Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 78
78 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016
Við konan vorum áTenerife í af-mælisferð og
komum heim í fyrra-
dag,“ segir Sigurður
Ingvarsson, rafverktaki
í Garði, sem á 75 ára af-
mæli í dag. „Það verður
eitthvað á könnunni
heima, konan og dæt-
urnar sjá til þess að það
verði líka eitthvað með
kaffinu, en ég hef alltaf
haldið upp á afmælið á
tíu ára fresti.“
Sigurður er fæddur
og uppalinn í Garði og
hefur búið þar alla tíð.
Hann ásamt fjölskyldu
sinni rekur SI raflagnir
ehf. og SI verslun í
Keflavík. „Það eru að
verða 50 ár síðan ég
byrjaði sem rafverktaki
en þá hét fyrirtækið Raflagningavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar.
Svo breyttist nafnið í SI raflagnir ehf. þegar börnin og tengdasynirnir
komu inn í fyrirtækið, en þeir eru báðir rafvirkjar. Við höfum rekið
verslunina í 35 ár og seljum Siemens-heimilistæki og Under armour-
og Adidas-íþróttafatnað og Cintamani-útivistarfatnað. Didda konan
mín hefur verið bókari alla tíð hjá fyrirtækinu og dætur mínar tvær
eru einnig að vinna á skrifstofunni og sjá um verslunina. Ég sjálfur er
enn á fullu og verð að því á meðan heilsan leyfir. Núna er ég aðallega
að snúast í kringum hópinn, þetta er 25 manna hópur rafvirkja og
þeirra sem vinna í versluninni.“
Sigurður var kosinn í hreppsnefnd í Garði 1974, sat í henni til árs-
ins 2002 og var oddviti síðustu átta árin. Hann hefur einnig verið mik-
ið í fótboltanum í Garði. Sigurður var lengi formaður Knattspyrnu-
félagsins Víðis og einnig þjálfaði hann yngri flokka og meistaraflokk
félagsins í mörg ár, en félagið spilaði í efstu deild fyrir rúmum aldar-
fjórðungi. „Það var mikið ævintýri sem seint gleymist, en ég var þá
aðstoðarþjálfari. Fjölskyldan hefur alltaf tekið virkan þátt í knatt-
spyrnufélaginu og dóttir mín Guðlaug er núverandi formaður félags-
ins. Fótboltinn hefur alltaf verið mikið áhugamál.
Svo á fjölskyldan sumarbústað í Þórisstaðalandi í Grímsnesi og þar
eyðum við miklum tíma, einnig á veturna.“
Eiginkona Sigurðar er Kristín Erla Guðmundsdóttir. Dætur þeirra
eru Halldóra Jóna og Guðlaug Helga og einnig áttu þau soninn Sig-
urð, en hann lést 15 ára gamall árið 1985. „Svo eigum við sex barna-
börn og fimm barnabarnabörn og það nýjasta fæddist þegar við
vorum á Tenerife.“
Hjónin Kristín Erla og Sigurður.
Rafverktaki í Garði
Sigurður Ingvarsson er 75 ára í dag
S
turla fæddist í Reykjavík
4.11. 1966 og ólst þar upp,
fyrst hjá móður sinni og
ömmu í Gnoðarvogi og í
síðan hjá móður sinni í
Breiðholtinu frá sex ára aldri. Hann
flutti úr Breiðholtinu í Grafarvoginn
árið 1998 og hefur átt þar heima síð-
an: „Við vorum í Fannarfelli í Efra-
Breiðholti frá því ég var sex ára,
fluttum síðan í Möðrufellið og loks í
Hólaberg.
Þó ýmsir hafi talað illa um Breið-
holtið var gott að búa þar og þaðan á
ég góðar minningar. Þarna var mikill
krakkaskari. Ég held að það hafi ver-
ið um 1.400 krakkar í Fellaskóla á
mínum árum þar.
Þarna var náttúrlega allt í upp-
byggingu á þessum árum og við
strákarnir lékum okkur í hús-
grunnum, hálfbyggðum byggingum
og príluðum í byggingarkrönunum.
Þetta var stórhættulegt en engu að
síður ævintýralesgur leikvettvangur
fyrir fríska stráka. Maður var furðu
fljótur að læra á þetta umhverfi og
taka ábyrgð á sjálfum sér.
Auk þess var ég í sveit á sumrin,
fyrst á Brandsstöðum í Blöndudal,
síðan í Munaðarnesi í Borgarfirði og
loks á Á á Skarðsströnd. Þetta voru
allt prýðilegir bæir hjá góðu fólki. En
þá þurfti að vinna í sveitinni og ég
hafði í nógu að snúast allt sumarið.
Sumardvölin í sveitinni var því engu
minni skóli en sá sem maður fékk á
skólabekk yfir veturinn.“
Sturla byrjaði að vinna fyrir sér er
hann var 15 ára, á vélaverkstæði BM
Sturla Jónsson framkvæmdastjóri – 50 ára
Forsetakosningarnar Sturla og eiginkona hans, Arndís Erna Helgadóttir, á leið inni á kjörstað á liðnu sumri.
Í baráttu við kerfið
Talsmaður vörubifreiðastjóra Sturla situr á rökstólum við Ragnhildi Hjalta-
dóttur ráðuneytisstjóra og Tómas Möller samgönguráðherra vorið 2008.
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Kristinn
Rakel Sif Grétarsdóttir og Eydís Anna Hannesdóttir héldu tombólu til styrktar
Rauða krossinum á Íslandi við Fiskbúðina á Sundlaugavegi og seldu ber og dót
fyrir 5.246 kr.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.