmannaeyjum. Þegar hún
var 15 ára gömul missti hún
móður sína og 17 ára flytur hún
til Akureyrar, til Rögnu, elstu
systur sinnar, og Magnúsar,
eiginmanns hennar. Ása bjó á
heimili þeirra með dóttur sína
til ársins 1957 og starfaði lengst
af á netaverkstæði hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa. Árið
1959 flytur Ása með Ernu, dótt-
ur sína, til Reykjavíkur og vann
hún lengst af hjá Kassagerð
Reykjavíkur, eða í yfir 30 ár. Í
Kassagerðinni kynntist hún
Guðmundi, eiginmanni sínum,
miklum öðlingsmanni, og hófu
þau búskap í Geitlandi í Foss-
vogi en fluttu síðar að Klepps-
vegi 32 sem var nær þeirra
vinnustað. Ása og Guðmundur
bjuggu á Kleppsvegi þar til
Guðmundur lést langt fyrir ald-
ur fram. Eftir andlát Guð-
mundar flutti Ása í þjón-
ustuíbúð að Hæðargarði 35.
Síðustu æviárin dvaldi Ása á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Ásmunda verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í
dag, 4. nóvember 2016, og hefst
athöfnin kl. 13.
syni, f. 13. október
1920 á Höfn í Dýra-
firði, d. 2. október
1988 í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Kristján Guð-
mundsson, bóndi að
Arnarnúpi, og Guð-
björg Guðjónsdótt-
ir frá Arnarnúpi í
Dýrafirði.
Dóttir Ásmundu
er Erna Eiríksdótt-
ir, f. á Akureyri 31. mars 1947,
eiginmaður hennar er Bragi
Guðmundur Kristjánsson, fyrr-
verandi kaupmaður, f. 22. des-
ember 1944. Börn þeirra eru:
Áshildur, f. 12. febrúar 1966,
dætur hennar og fyrrverandi
eiginmanns hennar, Björgvins
Snæbjörnssonar, eru Unnur
Jóna, Erna Björk, Tinna Sól og
Birna Mjöll.
Kristján Páll, f. 19. ágúst
1969, eiginkona hans er Mar-
grét Leósdóttir, dætur þeirra
eru Elín og María Ósk.
Styrmir Þór, f. 22. september
1970, dætur hans og fyrrver-
andi eiginkonu hans, Heiðu
Láru Aðalsteinsdóttur, eru
Í dag kveð ég tengdamóður
mína, Ásmundu Ólafíu Ólafsdótt-
ur, sem við fjölskyldan kölluðum
Ásu.
Ég kom inn í líf Ásu fyrir 48
árum þegar ég kynntist einka-
dóttur hennar, Ernu Eiríksdótt-
ur.
Eftir að við Erna giftum okk-
ur og eignuðumst börnin okkar
fjögur, þá var Ása ætið boðin og
búin að aðstoða okkur hjónin, en
við vorum í krefjandi rekstri og
þakka ég tengdamóður minni
fyrir alla þá aðstoð sem hún var
okkur fjölskyldunni.
Ása hafði ekki mörg orð um
hlutina, en var ávallt til staðar
þegar á þurfti að halda.
Við komum mikið á heimili
þeirra Ásu og Guðmundar og var
ávallt tekið vel á móti okkur og
börnunum.
Oftar en ekki fengu börnin að
gista hjá afa og ömmu.
Eftir fráfall Guðmundur langt
um aldur fram fórum við Erna
margar utanlandsferðir með Ásu
og foreldrum mínum og eigum
við einstaklega góðar minningar
úr þeim ferðum.
Síðustu átta árin dvaldist Ása
á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund og vorum við fjölskyldan
tíðir gestir hjá henni þar. Ásu
leið mjög vel á Grund og hafði oft
orð á því.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Ég vil að leiðarlokum þakka
Ásu samfylgdina í tæpa hálfa öld.
Hvíl í guðs friði.
Þinn tengdasonur,
Bragi Guðmundur
Kristjánsson.
Elskuleg amma okkar er látin
94 ára að aldri. Amma var mikil
kjarnakona. Hún var verkakona
alla sína tíð og var með eindæm-
um sterk enda oft á tíðum kölluð
Ása sterka. Hún kvartaði aldrei,
lét sér annt um hag annarra og
lagði mikið á sig við að létta und-
ir með meðlimum fjölskyldunnar.
Hún var hagsýn og ráðdeildar-
söm og óhætt að segja að hún
hafi náð að skapa sér og mömmu
ótrúlega gott líf úr litlu.
Við urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að eyða miklum tíma
með ömmu í uppvextinum. Heim-
ili ömmu og afa einkenndist í
okkar huga af mikilli kyrrð og
það fylgdi því ró að dvelja hjá
þeim um helgar. Hlusta á klukk-
una í stofunni tifa, fylgjast með
ömmu steikja kleinur, baka
pönnukökur, kanilsnúða og vín-
arbrauð, fá eggjabrauð með Vals
tómatsósu eða ristað brauð með
kavíar, drekka mjólkurbland
með afa, fylgjast með ömmu
leggja kapla og spila vist við
hana, horfa á fótbolta í sjónvarp-
inu með ömmu, stelast í frysti-
kistuna og næla sér í frosinn
lakkrís, fara upp í brekkuna við
Laugardalsvöll þar sem við lögð-
umst í grasið og fylgdumst með
leiknum úr fjarska, eða fara á
leikvöllinn þar sem amma beið
þolinmóð eftir því að ærslabelg-
irnir fengju útrás.
Þær eru líka ófáar minning-
arnar sem við eigum úr Kassa-
gerðinni þar sem amma starfaði
lengst af. Stundum heimsóttum
við ömmu og fengum að hitta
vinnufélagana, en oftar en ekki
fórum við í Kassagerðina til að
færa afa mat þegar hann var á
helgarvakt.
Þá fengum við að fara um
króka og kima hússins, fela okk-
ur innan um stæður af pappa-
kössum, keyra með afa á lyft-
aranum og fylgjast með
viðskiptavinum koma og fara.
Amma var ekki orðin mjög
fullorðin þegar hún varð ekkja.
Missir hennar var mikill enda afi
einstakur maður, hlýr og um-
hyggjusamur og það var djúp-
stæður kærleikur á milli þeirra.
Eftir að hún flutti í Hæðargarð-
inn kom hún oft og var hjá okkur
systkinunum um helgar á meðan
mamma og pabbi voru í sveitinni.
Amma vílaði ekki fyrir sér að
taka að sér stórt heimilið og
sinna barnabörnunum fjórum.
Hún var alltaf tilbúin að flytja
heimili sitt, tímabundið eða til
lengri tíma, til að vera nálægt
fólkinu sínu og veita því stuðn-
ing.
Við urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga ömmu langt
fram á fullorðinsár; ömmu sem
var sterk íslensk kjarnakona,
ömmu sem vildi ekkert meira en
að sjá litlu fjölskylduna sína búa
við gott atlæti og eiga farsælt líf,
ömmu sem hallmælti aldrei
nokkrum manni, ömmu sem
sýndi hlýju og kærleik með
gjörðum sínum, ömmu sem var
ávallt þakklát fyrir það sem lífið
gaf henni og ömmu sem var svo
lánsöm að vera við góða heilsu
nánast fram á síðasta dag.
Við erum þakklát fyrir að hafa
notið leiðsagnar hennar og um-
hyggju alla tíð og að langömm-
ustelpurnar hennar hafi fengið
tækifæri til að njóta ástúðar
hennar svo lengi sem raun ber
vitni.
Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum ömmu í dag en
þökkum um leið fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum með
henni.
Megi guð vaka yfir þér, elsku
amma.
Þín barnabörn,
Áshildur, Kristján,
Styrmir og Guðbjörg.
„Mikið býrðu í skemmtilegri
íbúð,“ sagði ég við Áshildi um
það leyti sem við vorum að kynn-
ast fyrir margt löngu síðan. „Já,
við amma vorum að mála,“ sagði
Áshildur þá. Ég hváði, því það að
eiga ömmu þegar maður er kom-
in fast að þrítugu er ekki sjálf-
gefið, hvað þá að eiga ömmu sem
tekur sig til, prílar upp í tröppur
og málar heilu íbúðirnar.
En þannig var Ása.
Hún var verkakona, alin upp
við það að vinna og það stóð aldr-
ei á henni að taka til hendinni og
rétta fólkinu sínu hjálparhönd.
Alltaf var hún til staðar til að
létta undir með okkur Áshildi
þegar fjölskyldan stækkaði og
við og dætur okkar eigum ófáar
góðar minningarnar úr Hæðar-
garðinum þar sem nammiskálin
var alltaf á sínum stað og gott
var að sitja í eldhúsinu og fá sér
kaffi.
Það var sérstök tilfinning að
heimsækja Ásu í Hæðargarðinn
og seinna á Litlu Grund. Nær-
vera hennar var átakalaus, róleg
og yfirveguð og það færðist
ósjálfrátt yfir mann ró í amstri
dagsins.
Samband þeirra Áshildar og
Ásu var ætíð mjög náið og eitt af
því sem var fastur liður hjá þeim
var að borða saman skötu á Þor-
láksmessu. Áshildi fannst þetta
dýrmætar stundir og þótti gam-
an að gera þetta fyrir ömmu sína.
Einhverju sinni bar svo við að
Áshildur komst ekki frá og þótti
leitt að amma sín færi á mis við
skötuna. „Það er allt í lagi væna
mín,“ sagði sú gamla, „ég hef nú
eiginlega aldrei verið mikið fyrir
skötu.“ Þetta var lýsandi fyrir
Ásu, því hún hugsaði alla tíð
meira um þarfir annarra en sínar
eigin.
Ása var einstök kona. Aldrei
man ég eftir að hafa séð hana
skipta skapi, aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkrum manni
og aldrei kvartaði hún þó oft
væri ástæða til. Hún var ekki
kona margra orða og lítið fyrir
margmenni.
Sumir arka í gegnum lífið upp-
teknir af því að skilja eftir sig
spor en það var ekki hennar hátt-
ur.
Hún Ása fór ekki með látum í
gegnum lífið og kvaddi það eftir
langa ævi á sama hátt og hún
lifði því, í frið og spekt í sátt við
sig og sína.
Ég kveð Ásu með þakklæti í
huga fyrir þær góðu stundir sem
ég og fjölskylda mín áttum með
henni.
Hvíl í friði.
Björgvin.
Fyrir hönd okkar systkinanna
og fjölskyldna þeirra langar okk-
ur með örfáum orðum að minnast
Ásmundu Ólafíu Ólafsdóttir, eða
öllu heldur Ásu frænku, sem lést
á hjúkrunarheimilinu Grund
þann 18. október sl.
Ása frænka fylgdi okkur
systkinunum nánast öll okkar
uppvaxtarár þar sem hún og
dóttir hennar bjuggu ýmist undir
sama þaki og við fjölskyldan eða í
næsta nágrenni því eflaust
fannst henni að þannig hún gæti
fylgst með að allt væri í lagi.
Dóttir hennar, Erna Eiríksdótt-
ir, varð þannig miklu meira en
bara frænka okkar heldur frekar
uppeldissystir og saman deildu
þær mæðgur með okkur bæði
gleði og sorgum. Þá voru þær
systur Ása og móðir okkar,
Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir,
hvor annarri stoð og stytta í
ýmsum þeim áföllum, sigrum og
ósigrum sem upp komu á langri
lífsleið þeirra beggja.
Frænku okkar var ekki fisjað
saman frekar en mörgu fólki af
hennar kynslóð.
Hún var af kynslóðinni sem
færði okkur landið eins og við
þekkjum það og tókst á við lífið
af æðruleysi þeirrar kynslóðar,
æðruleysi sem ætti að verða öll-
um til eftirbreytni. Þó auraráðin
hafi ekki alltaf verið mikil hafði
frænka okkar alltaf nóg að gefa
og þá aðallega af ást og um-
hyggju til þeirra sem næst henni
stóðu og súkkulaðimoli fylgdi
alltaf með til þeirra sem það
þáðu. Ása frænka var ekki mann-
eskja margra orða, var alltaf ró-
leg og yfirveguð og lét ekkert slá
sig út af laginu.
Aldrei skipti hún skapi og
hafði sérstakt lag á því að láta
fólki líða vel í kringum sig. Það
var helst varðandi fótbolta, sem
hún hafði yndi af að horfa á, að
hún fór úr „karakter“ og lét
nokkur vel valin orð falla.
Kæra frænka. Það væri auð-
veldlega hægt að rifja í löngu
máli upp lífshlaup þitt og og
mæra á allan mögulegan máta.
Það var bara ekki þinn stíll og
slíkt ekki þér að skapi.
Við systkinin viljum því að
leiðarlokum þakka þér samfylgd-
ina árin öll og viljum að leiðarlok-
um gera þessi orð að okkar:
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Reynir Magnússon,
Erla Magnúsdóttir,
Arnar Magnússon,
Ólafur Magnússon
og fjölskyldur.
Nú eru þau öll farin, systkinin
frá Oddhól – Brekastíg 5 B í
Vestmannaeyjum. Þau kvöddu í
aldursröð. Ragna, f. 1917, d.
1999, pabbi okkar, Mundi, f.
1918, d. 2002, Steina, f. 1920, d.
2012, og Ása, f. 1922, d. 2016.
Allt í „röð og reglu“ eins og flest
annað hjá þeim systkinum.
Ása fæddist 16. júní 1922 og
það munaði bara 10 tímum að
hún fengi Sigurjón í afmælis-
gjöf.
Hann fæddist 15. júní 1954
klukkan 14.
Fram á unglingsár fékk hann
alltaf heillaskeyti á afmælisdag-
inn frá Ásu frænku. Ekkert
hinna systkinanna á „Brimó“
fékk slíkt frá neinum, svo
„drengstaulinn“ var bara ansi
drjúgur með sitt.
Ása var ekki kona „margra
orða“ en glettin og viðræðugóð.
Hún var föst fyrir og ákveðin, ef
því var að skipta.
Það leiddi til þess að jafnöldr-
ur hennar og bekkjarsystur
kölluðu hana til, ef strákskamm-
irnar voru með einhverja
óknytti, þá sá víst undir lapp-
irnar á þeim – og þeirra á milli
var hún nefnd „Ásmunda
sterka“.
Ása eignaðist hana Ernu sína
frekar ung og ól önn fyrir henni
ein – en Ragna systir hennar og
Maggi studdu vel við bakið á
henni.
Hún giftist seint, en eignaðist
góðan mann. Hann Guðmundur
var mikið ljúfmenni.
Hvort hún Ása frænka spark-
aði bolta eða var í handbolta
sem unglingur vitum við ekki,
en á seinni árum varð hún slík
áhugakona um þær íþróttir, að
hún lagði það á sig að horfa á
„ensku deildina“ ruglaða á Stöð
2.
Einhver kom að henni við þá
iðju og spurði hana hvort hún
væri virkilega að horfa á „rugl-
aðan bolta“.
„Þetta er nú ekkert mikið
ruglað, hljóðið er alla vega í
lagi,“ sagði okkar kona.
Guð blessi minninguna um
Ásu frænku og við þökkum
henni samveruna.
Systkinin á Brimhólabraut
13,
Hjálmar, Ólafur, Sigurjón,
Guðni og Sigrún.
Í dag kveðjum við okkar
kæru Ásu. Minningarnar eru
margar fallegar og ljúfar frá
gömlum og góðum dögum og
munum við geyma þær í hjört-
um okkar.
Ása var meðlimur í okkar
fjölskyldu í rúm 50 ár og tók hún
þátt í fjölskylduboðum á meðan
heilsa hennar leyfði. Í þessum
boðum var mikið fjör, mikið tal-
að og hlegið.
Ása lét ekki mikið fyrir sér
fara en hafði þægilega nærveru,
hún brosti og skaut inn orði ef
henni líkaði umræðan og hló
dillandi hlátri.
Nú er sól þín sest, elsku Ása,
eftir langa ævi.
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina, þín verður saknað.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
(Höf.ók)
Elsku Erna, Bragi, börn og
barnabörn, hugurinn er hjá ykk-
ur fjölskyldunni og sendum við
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Minning um góða konu lifir.
María, Jesús
og Kristján Jesús.
Ásmunda Ólafía
Ólafsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir mín,
amma og langamma,
SÓLRÚN BENTSÝ JÓHANNESDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ,
sem lést á Ísafold föstudaginn 28. október
síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 7. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Alzheimersamtökin.
.
Siggeir Stefánsson, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir,
Elsa Stefánsdóttir,
Jóhannes Stefánsson,
barnabörn og fjölskyldur.
✝ Ólína BergljótKarlsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. nóvember 1930.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eiri 29.
október 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Karl
Ásgeirsson, mál-
arameistari í
Reykjavík, f. á
Fróðá í Fróðár-
hreppi á Snæfellsnesi, og Stef-
anía María Sigurðardóttir, hús-
móðir, f. að Hólabaki í
Þingeyrasókn í Húnavatnssýslu
. Ólína Bergljót var næst elst sjö
systkina, fimm eru nú látin en
eftir eru tveir
bræður.
Hinn 9. febrúar
1954 giftist Ólína
Bergljót Finni Ingi-
mundarsyni. Hann
lést 1995. Eign-
uðust þau fjórar
dætur: Maríu,
óskírða, d. 1953,
Ingibjörgu, Sig-
urlaugu, og dótt-
ursoninn Finn.
Barna- og barnabarnabörnin
eru 32.
Útför Ólínar Bergljótu fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 4. nóvember 2016, klukkan
15.
Elsku amma og langamma.
Með söknuð í hjarta kveðjum
við þig með þessu ljóði:
Amma kær ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Karen, Elías,
Sigurður Hákon,
Alexander, Tinna,
Kristján og
barnabarnabörn.
Ólína Bergljót
Karlsdóttir