Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 79

Morgunblaðið - 04.11.2016, Page 79
Vallár. Þar byrjaði hann strax að sinna viðgerðum á tækjum, vélum og farartækjum af ýmsum toga. Hann vann síðan við raflagnir á Keflavíkurflugvelli, starfaði við Áburðarverksmiðjuna um skeið og var til sjós þar sem hann var háseti á vertíðarbátum nokkrar vertíðir. Eftir að Sturla kom í land hóf hann störf við jarðvinnslu á höfuð- borgarsvæðinu. Hann stofnaði síðan eigin verktakarekstur með skurð- gröfur og fleiri tæki árið 1998 og starfrækti það fram að hruni: „Það fóru margir illa í hruninu og óþarfi að vera vola út af því, en þær eru marg- ar ljótar sögurnar af því hverjum var hampað og bjargað á meðan aðrir misstu allt sitt. Þær sögur mega ekki gleymast.“ Sturla hefur eytt miklum tíma í að fá leiðréttan sinn hlut eftir hrun og gengur þar á ýmsu. Sturla var stofnandi Framfara- flokksins árið 2013 en nafn flokksins breyttist síðan í Sturla Jónsson. Hann bauð sig fram til forseta á þessu ári og vakti þá athygli með skeleggri túlkun sinni á íslensku stjórnarskránni. Sturla tók þátt í mótorsporti og torfærukeppnum, smíðaði þrjá keppnisbíla og keppti sjálfur á ár- unum 1988-91 og síðan 1996-2003. Fjölskylda Eiginkona Sturlu er Aldís Erna Helgadóttir, f. 24.4. 1966, leikskóla- starfsmaður. Foreldar hennar eru Helgi Maronsson, f. 16.8. 1945, húsa- smiður í Garðbæ, og k.h., Þórunn Ágústa Haraldsdóttir, f. 23.5. 1946, húsfreyja. Synir Sturlu og Aldísar eru Helgi Júlíus Sævarsson, f. 14.12. 1990 (sjúpsonur Sturlu), háskólanemi; Kristófer Sturluson, f. 16.6. 1994, verkamaður; Elfar Þór Sturluson, f. 9.11. 2000. Hálfsystkini Sturlu, samfeðra: Ást- ríður Hanna Jónsdóttir, f. 12.4. 1969, búsett í Mosfellsbæ; Ágúst Bjarki Jónsson, f. 4.2, 1972, verkamaður í Kópavogi; Heiða Björk Jónsdóttir, f. 18.6. 1973, búsett í Reykjavík. Stjúpsystir Sturlu er Ella Kristín Björnsdóttir, f. 24.1. 1965, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Sturlu, sammæðra: Anna Dagbjört Hermannsdóttir, f. 6.4. 1968, búsett í Hafnarfirði; Sig- urður Hólm Sigurðsson, f. 22.8. 1972, búsettur í Reykjavík; Svanur Hólm Sigurðsson, f. 6.10. 1975, búsettur í Noregi, og Snorri Hólm Sigurðsson, f. 20.6. 1978, búsettur í Hafnarfirði. Sjúpsystir Snorra er Svanlaug Sig- urðardóttir, f. 23.4. 1968, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sturlu eru Jón Kristján Hannesson, f. 10.11. 1947, sjóm. og bifreiðarstj. í Grindavík og í Reykja- vík, og Ólafía Kristín Kristófers- dóttir, f. 9.9. 1948, d. 8.11. 2014, hús- freyja í Reykjavík. Stjúpfaðir Sturlu er Sigurður Pét- ursson, f. 20.6. 1946, rafvirki í Reykjavík. Úr frændgarði Sturlu Jónssonar Sturla Hólm Jónsson Jósabet Katrín Guðmundsdóttir húsfr. og kennari Halldór Guðbrandsson b. í Pulu og víðar í Holtum Anna Halldórsdóttir húsfr. og verkak. í Rvík Kristófer Sturluson vélstj. og bíla- viðgerðarm. í Rvík Ólafía Kristín Kristófersdóttir húsfr. í Rvík Ólafía Kristín Sigurðardóttir húsfr. Sturla Hólm Kristófersson b. í Tungumúla, í Otradal og síðast í Rvík, af Kollsvíkurætt Birgir Hannesson verktaki og b. á Akranesi Eiríkur Kristófersson skipherra Hákon Kristófersson b. og alþm. í Haga á Barðaströnd Jón Kristófersson kennari og skólastj. á Tálknafirði Sigurður Hannesson starfsm. við Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi Bergljót Sturludóttir húsfr. á Patreksfirði Elfar Berg Sigurðsson tónlistarm. (Lúdó og Stefán) og kaupm. í Hafnarfirði Ástríður Hannesdóttir bústýra Torfi Jónsson b. á Gilstreymi í Lundar- reykjadal og víðar Ástríður Torfadóttir húsfr. á Akranesi Hannes Frímann Jónasson verkstj. á Akranesi Jón Kristján Hannesson sjóm. og bifreiðarstj. í Grindavík og Rvík Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. á Fagradal Jónas Frímann Kristjánsson b. á Fagradal og Nýhóli á Fjöllum Synir Kristófer, Helgi og Elfar Þór. ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2016 90 ára Einar Magnússon Jósef Sigurðsson Petra Salome Antonsdóttir 85 ára Jóna Sigurðardóttir Kristín Ólafsdóttir Sigríður B. Sigurðardóttir 80 ára Björk Helga Friðriksdóttir Hólmfríður S. Ólafsdóttir Ingrid María Paulsen Jón Pétursson Sesselja H. Jónsdóttir Sigurhelga Stefánsdóttir Svava Ágústsdóttir 75 ára Björgvin Kjartansson Guðrún Einarsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Sigurður Ingvarsson 70 ára Björn H. Árnason Eyjólfur Pétursson Guðrún Björk Jóhannesdóttir Guðrún Valgerður Árnadóttir Jón Snorrason Lárus Ægir Guðmundsson 60 ára Brynja Þorvaldsdóttir Gunnar Örn Guðmundsson Gyða Hafdís Margeirsdóttir Helga Þórólfsdóttir Sigrún Málfríður Árnadóttir Sæmundur Gunnar Jónsson Þorsteinn G. Eggertsson 50 ára Andrzej Budel Anja Ragnhild Peisker Björgvin Arnaldsson Björn Sveinlaugsson Fríða Jenny Björnsdóttir Jóna Rán Ingadóttir Jón Sveinlaugsson Kristbjörg U. Sigurvinsdóttir Larysa Polozova Lucyna Karwowska Stefán Reynir Kristjánsson Sturla Hólm Jónsson Vidute Sipaviciene 40 ára Aðalsteinn Guðmundsson Bjarney Rut Jensdóttir Bjarni Fannar Bjarnason Eyjólfur Sigþór Garðarsson Guðný Hilmarsdóttir Hrafnhildur Garðarsdóttir Hörður Gunnarsson Ketty Susana Cervantes Sipion Lilja Björk Kristinsdóttir Ólöf Gunnlaugsdóttir Samúel Bjarki Pétursson 30 ára Anders Westergren André Berg Bragason Anton Toan Duy Nguyen Berglind Ósk Kristmundsdóttir Elisa Helena Saukko Helgi Þormar Þorbjörnsson Inga Björg Kjartansdóttir Jón Felix Sigurðsson Jón Hilmar Purkhús Jón Snævar Ómarsson Karolina Joanna Juras Salbjörg Ýr Guðjónsdóttir Svava Ragnarsdóttir Thi Thao Nguyen Til hamingju með daginn 30 ára Inga Björg ólst upp í Reykjavík, býr þar og stundar nám í við- skiptafræði við HA. Maki: Jósef Heimir Guð- björnsson, f. 1988, bif- vélavirki. Dætur: Sigrún Diljá, f. 2012, og Guðrún Lovísa, f. 2013. Foreldrar: Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1954, sjúkraliði, og Kjartan Kjartansson, f. 1943, d. 2014, málari. Inga Björg Kjartansdóttir 30 ára Berglind ólst upp í Garðabæ, býr þar, stund- ar nám í leikskólafræði við HÍ og er deildarstjóri í leikskólanum Engjaborg. Maki: Guðni Sumar- liðason, f. 1991, bifvéla- virki. Foreldrar: Kolbrún Har- aldsdóttir, f. 1960, starfs- maður við gistiheimili, bú- sett í Grundarfirði, og Kristmundur Harðarson, f. 1964, d. 2009, rafvirkja- meistari. Berglind Krist- mundsdóttir 30 ára Samúel lauk próf- um frá VÍ, er auglýsinga- leikstjóri og eigandi fram- leiðslufyrirtækisins Skot. Maki: Júlía Rós Júl- íusdóttir, f. 1980, sérfr. hjá Arion banka.. Dætur: Elísa Gunnur, f. 2000; Telma Rósa, f. 2010, og Petra Björk, f. 2015. Foreldrar: Pétur Þ. Krist- ánsson, f. 1934, d. 2007, og Gunnur Samúelsdóttir, f. 1939. Samúel Bjarki Pétursson Giulia Sgattoni hefur varið dokt- orsritgerð sína í jarðeðlisfræði. Ritgerð- in ber heitið: Einkenni og jarðfræðilegar orsakir jarðskjálfta og skjálftaóróa í Kötlu (Characteristics and geological origin of earthquakes and tremor at Katla volcano (Iceland)). Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu við Háskóla Íslands og Háskólann í Bologna á Ítalíu. Leiðbeinendur voru dr. Páll Ein- arsson, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, dr. Federico Lucchi, prófessor við Háskólann í Bologna, Ítal- íu, og dr. Ólafur Guðmundsson, pró- fessor við Háskólann í Uppsölum, Sví- þjóð. Katla hefur ekki gosið stórgosi síðan 1918. Atburðir sem urðu 1955, 1999 og 2011 gáfu hins vegar vísbendingar um að smágos hefðu ef til vill orðið undir Mýrdalsjökli, en svo lítil að þau náðu ekki að bræða sig í gegnum jökulinn. Í júlí 2011 kom óróahviða fram á skjálfta- mælum sem stóð í 23 klukkustundir. Samtímis kom jökulhlaup fram á sand- inn sem tók af brúna yfir Múlakvísl. Nokkrir sigkatlar mynduðust í jökulinn, skjálftavirkni innan Kötluöskjunnar óx og nýtt skjálftasvæði kom fram við Gvendarfell í suð- urjaðri jökulsins. Spurningar vökn- uðu um hvort óróa- hviðan stafaði af kvikuvirkni í Kötlu eða flóðinu sjálfu. Skjálftamæligögn voru könnuð með þetta í huga, nýjum aðferðum var beitt til að ráða í upptök skjálfta og óróa, og jarðfræði svæðisins var athuguð til að auðvelda túlkun skjálftagagnanna. Umtalsverðar breyt- ingar urðu á skjálftavirkni svæðisins um það leyti sem óróinn og jök- ulhlaupið urðu, sem bendir til breytinga á eldstöðvakerfinu. Óróahviðan var samsett úr þremur toppum. Tveir þeirra áttu upptök við sigkatlana í jöklinum og gætu stafað af jarðhitasuðu eða kviku- virkni, en einn tengdist jökulhlaupinu. Aukin skjálftavirkni innan öskjunnar og vísbendingar um aukna bráðnun benda til þess að óróinn kunni að hafa stafað af litlu eldgosi. Ekki er hægt að útiloka að hann hafi tengst snöggsuðu í jarð- hitakerfi eða sprengingum vegna flóðs- ins. Allar skýringatilraunirnar krefjast þó aukinnar varmalosunar. Giulia Sgattoni Giulia Sgattoni stundaði nám til BS-prófs við Háskólann í Bologna 2005-2008, og MS-prófs í jarðfræði með áherslu á jarðskjálfta- og eldgosavá við sama skóla 2008-2010. Síðan í ársbyrjun 2012 stundaði hún nám og rannsóknir til sameig- inlegrar PhD-gráðu í jarðeðlisfræði við Háskólann í Bologna og Háskóla Íslands. Talsverður hluti námsins fór auk þess fram við Uppsalaháskóla. Hún vinnur nú við rannsóknir hjá INGV (Istituto Nazionale di Geofisica e Vulcanologia) í Bologna. Doktor Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 3.900,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.